Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Möguleikhúsið tekur þátt í Vetrarhátíð og sýnir einleik byggðan á hinni áhrifaríku skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar, „Aðventu“, í Hlöðunni við Gufunesbæinn við Grafarvogs- hverfið. Sýningin er á laugardag klukkan 16 og er aðgangur ókeypis. Í sögunni segir af svaðilförum vinnumanns- ins Benedikts sem hélt á fjöll á aðventu að leita fjár sem varð eftir í leitum um haustið. Í sýningunni er unnið eftir aðferðum frá- sagnarleikhússins þar sem Pétur Eggerz stendur á sviðinu, flytur söguna og bregður sér jafnframt í hlutverk helstu persóna. Þá skipar hljóðmynd stóran sess í sýningunni og á þátt í að skapa heim sögunnar. Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Alda Arnardóttir. LEIKSÝNING Í GUFUNESI SÝNA AÐVENTU Pétur Eggerz segir söguna og bregður sér jafn- framt í hlutverk allra helstu persóna. Aðalheiður við sauðkindur sem hún hefur skapað. Sýninguna kallar hún Á þorra. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar á laugar- dag klukkan 14 sýningu í menningarhúsinu Bergi á Dalvík sem hún kallar „Á þorra“. Sýn- ingin er liður í umfangsmiklu sýningaverkefni sem listakonan kallar „Réttardagur – 50 sýn- inga röð“ en þetta er sýning númer 42 á fjór- um og hálfu ári. Viðfangsefni sýningarinnar er að lýsa þeim töfrum líka degi þegar fé kemur af fjalli á hausti hverju en Aðalheiður sækir innblástur í sitt nánasta umhverfi og æskuminningar úr Skagafirði. Sýningin er sett upp í „kórstíl“ þar sem ljúfir tónar sauðkindanna fá að hljóma, gestum til yndis. AÐALHEIÐUR SÝNIR Á DALVÍK KÓR SAUÐKINDA Þrátt fyrir að breskir bók- menntafræðingar hafi lýst eina þekkta ljóðinu sem breski forsætisráðherrann Winston Churchill orti á fullorðinsárum, sem þung- lamalegu, þá er búist við að nýfundið handrit skáldsins með ljóðinu muni seljast fyrir allt að 15.000 pund á uppboði, um þrjár milljónir króna. Churchill var ekki bara þjóðhetja á Bret- landi sökum framgangs síns í seinni heims- styrjöldinni, heldur allþekktur rithöfundur; hlaut hann Nóbelsverðlaunin árið 1953 fyrir skrif og mælskulist. Ljóð, sem nefnist „Our Modern Watchwords“ og er í tíu erindum, var ort 1899 eða 1900 og hyllir skáldið í því breska heimsveldið. Breskur handritasali á eftirlaunum uppgötvaði ljóðið og verður það selt á uppboði í vor. LJÓÐ CHURCHILLS Á UPPBOÐ DÝRT KVEÐIÐ Winston Churchill Menning Þ að er ekki hlýtt í húsinu,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Gljúfrasteins, er hún tyllir sér í borðstofuna í húsi nóbelsskáldsins. „Það hefur líklega verið loft á ofnunum,“ svarar Guðný Dóra Gestsdóttir, framkvæmda- stjóri safnsins, og hellir heitu kaffinu í bolla – kaffi er elexírinn sem skáldin hafa nærst á í gegnum aldirnar. Og vindlar með því, ef marka má vindilstubbinn í öskubakkanum á sýningunni. „Hefur ekki alltaf verið svolítið kalt hérna?“ spyr Fríða Björk og gefur sig ekki. „Það fylgir bara veðrinu,“ svarar Guðný og kippir sér ekkert upp við það. Hún hefur fyrir löngu tamið sér æðruleysi gagnvart æðri mátt- arvöldum í rekstrinum og einnig því sem óneitanlega er nærtækara, stjórnvöldum. Vantar móttökuhús Þannig gengur lífið fyrir sig snemma morguns á Gljúfrasteini. Í vor var skipuð ný stjórn yfir safninu á heimili skáldsins. Fríða Björk Ingvarsdóttir er formaður, Kolbrún Halldórsdóttir fulltrúi íslenskra listamanna og Halldór Þorgeirsson fulltrúi fjölskyldu Halldórs Laxness. „Mér fannst rétt á þeim tímapunkti að líta um öxl og skoða hvað tekist hefur vel og hvað síð- ur,“ segir Guðný. „Brýnasta úrlausnarefnið er að við er- um bundin af þessu yndislega húsi, en það er mjög lítið og setur okkur ákveðnar skorður. Það vantar sárlega móttökuhúsið, sem stóð alltaf til að byggja. Þegar við opnuðum safnið árið 2004 var vilji til að kaupa hús í nágrenninu, sem myndi gegna því hlutverki og yrði starfsmannaaðstaða, en í stuttu máli náðist ekki samkomulag við eiganda þess húss. Úr varð að við settum upp móttökuaðstöðu í bílskúrnum, þar sem fullþröngt er um okkur.“ Sú staðreynd að húsið er safngripur setur starfseminni skorður, að sögn Fríðu Bjarkar, og eins eru takmörk fyrir því hversu marga það rúmar í einu. „Þörfin er brýn fyrir móttökuhús með kaffi- aðstöðu, fundarsal eða sýningarsal, bóka- safni og aðstöðu fyrir fræðimenn, auk þess sem leysa þarf úr bílastæðamálum, enda er þetta orðinn einn af helstu ferða- mannastöðunum. Safnið keypti spildu handan árinnar og á land hér umhverfis, þannig að nú þarf bara að taka ákvörðun. En þangað til gerum við gott úr því sem við höfum.“ Hlutverk safnsins Eftir stendur spurningin hvert hlutverk safnsins er. „Það að halda minningu Hall- dórs Laxness á loft felur í sér að skoða samhengið í kringum nafn hans og arf- leifð og vinna úr því,“ segir Fríða Björk. „Sama hvort rætt er um arkitektúr, tón- list, myndlist eða bókmenntir, þá kemur nafn hans alltaf upp og við eigum eftir að kanna hvert þessir þræðir liggja út í sam- félagið.“ Ein leiðin er að tengja húsið á Gljúfra- steini umheiminum. „Frá því við opnuðum höfum við tekið þátt í Sarpi, gagnagrunni um minjavörslu, skráð hvern hlut og graf- ist fyrir um sögu hans,“ segir Guðný. „Það sama á við um bókasafnið sem skráð er í Gegni, til dæmis að til sé eintak af Sölku Völku í vinnuherbergi skáldsins og að það sé athugasemd í bókinni. Þannig tengist hann þjóðararfinum.“ Athugasemdirnar í bókum Halldórs eru fjölbreyttar, til dæmis að annað orð hæfði betur textanum eða undirstrikað þar sem áherslan lá í upplestrum. „Þetta er stór- merkilegt,“ segir Fríða Björk. „Hugsið ykkur ef við kæmumst í svona athuga- semdir frá Shakespeare! Svo eru bæk- urnar endurútgefnar og hægt að rýna í það í fyrri útgáfum hvað hann var að snurfusa. Það bíður fræðimanna að fara í gegnum þennan fjársjóð, sem liggur á víð og dreif í þessu húsi. Þó að mikið starf hafi verið unnið, þá er margt eftir og því verki lýkur aldrei. Hver tími á sína lesn- ingu.“ Lestur og skapandi hugsun Fólk af öllu sauðahúsi kemur í safnið, bæði innlendir og erlendir ferðamenn. „Þeir eru ýmist á eigin vegum eða í skipu- lögðum hópum,“ segir Guðný. „Ætli þýsku- mælandi ferðamenn séu ekki í meirihluta, en það kemur talsvert af Skandinövum líka. Þetta er blanda af fólki sem les mik- ið og er í pílagrímsferð og þeirra sem ekki hafa lesið Laxness og jafnvel kippa með sér bók úr móttökuhúsinu í bíl- skúrnum.“ Þannig liggur straumurinn frá vori fram á haust, en á veturna taka skólahóparnir við. „Þá koma framhaldsskólarnir í heim- HUGMYNDIR UM MÓTTÖKUHÚS VIÐ GLJÚFRASTEIN Hver tími á sína lesningu MARGT ER FORVITNILEGT Í HÚSI SKÁLDSINS Á GLJÚFRASTEINI. GUÐNÝ DÓRA GESTSDÓTTIR OG FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR VELTA HLUTVERKI SAFNSINS FYRIR SÉR Í FORTÍÐ, NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Eintak höfundar af bókinni „Í túninu heima“ sem kom út fyrst árið 1975. Ljósmynd/Rúnar Gunnarsson Portrett Rúnars af Halldóri Laxness sem ekki hefur birst áður. Rúnar færði safninu ljósmyndir að gjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.