Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Eldar kviknuðu við litla grein mína sem birt var í Morgunblaðinu 5. mars undir fyrirsögninni „Lýð- skrum“. Hefur Morgunblaðið birt nokkur andsvör frá ágætu fólki sem vill greinilega að ríkisvaldi verði beitt til að færa fé til þeirra sem skulda verðtryggð lán og jafn- vel að verðtrygging verði bönnuð við lánveitingar í framtíðinni! Þá hefur allmikið verið skrifað og skrafað um þetta í netheimum. Sumir þeirra sem hafa tjáð sig telja mig handbendi annarra manna. Hvenær hef ég gefið þeim ástæðu til að halda það? Hugsum okkur tvo menn, Steina og Olla. Þeir eru jafnaldrar og afla sér jafn mikilla tekna. Á árunum fyrir hrun stofnuðu þeir báðir fjöl- skyldur og þurftu að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Steini var bjart- sýnismaður. Hann trúði á Stóru- bólu. Hann tók sér því lán og festi kaup á myndarlegu raðhúsi. Hann trúði á að allt yrði áfram í upp- gangi á Íslandi. Verðið á húsinu myndi hækka meira en lánið og allt myndi þetta bjargast. Olli var ekki sérstakur svart- sýnismaður, en hann var varfær- inn og vildi ekki reisa sér hurðarás um öxl. Hann byrjaði því á að leigja sér íbúð í fjölbýlishúsi sem hentaði fjölskyldunni. Svo lagði hann fyrir af kaupinu sínu til að undirbúa síðar kaup á fasteign. Svo varð hvellur. Forsendur Steina brustu og hann átti ekki lengur möguleika á að endurgreiða lánið. Svo honum verður að bjarga. Hann verður auðvitað að halda húsinu. Svo við lækkum lánið. Með því erum við auðvitað að veita hon- um fjárstyrk. Fjárins öflum við með því að taka það af öðrum. Olli fær engan styrk, því ráðdeild hans olli því að hann þarf ekki á honum að halda. Hann er hins vegar látinn taka þátt í að bera kostnaðinn við styrkinn til Steina. Halda menn að samfélag sem beitir svona „réttlæti“ fái yfirleitt staðist? Ég læt eftir mér að efast um það. Svo nokkur orð í viðbót: Telji menn að skuldbindingar þeirra séu ógildar vegna þess að viðsemjandi þeirra hafi haft rangt við geta þeir látið reyna á slík sjónarmið fyrir dómi. Í gildi eru lagareglur sem gera ráð fyrir að skuldbindingar verði ógiltar þegar lögmæltum skilyrðum er fullnægt, þar á meðal skilyrðum sem sérstaklega snúa að neytendum. Sannleikurinn er sá að verð- bólguhvellur er ekki nýtt fyrirbæri á Íslandi. Við gamlingjarnir mun- um vel þá tíð er gengi íslensku krónunnar var fellt fyrirvaralaust um tugi prósenta. Við vandamál sem af þessu rísa fáumst við með almennum lagareglum sem gilda jafnt fyrir alla. Við eigum þess ekki kost að setja afturvirkar laga- reglur um skiptingu réttlætis, því þar verður réttlæti eins að rang- læti annars. Enn síður er ástæða til að banna einhverja ákveðna teg- und samninga í framtíðinni. Aðal- atriðið er að fólkið í landinu njóti frelsis til að ráðstafa málum sínum á þann veg sem það kýs og taki sjálft ábyrgð á skuldbindingum sínum. Það er eina haldbæra leiðin ef við viljum reyna að lifa sem frjálsborið fólk. Réttlæti eins – ranglæti annars Höfundur er lögfræðingur. Jón Steinar Gunnlaugsson Árið 2005 tókum við hjónin lán upp á 9,5 milljónir og keyptum okkur hús. Af þessu láni borg- uðum við þá 50.300 kr. á mánuði og hugð- umst gera næstu 20 árin. Í dag stendur þetta lán í 12,5 millj- ónum og mánaðarleg greiðsla er 106 þús- und krónur. Lánið sjálft hefur hækkað um 3 milljónir og er það um 32% hækkun á þess- um 7 árum. Þó er rétt að geta þess að við erum í skilum með greiðslur, samtals um 8 milljónir af þessum upphaflegu 9,5 millj- ónum, á sama tíma. Þannig að eft- ir að hafa greitt af húsinu í 7 ár eigum við minna en ekki neitt í því, eða 3 milljónum minna en þegar við „keyptum“ það. Einhverjum gæti dottið í hug að halda að matsverð húseignarinnar sem lánið hvílir á hafi hækkað sem einhverju nemur á tímabilinu. Það breytir bara engu því allt annað húsnæði hefur væntanlega hækkað svipað. Seldum við húsið þyrftum við að kaupa hlutfallslega jafnmiklu dýrara hús þannig að gróðinn er enginn. Björt framtíð Íbúðalánasjóður sem lánaði okk- ur fyrir húsinu er á hausnum. Það er með ólíkindum, því í raun á hann húsið okkar (og ótal önnur) með húð og hári, auk þeirra 8 milljóna sem hann hefur fengið í afborganir af því síðan 2005. Út frá okkar dæmi gæti maður í óvitaskap haldið að varla sé mögu- legt að vera öllu tryggðari fyrir tapi en Íbúðalánasjóður (og bank- ar) virðist vera. Ekki þarf að segja neinum frá öllum skatta- og verðlagshækk- unum sem orðið hafa á þessu sama tímabili. Það er von að stjórnvöld tali um að ekki þjóni tilgangi að finna sökudólga heldur horfa til framtíðar. En gallinn er sá að það er bara engin framtíð til að horfa til ef bjóða á upp á það sama næstu árin. Það var stjórnmála- manna og eftirlits- stofnana að gæta þess að Ísland færi ekki á hausinn, en það gerði það samt. Tölur sýna að innistæður lands- manna minnka stöð- ugt og yfirdrátt- arskuldir hafa aldrei verið hærri. Ekki einu sinni árið 2007, í miðju „góðærinu“. Það er vandséð að ekki stefni í al- gert óefni þegar fólk hefur tínt til hverja krónu, lífeyri og varasjóði og samt ná vart endar saman, a.m.k. hækka skuldir og afborg- anir stjórnlaust. Ljósir punktar Þeir sem sópa til sín tugmilljóna gróða við að skipta hræjum hinna föllnu banka græða að minnsta kosti, það er skárra en ekkert. Þeir sem hafa hæstar tekjur á Ís- landi borga hlutfallslega lægsta skatta sé litið til Norðurlandanna, það er líka jákvætt fyrir þá. Og einhver bankinn gerði heyr- umkunnugt að gróðinn eftir skatta á síðasta ári hefði verið yfir 23.000.000.000. kr, það var líka gott fyrir bankann. Þeir sem tóku nógu há og áhættumestu lán sem í boði voru þeir hafa fengið sín lán „leiðrétt“, það er líka gott fyrir þá. Þeir sem settu SpKef og Sjóvá á hausinn voru keyptir upp af fjármálaráðherra og almenningi sendur reikningur upp á þúsundir milljóna, það var líka fínt fyrir þá. Þjóðarviljinn Hundruðum milljóna hefur verið eytt í pappírsvinnu, ferðakostnað og risnu þeirra sem „semja“ um væntanlega aðild að ESB. En sér- legir aðdáendur beins lýðræðis eins og núverandi stjórnvöld kalla sig á tyllidögum töldu ESB- umsóknina ekki „þannig“ mál að tæki því að kanna vilja almenn- ings. (Enda ekki víst að nið- urstaðan hefði hentað.) Sama gilti reyndar um löglausar kröfur breskra og hollenskra stjórnvalda sem vildu láta almenn- ing á Íslandi borga gjaldþrot einkabanka í Bretlandi og Hol- landi. Þá var engin þörf á að kanna þjóðarviljann og fólk hvatt til að kjósa ekki, enda málið ekki til þess fallið. (Þetta sjónarmið mátti heyra frá þýskum stjórn- málaforingja í vikunni, að Ítalir hefðu orðið sér til skammar þegar þeir kusu ekki þá flokka á þing sem voru Merkel og ESB þókn- anlegir.) Hundruð milljóna voru sóttar í vasa skattgreiðenda til að semja nýja stjórnarskrá sem þannig var úr garði gerð að engar líkur eru á að hún verði samþykkt, hvað þá að samþykkt hennar hefði breytt nokkru sem máli skiptir fyrir skuldug heimili. Gróði og tap Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti, sagði Laxness ein- hvern tíma. En þetta er réttlætið sem velferðar- og jafnaðar- mennska síðustu 4 ára hefur skil- að og svona er staðan í dag. Ekki að ástandið hafi verið beysið fyrir 4 árum, það er bara verra í dag eins tölurnar hér í upphafi sýna. Það skiptast á skin og skúrir í efnahagsmálum og enginn fer fram á endalaust logn. En það þarf ekki mikinn reiknimeistara til að sjá að endalaus skuldaaukning og eignatap meðaljónsins getur ekki gengið öllu lengur. Það getur varla talist ósann- gjörn krafa að stjórnvöld beiti þeim ráðum sem til þarf og skyldi lánastofnanir til að taka þátt í þeim kostnaðarauka sem hingað til hefur eingöngu verið lagður á almenning. Hugleiðing um gróða og tap Eftir Kára Gunnarsson » Þeir sem tóku nógu há og áhættumestu lán sem í boði voru þeir hafa fengið sín lán „leiðrétt“, það er líka gott fyrir þá. Kári Gunnarsson Höfundur er kennari. Áður hef ég skrifað gegn Kína. Össur, hvar er lýðræðið og gegnsæið sem þið jafnaðarmenn hælið ykkur af? Á þjóðin ekki að fá vitneskju um inni- hald fríverslunarsamnings við Kína? Ert þú bara einráður um hann? Þjóð, sem nær ekki 400.000 íbúa fjölda og stór hluti aldraðir og börn, ætlar fyrst þjóða að semja við stærsta her- veldi heims, sem er með heimsyfirráð á stefnuskrá sinni. Þeir eru búnir að menga undan sér sitt eigið land og nú skal farið um heiminn og haldið þar áfram. Þeir stjórna með grimmd, fólki, dýrum og móður jörð. Hvernig fór fyrir Tíbet, og heldur þú að eitt- hvað hafi breyst? Af hverju smíða þeir drápsvélar sem aldrei fyrr, og já, þeir koma þeg- ar þeir verða tilbúnir. Evrópubúar eru farnir að hafa áhyggjur. Það er grátlegt að hlusta á fáviskuna í svör- um ykkar um að þið hafið tekið fyrir og rætt mannréttindi við þá, – eins og þeir fari eitthvað eftir því. Þeir virða enga, sýna kurteisi en fara sínu fram. En allt skal gert fyrir græðgiselítuna. Steingrímur J. Sigfússon, sem ert fylgjandi raski á norðurslóð. Nú má sundrast og splundrast á Grænlandi upp við jökulinn og ísröndina, á upp- eldissvæði ufsa og þorsks. Stórar vinnuvélar með eitraðan útblástur at- hafna sig þar að vild. Ó já, við ætlum sko að græða ásamt Kína og Ástralíu. Er búið að rannsaka jarðveg norð- urpólsins og áhrif á fiskistofna, geta sprengingar og gröftur komið af stað jarðskjálftum? Veist þú yfir höfuð hverju þú ert að koma af stað með leyfum til Norðurslóðaráðs? Hvers- konar fólk var valið til starfa þar? Spara þarf þjóðinni fé og senda ekki fulltrúa á loftslagsráðstefnur, þar eins og í öðru er blaðrað ábyrgð- arlaust. Flýtið ykkur bara að eyði- leggja Móður jörð í nafni gervi- hagvaxtar fyrir stórfyrirtækin, peningafólkið og græðgina, ekki mun grænlenska þjóðin njóta góðs af, bara flott skúffufyrirtæki. Það er ekki skrítið að þú látir af starfi flokks- formanns og flýtir þér í norðaust- urhluta landsins. Til Alþingis. Hér er allt í upplausn, en þið eyðið tíma í dægurmál, RÚV og stjórnlagaráð, sem þjóðin bað ekki um, jú menntafólkið bað um þessi ósköp eins og svo margt annað. Takið ykkur á. Hættið ásamt verslunareig- endum að arðræna þjóðina, það er komið nóg. Þjóðin á ekki skilið svona vanhæft stjórnmálafólk. Ég mótmæli. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Hirðin og kóngarnir tveir Frá Stefaníu Jónasdóttur Bréf til blaðsins Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband Þórkatla Halldórsdóttir tannlæknir - Frábær líkamsrækt! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.