Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú birt uppgjör fyrir rekstur síðasta árs. Landsbankinn var síðastur til þess í gær en bankinn hagnaðist um 25,5 milljarða króna í fyrra, samanborið við 17 milljarða króna hagnað árið 2011. Samanlagt nemur hagnaður bankanna þriggja um 66 milljörðum króna en Íslandsbanki hagnaðist um 23,4 millj- arða og Arion banki um 17,1 milljarð króna. Í lok mánaðar mun Landsbankinn gefa út skilyrt skuldabréf, sem ræðst af þeirri virðisaukningu sem hefur orðið á tilteknu eignasafni frá falli bankans til ársloka 2012, til þrotabús gamla bankans. Það getur að hámarki orðið 92 milljarðar, og var í lok síðasta árs um 88 milljarðar króna, samanborið við 61 milljarð við lok árs 2011. Óvissa í rekstrarumhverfi Landsbankans Miklar sveiflur eru í rekstrarliðum Landsbankans milli ára og endurspeglar það þá óvissu sem enn er í rekstr- arumhverfi bankans. Á árinu 2011 gjaldfærði bankinn há- ar fjárhæðir vegna gengislánadóma en innleysti á móti umtalsverðan hagnað af sölu hlutabréfa og annarra eigna. Rekstrarkostnaður jókst á árinu 2012, m.a. vegna auk- innar skattlagningar á laun og hærra iðgjalds í Trygging- arsjóð innstæðueigenda og fjárfesta. 66 milljarða gróði bankanna  Landsbankinn hagnaðist um 25,5 milljarða  Allir stóru bankarnir skilað uppgjöri Hagnaður árið 2012 » Landsbankinn hagnaðist um 25,5 milljarða króna. » Íslandsbanki hagnaðist um 23,4 milljarða króna. » Arion banki hagnaðist um 17,1 milljarð króna. Á sjötta hundrað gestir sækja alþjóðlega ráðstefnu um jarðvarma sem haldin er í Hörpu. Þar af eru um 200 er- lendir gestir, frá fjörutíu löndum. Klasasamstarfið Ice- land Geothermal stendur fyrir ráðstefnunni sem lýkur í dag. Að félaginu standa meðal annars helstu orkufyrir- tæki og stærstu verkfræðistofur landsins. »16 Morgunblaðið/Ómar Fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu lýkur í Hörpu í dag Fræðst um nýtingu jarðvarma Sex karlmenn hafa verið úr- skurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lög- reglu á umfangs- miklu fíkniefna- máli. Málið snýr að 20 kg af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa, en ætla má að með amfetamínbasanum hefði verið hægt að framleiða 17 kg af amfeta- míni. Þrír voru úrskurðaðir í varð- hald til 14. mars á grundvelli rann- sóknarhagsmuna og þrír til 4. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Áfram í varðhaldi vegna amfetamíns Félag Jóns Ólafs- sonar, Jervi- stona, þarf að greiða Lands- bankanum að jafnvirði 445 milljóna króna samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær. Um er að ræða lán sem félagið fékk hjá Sparisjóðnum í Keflavík til hlutabréfakaupa. Gjald- dagi lánsins var í apríl 2007 og lög- maður Jervistone hélt því fram að bankinn hefði sýnt af sér tómlæti, hvorki gert reka að því að inn- heimta lánið eftir gjalddaga, fram- lengt það né stýrt hlutabréfunum sem lágu til grundvallar. Dómurinn hafnaði þessu og segir að félaginu beri að greiða lánið skv. samningi. Félag Jóns þarf að greiða 445 milljónir Jón Ólafsson Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að bifreiðaverkstæði á Seltjarnarnesi síðdegis í gær eftir að tilkynnt var um eld. Reyndist eldurinn í vinnugöllum og var hann slökktur með hraði. Engan sakaði og var unnið að reykræstingu. Óvíst er með tjón á verkstæðinu. Slökkviliðið sendi einn dælubíl á staðinn og tvo sjúkrabíla til örygg- is. Upptök eldsins eru til rann- sóknar hjá lögreglu. Kviknaði í vinnu- göllum á verkstæði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkið mun greiða Reykjavíkurborg 80 milljónir í leigu á ári fyrir afnot af hluta Perlunnar vegna sýningar Náttúruminjasafns Íslands, sam- kvæmt drögum að samningi sem kynnt voru í borgarráði í gær. Borg- in mun þurfa að kosta breytingar á húsnæðinu, auk þess að leggja fram kaupverð hússins. Borgarstjórn samþykkti undir lok síðasta árs að kaupa Perluna af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 950 milljónir í þeim tilgangi að leigja rík- inu húsið fyrir grunnsýningu Nátt- úruminjasafns Íslands. Forsenda þess var að samningar tækjust við ríkið um langtímaleigu Perlunnar í þessu skyni. Vinnuhópur ríkis og borgar kynnti í gær niðurstöður sínar um verkefnið og drög að leigusamningi. Þar kemur fram að áformað er að Náttúruminjasafnið fái 3.100 fer- metra húsnæði í Perlunni til afnota. Plássið er í Perlunni sjálfri og einum vatnstanki sem borgin mun taka á leigu hjá Orkuveitunni. Samið er til 15 ára og leigan er 80 milljónir á ári, eða alls 1,2 milljarðar á tímabilinu, miðað við verðlag í dag. Borgin kostar breytingar Auk þess að kaupa Perluna mun borgin kosta breytingar á húsnæð- inu svo það henti til sýningar. Þar má meðal annars nefna að gerður verður nýr millipallur í aðalhúsi og vatnstanki, alls um 500 fermetrar, og mun hann verða sýningarrými. Þá er áformað að koma upp kaffihúsi á fyrstu hæð eða þeirri fjórðu. Það verður á vegum borgarinnar sem og veitingareksturinn á 5. og 6. hæð Perlunnar. Auk þeirra staða sem nefndir hafa verið verður sýningin í aðalsal hússins og á hluta fjórðu hæðar. Þá teljast útsýnispallarnir til sýningarrýmis. Miðað er við að húsnæðið verði tilbúið til uppsetningar sýningar að ári og sýningin opnuð haustið 2014. Ríkið mun kosta uppsetningu sýn- ingarinnar. Á fjárlögum ársins eru 400 milljónir króna veittar til grunn- sýningar Náttúrugripasafns Ís- lands. Í niðurstöðum vinnuhópsins er vakin athygli á því að í fjárlögum er ekki að finna nauðsynlega laga- heimild til að gera leigusamning til langs tíma og ekki heldur nægar fjárheimildir til reksturs Náttúru- minjasafns Íslands vegna umræddr- ar sýningar. Stefnt er að því að leggja leigu- samninginn fram til samþykktar á næsta fundi borgarráðs og jafnframt að kynna kaupsamning um Perluna. Sett verður milligólf í aðalsal og sýningartank  Ríkið greiðir 80 milljónir í leigu fyrir Perluna Morgunblaðið/Árni Sæberg Öskjuhlíð Sýning Náttúruminja- safns Íslands verður í Perlunni. „Niðurstaðan kemur okkur ekki á óvart,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu (SVÞ). Í bráða- birgðaniðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) kemur fram að bann við innflutningi á hráu kjöti hér á landi brjóti í bága við ákvæði EES- samningsins. Við vinnslu á nýju matvæla- frumvarpi árið 2009 sem m.a. var ætl- að að innleiða reglugerðir ESB var heimild sem upphaflega var í frum- varpinu um innflutning á hráu kjöti felld út. Í árslok 2011 sendi SVÞ kvörtun til ESA vegna þessa. Hingað til hefur ESA ekki tekið rök íslenskra stjórnvalda fyrir banninu til greina. Íslensk stjórnvöld hafa frest þangað til í lok maí til að bregðast við bráða- birgðaniðurstöðunni. Andrés segir að SVÞ muni fylgjast með því hvernig íslensk stjórnvöld ætli að haga rök- stuðningi nú í framhaldinu. Hann er þeirrar skoðunar að það muni reyn- ast stjórnvöldum erfitt að snúa ESA í málinu, sérstaklega ef litið sé til fyrri greinargerða stjórnvalda í málinu. heimirs@mbl.is Máttu ekki banna inn- flutning  Kemur SVÞ ekki á óvart Í umsögn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) við frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett fram rök er réttlæta mismun- andi afstöðu fyrirhugaðra laga- ákvæða til fínkorna reyklauss tób- aks annars vegar og grófkorna reyklauss tóbaks hinsvegar. Jafnframt segir í álitinu að stjórnvöld útskýri ekki af hverju þau telji finkorna tóbak skaðlegra heldur en grófkorna. Í frumvarpinu sem nú liggur inni í velferðarnefnd eftir fyrstu um- ræðu er lagt til að kveðið sé á um leyfilega kornastærð reyklauss tób- aks í reglugerð. Þegar er í gildi bann við innflutningi fínkorna tó- baks og í umsögn ESA segir að nú- verandi munur á afstöðu laganna til fínkorna og grófkorna tóbaks veki efasemdir um að lögin séu í sam- ræmi við meginreglur fjórfrelsis- ins. Í frumvarpinu er einnig lagt til að núverandi undanþága til inn- flutnings, framleiðslu og sölu á skrotóbaki verði afnumin og þar með bönnuð líkt og tilfellið er með munntóbak. Þess ber að geta að ÁTVR hefur ekki haft skrotóbak til sölu undanfarin ár. Í umsögn ESA segir að miðað við upplýsingar frá íslenskum stjórn- völdum sé óljóst af hverju talið er nauðsynlegt að banna skrotóbak af heilbrigðisástæðum á meðan áfram er stefnt að því að leyfa grófkorna neftóbak, þ.e.a.s. íslensk stjórnvöld útskýra ekki af hverju þau telja skrotóbak hættulegra en grófkorna neftóbak. heimirs@mbl.is Gagnrýna misjafna afstöðu til tóbaks  Hugsanlega brot á fjórfrelsinu Morgunblaðið/RAX Íslenskt Ekki er stefnt að því að banna íslenska neftóbakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.