Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013
Matur og drykkir
Þ
eir sem smakka sterka túnfisk-
samlokuna hans Jóns Arnars
Guðbrandssonar biðja allir um
meira að sögn kokksins, en
hann undirbýr nú opnun heilsustað-
arins Lemon á Suðurlandsbraut 4 í
mars.
Jón Arnar verður með 12 tegundir
af söfum og fjórar gerðir af hafra-
graut á morgnana, auk þess að bjóða
upp á heilsusamlokur. „Við erum að
búa til einingu sem verður skemmti-
leg og heilsusamleg. Heilsan verður í
fyrirrúmi. Einn djús sem ég veit að
verður vinsæll hjá stelpunum. Er með
„pink lady“-eplum, avókadó, engifer og
sítrónu. Eplin eru handtínd og flutt
inn fyrir okkur og smakkast guð-
dómlega. Ég veit að stelpur eiga eftir
að koma í hrönnum hingað inn til að
fá sér djúsinn. Svo verðum við með
indverskan „smoothie“ og svo náttúr-
lega túnfisksamlokuna sem ég gef
uppskriftina að. Það verða allir háðir
þeirri samloku,“ segir Jón Arnar.
Undirbúningur gengur vel og ætlar
Jón Arnar að vera tilbúinn með stað-
inn á næstu vikum. Jón Arnar að
þarna eigi að vera fjör strax við opn-
un. „Við erum samt ekkert með mús-
íkina í botni, bara góða músík sem
DJ Margeir hefur sett saman sér-
staklega fyrir staðinn. Hún er með
djúpum bassa þannig að þú átt að
líða um í fíling,“ segir Jón Arnar.
Fyrirmyndir frá London og
Kaupmannahöfn
Fyrirmyndir veitingastaðarins eru Joe
& the Juice í Danmörku og Pret í
London sem báðir eru frábærir.
„Þarna verður hægt að koma í hafra-
graut og ávexti, skyr eða gott kaffi.
Síðan er það hádegið með geggjuðum
samlokum, fersku salati, kannski ger-
irðu þér dagamun með kökum og
geggjuðu kaffi. Planið er að þér eigi
að líða eins og á skemmtistað,“ segir
Jón Arnar en staðurinn er þó ekki
opinn á neinum skemmtistaðatíma
heldur frá kl.7 á morgnana til kl.20 á
kvöldin.
Lemon verður með sína eigin
drykkjarlínu sem er gerð með Vífil-
felli og sínar eigin kökur sem verða
gerðar í samstarfi við Mylluna.
„Þannig að þetta verður spennandi –
eitthvað sem manni fannst vanta í
flóruna hér á landi.“ Hönnun staðar-
ins er í höndum Hálfdáns Pedersen
og Söru Jónsdóttur sem hafa gert
KEX hostel, Geysis-verslanir, Loftið
og fleira. „Við biðum í einn og hálfan
mánuð til að fá þau með okkur í
þetta verkefni. DJ Margeir bjó svo til
hljóðheiminn hérna og bjó til sér-
blöndu sem er fyrir þetta konsept.
Við tökum allt það besta sem er í
kringum okkur til að búa til stemn-
inguna sem við viljum sjá hérna.
Þetta verður svaðalegt. Það er eigin-
lega loforð.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jón Arnar, matreiðslumaður á Lemon.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
VEITINGASTAÐURINN LEMON OPNAÐUR Í MARS
Samlokur fyrir sælkera
JÓN ARNAR GUÐBRANDSSON OPNAR VEITINGASTAÐINN LEMON
Í MARS ÞAR SEM FJÖR VERÐUR VIÐ HVERN BITA. HANN VERÐUR
MEÐ FJÓRAR TEGUNDIR AF HAFRAGRAUT Á MORGNANA, SAM-
LOKUR Í HÁDEGINU OG SÍÐDEGISKAFFI SEM BRAGÐ ER AÐ.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
4 Lemon-brauð eða önnur heilkorna ciabattabrauð
TÚNFISKSALAT
2 dósir túnfiskur í dós
2 msk. létt majones
1 handfylli basil
5 dropar tabasco-sósa
salt og pipar
PESTÓ
handfylli ferskt basil
50 g furuhnetur þurrristaðar þar til orðnar gylltar
50 g parmesan
4 hvítlauksgeirar
2 dl extra virgin ólífuolía
salt og pipar
Allt sett saman í matvinnsluvél og maukað þar til
orðið vel maukað allt saman.
Túnfiskur sigtaður frá vatninu og settur í skál,
majonesinu, söxuðu basil og tabasco blandað saman
við og smakkað til með salti og svörtum grófum pip-
ar.
Brauðið er grillað í borðgrilli og klesst vel niður,
síðan tekið úr og skorið í tvennt, því næst er pest-
óinu smurt vel í sárið. Túnfisksalatið sett á brauðið,
síðan er salatið þakið vel með jalapenjo og dassað yf-
ir með tabasco og lokað. Penslið síðan efri hluta
brauðsins með extra virgin ólífuolíu, sjávarsalti og
grófum pipar stráð yfir.
STERK TÚNFISKSAMLOKA
FYRIR FJÓRA
UPPSKRIFT
4 Lemon-brauð eða önnur heilkorna ciabattabrauð
4 sneiðar parmaskinka
2 tómatar
2 mozzarellaostar
basil
pestó (sama uppskrift og í túnfiskloku)
salt (maldon) og pipar
extra virgin ólífuolía
AÐFERÐ
Brauðið er grillað í brauðgrilli og þjappað vel niður.
Því næst er það skorið í tvennt og smurt að innan í
sárið með pestói. Síðan er parmaskinka sett á brauð-
ið. Tómatar og mozzarella skorin þunnt, basilblöð
sett á milli, salt og pipar stráð létt yfir og lokað.
Brauðið síðan smurt að ofan með extra virgin ólífu-
olíu og kryddað með salti og pipar.
PARMASAMLOKA FYRIR FJÓRA
Samloka með par-
maskinku, tómöt-
um, basil og
mozzarella osti.