Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 47
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 nota yfir hátíðirnar frá yndislegum manni sem setti sig í samband við mig. Þar sem fjölskylda hans hafði áður lent í svipuðu áfalli vildi hann hjálpa mér í gegnum þessa erfiðu tíma. Þegar ég var einungis búin að vera með markaðinn minn opinn í þrjá tíma byrjuðu að berast kvartanir frá annarri verslun í Kringlunni um að vöruverðið hjá mér væri of lágt. Ég ræddi við markaðs- stjórann þeirra og mér var sagt að ég mætti vera með jólamarkað eða tilboðsmarkað eins lengi sem það héti ekki útsala og var búin að ræða við framkvæmdastjórann þeirra um að ég myndi auðvitað ekki vera með sömu vörur og einhver annar í húsinu, en svo sól- arhring eftir opnun var mér sagt að rekstr- arfélag Kringlunnar væri búið að fá á sig kæru og einnig sá sem í góðmennsku sinni lánaði mér húsnæðið sem er í hans einka- eign. Þetta var mér auðvitað rosalegt áfall og varð ég mjög reið því að ég var búin að fylgja öllum þeim reglum sem búið var að setja mér, en í ljósi þessa alls varð ég að loka og flytja aftur sem er auðvitað mjög tímafrekt og kostnaðarsamt.“ Og enn er Manía til húsa á Laugavegi 51, Kringlan er ekki á dagskrá. „En ég er núna að leita mér að nýrri skrifstofu.“ Keypti brúðarkjól 16 ára María Birta er mikið fyrir eldri hluti en móðir hennar, Sigurlaug Halldórsdóttir flug- freyja, smitaði dótturina af söfnunarárátt- unni. Eitthvað sem hefur þó elst af Maríu Birtu að hennar sögn. „Móðir mín er með mikla söfnunaráráttu og þá sérstaklega fyrir gömlum munum og geymir næstum allt. Ég var með þessa áráttu á sínum tíma og byrj- aði að safna símum en mér finnst gamlir símar svo miklu flottari en þessir nýju, en blessunarlega er ég laus við þetta í dag. Ég seldi svo símana sem margir hverjir eru stofudjásn í dag því þeir voru allir alveg ein- staklega vel með farnir.“ María Birta hefur ekki alltaf fetað þá slóð sem allir aðrir feta og hún tryggði sér brúð- arkjól þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Þá var hún stödd í New York með móður sinni. „Mamma manaði mig í að máta einn, svo fór hún næstum að gráta þegar hún sá mig í honum, enda alveg ofboðslega fallegur silki- kjóll og hún sagði að ég yrði að kaupa hann, svo þetta endaði þannig að ég keypti hann gegn því að mamma myndi halda á honum heim því hann var svo þungur.“ María Birta hefur verið inn í tískunni og margir öfunda hana af því að geta klætt sig nánast í hvað sem er. Allt fer henni vel. „Ég held að flestar ungar stelpur hafi áhuga á tísku en annars er pabbi með mjög gott auga og mamma líka fyrir fallegri hönnun svo ætli áhuginn minn komi ekki frá þeim báðum.“ Elskar 101 Reykjavík María Birta hefur gífurlega orku og útgeisl- un sem aðrir taka eftir. Hún er alltaf að finna sér nýja hluti að prófa og því ekki úr vegi að spyrjast fyrir um hvernig hún hafi verið sem barn? „Ég var rosalega mikill orkubolti þegar ég var yngri og það hefur ekkert breyst. Ég fékk snemma mikinn áhuga á klifri og það hræddi mömmu oft mikið, því hún þurfti stöðugt að hafa auga með því hvort ég væri nokkuð að fara mér að voða,“ segir hún og brosir. Hún hefur ferðast víða en kann best við sig þar sem hún er stödd núna, í miðbæ Reykjavíkur. „Af þeim stöðum sem ég hef búið á er best að búa í 101, klárlega. Ég hef aldrei verið ánægðari en einmitt á þeim stað sem ég bý á núna, er að leigja fallega og bjarta íbúð á Laugaveginum, en annars gæti ég hugsað mér að búa í Hong Kong, New York, LA og Dóminíska lýðveldinu af þeim stöðum sem ég hef komið á.“ Kommentakerfin hafa sína kosti og galla María Birta hefur verið áberandi í þónokk- urn tíma enda stór og mikill karakter. Gert ýmsa hluti sem vakið hafa athygli og leikið í bíómyndum þar sem hún er óhrædd við að sýna nekt. Eitthvað sem athugasemdakerfin á vefsíðum hafa ekki þagað yfir. „Mér finnst kommentakerfin hafa sína kosti og galla, en annars eru alltof margir sem hugsa ekki áður en þeir setja inn eitthvað ærumeiðandi eða hreinlega eitthvað illkvittið og stundum alveg að tilefnislausu, en sjálf hef ég ekki mikið lent í aðkasti inni á kommentakerfum, en auðvitað er alltaf einhver einn og einn sem er ósáttur við það sem maður er að gera eða stendur fyrir en ég læt það ekkert á mig fá.“ Dýravinur með byssuleyfi Stutt er síðan María Birta fékk sér skot- vopnaleyfi en hún hefur ekki gert það upp við sig hvort hún ætlar að sækja um að veiðahreindýr á næsta ári. „Ég hef nú ekki farið í neinar veiðiferðir síðan ég fékk skot- veiðileyfið, en mér finnst mjög gaman að skjóta leirdúfur. Ég hef ekki enn ákveðið hvort ég sæki um að veiða hreindýr, en mig grunar nú að ég muni gera það. Ég fékk að fljóta með á hreindýraskyttiríi í fyrra og þótti það alveg ótrúleg upplifun.“ Þrátt fyrir að vera með byssuleyfi er María Birta mikill dýravinur og hefur átt fjöldann allan af dýr- um en núna er það kanínan Lúlli sem á hug hennar og hjarta. „Ég elska öll dýr og hef átt þau flest, slöngu, skjaldbökur, hamstra, ketti, hunda, fiska, snigla, maríuhænur og svona mætti lengi telja, en kanínur eru í miklu uppáhaldi og Lúlli er án efa sætasta kanína í heiminum,“ segir hin magnaða María Birta áður en hún hleypur af stað. Hún hefur ekki endalausan tíma til að sitja í viðtali. *„Ég var rosalega mikill orkubolti þegar ég varyngri og það hefur ekkert breyst. Ég fékk snemmamikinn áhuga á klifri og það hræddi mömmu oft mikið, því hún þurfti stöðugt að hafa auga með því hvort ég væri nokkuð að fara mér að voða.“ María Birta er ein af þremur leikkonum sem tilnefndar eru sem besta leikkona í aukahlutverki á Edduverðlaununum sem afhent eru laugardagskvöldið 16. febrúar. Hún er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Dagný í kvikmyndinni Svartur á leik í framleiðslu ZikZak eftir samnefndri bók Stefáns Mána í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar, en myndin er tilnefnd til 14 Edduverðlauna. Vantar fleiri kvenhlutverk Athygli hefur vakið að aðeins þrjár konur voru tilnefndar í hvorum verðlaunaflokki, aðal- og aukahlutverki, en fimm karlar í sambærilegum flokkum. María Birta segir ljóst að upp á skorti að nægilega mörg kvenhlutverk séu skrif- uð í sjónvarpi og kvikmyndum. „Nei, við vorum ekki í jafnbitastæðum hlutverkum í fyrra og strákarnir og hvað þá jafnmörgum hlutverkum, hvorki í bíó- myndum né sjónvarpsseríum. Því miður er það svo að það það eru alltaf fleiri hlutverk skrifuð fyrir karla í leikhúsi og kvikmyndaheiminum,“ segir María Birta. María Birta í hlutverki Dagnýjar í kvikmyndinni Svartur á leik sem gerist í undirheimum. Tilnefnd fyrir Dag- nýju í Svartur á leik Þorvaldur Davíð Kristjánsson og María Birta í hlutverkum sínum í Svartur á leik. Í XL leikur María Birta ástkonu drykkfellda þingmannsins Leifs sem Ólafur Darri leikur. María Birta í hlutverki Æsu í kvikmyndinni XL eftir Martein Þórsson. María Birta rekur sína eigin verslun og leikur í kvikmynd- um þess á milli, en það er þó ekki nóg fyrir hana. Hún er lítið fyrir lognmollu og vill hafa nóg að gera í lífinu og er óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. Meðal þeirra íþróttagreina eða tómstunda sem hún stundar eða hefur að minnsta kosti prófað eru skotveið- ar (hún fór á hrein- dýraveiðar í fyrra) og klettaklifur. Þá æfir hún fallhlífarstökk af kappi og hefur stundað köfun. Hún er að læra flug og auk þess að hafa prófað sund- ballett og súludans (pole- fitness) fer hún á snjóbretti eins og oft og hún getur. ÞAÐ SEM MARÍA BIRTA HEFUR PRÓFAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.