Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013
Matur og drykkir
til að fylla bollurnar með.
Kólesteról-
lausar bollur,
20 stk.
500 g hveiti
1 msk. sykur
1 msk. þurrger
1 dl matarolía
4 dl fingurvolgt vatn úr krananum
8 heilar kardimommur
eða ½ tsk. dropar
3 stífþeyttar eggjahvítur
kakó, flórsykur og saft
eða vín ofan á
1. Steytið kardimommur, setj-
ið í hrærivélarskál ásamt hveiti,
sykri, þurrgeri, matarolíu og
vatni og hrærið eða hnoðið deig.
2. Leggið stykki yfir skálina og
látð lyfta sér í minnst 3 klst. á
s
o
mm
í
u
r
á
eldhúsborðinu, en mun lengur í
kæliskáp.
3. Stífþeytið þá eggjahvíturnar
og hrærið saman við deigið í
hrærivél. Nú verður deigið
klístrað og ójafnt.
4. Búið til 20 bollur með skeið
og raðið á bökunarpappír á bök-
unarplötu.
5. Hitið bakaraofn í 50°C, setj-
ið bollurnar í ofninn og látið vera
þar í 10 mínútur, aukið þá hitann
í 200°C og bakið áfram í 15–20
mínútur.
Æskan 1977
Frjáls þjóð 1962 Morgunblaðið 2001
Vikan 1975
DV 1985
Gluggað í gamlar
bolluuppskriftir
Í ELDRI DAGBLÖÐUM OG TÍMARITUM LEYNIST FJÁRSJÓÐUR BOLLUUPPSKRIFTA FRÁ ÖLL-
UM TÍMUM SEM NÚTÍMAFJÖLSKYLDUR GÆTU HAFT GAMAN AF AÐ SPREYTA SIG Á. HÉR
MÁ SJÁ ÖRLÍTIÐ BOLLUÚRKLIPPUSAFN ÚR ÍSLENSKUM BLÖÐUM FYRR OG NÚ.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
skriftunum sem safnað var saman í tilefni bolluvertíð-
arinnar eru meðal annars þessar hefðbundnu en einnig
aðrar útfærslur svo sem Stínubollur, Kisubollur, Snjó-
kúlur og Appelsínubollur. Þá má í einni uppskriftinni
frá árinu 1960 læra að útbúa svokallaða „svani“ úr
klassísku vatnsdeigi sem er áskorun fyrir þá metnað-
argjörnu. Margar þessara uppskrifta eru frá 7. og 8.
áratugnum en einni úr nútímanum fyrir þá með glú-
tenóþol var þó haldið til haga. Eins getur verið gaman
að skoða auglýsingu frá árinu 1937 þar sem Kaupfélag
Eyfirðinga auglýsir hátt í tuttugu tegundir af bollum
sem seldar voru á bolludegi þeim fyrir um 76 árum.
M
argir leggja helgina undir bollubakstur
enda er bolludagur rétt handan við hornið.
Þrátt fyrir að bollur fáist um allar trissur,
af öllum stæðrum og gerðum, eru þeir
ófáir sem láta engan bolludag líða án heimabaksturs.
Þeir sem hafa látið bakaríið duga hingað til og eiga
ekki, enn í það minnsta kosti, „sína“ uppskrift geta
skoðað uppskriftabækur fjölskyldunnar. Þar leynast
gjarnan bolluuppskriftir frá eldri kynslóðum sem hafa
kannski ekki verið brúkaðar í áraraðir. Nú eða fengið
eina í þessu úrklippusafni að láni en úrklippurnar eru
allar fengnar úr gagnagrunninum timarit.is. Bolluupp-