Morgunblaðið - 06.03.2013, Qupperneq 31
Mér er minnisstætt þegar ein
stærsta stund okkar í fótboltan-
um rann upp á þjóðhátíðardegi
okkar 17. júní 2001. Þá vígðum við
nýjan völl og glæsilega stúku í
Grindavík í fyrsta Evrópuleik
okkar á móti FC Vilash frá
Aserbaídsjan í Intertoto-keppn-
inni. Kvöldið fyrir leik var mót-
taka í Gulahúsinu með forráða-
mönnum Vilash og sólin hátt á
lofti. Þá voru nokkrir stuðnings-
menn mættir í stúkuna til að létta
af sér spennu. Þar sátu Halldór og
bræður hans.
Frá fyrsta leik sátum við sam-
an í stúkunni í merktum sætum á
næstum öllum leikjum Grindavík-
urliðsins. Síðasti leikur sem Dóri
horfði á úr stúkunni var á móti Val
5. júlí 2012. Eftir það var hann
orðinn talsvert veikur og fylgdist
með úr fjarlægð. Hann mætti þó á
lokahófið og síðasta samkoman
sem við fengum að njóta samveru
við hann var á árlegri hangikjöts-
veislu í desember.
Nú er Halldór Sigurðsson
kominn á stað þar sem honum
mun líða vel. Stað þar sem hann
mun örugglega fylgjast með þeim
sem honum þótti vænst um. Á
komandi árum munum við finna
fyrir ástríðunni, baráttuandanum
og gleðinni sem alltaf einkenndi
Dóra. Hann verður alltaf hluti af
knattspyrnusögu okkar Grindvík-
inga.
Við viljum færa Jónu og fjöl-
skyldu okkar bestu samúðar-
kveðjur. Þakklæti og virðing er
það sem okkur er efst í huga þeg-
ar við kveðjum okkar kæra vin.
Minningin um góðan félaga mun
lifa um ókomna tíð.
Jónas Karl Þórhallsson,
formaður knatt-
spyrnudeildar UMFG .
Fallinn er frá góður félagi og
vinur, Halldór Sigurðsson. Ég
kynntist Dóra fyrst þegar ég fór
að vinna í saltfiskvinnslu föður
míns, Þorbirni hf. hér í Grindavík,
hann var þá verkstjóri hjá Hrað-
frystihúsi Grindavíkur og nokkur
viðskipti voru á milli fyrirtækj-
anna. Strax við fyrstu kynni sýndi
Dóri hvaða mann hann hafði að
geyma, hann var ákveðinn,
traustur og hjálpsamur. Það voru
þessi kynni sem urðu svo til þess
að Dóri réð sig til Þorbjarnar hf.
og við unnum saman við verk-
stjórn í fiskvinnslu fyrirtækisins.
Á þessum árum var mikið að
gera allan ársins hring, fyrst vetr-
arvertíð, með miklum afla og mik-
illi vinnu fjölmargra starfsmanna,
sem komu alls staðar af landinu
og einnig erlendis frá. Sumar-
vinna var talsverð og í kjölfarið
kom síldarvertíðin með enn meiri
afla, og enn fleiri starfsmönnum.
Það segir sig sjálft að það reyndi á
okkur við að skipuleggja vinnuna
og fylgja hlutunum eftir. Í öllu
þessu starfi var einstaklega gott
að vinna með Dóra og okkar sam-
skipti byggðust á trausti og sam-
stöðu.
Eftir áratugar samstarf fór
Dóri til annarra starfa, en leiðir
okkar áttu aftur eftir að liggja
saman og nú síðustu árin höfum
við unnið náið saman. Dóri hefur
verið aðalverkstjóri í ferskfisk-
vinnslu Þorbjarnar hf. og séð um
alla framleiðslu og daglegan
rekstur ásamt samskiptum við
fjölmarga þjónustuaðila vinnsl-
unnar.
Allir sem unnið hafa með Dóra
bera honum vel söguna. Þrátt fyr-
ir ábyrgðarmikið starf var stutt í
gamansemina hjá honum, hann
hafði alltaf frá einhverju
skemmtilegu að segja og glettni
og saklaus stríðni aldrei langt
undan. Það kom fyrir að við ferð-
uðumst saman bæði innanlands
og utan og heimsóttum viðskipta-
vini fyrirtækisins og höfðum
mikla ánægju af því. Hann hafði
mikinn áhuga á íþróttalífinu hér í
Grindavík og fylgdist vel með og
var eldheitur stuðningsmaður
knattspyrnuliðs UMFG. Við
ræddum líka oft um lífið og fólkið
norður á Ströndum, en þaðan var
Dóri ættaður og þangað hugsaði
hann oft.
Í vetrarlok á síðasta ári hrönn-
uðust óveðursskýin upp, Dóri
veiktist skyndilega og við fylgd-
umst með baráttu hans við illvíg
veikindi, hann missti aldrei móð-
inn og sýndi mikið æðruleysi allt
til síðasta dags.
Nú á kveðjustundu vil ég þakka
fyrir góð kynni, vináttu og trú-
mennsku og fyrir hönd samstarfs-
fólks og vina Dóra hjá Þorbirni hf.
senda Jónu, börnum þeirra og öll-
um aðstandendum, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Gunnar Tómasson.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
harmi því hér enginn
höfðingja liðinn.
Fagur var hans lífsdagur,
en fegri er upp runninn
dýrðardagur hans
hjá drottni lifanda.
Stríð er starf vort
í stundarheimi,
berjumst því og búumst
við betri dögum.
Sefur ei og sefur ei
í sortanum grafar
sálin, – í sælu
sést hún enn að morgni.
(Jónas Hallgrímsson.)
Árið er 1990 og það er vor.
Dráttarskipið Vakur er að
ferðbúast í höfninni á Þórshöfn
og ungur vélskólanemi fær
fregnir af því að það vanti vél-
stjóra á skipið í siglingu til
Vopnafjarðar með dýpkunar-
skipið Gretti í drætti og grjótp-
ramma með. Ráðningarsamning-
ur var gerður í snarheitum og
vinna hófst við að ferðbúa skipin,
útbúa dráttartaugar og tóg sem
þurfti. Sú vinna stóð langt fram á
nótt og þegar við vorum komnir
út úr höfninni kom Sigurvin til
mín, gaf mér stuttar leiðbeining-
ar um vélgæsluna og fór til koju,
örþreyttur eftir langan vinnu-
dag. Þannig hófust kynni okkar
og samstarf sem átti heldur bet-
ur eftir að verða lengra. Síðar
kom hann til Þórshafnar sem vél-
stjóri á aflaskipið Júpíter ÞH 61
og fór þaðan til Vopnafjarðar til
hennar Dúu sinnar og starfaði þá
sem yfirvélstjóri á eldra Sunnu-
berginu. Þegar Sunnuberg NS
70 kom til landsins gerðist Sig-
urvin yfirvélstjóri á skipinu og
markaði skipið nokkur tímamót í
atvinnusögu Vopnfirðinga, stórt
og vel búið skip með kælikerfi
sem styrkti stoðir landvinnslu
uppsjávarfisks á staðnum. Fljót-
lega eftir komu skipsins til lands-
ins fór ég að leysa þar af og varð
þar síðar vélstjóri í fáein ár. Gott
var að vinna með Sigurvin. Hann
hélt ró sinni þó að mikið gengi á
og lét sér ekki bregða þó að eitt-
hvað bjátaði á með vélbúnað
skipsins. Mér er það mjög minn-
isstætt hvað Sigurvin var ramm-
ur að afli.
Eitt sinn var ég að brasa við að
ná öxli úr vírastýri, búinn að
koma keðjutalíu fyrir og þá stóð
allt fast, sama hvað tekið var á
því. Má ég aðeins sjá, sagði þá
Sigurvin. Vatt hann keðjunni um
aðra höndina og kippti snöggt í.
Var þá allt laust og Sigurvin
brosti sínu góðlátlega brosi sem
náði til augnanna. Þannig minn-
ist ég vinar míns, með hlýju og
þökk.
Kæra Dúa. Við Jóhanna vott-
um þér okkar dýpstu samúð. Af-
komendum og aðstandendum
öðrum votta ég samúð einnig.
Guðmundur
Vilhjálmsson.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast tengdaföður míns Hjart-
ar Guðmundssonar. Ég kynntist
honum fyrst þegar þau hjónin
fluttu frá Djúpavogi í Kópavoginn
sumarið 1982. Fjölskylda Hjartar
flutti nokkrum sinnum búferlum í
gegnum tíðina. Ég efast um að
margir geti státað af því að eiga
átta börn og hafa eignast tvö börn
á hverjum stað sem þau bjuggu.
Tvö elstu börnin fæddust á Eyr-
arbakka, æskustöðvum Eddu þar
sem þau hjónin kynntust og stofn-
uðu sitt fyrsta heimili. Næstu tvö
börnin fæddust í Kópavogi, þá tvö
í Keflavík og loks tveir yngstu
synirnir á Djúpavogi, æskuslóð-
um Hjartar.
Þegar þau fluttu í Kópavoginn
aftur voru yngstu synirnir fermd-
ir og farnir að huga að framhalds-
skóla og eldri börnin flutt til
Reykjavíkur. Því togaði borgin í
þau og ákveðið var að flytja í bæ-
inn. Þau bjuggu sér fallegt heimili
í Hjallabrekkunni og við hjónin
eignuðumst okkar fyrsta heimili á
neðri hæðinni hjá þeim. Börnin
okkar sóttu mikið upp til ömmu og
afa og var góður samgangur á
milli okkar. Betri nágranna var
ekki hægt að hugsa sér en hin
ljúfu hjón, Hjört og Eddu. Alltaf
var gott að leita til þeirra. Á heim-
ili þeirra var mikið líf og fjör og
iðulega margt um manninn, enda
samheldnin mikil í fjölskyldunni.
Heimilið var prýtt fallegu
steinasafni, steinum sem Hjörtur
hafði sjálfur safnað í mörgum
ferðum sínum um fjöllin í ná-
grenni Djúpavogs. Einn af hans
stærstu og fegurstu steinum er á
Náttúruminjasafni Íslands. Úti-
vistaráhuginn var mikill hjá Hirti
og þegar þau hjónin byggðu sum-
arbústað gekk hann um holt og
hæðir, mela og móa og spáði í
steina og jurtir. Alltaf var nota-
legt að koma til þeirra í bústaðinn,
þar sem margt var brallað og mik-
ið hlegið.
Hjörtur talaði aldrei illa um
nokkurn mann og hann hélt góða
skapinu og húmornum þrátt fyrir
veikindin sem ágerðust og lögðu
hann að lokum að velli. Hjörtur
hefur verið börnum sínum og
barnabörnum góð fyrirmynd og
við minnumst hans af hlýju og
góðum hug.
Kristín Sigurðardóttir.
Hver er þessi stelpa? spurði
Hjörtur mágur minn glettinn á
svip þegar ég 12 ára bað hann um
að gefa mér og vinkonu minni í
næsta húsi fyrir bíómiða á þrjú
bíó í Bjössabíó Keflavík.
Svona var Hjörtur í reynd,
hafði gaman að segja sögur af
mönnum og málefnum, og oftar en
ekki var mikil húmor í sögunum.
Í dag kveðjum við Hjört sem er
látinn eftir erfið veikindi til
nokkra ára. Ég kynntist honum
Hjörtur
Guðmundsson
✝ Hjörtur Guð-mundsson
fæddist á Steins-
stöðum á Djúpa-
vogi 10. janúar
1934. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 22. febr-
úar sl.
Útför Hjartar
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 4. mars
2013.
fyrst á Eyrarbakka
þar sem hann var
kaupfélagsstjóri og
systir mín Edda og
hann fóru að búa
saman og elstu tvö
börnin fæddust. Síð-
an fór hann til Kefla-
víkur og var ég þar
hjá þeim nokkur
sumur, átti að vera
barnapía en það var
nú ekki mikið á mig
að stóla í þeim efnum þar sem
mikið var um að vera í Keflavík á
þessum árum fyrir ungan dreng.
Eftir verslunarstörf í Keflavík
og Reykjavík lá leiðin hjá þeim
austur á heimaslóðir Hjartar á
Djúpavogi þegar hann gerðist
kaupfélagsstjóri þar til næstu
fimmtán ára. Þar var hann á
heimavelli og kaupfélagið var allt í
öllu þar, meðal annars var byggt
nýtt frystihús og skuttogari
keyptur.
Og var ég hjá þeim um tíma að
vinna á síldarplani, og var það
ógleymanlegur tími.
Hjörtur hafði gaman af að
veiða lax á sínum yngri árum,
einnig hafði hann gaman af fjall-
göngu og annarri útivist. Eftir að
Hjörtur hætti sem kaupfélags-
stjóri á Djúpavogi fór hann að
vinna á Fiskistofu og líkaði honum
þar vel því þar var hann í
tengslum við sjávarútveginn þar
sem hann þekkti vel til, var hann
þar til hann hætti að vinna vegna
aldurs.
Eddu og Hirti er gefið mikið
barnalán og eiga þau 8 mannvæn-
leg börn, sem öll eru gift og eiga
börn og barnabörn. Ég held að
stórfjölskyldan telji nú um 40
manns.
Um leið og við Tobba vottum
Eddu, börnum,tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum, systkinum og öðrum ætt-
ingjum og vinum, okkar dýpstu
samúð, vil ég að leiðarlokum
þakka Hirti fyrir allt það góða
sem hann gerði fyrir mig og mína.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Valdimar Sigurjónsson.
Elsku besti afi okkar, nú er
komið að kveðjustund. Þegar við
hugsum til baka koma upp marg-
ar yndislegar minningar um þig,
sem gaman er að rifja upp.
Afi var alltaf að brasa eitthvað
og þá sérstaklega í steinunum sín-
um. Hann átti stórt steinasafn í
Hjalló sem fyllti skrifstofuna og
miklu meira til, enda var alltaf far-
ið þangað að dást að steinunum í
hverri heimsókn. Við nutum þess
að hlusta á hann segja okkur frá
þeim, en hann gat vakið áhuga
allra á steinum. Skemmtilegt er
að minnast þess að í einni utan-
landsferðinni var afi tekinn í toll-
inum, enginn skildi hvers vegna
það pípti svona á hann; kom svo í
ljós að vasar hans voru fullir af
steinum sem hann hafði safnað í
ferðinni.
Afi var alltaf svo uppátækja-
samur og sérstaklega þegar kom
að matvenjum en þær voru mjög
frumlegar. Við öllum eigum minn-
ingar um gistinætur í hlýjum
faðmi ömmu og afa í Hjalló. Á
morgnana sat afi klæddur rönd-
óttu náttfötunum sínum að
blanda ótrúlegustu fæðu út í
grautinn sinn. Í einni útilegunni
skellti hann svo krækiberjum á
borgarann sinn, en hann var ekki
kallaður afi blandari fyrir ekki
neitt.
Það var alltaf jafn yndislegt að
fara með ömmu og afa upp í bú-
stað. Þar var ýmislegt brasað
með afa, allt frá því að smíða, fara
í göngutúra, tína ber og fara í
sund. Afi hafði gaman af útivist og
hreyfingu og var alla tíð mjög
hraustur. Hann var barngóður og
var alltaf til í að kenna manni nyt-
samlega hluti, hvort sem það var
umhverfið, mannganginn eða
eitthvað annað sniðugt. Maður fór
alltaf fróðari frá honum en til
hans.
Þú varst alltaf svo hress og
stutt í húmorinn hjá þér, manni
leiddist aldrei í kringum þig. Það
var alltaf svo gott að koma til þín
og ömmu í huggulegheitin í
Hjalló. Þið amma fylgdust að í
gegnum súrt og sætt í rúmlega 57
ár og þrátt fyrir það voruð þið
alltaf jafn ástfangin. Þið eruð fyr-
irmynd okkar allra í ástinni, stóð-
uð alltaf við bakið á hvort öðru og
gáfust aldrei upp. Við eigum svo
margar ljúfar minningar frá ykk-
ur, til dæmis þegar við sáum ykk-
ur dansa saman þegar þið hélduð
að enginn sæi til.
Við erum ótrúlega heppin að
hafa fengið svona kærleiksríka og
yndislega afa og ömmu sem tóku
okkur alltaf opnum örmum og
voru svo góð við okkur.
Fann ég á fjalli fallega steina
faldi þá alla, vildi þeim leyna,
huldi þar í hellisskúta heilla steina,
alla mína unaðslegu óska steina.
Langt er nú síðan leit ég þá steina
lengur ei man ég óskina neina
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.
Gersemar mínar græt ég ei lengur,
geti þær fundið telpa eða drengur
silfurskæra kristalla með grænu og
gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu.
(Hildigunnur Halldórsdóttir.)
Þegar erfiðleikar og ótti steðja
að, munum við ávallt finna frið því
afi á himnum vakir yfir okkur. Við
lofum að passa vel upp á ömmu.
Blessuð sé minning þín elsku
afi, þín verður sárt saknað en við
vitum að nú ertu kominn á betri
stað. Minningin um þig mun lifa í
hjörtum okkar allra að eilífu.
Þín barnabörn
og barnabarnabörn,
Sigrún Erna, Edda Björk,
Þórkell, Hjörtur Helgi, Hlyn-
ur Þráinn, Íris Dögg, Birkir
Fannar, Valdís Björk, Erna
Rós, Gyða Marín, Gunnar
Karl, Snæfríður, Björk,
Guðný Erna, Sóllilja, Baldur,
Kristján Örn, Þórður Björg-
vin, Hjörtur Ívan, Arnar,
Ernir, Ragnheiður Margrét,
Ólafur Þór, Gabríel Ingi,
Bjarki Þórður, Þorgeir Daði,
Birkir Máni.
✝
Ástkær frændi okkar,
HELGI JÓNSSON
frá Reykjanesi,
Hlíðarvegi 29,
Kópavogi,
sem lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 25. febrúar, verður jarðsunginn
frá Digraneskirkju föstudaginn 8. mars kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Jónsdóttir,
María Haraldsdóttir,
Sigurlaug E. Rögnvaldsdóttir.
✝
Ástkæra eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MATTHEA K. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 87,
andaðist á heimili sínu laugardaginn 2. mars.
Útför hennar verður gerð frá Langholtskirkju
mánudaginn 11. mars kl. 13.00.
Ingimar Einarsson,
Guðrún Katrín Ingimarsdóttir, Ásgeir Helgason,
Jóhanna Sigrún Ingimarsdóttir, Marinó Flóvent,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
ÁRNI VILHJÁLMSSON,
fyrrv. prófessor,
Hlyngerði 10,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 5. mars.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ingibjörg Björnsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓSKAR INGÓLFUR ÁGÚSTSSON
múrarameistari,
Sóleyjarima 3,
lést á Landspítalanum föstudaginn 1. mars.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 11. mars kl. 15.00.
Anna Jónsdóttir,
Ómar Óskarsson, Ásdís Petra Kristinsdóttir,
Ósk Óskarsdóttir, Númi Björnsson,
Kristín Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.