Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Ný skósending frá Laugavegi 178 - S. 555 1516 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-16. Tvær saman Peysa og toppur á 10.900 kr 3 litir NÁM Í DANMÖRKU HJÁ VIA UNIVERSITY COLLEGE Í HORSENS BJÓÐUM VIÐ UPP Á MARGVÍSLEGA MENNTUN Í BOÐI ER: Á ENSKU OG DÖNSKU Á ENSKU Á DÖNSKU - Byggingafræði - Véltæknifræði - Byggingaiðnfræði - Markaðshagfræði - Byggingatæknifræði - Tölvutæknifræði - Framleiðslutæknifræði - Útflutningstæknifræði - BS í Markaðsfræði - Véltækni - Landmælingar - Vöruþróun og tæknileg sameining - Aðgangsnámskeið Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður á Íslandi 8.-15. mars. Áhugasamir geta haft samband í síma 8458715, eða netfang jee@viauc.dk. Leggið inn skilaboð/skrifa og við munum hringja/skrifa til baka VIAUC.DK/HORSENS VIA UNIVERSITY COLLEGE Chr. M. Østergaards Vej 4 DK-8700 Horsens Tel. +45 8755 4000 Fax: +45 8755 4001 Mail: horsens@viauc.dk Ekki er algengt að farið sé fram á að lokað sé fyrir aðgang að vefsíðum sem geymdar eru í vefsafni Lands- bókasafns Íslands. Slíkt kemur þó fyrir að sögn Ingibjargar Sverris- dóttur landsbókavarðar. Safnið hefur lokað fyrir aðgang að úrskurði siðanefndar Læknafélags Íslands, sem birst hafði í vefútgáfu Læknablaðsins, að beiðni blaðsins. Það var gert vegna þess að persónu- greinanlegar upplýsingar úr sjúkra- skrá sjúklings var að finna í úrskurð- inum og hafði Persónuvernd þegar látið Læknablaðið eyða upplýsing- unum af vef blaðsins. „Þegar þessi beiðni kemur upp þá lokum við fyrir aðganginn að efninu en fjarlægjum það ekki,“ segir Ingi- björg. Slíkar beiðnir berist ekki oft en það hafi þó gerst. Hún nefnir sem dæmi einstakling sem hafði keypt lén og óskaði eftir því að drög að vef- síðu sem höfðu safnast á það yrðu fjarlægð úr vefsafninu. Á það hafi verið fallist eftir skoðun. „Þarna erum við í raun að feta okkur áfram og erum í algerri þró- unarvinnu. Þetta er nýtt svið og þeg- ar það koma svona beiðnir eða at- hugasemdir þá þurfum við að skoða þær í hvert skipti fyrir sig. Það er ljóst að það þarf að fara varlega í þessu,“ segir hún. Hugsanlegt sé að Landsbókasafnið þurfi að hafa það sem verklagsreglu að vakta úrskurði Persónuverndar í framtíðinni. kjartan@mbl.is Lokaði fyrir aðgang að gamalli vefslóð í safni  Landsbókasafn fetar sig áfram með vörslu efnis í vefsafni Vefsafnið » Landsbókasafn hóf reglu- lega söfnun og varðveislu á ís- lensku vefefni haustið 2004. » Í vefsafninu er hægt að leita að vefsíðum aftur í tímann. Ekki atvinnulausir læknar Í viðtali við Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, í Morgunblaðinu í gær féll niður orðið ekki í eftirfar- andi ummælum. „Það eru ekki at- vinnulausir læknar hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndum.“ Leiðréttist það hér með. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Framleitt fyrir Krónuna Í töflu yfir athugasemdir MAST við innihald kjötvara í Morg- unblaðinu í gær var fjallað um franska hvítlaukspönnu með nautakjöti og hún sögð framleidd fyrir Kost. Rétt er að þessi vöru- tegund er framleidd fyrir Krón- una. LEIÐRÉTT Aukablað alla þriðjudaga Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakka- koti í Borgarfirði, var í gær kjörinn nýr formaður Bændasamtaka Ís- lands. Sindri hlaut 31 atkvæði en Guðbjörg Jónsdóttir, bóndi á Læk í Flóa og formaður Búnaðarsam- bands Suður- lands, var með 13 atkvæði. Þess má geta að Guðbjörg tilkynnti framboð sitt skömmu fyrir formannskjörið. Alls voru 48 kjörnir fulltrúar með atkvæðisrétt á þinginu og er þeir ýmist kjörnir af héruðum eða búgreinum. Sindri, sem er fæddur og uppalinn í Árbænum í Reykjavík, var ávallt í sveit á sumrin, hann er nú sauð- fjárbóndi í Bakkakoti í Stafholts- tungum í Borgarfirði og fyrrverandi formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda. Hann er 38 ára. Fráfar- andi formaður Bændasamtakanna er Haraldur Benediktsson, en Haraldur skipar annað sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í NV-kjördæmi í alþing- iskosningunum í vor. Sindri er nú varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í NV-kjördæmi og hyggst vera það fram að kosningum en er ekki í kjöri í vor. Bændasamtökin urðu til þegar Búnaðarfélagið og Stéttarsamband bænda runnu saman í eitt 1995. „Í gamla Búnaðarfélaginu voru for- menn alltaf þingmenn, menn eins og Jón á Seglbúðum og Ásgeir í Ás- garði,“ segir Sindri. „En á allra síð- ustu árum höfum við skynjað að þetta þykir ekki lengur viðeigandi.“ Krafa um einföldun kerfisins Sindri er spurður hvort búast megi nú við miklum breytingum á stefnu samtakanna. „Það er ákveðin krafa meðal bænda um einföldun félagskerfisins,“ svarar hann. „Menn vilja að við sam- einum betur kraftana. Við erum að reka búgreinafélög fyrir hverja grein og það er verið að vinna að því að sameina þetta svolítið meira undir regnhlífarsamtökunum.“ Sindri er kvæntur Kristínu Krist- jánsdóttur og eiga þau tvö börn. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri og hefur verið viðloðandi búskap frá 1994 en tók við búinu í Bakkakoti 1997. Samhliða búskapnum stundar hann viðskiptafræðinám við Háskól- ann á Bifröst og er langt kominn með það. Einnig hefur hann kennt við LbhÍ á Hvanneyri og var eitt misseri við nám í Manitoba-háskóla. Vilja sameina bet- ur krafta bænda úr öllum greinum  Sindri Sigurgeirsson kjörinn nýr formaður Bændasamtakanna Sindri Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.