Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 59
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Bók um steypumót? (13) 7. Okkar gála í skini. (7) 8. Svipaður með sting spili með sérstæði. (12) 9. Alltaf er sá sem nær aldrei. (9) 10. Bar við endann á Ömmu Lú fer á hreyfingu hjá buffuðu. (7) 12. Op hjá geimferðastofnun hjá okkur öllum. (7) 13. Sjá rafræna svipu hjá sögulegri. (5) 14. Lýstir viðbjóði á lúðumaga með grænleitum steini. (6) 16. Virða ritun um málm með ákveðna rithættinum. (12) 18. Skítanám sem við er að neita. (7) 21. Minning vanheiðruð þannig að gleymist seint. (10) 22. Um hárið líkt og hundur. (10) 24. Varð Ester gífurlega kalt með belti og fitu. (10) 26. Eyðing krafts er sögð vera þess sem fylgir. (9) 29. Hlutfall skar hálfgerður læknir með svipunum. (9) 31. Vil í allt enda gjörsamlega tryllt. (7) 32. Slanga í hálfhring veldur vellíðan. (6) 33. Risanaut reynist vera lítið dýr. (8) 34. Nei! Með tveimur heilögum birtast óp út af hirslum. (12) LÓÐRÉTT 1. Algengust getur sýnt það sem virðist yngst. (9) 2. Dönsk lukka hjá Stan er húsgagn. (11) 3. Sá sem hlustar hefur hey á flakki. (9) 4. Testum engil með farartæki. (9) 5. Skiptihlutfallið á heimvísu sýnir farsældina. (14) 6. Kona kemst að hæðarmarki án þess að aka. (7) 7. Rýr í sex skipti. (6) 11. Undan komu hamingjusömu frá þeirri sem er ekki oft þurr. (9) 15. Auðginntar eru spurðar. (6) 17. Fiskur með fát er þögull. (6) 18. Andlit kippti við í úthlutun að sögn. (8) 19. Tókum mann í vinnu. (6) 20. Hluti trés sem má henda sem hluta af sporti (9) 23. Blaði með efa skipaði. (8) 25. Ó, geislahjúpurinn og einn enn veldur slæma árferðinu. (7) 27. Veittu eftirför þeim sem lifðu. (6) 28. Gerum hryðjuverkasamtök að ræmum. (6) 30. Næ Márum úr smákjörnum þrátt fyrir skakka. (5) Ekki veit ég hvaðan Jóhann Hjartarson fékk skákhæfileikana en það nægir kannski að nefna að Þórarinn Sigþórsson tann- læknir er frændi hans. Forfeður þeirra í Borgarfirðinum voru bændur góðir og miklir spila- menn. Þegar Jóhann, sem varð fimmtugur þann 8. febrúar, tók sín fyrstu skref í skákinni í TR þótti nú ekkert fyrirtak hve drengurinn grautaði í mörgum byrjunum. Ingvar Ásmundsson var hins vegar fljótur að benda á að pilturinn hefði gott hand- bragð og að stíll hans væri í mótun. Jóhann varð Íslands- meistari 17 ára gamall vorið 1980 og var yfirburðamaður á unglingamótum heima og er- lendis. Í ársbyrjun 1984 var hann búinn að ná utan um hina miklu „efnisskrá“ sína og frá- bærar hugmyndir streymdu fram. Hann byrjaði það ár með því að vinna alþjóðlegt mót Búnaðarbankans, síðan efstur við þriðja mann á Reykjavíkur- skákmótinu og Íslandsmeistari um haustið. Minnisstætt atvik úr síðustu umferð Reykjavíkur- skákmótsins 1984: Efim Geller, þessi samanrekni hnefi frá Odessa, hugsaði lengi í þekktri stöðu Spænska leiksins: nú hik- aði hann við að leika því sem fræðin mæltu með. Næm skynj- un eða eðlislæg tortryggni? Al- tént vék Geller frá alfaraleið og jafntefli varð niðurstaðan. Jó- hann var raunar vopnaður áætl- un sem kollvarpaði hugmyndum manna um þessa stöðu. Eftir mótahrinu þessa árs kom stór- meistaratitillinn af sjálfu sér ár- ið 1985, glæsileg taflmennska í London og á ÓL í Dubai haustið 1986, síðan fleytti annað sæti á svæðamóti í Gausdal í vetrar- byrjun 1987 honum á millisvæða- mótið í Szirak með millilendingu á sterku móti í Moskvu. „Hann tefldi frábærlega í Szi- rak,“ sagði Tal. Jóhann hlaut 12 ½ v. af 17 og varð í 1.-2. sæti ásamt Valeri Salov. Án efa mesti mótasigur íslenska skákmanns. Einvígi hans við Kortsnoj í Saint John í Kanada í ársbyrjun 1988 bauð upp á eitt mesta fjölmiðla- fár íslenskrar skáksögu, hersing blaðamanna og beinar útsend- ingar. Sigur Jóhanns var verð- skuldaður en margir sáu Korts- noj í nýju ljósi eftir þá rimmu. Á Evrópumóti landsliða í Ung- verjalandi árið 1992 vann Jóhann silfur fyrir frammistöðu sína á 1. borði, hlaut 6 vinninga af átta mögulegum. Sigur hans í keppni við Armena, sem lauk 2:2, er gott dæmi um færni hans í hægfara stöðubaráttu. Tilfæringar riddar- ans frá b6 eru eftirminnilegur þáttur þessarar vel tefldu skák- ar: Rafael Vaganian – Jóhann Hjartarson Grünfelds-vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. d4 Bg7 4. g3 O-O 5. Bg2 c6 6. O-O d5 7. cxd5 cxd5 8. Rc3 Rc6 9. Re5 Bf5 10. Rxc6 bxc6 11. Bf4 Rd7 12. Ra4 Da5 13. b3 Rb6 14. Bd2 Db5 15. Rc3 Da6 16. Be3 Had8 17. Dd2 c5 18. Hfd1 c4 19. b4? Da3! Skorðar a2-peðið. „Drottningin er lélegur „blokkerari,“ sagði Nimzowitch – frá því eru undan- tekningar! 20. b5 a6 21. bxa6 Hd7 22. h3 h5 23. a7 Dxa7 24. a4 Da5 25. Ha2 Hfd8 26. Hda1 Rc8 27. Hb2 Ra7 28. f4 Rc6 29. Bf2 Da7 30. Hd1 Ra5 31. e3 e6 32. De2 Bd3 33. Df3 Hb7 34. Hb5 Hxb5 35. axb5 Rb3 36. g4 hxg4 37. hxg4 Da5 38. Be1 Vaganian var algerlega yfir- spilaður, ekki gekk 38. Re2 vegna 38. …. d2 og vinnur. 38. … Rxd4! 39. Dh3 Rc2 40. Rxd5 Da3! 41. Dh4 Hxd5 42. Bxd5 exd5 43. Dd8+ Bf8 44. Bf2 Db3 45. b6 Rd4 46. Ha1 Db2 47. Ha8 Re6 48. Dh4 c3 49. Df6 De2 50. Ha1 Dxg4+ 51. Kh2 Be4 - og Vaganian gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Hugsaði lengi í þekktri stöðu Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegis- móum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 10. febrúar rennur út á hádegi 15. febrúar. Nafn vinningshafa er birt í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins 17. febrúar. Vinningshafi krossgátunnar 27. janúar er Ingi Viðar Árnason, Hólmvaði 6d, 110 Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina Græðarann eftir Antti Tuomainen. Mál og menn- ing gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.