Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 HEIMURINN ARGENTÍNA BUENOS AIRES Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn vítti argentínsk stjórnvöld fyrir að birta óboðlegar upplýsingar um verðbólgu í landinu og hótaði því að hefðu þau ekki bætt ráð sitt í september yrði gripið til refsiaðgerða, sem myndu stigmagnast og gætu endað með því að landið yrði rekið úr sjóðnum. Stjórnvöld sögðu í liðnum mánuði að verðbólgan væri 10,8%, en hópur óháðra hagfræðinga að hún væri 25,6%. Stjórnvöld hagnast á þessum útreikningum vegna þess að stór hluti skulda ríkisins er verðtryggður. Stjórn Christinar Kirchner, forseta Argentínu, lofaði að birta nýja og endurbætta vísitölu um verðbólgu í október. Um leið var tilkynnt að verðlag í matvörumörkuðum yrði fryst næstu tvo mánuði. SPÁNN MADRID Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, þvertók fyrir að hann hefði gerst sekur um spillingu eftir að dagblaðið El Pais birti myndir af skjölum, sem það fullyrti að bæri vitni greiðslum undir borðið til hans og annarra félaga í flokki hans, Lýðfylkingunni. Málið hefur valdið uppnámi á Spáni, þar sem atvinnuleysi hefur ekki verið meira frá lýðveldis- stofnun. Rajoy hafnaði áskor- unum stjórnarandstöðunnar um að hann segði af sér. TÚNIS TÚNIS Chokri Belaid, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Túnis, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Hann hafði gagnrýnt stjórn landsins, sem er undir forustu íslamista. Morðið varð kveikja harkalegra mótmæla og hét forsætisráðherra landsins að mynda nýja stjórn sérfræðinga. PAKISTAN ABBOTTABAD Bærinn Abbottabad í Pakistan komst á heimskortið þegar bandarískir sérsveitarmenn gerðu þar árás á hryðjuverkaleið- togann Osama bin Laden, sem hafði hafst þar við um skeið, og felldu hann. Nú hyggjast yfirvöld bæta ímynd bæjarins og reisa þar skemmtigarð. Ferðamála- ráðherra héraðsins sagði að skemmtigarðurinn kæmi bin Laden ekkert við, tilgangurinn væri að efla ferðamennsku á svæðinu. E rlendir vígamenn streyma til Sýrlands, vopn flæða yfir norður- hluta Afríku og hryðju- verk eru framin í Malí. Allt ber þetta því vitni að öfgasinn- aðir íslamistar tengdir hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda hafa séð sér leik á borði þar sem uppreisnirnar, sem kallaðar hafa verið arabíska vorið, voru gerðar fyrir tveimur ár- um. Þá var fjarvera al-Qaeda og full- trúa hugmyndafræði hryðjuverka- samtakanna reyndar sérlega áber- andi. Afsprengi þeirra hafa hins vegar nýtt sér það tómarúm valds sem myndaðist vegna uppreisn- anna. Þegar Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra, kom fyrir Bandaríkjaþing í janúar til að ræða árásina á bandarísku ræðismanns- skrifstofuna í Benghazi í Líbíu í fyrra þar sem sendiherra Banda- ríkjanna í landinu féll varaði hún við því að hið pólitíska landslag í arabaheiminum og Norður-Afríku hefði breyst. Ekki efni á að hörfa „Við höfum ekki efni á því að hörfa núna,“ sagði hún. „Þegar Bandarík- in eru fjarverandi, sérstaklega á slóðum þar sem óstöðugleiki ríkir, hefur það afleiðingar. Öfgar skjóta rótum, það bitnar á hagsmunum okkar og öryggi okkar heima fyrir er ógnað.“ Clinton fjallaði sérstaklega um óstöðugt ástandið í Malí. Í janúar gerðu hryðjuverkamenn þar árás á gasvinnslustöð í Alsír til að hefna fyrir að alsírsk yfirvöld skyldu leyfa Frökkum að fljúga í gegnum loft- helgi landsins þegar þeir ákváðu að skakka leikinn í Malí með hervaldi. Sagði Clinton að í Malí hefði orðið til „griðastaður fyrir hyrðjuverka- menn, sem stefna að því að auka áhrif sín og leggja á ráðin um fleiri árásir á borð við hryðuverkið í Als- ír.“ Rússar halda því fram að hern- aðaríhlutun Vesturlanda í Líbíu hafi grafið undan öryggi. „Hryðjuverk eru orðin nánast daglegt brauð, út- breiðsla vopna er komin úr bönd- unum, [erlendir] vígamenn hreiðra um sig,“ sagði Sergei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, fyrir skemmstu. „Svo virðist sem malí sé afleiðingin af Líbíu og gíslatakan í Alsír er mikið áhyggjuefni.“ Vestræn ríki hafa lýst yfir stuðningi við regnhlíf- arsamtök þeirra hópa, sem vilja steypa Bashar al- Assad, leiðtoga Sýrlands, en þau hafa einnig áhyggur af þeim er- lendu vígamönnum, sem kenna sig við heilagt stríð – jihad – og streyma til Sýrlands svo hundr- uðum skiptir ef ekki þúsundum. Glæpir og bókstafstrú Jean-Pierre Filiu, prófessor við stjórnmálafræðistofnunina Science- Po í París, sagði við fréttastofuna AFP að al-Qaeda hefði verið til í íslamska hluta Afríku fyrir arabíska vorið, en hefði verið eins konar blanda af glæpasamtökum og jihad- istum, hefði blandað saman hinu heilaga stríði múslíma og glæpa- starfsemi. Einræðisherrarnir, sem féllu í uppreisnunum fyrir tveimur árum, hefðu haldið starfsemi þeirra niðri með harðfylgi. Hinar nýju stjórnir ættu í vandræðum með að móta sér stefnu í þessum efnum. „Til dæmis voru alvarleg mistök að sleppa Abou Iyadh,“ sagði Filiu. „Hann var ekki samviskufangi held- ur hafði verið samverkamaður al- Qaeda um langt skeið.“ Iyadh er grunaður um að hafa skipulagt banvæna árás á banda- ríska sendiráðið í Túnis og barðist á sínum tíma í Afganistan. Hann var náðaður og er nú áhrifamikill í vax- andi hreyfingu harðlínumanna í röðum salafista í landinu. Forseti Túnis, Moncef Marzouki, hefur viðurkennt að stjórn sín hafi ekki gert sér „grein fyrir hversu hættulegir og ofbeldisfullir þessir salafistar“ gætu verið. Í fréttaskýringu, sem birtist í upphafi mánaðar í dagblaðinu Washington Post, segir að samtökin al-Qaeda hafi í raun verið knésett í sínum hefðbundnu vígjum í Afgan- istan og Pakistan og hafi enga burði lengur til að fremja meirihátt- ar árásir í Bandaríkjunum. Af- sprengi samtakanna í Norður- Afríku og Mið-Austurlöndum teng- ist al-Qaeda, en bein samskipti séu lítil og strjál. Þau fjármagni sig með glæpum, til dæmis mann- ránum, og búast megi við áfram- haldandi hryðjuverkum haldi þeim áfram að vaxa fiskur um hrygg. Öfgamenn nýta sér tómarúm HREYFINGAR SEM ERU LAUSTENGDAR AL-QAEDA HAFA RUTT SÉR TIL RÚMS Í NORÐURHLUTA AFRÍKU OG MIÐ-AUSTURLÖNDUM Í KJÖLFAR UPPREISNANNA Í ARABAHEIMINUM. Malíbúar ganga fram hjá skilti, sem Hreyfing einingar og heilags stríðs í Vestur-Afríku setti upp í borginni Gao. Á skiltinu stendur: „Að framfylgja sjaríalögum er leiðin til hamingju, leiðin til paradísar.“ Hreyfingin tengist al-Qaeda. AFP * Staðan í Norður-Afríku og Sýrlandi er óheppileg af-leiðing arabíska vorsins.Seth Jones, sérfræðingur hjá Rand-stofnuninni og fyrrverandi ráðgjafi bandarískra stjórnvalda um aðgerðir gegn hryðjuverkum. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is Stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur treyst á mannlaus loftför til að gera árásir á forsprakka hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda í Pakistan og einnig notað sérsveitir hersins, til dæmis þegar ráðist var á Osama bin Laden í Abbotta- bad og hann felldur. Samkvæmt heimildum The Washington Post er svigrúm stjórnvalda til að- gerða gegn hryðjuverka- mönnum minna í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Kjarna al-Qaeda hefur verið eytt, en nú þurfa Banda- ríkjamenn að ákveða hvernig tek- ið verði á hinum nýju hreyfingum. Barack Obama TEKIST Á VIÐ ÓGN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.