Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 24
*Heimili og hönnunÍ Súðarvoginum í Reykjavík hefur listræn fjölskylda komið sér fyrir í gömlu iðnaðarhúsnæði »26 HEIÐUR REYNISDÓTTIR SELUR UMHVERFISVÆNAR PAPPÍRSVÖRUR Á NETINU. HÚN ER HUGMYNDARÍK OG NÝTUR ÞESS AÐ ENDURNÝTA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Heiður kann að meta fegurðina í lífinu og reynir meira að segja að gera reikninga fallega. „Í stað þess að setja reikninga í umslag pakka ég þeim inn í af- gangs gjafapappír og set fallegan límmiða utan á svo úr verði umslag. Þeim sem fær sendinguna finnst kannski ekki gaman að fá reikning en það er allavega gaman að fá rósóttan pappír! Mér finnst að maður eigi að gera lífið skemmtilegra ef maður getur.“ Á erfitt með að henda Hún byrjaði með dagatöl í fyrra og janúar er auðvit- að góður tími til að festa kaup á dagatali. „Ég nýti líka dagatölin aftur. Þegar mánuðurinn er búinn ríf ég dagatalssíðuna úr og þá er ég komin með gjafapappír fyrir litla gjöf. Líka má klippa dagatalið frá, halda myndinni og setja í ramma. Ef maður er með fallega vöru í grunninn er hægt að gefa henni ótrúlega mörg framhaldslíf ef maður leyfir huganum að reika.“ Heiður reynir að endurnýta eins og hún getur. „Eins og glerflöskur, dósir og krukkur. Ég tími aldrei að henda þessu! Ég hef nýtt flöskur í barnaafmæli, set límmiða utan á þær, afgangs borða eða band og þá er flaskan eins og ný.“ Fallegar vörur geta lyft andanum. „Kona keypti dagbók hjá mér um daginn sem hún ætlar að nota í vinnunni. Það má vera með krúttlega hluti á vinnu- fundi.“ „Í stað þess að setja reikninga í umslag pakka ég þeim inn í afgangs gjafapappír og set fallegan límmiða utan á svo úr verði umslag,“ segir hin hugmyndaríka Heiður Reynisdóttir, sem situr hér við vinnuborðið sitt heima hjá sér. Morgunblaðið/Styrmir Kári Pappír gerir lífið skemmtilegra ÍSLENZKA PAPPÍRSFÉLAGIÐ ER VEFVERSLUN MEÐ UMHVERFISVÆNAR VÖRUR H eiður Reynisdóttir stofnaði Íslenzka papp- írsfélagið haustið 2010 með Ágústu Her- bertsdóttur. Hún á það ein í dag en stefn- an er sú sama og í upphafi; að bjóða upp á umhverfisvænar pappírsvörur á netinu en vefversl- unina er að finna á www.pappirsfelagid.is. Hugmyndin kemur til vegna þess að Heiði fannst vanta vörur sem þessar á Íslandi. „Þegar ég var í út- löndum hamstraði ég alls konar pappírsvörur sem fengust ekki hér,“ útskýrir Heiður. Því langaði hana að kanna hvort það væri markaður fyrir „umhverf- isvænar, fallegar pappírsvörur, umslög, gjafapappír, kort, bönd og borða“, en vörurnar koma mestmegnis frá Banda- ríkjunum. Nýjar vörur hjá henni eru umhverf- isvænar innkaupatöskur (reyndar ekki úr pappír), ennfremur er hún búin að bæta við bréfsefni, dagbókum og daga- tölum. Eitt það allra nýjasta er síðan sogrör úr papp- ír. Gaman að fá sendibréf á tölvuöld Á þessari rafrænu tækniöld getur verið gaman að vera með ekta pappír í höndunum. „Sumt afgreiðir þú bara í tölvupósti en svo er annað sem þú vilt leggja meiri áherslu á. Það er til dæmis gaman að fá sendi- bréf og jólakort. Mér finnst fólk farið að leggja meiri áherslu á að pakka fallega inn og skrifa falleg orð á kort. Fólk er orðið svo hugmyndaríkt,“ segir Heiður. Hún segir margskonar not fyrir góðan gjafapappír. „Ef maður á flottan og þykkan gjafapappír er hægt að nota hann í margt. Til dæmis er hægt að nota af- gangs ræmur af honum utan um niðursuðudós og þá er maður kominn með fallegt pennastatíf.“ *Ef maður er með fallega vöru ígrunninn er hægt að gefa henniótrúlega mörg framhaldslíf ef maður leyfir huganum að reika. * Nýpappírsrör og dagbók. * Umhverfisvænninnkaupapoki, góður í verslunarferðir heima og í útlöndum. * Dagatöl, merkimiðar,kort og bréfsefni er hluti af úrvalinu hjá Íslenzka pappírsfélaginu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.