Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Græjur og tækni Sú regla að ef eitthvað geti bilað muni það bila kemur strax upp í hugann þegar maður tekur við vél með snúningsskjá, en það verður að segjast eins og er að lamirnar á skjánum eru einkar traustlegar að sjá. Þær eru líka passlega stífar og halda skjánum því í þeirri stellingu sem maður velur, til að mynda ef maður vill láta hana standa hálfopna á grúfu. Lenovo Twist er ætluð fyrirtækjamarkaði, sem sjá má á því meðal annars að á vélinni er grúi af tengjum; SD-minnis- kortalesari, HDMI tengi, nettengi (Gigabit Ethernet), tengi fyrir aukaskjá, tvö USB 3.0 tengi og SIM-kortarauf, sem ætti reyndar að vera löngu orðið staðalbúnað- ur á öllum far- og spjaldtölvum. Örgjörvinn í vélinni sem ég prófaði er Intel Core i5-3317U með 4 GB minni og 450 GB disk; mjög spræk og skemmtileg svo útbúin. Það er þó hægt að hafa hana enn sprækari því hægt er að fá hana frá framleiðanda með i7 örgjörva og lika með SSD drifi, en ekki veit ég hvort Nýherji, sem er með Lenovo- umboðið, hyggst flytja þá gerð inn. i5 örgjörv- inn keyrir alla jafna á 1,7 GHz en tekur spretti upp í 2,6 GHz þegar þörf krefur. Windows 8 hefur heldur en ekki hleypt lífið í fartölvumarkað-inn og þá aðallega með innbyggðum stuðningi fyrir snerti-skjái. Hver framleiðandinn af öðrum hefur sett á markað vélar með snertiskjái og þar á meðal tölvur sem sameina, eða reyna að sameina, kosti spjaldtölvu og fartölvu. Lenovo hefur greinilega ákveðið að taka þennan markað með trompi, því hver Lenovo-vélin rekur aðra um þessar mundir, þar á meðal ein sem hefur framleiðsluheitið Lenovo S230u, en tegundarheitið Len- ovo Twist, enda hægt að snúa skjánum nánast í heilhring. Hún var meðal sýn- ingargripa á UT- messunni sem haldin var í Hörpu. Lenovo er ekki fyrsta fyrirtækið sem reynir fyrir sér með snúningsskjá, ýmsir hafa spreytt sig á því með takmörkuðum árangri, en hversu illa það gekk skýrist að mestu af því að ekki var almennilegur stuðningur í stýrikerfum og allskyns heimatilbúnar lausnir virkuðu ekki nema miðlungi vel, ef þær virkuðu þá yfirleitt. TAKTU TIL VIÐ AÐ TVISTA SNERTISKJÁR VERÐUR RÁÐANDI Á FARTÖLVUM ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR, ÞÖKK SÉ WINDOWS 8, OG ÝMSAR ÚT- FÆRSLUR Á ÞEIM VÉLUM, TIL AÐ MYNDA MEÐ SNÚNINGI EINS OG HJÁ LENOVO TWIST. Græja vikunnar * Hljómur á svona vélum jafn-ast eðlilega aldrei á við það sem næst með almennilegum hátöl- urum og góðum utanáliggjandi magnara, en hugbúnaður frá Dolby, Home Theater v4, hjálpar verulega til. Að því sögðu þá er hljómur ekki góður – víst er merkilega góður botn, en tónlist hljómar eins og hún sé þjöppuð til andskotans. * Skjárinn er 12,5" með upp-lausnina 1366x768 dílar. Hann skilar því ekki svonefndu Full HD (1080p / 1920×1080), en ræður vel við 720p (1280×720). Skjá- stýring er frá Intel og góð sem slík (Intel HD Graphics 4000). Í skjánum er frekar slöpp myndavél, en þó 0,9 milljón dílar. ÁRNI MATTHÍASSON * ThinkPad-fartölvur skarafram úr þegar lyklaborð eru ann- ars vegar og þó að Tvisturinn sé með eitthvað minna lyklaborð en fullvaxnar ThinkPad-vélar er það ekki síðra og svörun mjög góð. Þess má svo geta að það er vatnsvarið, eða réttara sagt skvettuvarið. gjörbreyti því hvernig áhorfendur horfa á hefðbundið sjónvarpsefni. Allir þrettán þættirnir voru fáan- legir samdægurs, og áhorfendum í sjálfsvald sett hvenær þeir horfa á þættina og hve marga í þætti þeir horfa á í einu. Nú þarf enginn að haga frístundum sínum eftir sjón- varpsdaskránni, því á Netflix ertu þinn eigin sjónvarpsstjóri. Hyggja á frekari framleiðslu Það virðist sem þessi tilraun Net- flix ætli að skila árangri. Mikið hef- ur verið fjallað um House of Cards H ouse of Cards eru stór- virki í þáttagerð. Með aðalhlutverk fara Ósk- arsverðlaunahafinn Ke- vin Spacey (The Usual Suspects, American Beauty) og Robin Penn (Forrest Gump, The Girl With the Draon Tattoo). Leikstjórn er í höndum reynslubolta úr Holly- wood á borð við David Fincher (Se7en, Fight Club, The Social Network) og Joel Schumacher (Batman Forever, 8 mm). Handrit þáttanna byggist á skáldsögu eftir breska rithöfundinn Michael Dobbs, en áður hefði BBC gert sjónvarpsþætti eftir sömu bók. Þættirnir fjalla um stjórnmála- manninn Francis Underwood, sem er háttsettur þingmaður í banda- ríska þinginu. Þegar hann fær ekki ráðherraembætti sem hann taldi sig eiga víst, hefst spennandi flétta pólitísks valdatafls, sem teygir anga sína um þingsali á Capitol Hill og alla leið inn á ganga Hvíta hússins. Alls eru þrettán þættir í þessari þáttaröð, sem ber öll einkenni gæðasjón- varpsefnis, nema eitt. Þættirnir eru ekki sýndir í sjónvarpi. 100 milljónir dollara í nýju þættina Það er fyrirtækið Netflix sem framleiðir og „sýnir þættina, en á samnefndri vefsíðu er hægt að streyma myndefni yfir netið, bæði kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, gegn föstu mánaðargjaldi ($8). Fram að þessu hefur síðan ein- ungis boðið upp á efni sem áður hefur verið sýnt í kvikmynda- húsum eða í sjónvarpi, en nú verð- ur breyting þar á. Alls hefur Net- flix varið $100 milljónum í gerð þáttanna, sem þeir vonast til að laði nýja áskrifendur að síðunni og í amerískum fjölmiðlum, og hafa þættirnir fengið lof gagnrýnenda og mikið áhorf. Svo mikið raunar að þegar hefur verið lagt á ráðin um að gera aðra þáttaröð upp á þrettán þætti til viðbótar. Áður hafði Netflix reynt fyrir sér með þetta módel í samvinnu við norska ríkissjónvarpið, en samvinna þeirra gat af sér þættina LilyHammer, sem nú eru sýndir á RÚV. Líkt og House of Cards, voru allir þætt- irnir af Lilyhammer fáanlegir sam- dægurs í gegnum Netflix í Banda- ríkjunum, en þeir höfðu þá þegar verið sýndir í norska sjónvarpinu. Netflix hyggur á frekari fram- leiðslu efnis, en fyrirtækið hefur tryggt sér réttinn til að gera eina þáttaröð í viðbót af hinum gríð- arlega vinsælu þáttum Arrested Development, sem sýndir verða í sumar, og víst að margir bíða spenntir eftir. Þá eru í bígerð ný gamanþáttaröð frá grínisanum Ricky Gervais (The Office, Extras), hrollvekuþættir frá hryllingsmeist- aranum og Íslandsvininum Eli Roth og nýir þættir um lífið í kvennafangelsi frá Jenji Kohan, sem er þekktur fyrir hina vinsælu Weeds þætti. Ætla að verða HBO Forsvarsmenn Netflix hafa sagt í viðtölum við fjölmiðla að þeir ætli sér að verða samkeppnisaðili HBO kapalstöðvarinnar, sem er einn helsti framleiðandi hágæðasjón- varpsefnis í Bandaríkjunum. „Við ætlum okkur að verða HBO, áður en HBO verður Netflix,“ segir Ted Sarandos, stjórnandi dag- skrárdeildar Netflix, í viðtali í nýj- asta tölublaði GQ-tímaritsins. Hann Sjónvarpið leyst úr viðjum tímans AFP BANDARÍSKA VOD-SÍÐAN (VIDEO ON DEMAND) NETFLIX, REYNIR NÚ AÐ BYLTA ÞVÍ HVERNIG VIÐ HORFUM Á SJÓNVARP. FYRIRTÆKIÐ HEFUR NÚ HAFIÐ SÝNINGAR ÞÁTTARAÐAR SEM FRUMSÝND ER Á SÍÐUNNI, EN EKKI Á HEFÐBUNDNUM SJÓNVARPSRÁSUM LÍKT OG TÍÐKAST HEFUR. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Kristen Connolly er ein af aðalleikkonum í nýrri þáttaröð framleiddri af Netflix. *Gangi áætlanir Netflixeftir er ekki ólíklegtað sjónvarpsstöðvar verði að bregðast við með breyt- ingum á sýningartímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.