Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 16
*Fjárfesta þarf í Þríhnúkagíg fyrir tvo milljarða eigi að gera þessa perlu aðgengilega almenningiFerðalög og flakk
Á stuttri dvöl hefur okkur lærst að Skotar eru ansi hrifnir af þjóðarrétti sínum, haggis, sem
er eins konar blanda af blóðmör og hafragraut. Reyndar svo að þeir nota hvert tækifæri til að
lofa hann í hástert og engu skiptir þótt maður sé grænmetisæta því grænmetishaggis er líka
til. Um helgina var haldið upp á fæðingarhátíð Roberts Burns, þjóðarskálds Skota, og af því
tilefni borða menn sitt elskaða haggis og ekki nóg með það heldur syngja eða lesa upp til þess
óð samdan af skáldinu. Haggisið er ávarpað með ljóðinu, síðan er stungið í það hníf og það
skorið og að sjálfsögðu eru menn íklæddir skotapilsum við þennan viðburð. Bóndinn á heim-
ilinu fékk því haggis á bóndadaginn, sem er kallaður Burn’s night hér eystra, dæturnar fóru í
skólann í skotapilsum, hlustuðu á ljóðaflutning og dönsuðu skoska dansa sem eru kallaðir
ceilidh. Hátíðahöldin héldu áfram alla helgina á þjóðminjasafninu þangað sem fjölskyldan fór
að skoða minjar frá gamla Skotlandi og föndra mýs og rósir sem koma fyrir í ljóðum Burns.
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir, ljóðelskur þýðandi Edinborgarkastali út um gluggann.
Haggis á bóndadaginn
Ceilidh dansað á þjóðminjasafninu.
PÓSTKORT F
RÁ EDINBOR
G
Heimasæturnar Karólína og
Ísold Thoroddsen bregða á
leik á skoskri heiði.
T
ekið hefur verið af skarið um að Þríhnúkahellir verði aftur opinn ferða-
mönnum í sumar, en það er einn stærsti hraunhellir sem vitað er um
og er einsdæmi að hægt sé að skoða eldfjall að innan með þessum
hætti. Í fyrrasumar var Þríhnúkahellir valinn af CNN sem einn af 20
stöðum í heiminum sem maður yrði að sjá áður en maður kveddi jarðvistina og
umsögn blaðamanns Sunday Times var á þessa leið: „Ég hef ekki komið á neinn
stað neðanjarðar sem jafnast á við tignarleika og áhrifamátt þessa staðar.“
Þríhnúkar vinna að því að opna Þríhnúkahelli fyrir almenningi með útsýnis-
svölum og þarf að ráðast í viðamiklar rannsóknir af því tilefni, bæði á hellinum
sjálfum og eins á viðtökum fólks af ólíku þjóðerni. Þess vegna var byrjað að
skipuleggja ferðir þangað í fyrrasumar og verður framhald á þeirri vinnu í sum-
ar. Félagið var stofnað af Everest-förunum Birni Ólafssyni og Einari Stefáns-
syni, ásamt Árna Stefánssyni bróður þess síðarnefnda, augnlækni og hellamanni.
EIN STÆRSTA FJÁRFESTING Í INNVIÐUM
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Í ÁRATUGI
Verndin felst
í að opna
Þríhnúkagíg
ÁFORM ERU UM ÚTSÝNISSVALIR Í ÞRÍHNÚKAGÍG OG VERÐA
SKIPULAGÐAR FERÐIR ÞANGAÐ Í SUMAR SAMHLIÐA RANN-
SÓKNUM. RÆTT ER VIÐ TVO AF STOFNENDUM ÞRÍHNÚKA,
BJÖRN ÓLAFSSON OG ÁRNA STEFÁNSSON.
Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is