Morgunblaðið - 26.02.2013, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 57. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Andlát: Þorvaldur Þorsteinsson
2. Elva Brá er týnd
3. „Aðeins of mikið morgunkaffi“
4. Leynilegur bardagaklúbbur
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
_ Tökur eru hafnar á næstu kvikmynd
leikstjórans Baldvins Z, Vonarstræti,
en sú verður dramatísk og ætluð full-
orðnum ólíkt unglingamynd Baldvins,
Óróa, sem hefur gert það gott á er-
lendum kvikmyndahátíðum. Handrit
Vonarstrætis skrifaði Baldvin með
Birgi Erni Steinarssyni og í aðal-
hlutverkum í myndinni eru Þorsteinn
Bachmann og Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson, sem hér sjást á tökustað, og
Hera Hilmarsdóttir. Stefnt er að því
að frumsýna myndina í haust.
Tökur hafnar á Von-
arstræti Baldvins Z
_ Leikkonan Ís-
gerður Gunn-
arsdóttir birti
heldur ófrýnilega
ljósmynd af sér á
Facebook föstu-
daginn sl. og var
engu líkara en
hún hefði breyst í
uppvakning. Í ljós
kom að myndin var tekin af henni
þegar hún var í hlutverki afturgöngu í
breskri spennumynd, Four Walls, sem
verið er að klippa þessa dagana.
Heldur ófrýnileg
Ísgerður á Facebook
_ Listamaður listahátíðarinnar Listar
án landamæra í ár er Atli Viðar Eng-
ilbertsson, myndlistarmaður og rit-
höfundur. Munu
verk hans prýða
allt kynning-
arefni hátíð-
arinnar og
hann mun einn-
ig sýna ný verk á
hátíðinni sem
hefst 18. apríl.
Atli Viðar listamaður
Listar án landamæra
Á miðvikudag Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en úrkomulítið
eystra. Hiti víða 1-5 stig, en sums staðar vægt frost inn til landsins.
Á fimmtudag Hæg vestlæg breytileg átt og víða bjartviðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 8-15 m/s. Rigning eða súld víða
um land. Heldur úrkomuminna eftir hádegi, en bætir í vind og úr-
komu suðvestantil í kvöld. Hiti 5-13 stig, hlýjast norðaustanlands.
VEÐUR
Gylfi Þór Sigurðsson skor-
aði dýrmætt mark fyrir
Tottenham þegar liðið sigr-
aði West Ham, 3:2, í ensku
úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöld. Gylfi
jafnaði metin í 2:2 áður en
Gareth Bale skoraði sig-
urmarkið og kom Totten-
ham upp fyrir Chelsea og í
þriðja sæti deildarinnar.
„Það var tími til kominn,“
sagði Gylfi. »1
Gylfi skoraði
mikilvægt mark
Trausti Stefánsson fór
ekki að æfa frjáls-
íþróttir fyrr en hann
var orðinn 22 ára gam-
all, en fram að því
vissi hann ekki
að hann væri
sérstaklega
fljótur að
hlaupa. Nú er
hann í baráttu
um að komast
á stórmótin og
æfir af krafti í
Svíþjóð með
frjálsíþróttafólki
sem er í fremstu
röð í Evrópu. »1
Hlaupari sem fór seint
af stað en stefnir hátt
Akureyringar stöðvuðu langa sig-
urgöngu FH-inga í N1-deild karla í
handknattleik í gærkvöld og sigruðu
þá norðan heiða, 29:24. Ótrúlegar
lokatölur litu dagsins ljós í Mos-
fellsbæ þegar Haukar unnu Aftureld-
ingu 16:13. ÍR-ingar knúðu fram sigur
á Valsmönnum, 25:23, og Hlíð-
arendaliðið situr því enn á botni
deildarinnar. »2-3
Akureyri stöðvaði
sigurgöngu FH-inga
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þegar ég var táningur fór ég á
bólakaf í menningarsamskipti við
kínverska alþýðulýðveldið á meðan
það virtist vera flestum lokað vegna
menningarbyltingarinnar,“ segir
Arnþór Helgason, sem byrjaði
snemma að flytja inn kínversk tíma-
rit og hljómplötur og hefur starfað
manna lengst sem formaður Kín-
versk-íslenska menningarfélagsins.
Arnþór hreifst af kínverskri tón-
list sem barn. Erindi Stefáns Jóns-
sonar fréttamanns um Kína í Ríkis-
útvarpinu 1966 urðu sem olía á eld
og hann gekk í Kím 1969. Arnþór
var kjörinn í stjórn 1974 og hefur
verið formaður samtals í ríflega tvo
áratugi, 1977-1988, 1995-2006 og frá
2009.
Í Eyjapistli tvíburabræðranna
Arnþórs og Gísla í útvarpinu á dög-
um Heimaeyjargossins mátti gjarn-
an heyra kínverska tónlist. Arnþór
segir að kínversk menning hafi
löngum hrifið sig og nefnir sér-
staklega óperutónlist, þjóðlaga-
tónlist og byltingartónlist. „Lof-
söngvar hafa alltaf heillað mig.“
Árangursríkt starf
Kím hefur unnið að því að efla
samskipti við Kína á sviði menning-
ar og lista. Arnþór segir að upp úr
standi árangur starfsins. „Ég minn-
ist með mikilli ánægju fjöllistahóps
sem kom hingað frá Tianjin 1975 en
um 13.000 manns sáu sýningar
hópsins.“ Hann segir líka
skemmtilegt að hafa átt
þátt í því að bjóða ís-
lensku tónlistarfólki til
Kína. Kím hafi til
dæmis skipulagt
hljómleikaferð Stuð-
manna til Kína 1986,
en það hafi verið fyrsta
vestræna popp-
hljómsveitin sem hafi
fengið að spila í Kína eftir að breska
hljómsveitin Wham hafi gengið þar
berserksgang um þremur árum áð-
ur.
Arnþór leggur áherslu á að Kím
sé ópólitískt félag. Menningar-
samskipti eyði tortryggni á milli
þjóða og besta leiðin til að koma í
veg fyrir mannréttindabrot sé sam-
ræður. „Við höldum því fram að með
slíkum samræðum holi dropinn
steininn.“ Hann áréttar að íslensk
lög um til dæmis tryggingar, heil-
brigðismál, félagsmál og mannrétt-
indamál hafi vakið athygli kín-
verskra sendinefnda og Kínverjar
hafi tekið mið af þeim við breytingar
á eigin félagsmálalögum. „Þannig
hafa Íslendingar lagt talsvert mikið
til bættra þjóðfélagshátta í Kína.“
Dropinn holar steininn
- Hefur átt sam-
skipti við Kína í
nokkra áratugi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leiðtogi Arnþór Helgason hefur verið formaður Kím lengst allra en dr. Jakob Benediktsson gaf tóninn 1953-1975.
Í ár verður efnt til veglegrar hátíðar í tilefni 60 ára afmælis Kínversk-
íslenska menningarfélagsins, sem var stofnað 20. október 1953. Tón-
leikar Caput-hópsins á Myrkum músíkdögum í byrjun mánaðarins mörk-
uðu upphaf hátíðarinnar og þátttaka Kínverja í Reykjavík-
urskákmótinu í skák er liður í henni. Listakonan Lu Hong
verður með sýningu í Ráðhúsinu í júní, kínverskir kvik-
myndagerðarmenn taka þátt í alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni í Reykjavík í haust, kínverskur stjórnandi stjórnar
Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóvember og þá leikur fiðlu-
leikarinn Li Chunyuan með sveitinni. Caput-hópurinn fer til
Kína í maí og hjónin Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau
halda þar tónleika í haust.
Viðamikil dagskrá á árinu
KÍNVERSK-ÍSLENSKA MENNINGARFÉLAGIÐ 60 ÁRA