Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013
Samantekt
B
augsmálið svokallaða hófst þegar
lögreglan gerði húsleit í höfuð-
stöðvum Baugs á grundvelli úr-
skurðar Héraðsdóms Reykjavík-
ur þann 28. ágúst 2002. Lögregla
var jafnframt með handtökuskipun á hendur
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni stjórnarformanni
og Tryggva Jónssyni forstjóra upp á vasann.
Ástæðan fyrir húsleitinni voru ásakanir for-
svarsmanns bandaríska heildsölufyrirtæk-
isins Nordica Inc., Jóns Geralds Sullenber-
gers, um meint auðgunarbrot forstjóra og
stjórnarformanns Baugs.
29. ágúst 2002
Í tilkynningu sem Baugur sendir Kauphöll
Íslands segir að stjórn fyrirtækisins telji
ásakanirnar tilhæfulausar og alvarlegs mis-
skilnings um málavexti gæti í húsleitar-
úrskurðinum. Lögmaður Baugur Group hf.,
Hreinn Loftsson hrl., óskar með kæru eftir
því að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði
um lögmæti aðgerða efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra. Krefst hann þess að lög-
regla skili þegar í stað öllum gögnum sem
lagt var hald á við húsleitina og segir að-
gerðirnar mun umfangsmeiri en efni standi
til.
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Jóns
Geralds, segist ekki ætla að tjá sig um kæru
skjólstæðings síns á hendur forsvars-
mönnum Baugs Group hf. að svo stöddu,
enda hafi hann ráðlagt skjólstæðingi sínum
að fara ekki út í fjölmiðlaumræðu um málið.
Að ráði lögmanns hafa forsvarsmenn
Baugs ekki heldur viljað tjá sig um málið
við fjölmiðla. Í kæru Hreins Loftssonar seg-
ir að reikningurinn að upphæð rúmlega 589
þúsund dollarar hafi verið svokallaður kred-
it-reikningur sem Nordica hafi gefið út og
hafi sem slíkur verið færður til tekna í bók-
haldi Baugs. Þetta mikilvæga atriði hafi lög-
reglu yfirsést.
31. ágúst 2002
Hreinn Loftsson, lögmaður Baugs Group hf.,
segir að íhugað verði að höfða skaðabótamál
ef rannsókn og húsleit lögreglunnar spilli
fyrir þátttöku Baugs í yfirtökutilboði á Ar-
cadia-keðjunni. Margra milljarða hagsmunir
séu í húfi.
13. september 2002
Hallgrímur Helgason ritar grein í Morgun-
blaðið undir yfirskriftinni Baugur og Bláa
höndin. Þar segir meðal annars: „Bláa hönd-
in klæddist hvítum lögregluhanska og
reyndi að brjóta þann baug sem hún þolir
ekki að hafa ekki á fingri. [...]
Þar sem margar tilviljanir koma saman er
viljinn ljós. Burtséð frá viðskiptahagsmunum
Baugverja lýsir þetta ljóta dæmi vel því
þjóðfélagsástandi sem við búum við í dag:
Eins manns reiði er allra ógn. [...]
Við sem heima sitjum og skiljum ekki
andúð forsætisráðherra gagnvart bestu við-
skiptasonum Íslands, við spyrjum: Hvers
vegna? Og eina svarið sem okkur dettur í
hug er að hann sé einfaldlega búinn að sitja
of lengi. Gamla góða góðæris-sólin geislar
nú engu frá sér öðru en ótta.“
9. febrúar 2003
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráð-
herraefni Samfylkingarinnar, flytur ræðu í
Borgarnesi, þar sem hún fjallar meðal ann-
ars um meint afskipti stjórnvalda af at-
vinnulífinu. Hún segir: „Byggist gagnrýni og
eftir atvikum rannsókn á þessum fyr-
irtækjum [Baugur, Norðurljós og Kaupþing]
á málefnalegum og faglegum forsendum eða
flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráð-
herrans eða ekki – þarna er efinn og hann
verður ekki upprættur nema hinum pólitísku
afskiptum linni og hinar almennu gegnsæju
leikreglur lýðræðisins taki við.“
3. mars 2003
Davíð Oddsson forsætisráðherra greinir frá
því í útvarpsviðtali að Hreinn Loftsson,
stjórnarformaður Baugs, hafi sagt sér á
fundi í Lundúnum, sem Fréttablaðið hafði
fjallað um tveimur dögum áður, að Jón Ás-
geir Jóhannesson hafi haft um það orð að
bjóða þyrfti Davíð 300 milljónir króna gegn
því að hann léti af andstöðu við Baug. Í
samtali við Morgunblaðið daginn eftir kann-
ast Hreinn við málið en þetta með 300 millj-
ónirnar hefði verið sagt í hálfkæringi. Það
var ekki skilningur Davíðs. Í samtali við
Morgunblaðið þvertekur Jón Ásgeir fyrir að
hafa nokkru sinni sagt þetta. Kveðst hann
ætla í meiðyrðamál við Davíð en af því varð
ekki.
1. júlí 2005
Frá því er greint í fjölmiðlum að ríkislög-
reglustjóri hafi gefið út ákæru á hendur sex
einstaklingum vegna ætlaðra brota gegn al-
menningshlutafélaginu Baugi Group hf.
Ákæran var í fjörutíu liðum og varðar brot
á almennum hegningarlögum, bókhalds-
lögum, lögum um ársreikninga, lögum um
hlutafélög og tollalögum. Ákærð voru Jón
Það var
efst á
Baugi
Sakborningarnir sex í Baugsmálinu mæta ásamt föruneyti fyrir dómara við þingfestingu ákæranna í
Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst 2005. Eftir þriggja ára rannsókn var málið komið fyrir dóm.
Morgunblaððið/RAX
Jón Gerald Sullenberger og Jóhannes Jónsson við dómsalinn í héraðsdómi 21. febrúar 2006.
Morgunblaðið/ÞÖK
Kristín Jóhannesdóttir ráðfærir sig við lögmann sinn, Kristínu Edwald, fyrir dómi 27. febrúar 2007.
Morgunblaðið/G.Rúnar
MÁLAFERLUM SEM HÓFUST MEÐ HÚSLEIT Í HÖFUÐSTÖÐVUM FYRIRTÆKIS-
INS BAUGS Í LOK ÁGÚST 2002 LAUK MEÐ DÓMI HÆSTARÉTTAR Í ÞRIÐJA
OG SÍÐASTA HLUTA BAUGSMÁLSINS SÍÐASTLIÐINN FIMMTUDAG, SKATTA-
HLUTANUM. AF ÞVÍ TILEFNI ER VIÐ HÆFI AÐ RIFJA UPP HELSTU VÖRÐUR Í
ÞESSU UMFANGSMESTA DÓMSMÁLI ÍSLANDSSÖGUNNAR.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is