Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingSálræn áhrif hjartasjúkdóma má ekki vanmeta en veikindin geta skaðað sjálfsmyndina »24 É g hef aldrei verið orðaður sérstaklega við íþróttir og aldrei keppt í þeim. Er eiginlega á móti keppnisíþróttum. Ég er hins vegar fylgjandi þátttökuíþróttum, í mínum huga er aðalatriðið að vera með,“ segir Sigurður Líndal lagaprófessor sem hleypur sex sinn- um í viku í miðbænum, í grennd við heimili sitt í Bergstaðastræti sér til heilsubótar og yndisauka. Það tekur hann að jafnaði á bilinu 20 til 25 mín- útur að ljúka hringnum. „Þetta er löngu orðið lífsstíll og mér finnst ég vinna miklu betur yfir daginn þegar ég hef hlaupið um morguninn. Ég hvet allt eldra fólk, sem á annað borð kemur því við, til að hreyfa sig reglulega. Hreyfing snýst ekki um aldur. Því eldra sem fólk er þeim mun meiri ástæða til að hreyfa sig.“ Sigurður hefur alla tíð hreyft sig töluvert. Hefur þó aldrei stundað knattspyrnu og er þess vegna mjög góður í hnjánum. Hann var á hinn bóginn í marki í handbolta en varð að hætta því þegar hann fór að nota gleraugu. „Ég fór til læknis út af allt öðru en var greindur með nærsýni. Þá skildi ég betur hvers vegna boltinn var alltaf að leka framhjá mér.“ Sigurður hefur alltaf gengið mikið og vann erfiðisvinnu fram til þrjátíu ára aldurs. Fyrir um tveimur áratugum byrjaði hann að skokka reglu- bundið með samkennurum sínum við Háskóla Íslands. „Þar gilti einföld regla: Hver hleypur með sínum löppum! Sumir hlupu hratt, aðrir hægar. Sumir langt, aðrir styttra. Það hentaði mér vel.“ Hangir í trjágrein í garðinum Eftir að skokkhópur háskólakennara liðaðist í sundur fyrir allmörgum ár- um hélt Sigurður áfram að hlaupa einn með sjálfum sér. Honum þykir best að gera það árdegis en segir ekkert mæla á móti því að hlaupa á öðrum tímum dagsins. „Þegar ég er búinn að hlaupa hangi ég í trjágrein í garðinum hjá mér, lyfti mér upp sjö sinnum, af því að sjö er heilög tala. Ég bið að vísu ekki faðirvorið meðan ég lyfti mér upp en ætti ef til vill að byrja á því!“ Hann segir útihlaup upplagða líkamsrækt, þar sem ekki þurfi að birgja sig upp af tækjum áður en lagt er af stað. „Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti tækjum en eina sem þarf í skokkið er góðir hlaupaskór og hentug föt. Þá er maður klár í slaginn.“ Þegar Sunnudagsblað Morgunblaðsins náði tali af Sigurði á fimmtudag- inn var hann staddur norðan heiða að kenna námskeið í réttarsögu við Háskólann á Akureyri. Hann hleypur líka þar. „Ég verð hérna í þessari viku og næstu og sleppi auðvitað ekki skokkinu. Að vísu bannaði konan mér að fara út að hlaupa í gær [miðvikudag] vegna hálku. Ég var samt ekki hólpinn því þegar ég gekk virðulega í skólann datt ég kylliflatur. Það er kaldhæðni örlaganna að það skuli gerast þá sjaldan maður reynir að vera virðulegur,“ segir Sigurður sem varð fyrir smávægilegu hnjaski á hendi í fallinu. Er þó allur að koma til. HVETUR ELDRA FÓLK TIL AÐ HREYFA SIG Hver hleypur með sínum löppum! KOMINN Á NÍRÆÐISALDUR LÆTUR SIGURÐUR LÍNDAL SIG EKKI MUNA UM AÐ SKOKKA SEX SINNUM Í VIKU. HANN KVEÐST VINNA BETUR EFTIR MORGUNHLAUPIÐ SITT. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurður Líndal lagaprófessor heldur sínu striki í skokkinu enda þótt hann sé við kennslu á Akureyri þessa dagana. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í umfjöllun Sunnudagsblaðsins um sterkju í matvælum 2. febrúar síð- astliðinn urðu þau leiðu mistök að mynd var birt sem sýndi vörur frá mjólkurframleiðandanum Bíóbúi. Af samhenginu mátti skilja að sterkju væri bætt í vörur fyrirtækisins, en svo er ekki. Hið rétta er að enga sterkju eða aukaefni er að finna í vörum frá Bíóbúi. Beðist er velvirð- ingar á myndbirtingunni. Þá var ranglega sagt að kolvetni væru hitaeiningaríkari en prótein. Hið rétta er að hvert gramm af pró- teinum gefur okkur um það bil fjór- ar hitaeiningar líkt og kolvetni. LEIÐRÉTTING VEGNA UMFJÖLLUNAR UM STERKJU Engin aukaefni í vörum Bíóbús Hvorki sterkju né aukaefnum er bætt í vörur frá Bíóbúi. Fátt er mikilvægara fyrir heilsuna en vatnsdrykkja. Á Íslandi er nóg af hreinu og fersku vatni og engin ástæða til að láta líkamann líða vatnsskort. Tvær gullnar reglur er gott að hafa í huga:  Ekki drekka minna en tvo lítra af vatni á dag, en gjarnan meira.  Vatn er best að drekka við stofu- hita. Drekkum nóg af vatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.