Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 13
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður
Baugs Group, faðir hans Jóhannes Jónsson
og Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ás-
geirs, en þau voru öll í hópi stærstu eigenda
Baugs Group, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi
forstjóri Baugs og tveir endurskoðendur,
Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir.
20. september 2005
Baugsmálinu vísað frá Héraðsdómi Reykja-
víkur í heild sinni. Dómurinn gerir alvar-
legar athugasemdir við 18 ákæruliði af 40 og
segir í úrskurði dómsins að þar sem um sé
að ræða verulegan hluta ákærunnar verði
ekki hjá því komist að vísa málinu í heild
frá dómi.
Jón H. Snorrason, saksóknari efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra, lýsir því yf-
ir að úrskurðurinn verði kærður til Hæsta-
réttar. Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, telur á hinn bóginn
að möguleikar ákæruvaldsins til að gefa út
nýja ákæru séu afar takmarkaðir.
10. október 2005
Hæstiréttur vísar meginhluta Baugsmálsins
frá dómi eða 32 ákæruliðum af 40 vegna
verulegra galla á ákæru ríkislögreglustjóra.
Í þeim hluta ákærunnar sem vísað var frá
er að finna alvarlegustu atriði ákærunnar.
Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa fjalla
annars vegar um rangar upplýsingar í árs-
reikningum og hins vegar um undanskot á
hluta af opinberum gjöldum vegna innflutn-
ings á bílum.
Fimm hæstaréttardómarar kváðu einróma
upp dóminn. Ástæðurnar fyrir frávísuninni
voru m.a. þær að ekki væri ljóst í hverju hin
meintu brot áttu að felast eða hvaða lög
hefðu verið brotin. Ákæran væri á köflum
óskýr og mótsagnakennd og ekki væri skýrt
í hverju þátttaka hvers og eins hinna
ákærðu átti að felast.
Í framhaldinu er Sigurður Tómas Magn-
ússon skipaður sérstakur saksóknari í mál-
inu.
15. mars 2006
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar alla sex
ákærðu í Baugsmálinu af öllum átta ákæru-
liðum sem teknir voru til efnislegrar með-
ferðar hjá dómstólnum. Málskostnaður
ákærðu, samtals 57,7 milljónir króna, fellur
á ríkissjóð.
Taldi héraðsdómur að sönnunargildi fram-
burðar Jóns Geralds Sullenbergers, lykil-
vitnis ákæruvaldsins hvað varðar ákæru
vegna ætlaðra tollalagabrota, hefði verið
takmarkað þar sem ljóst væri að hann bæri
þungan hug til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
eins ákærðra í málinu, og jafnvel fjölskyldu
hans.
Sex af átta ákæruliðum áfrýjað til Hæsta-
réttar.
Í lok mars 2006
Sigurður Tómas Magnússon saksóknari
ákærir að nýju fyrir hluta af þeim sakar-
giftum sem finna mátti í þeim 32 ákærulið-
um fyrstu ákærunnar sem Hæstiréttur hafði
vísað frá dómi. Hefst þar með annar hluti
Baugsmálsins. Nýju ákæran er í 19 liðum og
aðeins þrír ákærðir, Jón Ásgeir Jóhann-
esson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sul-
lenberger, upphafsmaður málsins. Ákært er
fyrir auðgunarbrot, bókhaldsbrot og fleira.
Jón Gerald vill að dómarinn sem sat í for-
sæti í hinu síðara máli, Arngrímur Ísberg,
viki sæti þar sem hann hefði fundið fram-
burð Jóns léttvægan í fyrra málinu og sagt
hann bera þungan hug til Baugsmanna. Því
er hafnað og Arngrímur úrskurðaður hæfur.
25. janúar 2007
Hæstiréttur sýknar sakborningana af öllum
sex ákæruliðum og staðfestir þar með dóm
héraðsdóms frá 15. mars 2006.
„Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða og í
samræmi við það sem ég vissi í hjarta mínu
að myndi gerast. Í sjálfu sér er ekki mikið
meira að segja á þessari stundu annað en
það, að núna eru komnar fram lyktir í því
máli sem þeir félagar Haraldur Johannessen
og Jón H.B. Snorrason fóru af stað með,
þegar þeir réðust inn í Baug 28. ágúst árið
2002,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson í yfir-
lýsingu til fjölmiðla.
15. mars 2007
Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, svarar
fyrirspurn frá þingmönnunum Jóhönnu Sig-
urðardóttur, Hjálmari Árnasyni, Kolbrúnu
Halldórsdóttur og Sigurjóni Þórðarsyni um
kostnað ríkisins við rannsókn og rekstur
Baugsmálsins. Þar kemur eftirfarandi fram:
„Heildarkostnaður vegna starfa sérstaks rík-
issaksóknara í Baugsmálinu, þ.m.t. kostn-
aður við aðstoðarmenn og aðkeypta sér-
fræðiþjónustu, á árunum 2005–2007 er
samtals um 34,5 millj. kr.
Fram til þessa dags hefur ríkið verið
dæmt til þess að greiða samtals 43.416.000
kr. vegna málskostnaðar ákærðu í Baugs-
málinu.
Hér er kostnaður vegna málsmeðferðar
hjá ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra
ríkisins, héraðsdómstól Reykjavíkur og
Hæstarétti Íslands ótalinn.
Áætlað er að á tímabilinu ágúst 2002 til
ársloka 2006 hafi u.þ.b. 20% af starfsemi
efnahagsbrotadeildar farið í Baugsmálið í
heild.“
Ennfremur segir í svari ráðherra: „Yfirlit
yfir aðkeypta sérfræðiþjónustu í sakamálum
er tekið saman í lok hvers máls. Vinna
starfsmanna lögreglu og skattyfirvalda við
mál er aldrei tekin saman, né verður hluti
sakarkostnaðar sem til álita kemur að sak-
borningum verði með dómi gert að greiða að
hluta eða öllu leyti verði þeir sakfelldir.
Kostnaður ríkisins af þessum þætti ræðst
því af niðurstöðu dómsmálsins og því ekki
tímabært að meta hver hann getur orðið.“
3. maí 2007
Eftir umfangsmestu réttarhöld í sögu lýð-
veldisins, aðalmeðferð tók sjö vikur og sam-
tals 90 vitni komu fyrir dóminn, eru Jón Ás-
geir og Tryggvi sakfelldir fyrir meiriháttar
bókhaldsbrot.
Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að hafa
fært kreditreikning frá fyrrverandi við-
skiptafélaga sínum, Jóni Gerald, í bókhald
Baugs og fyrir rangar tilkynningar til Kaup-
hallarinnar. Tryggvi var sakfelldur fyrir
sama brot og Jón Ásgeir en einnig fyrir að
hafa fært rangar færslur í bókhald Baugs
og að hafa gefið fyrirmæli um rangar
greiðslur vegna sölu á eigin hlutabréfum í
Baugi.
Ákæru á hendur Jóni Gerald er vísað frá
dómi.
Tryggvi og Jón Ásgeir fá báðir skilorðs-
bundna fangelsisdóma, Tryggvi níu mánuði,
Jón Ásgeir þrjá. Málinu er áfrýjað til
Hæstaréttar.
1. júní 2007
Með dómi Hæstaréttar er lagt fyrir Hér-
aðsdóm Reykjavíkur að taka alla þá tíu
ákæruliði í Baugsmálinu sem héraðsdómur
vísaði í heild frá dómi í byrjun maí til efnis-
legrar meðferðar. Jafnframt skal héraðs-
dómur fjalla efnislega um sekt eða sýknu
Jóns Geralds Sullenbergers vegna útgáfu
hans á kreditreikningi frá Nordica til Baugs.
28. júní 2007
Jón Gerald Sullenberger og Tryggvi Jóns-
son báðir sakfelldir fyrir þátt sinn í Baugs-
málinu en Jón Ásgeir Jóhannesson sýkn-
aður. Jón Gerald hlýtur þriggja mánaða
skilorðsbundinn dóm líkt og Tryggvi, en í
tilviki hins síðarnefnda er um refsiþyngingu
að ræða. Þeir áfrýja báðir dómum Héraðs-
dóms Reykjavíkur til Hæstaréttar.
5. júní 2008
Hæstiréttur fellir dóm sinn í Baugsmálinu.
Löngum leiðangri lýkur með skilorðs-
bundnum dómum, þriggja og tólf mánaða.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður
Baugs, og Jón Gerald Sullenberger hljóta
vægari dóma, en Tryggvi Jónsson, fyrrver-
andi aðstoðarforstjóri Baugs, hlýtur þann
þyngsta. Málsaðilar lýsa allir yfir von-
brigðum með niðurstöðuna, en mikilli gleði
yfir því að málið skuli loks til lykta leitt.
Bæði Jón Ásgeir og Tryggvi hætta í kjöl-
farið allri stjórnarsetu hjá fyrirtækinu.
29. júní 2008
Jón Ásgeir svarar spurningu Agnesar
Bragadóttur blaðamanns um kostnað Baugs
vegna málaferlanna í Morgunblaðinu: „Í
fyrsta lagi hefur það kostað okkur gífurlega
fjármuni í glötuðum viðskiptatækifærum.
Strax í upphafi urðum við af Arcadia-
samningnum, og urðum þar með af tugum
milljarða í hagnaði og þegar ákærurnar voru
gefnar út á hendur okkur, þá misstum við
sömuleiðis af Somerfield-samningnum, sem í
var mjög mikil hagnaðarvon. En beinn út-
lagður kostnaður Baugs, vegna Baugsmáls-
ins, er orðinn vel á þriðja milljarð króna.“
Síðla árs 2008
Mannréttindadómstóll Evrópu ákveður að
taka kæru Jóns Ásgeirs og Tryggva á máls-
meðferðinni í Baugsmálinu ekki til efnis-
legrar meðferðar. Jón Ásgeir lýsir yfir mikl-
um vonbrigðum með þá niðurstöðu.
Desember 2008
Sumarið 2006 hófst rannsókn á meintum
skattalagabrotum Baugsmanna sem lauk
með því ákærur eru birtar þeim Jóni Ás-
geiri, Kristínu systur hans og Tryggva. Þá
er einnig ákært fyrir skattalagabrot í
rekstri Baugs og Fjárfestingafélagsins
Gaums, fjölskyldufyrirtækis Baugsfjölskyld-
unnar, á árunum 1998 til 2002. Hér er um
að ræða þriðja og síðasta hluta Baugsmáls-
ins.
Mars 2009
Baugur Group úrskurðað gjaldþrota. Í kjöl-
farið fellir saksóknari í skattahluta Baugs-
málsins niður ákæru á hendur félaginu fyrir
skattalagabrot, enda það hætt starfsemi.
Ákærum á hendur stjórnendunum þremur
er haldið til streitu sem fyrirsvarsmönnum
Gaums og Baugs en héraðsdómur vísar frá
dómi þeim hluta sem snýr að þeim persónu-
lega. Haustið 2010 snýr Hæstiréttur þeirri
niðurstöðu við og leggur fyrir héraðsdóm að
fella efnislegan dóm í málinu.
9. desember 2011
Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm
í skattahluta Baugsmálsins, rétt tæpum
þremur árum eftir að málið var höfðað. Í
málinu voru Jón Ásgeir Jóhannesson,
Tryggvi Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir
ákærð fyrir meiriháttar brot gegn skattalög-
um auki fleiri brota. Og öll eru þau sakfelld
í einhverjum liðum ákærunnar en einnig
sýknuð í öðrum. Niðurstaðan; að fresta refs-
ingu og falli hún niður haldi þremenning-
arnir almennt skilorð í eitt ár.
Málinu er áfrýjað.
7. febrúar 2013
Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson
dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisrefs-
ingar og sekta í Hæstarétti fyrir eigin skatt-
skil og starfsemi Baugs hf. og Kristín Jó-
hannesdóttir dæmd í skilorðsbundið fangelsi
fyrir brot í starfsemi Gaums ehf.
Jón Ásgeir er sakfelldur fyrir að vantelja
við eigin skattskil 172 milljóna kr. tekjur og
standa ekki skil á 25 milljóna kr. gjöldum af
þeim. Tryggvi er sakfelldur fyrir að vantelja
í eigin skattskilum tæplega 29 milljónir og
standa ekki skil á 13 milljónum í opinber
gjöld. Jón Ásgeir og Tryggvi eru einnig sak-
felldir fyrir starfsemi hjá Baugi og Kristín
er sakfelld fyrir skattskil Gaums. Þau eru
sýknuð af nokkrum ákæruliðum.
Jón Ásgeir er dæmdur í 12 mánaða skil-
orðsbundið fangelsi og 62 milljóna króna
sekt, Tryggvi í 18 mánaða skilorðsbundið
fangelsi og 32 milljóna sekt. Kristín fær
þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómurinn ákveður að skilorðsbinda fangels-
isrefsinguna vegna dráttar sem varð á með-
ferð málsins fyrir héraðsdómi.
Jón Ásgeir fagnar því í yfirlýsingu í kjöl-
farið að Baugsmálinu sé loksins lokið eftir
ellefu ára málaferli. Hann segir þetta
„sneypuför ákæruvaldsins“ sem hafi kostað
samfélagið hundruð milljóna króna.
Jón Ásgeir Jóhannesson býr sig
undir upphaf aðalmeðferðar í hér-
aðsdómi 17. október 2011.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, takast í hendur við upphaf þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur 16. nóvember 2005.
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Kristinn