Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Kjötveisla Þeir duttu heldur betur í lukkupottinn, starrarnir á Lækjartorgi, þegar þeir komust í dálítið hakk sem annað hvort velviljaður eða sóðalegur vegfarandi henti frá sér. Ómar Jón Gerald Sullen- berger, eigandi mat- vöruverslunarinnar Kostar, fer mikinn í Morgunblaðinu mánu- daginn 4. mars og ber þungar sakir á verð- lagseftirlit ASÍ. Það sorglega við grein Jóns er að hann hikar ekki við að fara með rangar og villandi staðhæf- ingar. Það er því óhjákvæmilegt að leiðrétta verstu rangfærslur Jóns. Því er ranglega haldið fram í greininni að verðlagseftirlit ASÍ kanni verð í einungis hluta verslana og gefi því ekki raunsanna mynd af markaðinum. Hið rétta er að verðlagseftirlitið kannar verð í versl- unum sem eru með 85- 90% markaðshlutdeild á matvörumarkaðinum skv. upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu. Kannanir ASÍ gefa því góða mynd af mark- aðinum. Því er ranglega hald- ið fram að verðlagseft- irlit ASÍ beri saman ólík vörumerki og gefi þannig ekki raunsannan samanburð af verði milli verslana. Hið rétta er að ASÍ ber saman verð á ákveðnum vörumerkjum eða lægsta verð í ákveðnum vöruflokki s.s. nautahakki sem uppfyllir ákveðnar gæðakröfur. Slíkur samanburður gefur góðan samanburð á verði milli verslana. ASÍ alltaf tilbúið til viðræðna Því er ranglega haldið fram að ASÍ neiti allri samvinnu við versl- anir um að bæta aðferðafræðina sem notuð er við kannanirnar. Hið rétta er að ASÍ er ávallt reiðubúið til að skoða ábendingar um það hvernig megi bæta framkvæmd verðkann- ana. Til skamms tíma var í gildi sam- komulag milli Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og ASÍ um verklags- reglur við framkvæmd verðkannana. SVÞ sagði sig frá því samkomulagi fyrir hönd matvöruverslananna og hefur ekki treyst sér, vegna ósættis í eigin röðum, til að endurnýja sam- komulagið þrátt fyrir að ASÍ hafi margoft lýst yfir vilja til þess. Á vef ASÍ eru birtar verklagsreglur um framkvæmd verðkannana. Hvorki Jón Gerald né aðrir fulltrúar versl- ana hafa komið með tillögur að breytingum á þeim verklagsreglum. Því er ranglega haldið fram að ASÍ neiti að setjast niður með for- ráðamönnum verslana til þess að sníða agnúa af könnunum. Hið rétta er að ASÍ hefur átt fjölda funda með forráðamönnum einstakra verslana og fulltrúum SVÞ á liðnum miss- erum og árum. ASÍ hefur í gegnum tíðina lagt sig fram um að birta vandaðar kannanir sem hjálpa neytendum að taka upp- lýstar ákvarðanir um innkaup sín. Tilraunir Jóns Geralds til þess að sverta verðlagseftirlit ASÍ breyta þar engu. ASÍ er hér eftir sem hing- að til reiðubúið til þess að setjast niður með fulltrúum verslananna og fara yfir verklagsreglur og vinnulag við framkvæmd verðkannana. En hafa verður í huga að einar verklags- reglur verða að gilda fyrir allar verslanir og einnig að hagur neyt- enda verður alltaf að vera í for- grunni þegar verklagsreglurnar eru ákveðnar, ekki einstakra verslana. Eftir Ólaf Darra Andrason »Hið rétta er að verð- lagseftirlit ASÍ kannar verð í verslunum sem eru með 85-90% markaðshlutdeild á matvörumarkaðinum. Ólafur Darri Andrason Höfundur er deildarstjóri hagdeildar ASÍ. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Að lofa einhverju en ætla öðrum að efna lof- orðið hefur ekki þótt stórmannlegt. Að gefa fyrirheit sem vitað er að aldrei verður hægt að standa við hefur ekki verið talið merki um góða siði. Það er einnig lítill mannsbragur á því að vekja falskar vonir og væntingar. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar ríða um héruð, lofa út og suður, undirrita samninga og leggja fram frumvörp sem þeir ætlast ekki til að nái fram að ganga. Í aðdraganda kosninga virðist allt vera hægt og ekkert útilokað. Þannig kom ríkisstjórnin færandi hendi þegar haldinn var ríkisstjórn- arfundur á Selfossi 25. janúar síðast- liðinn. Velferðarráðherra tilkynnti um að nú yrði ráðist í miklar end- urbætur á Sjúkrahúsi Suðurlands. Á þessu ári fara 350 milljónir króna í verkið en alls er áætlaður kostnaður 1.360 milljónir. Umhverfis- og auð- lindaráðherra lét ekki sitt eftir liggja og undirritaði samning um byggingu þekkingarseturs á Kirkjubæj- arklaustri. Þar með er búið að skuld- binda ríkið til að greiða 290 milljónir króna á ári næstu þrjú árin – alls 870 milljónir króna. Þá und- irrituðu mennta- málaráðherra og fjár- málaráðherra samning vegna hönnunarsam- keppni um helmings- stækkun á verknáms- húsi Fjölbrautaskóla Suðurlands. Áætlaður kostnaður er 650 millj- ónir og greiðir ríkið 60%. Þannig varði rík- isstjórnin góðum degi á Selfossi og fleiri loforð voru gefin. Fátt bendir til að það verði sérstakur hausverkur núver- andi ráðherra að efna loforðin. Það kemur í hlut annarra. Leitað að fjármunum Meirihluti fjárlaganefndar þarf að líkindum ekki að hafa áhyggjur af því að ganga frá framlögum ríkisins vegna byggingar húss íslenskra fræða. Áætlaður kostnaður er 3,4 milljarðar króna og er hlutur ríkisins 2,4 milljarðar en Happdrætti Há- skóla Íslands leggur til það sem vant- ar. Til að hægt væri að bjóða verkið út fyrir kosningar ákvað meirihluti fjárlaganefndar að grípa til þess snilldarráðs að láta Háskólann bera mestan þunga kostnaðar á þessu ári en að ríkissjóður legði fram aðeins 150 milljónir króna. Þá standa eftir liðlega 2,2 milljarðar. Þá fjármuni verður nýr meirihluti fjárlaganefnd- ar að finna þegar líður á árið. Sitjandi atvinnu- og nýsköp- unarráðherra fær varla það verkefni að tryggja 3,4 milljarða vegna upp- byggingar iðnaðarsvæðis á Bakka. Þó voru framkvæmdirnar ein for- senda tekjuáætlunar ríkissjóðs fyrir yfirstandandi ár. Ráðherrann lagði fram tvö frumvörp vegna þessa í byrjun vikunnar. Í umsögn fjár- lagaskrifstofu er á það bent að í „frumvörpunum eru engin áform um hvernig fjármagna megi þessi auknu útgjöld“. Í kapphlaupi Nokkrum vikum fyrir kosningar leggur menntamálaráðherra áhyggjulaus fram frumvarp þar sem námsmönnum er lofað að fella niður milljarða af námslánum og breyta þeim í styrki. Fjárlagskrifstofa áætl- ar að viðbótarfjárþörf Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna gæti orðið allt að 4,7 milljarðar króna á ári. Slíkt skipt- ir litlu enda veit ráðherrann að frum- varpið mun ekki fá framgang á þingi. En það er gott að vekja væntingar meðal námsmanna í aðdraganda kosninga. Ekki var hægt annað fyrir velferð- arráðherra en að taka þátt í kapp- hlaupinu fimmtán mínútum fyrir kosningar. Þess vegna lagði hann fram á mánudag frumvarp til heild- arlaga um almannatryggingar. Ráð- herrann veit að engar líkur eru á að hægt sé að afgreiða jafn flókið mál og almannatryggingar á nokkrum dög- um. En það er þó hægt að vísa til þess í kosningabaráttunni. Fjár- lagaskrifstofa segir í umsögn sinni að óbreytt muni frumvarpið auka rík- isútgjöld um 2-3 milljarða á þessu og næsta ári: „Þegar ákvæði frumvarpsins væru að fullu komin til framkvæmda frá og með árinu 2017 er áætlað að árleg út- gjaldaaukning muni nema 9-10 mi- a.kr. umfram áætlaða útgjaldaaukn- ingu í núverandi kerfi. Gert er ráð fyrir að sú útgjaldaaukning umfram núverandi kerfi verði orðin um 20 mi- a.kr. árið 2040 eða sem nemur 65% af útgjöldum ársins 2012 og muni halda áfram að aukast eftir það.“ Kassinn ekki tómur? Ráðherrar ríkisstjórnarinnar ganga út frá því að ríkiskassinn verði ekki tómur á komandi árum enda lík- legt að aðrir verði komnir í það verk- efni að finna peningana. Þess vegna er talið eðlilegt að skuldbinda rík- issjóð til að leggja fram einn milljarð á ári í tíu ár til að efla almennings- samgöngur. Þess vegna er sann- gjarnt að lofa að nær tvöfalda fram- lög í fæðingarorlofssjóð. Loforðin taka engan enda. Einhver vandamál? Jú, en þeim er sópað undir teppið. Tæknilega gjald- þrota Íbúðalánasjóður er látinn dingla og skuldug heimili fá reikning- inn. Tækin á Landspítalanum hanga saman af gömlum vana og vegakerfið er úr sér gengið. Til að reka smiðshöggið á þetta allt saman, er farið í jarðakaup á vegum ríkisins. Með undursamlegum hætti fundust peningar til að kaupa óðals- jörð. Er nema furða að nýjum formanni Samfylkingarinnar hugkvæmist að gera tilraun til að binda hendur þeirra sem kjörnir verða á Alþingi í komandi kosningum? Nýju þingi er ætlað að greiða úr stjórnarskrár- klúðri ríkisstjórnarinnar um leið og önnur vandamál sem skilin eru eftir verða leyst. Hugmyndaauðgin á sér engin tak- mörk. Eftir Óla Björn Kárason » Fátt bendir til að það verði sérstakur hausverkur núverandi ráðherra að efna lof- orðin. Það kemur í hlut annarra. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Loforð sem öðrum er ætlað að efna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.