Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 38
*Föt og fylgihlutir Sýning fræga fólksins á götum Parísar samhliða hátískuviku er jafn eftirtektarverð og pallarnir »40 Ein klassísk – hver hafa verið bestu fatakaupin þín? Mér finnst gaman að kaupa íslenskt og versla töluvert í 66 gráður norður. Ég hef verið virkilega ánægður með það sem ég á þaðan. En þau verstu? Verstu kaup sem ég hef gert eru jakkfötin sem ég keypti fyrir þessi jól frá J. Lindeberg sem rifnuðu á áramótunum. Flott föt en mættu endast lengur en í nokkra daga. Hvar kaupir þú helst föt? Ég versla langmest í All Saints, Diesel og Dolce and Gabbana. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Fyrir utan Kastaníu á Höfðatorgi er það sennilega Dolce í Dubai og All Saints á Oxford street. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Þegar ég var lítill gekk ég mikið í Adidas, spítt galla sem var í lagi þá en ég er ekki hrifinn af þeim í dag. Ég veit að félagar mínir vilja að ég segi að rauðu buxurnar sem ég á eða rauði jakkinn séu tískuslys en ég er alls ekki sammála þeim. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Ekkert sérstakt svo sem. Bara að fötin séu flott. Er það ekki fínn hugsunarháttur? Litadýrð eða svart/hvítt? Bara bæði betra. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Ég lít ekki á sjálfan mig sem neinn meistara í þessum efnum en var ekki einhver sem sagði „dress to impress …“ Það er kúl setning og kannski eitthvað til í henni líka. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? David Beckham fengi fálkaorðu hjá mér fyrir fatastílinn sinn ef ég væri Óli forseti. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Nei, ég viðurkenni það að ég veit ekkert um fatahönnuði. Hugsa lítið um hvaða merki fötin eru ef mér finnst þau flott. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég myndi sennilega kaupa mér nokkur úr. Er mikill áhugamaður um úr og lang- ar að eiga fleiri. Ef þú fengir aðgang að tíma- vél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Segjum að ég færi eitt ár aftur í tímann og til New York. Held að það gæti verið skemmtileg lausn. Rúrik Gíslason ásamt guðdóttur sinni Elínu Þóru. Jake Gyllenhaal hefur smekk fyrir 66N líkt og Rúrik. David Beckham er tískugoð.Rúrik væri til í að vera í New York ef hann ætti tímavél. RÚRIK GÍSLASON LANDSLIÐSMAÐUR Jakkafötin rifnuðu eftir nokkra daga RÚRIK GÍSLASON, LEIKMAÐUR FC KØBENHAVN OG ÍS- LENSKA LANDSLIÐSINS Í KNATTSPYRNU, ER MIKILL SMEKKMAÐUR ÞEGAR KEMUR AÐ FATAVALI. HANN UNDIRBÝR SIG NÚ AF KAPPI FYRIR SEINNI HLUTA DÖNSKU DEILDARINNAR EN HÚN BYRJAR Á NÝ EFTIR VETRARFRÍ EFTIR MÁNUÐ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Rúrik myndi ekki vilja ganga í Adidas galla þótt sá fatn- aður hafi verið vinsæll í eina tíð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.