Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Samantekt B augsmálið svokallaða hófst þegar lögreglan gerði húsleit í höfuð- stöðvum Baugs á grundvelli úr- skurðar Héraðsdóms Reykjavík- ur þann 28. ágúst 2002. Lögregla var jafnframt með handtökuskipun á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni stjórnarformanni og Tryggva Jónssyni forstjóra upp á vasann. Ástæðan fyrir húsleitinni voru ásakanir for- svarsmanns bandaríska heildsölufyrirtæk- isins Nordica Inc., Jóns Geralds Sullenber- gers, um meint auðgunarbrot forstjóra og stjórnarformanns Baugs. 29. ágúst 2002 Í tilkynningu sem Baugur sendir Kauphöll Íslands segir að stjórn fyrirtækisins telji ásakanirnar tilhæfulausar og alvarlegs mis- skilnings um málavexti gæti í húsleitar- úrskurðinum. Lögmaður Baugur Group hf., Hreinn Loftsson hrl., óskar með kæru eftir því að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði um lögmæti aðgerða efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Krefst hann þess að lög- regla skili þegar í stað öllum gögnum sem lagt var hald á við húsleitina og segir að- gerðirnar mun umfangsmeiri en efni standi til. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Jóns Geralds, segist ekki ætla að tjá sig um kæru skjólstæðings síns á hendur forsvars- mönnum Baugs Group hf. að svo stöddu, enda hafi hann ráðlagt skjólstæðingi sínum að fara ekki út í fjölmiðlaumræðu um málið. Að ráði lögmanns hafa forsvarsmenn Baugs ekki heldur viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Í kæru Hreins Loftssonar seg- ir að reikningurinn að upphæð rúmlega 589 þúsund dollarar hafi verið svokallaður kred- it-reikningur sem Nordica hafi gefið út og hafi sem slíkur verið færður til tekna í bók- haldi Baugs. Þetta mikilvæga atriði hafi lög- reglu yfirsést. 31. ágúst 2002 Hreinn Loftsson, lögmaður Baugs Group hf., segir að íhugað verði að höfða skaðabótamál ef rannsókn og húsleit lögreglunnar spilli fyrir þátttöku Baugs í yfirtökutilboði á Ar- cadia-keðjunni. Margra milljarða hagsmunir séu í húfi. 13. september 2002 Hallgrímur Helgason ritar grein í Morgun- blaðið undir yfirskriftinni Baugur og Bláa höndin. Þar segir meðal annars: „Bláa hönd- in klæddist hvítum lögregluhanska og reyndi að brjóta þann baug sem hún þolir ekki að hafa ekki á fingri. [...] Þar sem margar tilviljanir koma saman er viljinn ljós. Burtséð frá viðskiptahagsmunum Baugverja lýsir þetta ljóta dæmi vel því þjóðfélagsástandi sem við búum við í dag: Eins manns reiði er allra ógn. [...] Við sem heima sitjum og skiljum ekki andúð forsætisráðherra gagnvart bestu við- skiptasonum Íslands, við spyrjum: Hvers vegna? Og eina svarið sem okkur dettur í hug er að hann sé einfaldlega búinn að sitja of lengi. Gamla góða góðæris-sólin geislar nú engu frá sér öðru en ótta.“ 9. febrúar 2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar, flytur ræðu í Borgarnesi, þar sem hún fjallar meðal ann- ars um meint afskipti stjórnvalda af at- vinnulífinu. Hún segir: „Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyr- irtækjum [Baugur, Norðurljós og Kaupþing] á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráð- herrans eða ekki – þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við.“ 3. mars 2003 Davíð Oddsson forsætisráðherra greinir frá því í útvarpsviðtali að Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hafi sagt sér á fundi í Lundúnum, sem Fréttablaðið hafði fjallað um tveimur dögum áður, að Jón Ás- geir Jóhannesson hafi haft um það orð að bjóða þyrfti Davíð 300 milljónir króna gegn því að hann léti af andstöðu við Baug. Í samtali við Morgunblaðið daginn eftir kann- ast Hreinn við málið en þetta með 300 millj- ónirnar hefði verið sagt í hálfkæringi. Það var ekki skilningur Davíðs. Í samtali við Morgunblaðið þvertekur Jón Ásgeir fyrir að hafa nokkru sinni sagt þetta. Kveðst hann ætla í meiðyrðamál við Davíð en af því varð ekki. 1. júlí 2005 Frá því er greint í fjölmiðlum að ríkislög- reglustjóri hafi gefið út ákæru á hendur sex einstaklingum vegna ætlaðra brota gegn al- menningshlutafélaginu Baugi Group hf. Ákæran var í fjörutíu liðum og varðar brot á almennum hegningarlögum, bókhalds- lögum, lögum um ársreikninga, lögum um hlutafélög og tollalögum. Ákærð voru Jón Það var efst á Baugi Sakborningarnir sex í Baugsmálinu mæta ásamt föruneyti fyrir dómara við þingfestingu ákæranna í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst 2005. Eftir þriggja ára rannsókn var málið komið fyrir dóm. Morgunblaððið/RAX Jón Gerald Sullenberger og Jóhannes Jónsson við dómsalinn í héraðsdómi 21. febrúar 2006. Morgunblaðið/ÞÖK Kristín Jóhannesdóttir ráðfærir sig við lögmann sinn, Kristínu Edwald, fyrir dómi 27. febrúar 2007. Morgunblaðið/G.Rúnar MÁLAFERLUM SEM HÓFUST MEÐ HÚSLEIT Í HÖFUÐSTÖÐVUM FYRIRTÆKIS- INS BAUGS Í LOK ÁGÚST 2002 LAUK MEÐ DÓMI HÆSTARÉTTAR Í ÞRIÐJA OG SÍÐASTA HLUTA BAUGSMÁLSINS SÍÐASTLIÐINN FIMMTUDAG, SKATTA- HLUTANUM. AF ÞVÍ TILEFNI ER VIÐ HÆFI AÐ RIFJA UPP HELSTU VÖRÐUR Í ÞESSU UMFANGSMESTA DÓMSMÁLI ÍSLANDSSÖGUNNAR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.