Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Matur og drykkir Þ eir sem smakka sterka túnfisk- samlokuna hans Jóns Arnars Guðbrandssonar biðja allir um meira að sögn kokksins, en hann undirbýr nú opnun heilsustað- arins Lemon á Suðurlandsbraut 4 í mars. Jón Arnar verður með 12 tegundir af söfum og fjórar gerðir af hafra- graut á morgnana, auk þess að bjóða upp á heilsusamlokur. „Við erum að búa til einingu sem verður skemmti- leg og heilsusamleg. Heilsan verður í fyrirrúmi. Einn djús sem ég veit að verður vinsæll hjá stelpunum. Er með „pink lady“-eplum, avókadó, engifer og sítrónu. Eplin eru handtínd og flutt inn fyrir okkur og smakkast guð- dómlega. Ég veit að stelpur eiga eftir að koma í hrönnum hingað inn til að fá sér djúsinn. Svo verðum við með indverskan „smoothie“ og svo náttúr- lega túnfisksamlokuna sem ég gef uppskriftina að. Það verða allir háðir þeirri samloku,“ segir Jón Arnar. Undirbúningur gengur vel og ætlar Jón Arnar að vera tilbúinn með stað- inn á næstu vikum. Jón Arnar að þarna eigi að vera fjör strax við opn- un. „Við erum samt ekkert með mús- íkina í botni, bara góða músík sem DJ Margeir hefur sett saman sér- staklega fyrir staðinn. Hún er með djúpum bassa þannig að þú átt að líða um í fíling,“ segir Jón Arnar. Fyrirmyndir frá London og Kaupmannahöfn Fyrirmyndir veitingastaðarins eru Joe & the Juice í Danmörku og Pret í London sem báðir eru frábærir. „Þarna verður hægt að koma í hafra- graut og ávexti, skyr eða gott kaffi. Síðan er það hádegið með geggjuðum samlokum, fersku salati, kannski ger- irðu þér dagamun með kökum og geggjuðu kaffi. Planið er að þér eigi að líða eins og á skemmtistað,“ segir Jón Arnar en staðurinn er þó ekki opinn á neinum skemmtistaðatíma heldur frá kl.7 á morgnana til kl.20 á kvöldin. Lemon verður með sína eigin drykkjarlínu sem er gerð með Vífil- felli og sínar eigin kökur sem verða gerðar í samstarfi við Mylluna. „Þannig að þetta verður spennandi – eitthvað sem manni fannst vanta í flóruna hér á landi.“ Hönnun staðar- ins er í höndum Hálfdáns Pedersen og Söru Jónsdóttur sem hafa gert KEX hostel, Geysis-verslanir, Loftið og fleira. „Við biðum í einn og hálfan mánuð til að fá þau með okkur í þetta verkefni. DJ Margeir bjó svo til hljóðheiminn hérna og bjó til sér- blöndu sem er fyrir þetta konsept. Við tökum allt það besta sem er í kringum okkur til að búa til stemn- inguna sem við viljum sjá hérna. Þetta verður svaðalegt. Það er eigin- lega loforð.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Jón Arnar, matreiðslumaður á Lemon. Morgunblaðið/Styrmir Kári VEITINGASTAÐURINN LEMON OPNAÐUR Í MARS Samlokur fyrir sælkera JÓN ARNAR GUÐBRANDSSON OPNAR VEITINGASTAÐINN LEMON Í MARS ÞAR SEM FJÖR VERÐUR VIÐ HVERN BITA. HANN VERÐUR MEÐ FJÓRAR TEGUNDIR AF HAFRAGRAUT Á MORGNANA, SAM- LOKUR Í HÁDEGINU OG SÍÐDEGISKAFFI SEM BRAGÐ ER AÐ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is 4 Lemon-brauð eða önnur heilkorna ciabattabrauð TÚNFISKSALAT 2 dósir túnfiskur í dós 2 msk. létt majones 1 handfylli basil 5 dropar tabasco-sósa salt og pipar PESTÓ handfylli ferskt basil 50 g furuhnetur þurrristaðar þar til orðnar gylltar 50 g parmesan 4 hvítlauksgeirar 2 dl extra virgin ólífuolía salt og pipar Allt sett saman í matvinnsluvél og maukað þar til orðið vel maukað allt saman. Túnfiskur sigtaður frá vatninu og settur í skál, majonesinu, söxuðu basil og tabasco blandað saman við og smakkað til með salti og svörtum grófum pip- ar. Brauðið er grillað í borðgrilli og klesst vel niður, síðan tekið úr og skorið í tvennt, því næst er pest- óinu smurt vel í sárið. Túnfisksalatið sett á brauðið, síðan er salatið þakið vel með jalapenjo og dassað yf- ir með tabasco og lokað. Penslið síðan efri hluta brauðsins með extra virgin ólífuolíu, sjávarsalti og grófum pipar stráð yfir. STERK TÚNFISKSAMLOKA FYRIR FJÓRA UPPSKRIFT 4 Lemon-brauð eða önnur heilkorna ciabattabrauð 4 sneiðar parmaskinka 2 tómatar 2 mozzarellaostar basil pestó (sama uppskrift og í túnfiskloku) salt (maldon) og pipar extra virgin ólífuolía AÐFERÐ Brauðið er grillað í brauðgrilli og þjappað vel niður. Því næst er það skorið í tvennt og smurt að innan í sárið með pestói. Síðan er parmaskinka sett á brauð- ið. Tómatar og mozzarella skorin þunnt, basilblöð sett á milli, salt og pipar stráð létt yfir og lokað. Brauðið síðan smurt að ofan með extra virgin ólífu- olíu og kryddað með salti og pipar. PARMASAMLOKA FYRIR FJÓRA Samloka með par- maskinku, tómöt- um, basil og mozzarella osti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.