Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Væntingar eru „raunhæfar“ meðal þingmanna beggja stjórnarflokka um að frumvarp um stjórn fisk- veiða nái fram að ganga á þeim fáu dögum sem eftir eru af kjör- tímabilinu. Tímaramminn naumur Heyra má innan Vinstri grænna að mikilvægt hafi verið að þingfesta frumvarpið, þannig að það liggi fyrir og menn geti þá hugsanlega samið um framhaldið. Samfylkingarmenn forðast að fullyrða nokkuð um feril málsins, en tala um að það þurfi að fá þing- lega meðferð, mikilvægt sé að koma því af stað í þinginu, en víst sé tímaramminn þröngur. „Menn þurfa að fá tækifæri til að mæla fyrir því og koma því til nefndar áður en hægt er að full- yrða nokkuð,“ segir einn úr þing- liði Samfylkingar og annar kveður fast að orði: „Það eru eftir þrjár umræður og einum of snemmt að ákveða örlög þess. Það er ekki einu sinni komið til nefndar.“ Í pólitískum tilgangi? Að minnsta kosti er það tilfinning- in í herbúðum sjálfstæðismanna að málinu hafi ekki verið fylgt eftir af neinni sannfæringu af hálfu ríkis- stjórnarinnar. „Það er frekar að óskað sé eftir að það verði skoðað jákvæðum augum,“ segir þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. „Það virð- ist frekar lagt fram í pólitískum til- gangi en af raunverulegum ásetningi um að klára það. Það skortir allan kraft og sannfær- ingu.“ Víst er að engin sátt verður um frumvarpið, en þar er kveðið á um að tvöfalda pottana sem fara á kvótaþingið og það felur í sér mikl- ar skerðingar til þeirra sem þegar eru inni í kerfinu. Og það er gagn- rýnt að málið hafi verið kynnt af ráðgjafa ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst sem tekjuöflunarfrumvarp – „eins og það sé um fjármál ríkisins en ekki stjórn fiskveiða í landinu“. Ljósmynd/Alfons Finnsson Skortir kraft og sannfær- ingu? Það er forvitnilegt að leika sér að tölum þegar rýnt er í spilin fyrir þá fáu daga sem eftir lifa af kjörtímabilinu. Ljóst er að stjórnarflokk- arnir hafa ekki lengur meiri- hluta, einungis 30 af 63 þingmönnum, en óvíst hvaða þýðingu það hefur. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lýst yfir að ekki megi flýta vinnu við stjórnarskrána og þá geta menn byrjað að telja. Því hefur verið haldið fram að Hreyfingin hafi gert leynilegt samkomulag um stuðning við ríkisstjórnina gegn því að áfram verði keyrt á nýja stjórnarskrá. Þess vegna gefi ríkisstjórnin ekki breytingarnar upp á bátinn ef hún ætli að standa af sér vantraust. Hún sé í raun fangi Hreyfingarinnar nema samkomulag náist við stjórnarandstöðuna um breytingar sem eru smærri í sniðum. T ekin hefur verið ákvörð- un um það í herbúðum stjórnarflokkanna að ekki verður reynt að keyra nýja stjórnarskrá í gegnum þingið. Er líklega að leit- að verði samkomulags við stjórn- arandstöðuna um framhald máls- ins. Það mun vera skýringin á því að stjórnarskráin er ekki á dagskrá þingsins á mánudag, heldur nýtt- frumvarp um stjórn fiskveiða úr smiðju Steingríms J. Sigfússonar. Stefnt að samkomulagi Enn er miðað við það á stjórnar- heimilinu að starfsáætlun þingsins haldi um að þinglok verði um miðj- an mars. Ef miðað er við það eru einungis fimmtán þingfundardagar eftir og tíminn naumur til að af- greiða svo stór og mikil mál. Í lok síðasta kjörtímabils beið ríkis- stjórnin með að slíta þinginu þar til nokkrum dögum fyrir kosningar, en staða stjórnarflokkanna var þá önnur og vænlegri. Fyrir liggur að frumvarpið um stjórn fiskveiða verður rætt á þinginu á mánudag og þriðjudag, en ekkert hefur komið fram um hvort og þá hvenær í vikunni stendur til að ræða um stjórnar- skrána. Það bendir til þess að stjórnarflokkarnir hyggist reyna að ná samkomulagi við stjórnarand- stöðuna áður en lengra er haldið. Það rennir frekari stoðum undir þá kenningu að Árni Páll Árnason fékk afgerandi kosningu sem for- maður Samfylkingarinnar um liðna helgi og gerir tilkall til þess að ákveða efnismeðferð mála í ríkis- stjórn, þó að hann taki þar ekki sæti. Fyrst þarf því að gera út um málið innan flokksins áður en það fer inn í þingið á ný. Samkvæmt heimildum er ljóst að Samfylkingin muni knýja á um breytingar á stjórnarskránni, en enginn vilji mun vera til þess hjá nýjum formanni að fara í slag við vísindasamfélagið og reyna að berja í gegn breytingar sem þar hafa mætt andstöðu og efasemdum. Stjórnarskránni í heild sinni verður ekki breytt. Þingið klofið Enda væri það engan veginn raun- hæft eins og staðan er. „Horfðu á þetta svona,“ segir þingmaður stjórnarandstöðunnar. „Þingið er klofið í tvær algjörlega jafnstórar fylkingar í málinu. Ríkisstjórnin hef- ur misst meirihlutann, þannig að stjórnarflokkarnir geta ekki skýlt sér á bak við hann. Hvernig í ósköp- unum ætlar hún að breyta stjórn- skipun landsins í grundvallar- atriðum, öllum núverandi ákvæðum og bæta við 35 nýjum ákvæðum á örfáum dögum?“ Líklegt er að ríkisstjórnin reyni að afgreiða einstakar breytingar eða kafla eins og gert var árið 1995 og ná um það þverpólitískri sátt. Það styrkir vígstöðu stjórnarand- stöðunnar að þar eru menn sann- færðir um að ríkisstjórnin sé hægt og bítandi að tapa slagnum gagn- vart almenningi. Orsökina megi rekja til andstöðu fræðimanna í há- skólasamfélaginu, auk þess sem forseti Íslands hafi tjáð sig „með óvanalega skýrum hætti“ og síðan hafi vinnubrögðin í þinginu verið þannig „að þau hafi gert sér þetta sjálfum óendanlega erfitt“. Og þetta er stjórnarskráin! Það má taka sem dæmi, að jafnvel þó að allir dagar sem eftir lifðu væru nýttir til breytinga á stjórn- arskránni, þá væri varlegt að ætla að minnsta kosti einn dag til um- ræðna um hvert nýtt ákvæði henn- ar. Um leið væri úti um þau áform. Á það er bent að stjórnarflokk- unum hafi ekki tekist að klára að vinna úr athugasemdum fræði- manna fyrir aðra umræðu, heldur hafi verið talað um að vinna úr þeim meðan á umræðum stæði. „Ef þetta væri unnið almennilega hefði nefndin klárað að fara yfir at- hugasemdirnar og síðan lagt það aftur fyrir þingið,“ segir þingmað- ur stjórnarandstöðu. „Og þetta er stjórnarskráin!“ Umræður hafa stundum verið misvísandi um stjórnarskrármálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, f.v. Álfheiður Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Morgunblaðið/Kristinn Ekki ný stjórnarskrá RÍKISSTJÓRNIN MUN EKKI REYNA AÐ KEYRA Í GEGN NÝJA STJÓRNARSKRÁ Í HEILD SINNI * HORFT ER TIL BREYTINGA Á EINSTÖKUM ÁKVÆÐUM EÐA KÖFLUM * ÓLÍKLEGT AÐ FRUMVARP UM STJÓRN FISKVEIÐA VERÐI AFGREITT. STJÓRNIN FANGI HREYFINGARINNAR? * „Það er mitt mat að það sé útilokað að ætla sér að fara í alls-herjarbreytingu á stjórnarskránni. Nú er bara spurninginhversu lengi stjórnarmeirihlutinn ætlar að þráast við í því máli.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.