Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Fjórar þingkonur tala á baráttu- samkomu íslenskra kvenna í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í kvöld kl. 19.30. Þingkonurnar eru Álfheiður Ingadóttir, Katrín Júl- íusdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Aðalerindi kvöldsins flytur dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófess- or í kynjafræði við Háskóla Ís- lands: „Hrun og heimsmet í kynjajafnrétti? Femínisminn – fimm árum síðar.“ Íslenski kvennakórinn í Kaup- mannahöfn stendur fyrir söng og sér um veitingasölu. Fjórar þingkonur tala í Jónshúsi 16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði dagana 2.-4. ágúst í sumar. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið á Höfn en síðast var það haldið þar árið 2007. Veruleg upp- bygging íþróttamannvirkja var fyr- ir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram síðan. Ný sundlaug og stórt knattspyrnuhús hafa verið tekin í notkun. Tjaldsvæðið sem verður vel útbúið verður í göngufæri við aðal- keppnissvæðið. Keppnisgjald er 6.000 krónur á keppanda. Eftirtaldar keppnisgreinar verða á Höfn: Fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfuknatt- leikur, motocross, skák, starfs- íþróttir, sund og karate. Samning um mótshaldið undirrit- uðu Hjalti Þór Vignisson, bæjar- stjóri á Höfn, Matthildur Ásmund- ardóttir, formaður Ungmenna- sambandsins Úlfljóts, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Höfn STUTT Vörumessa Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla verður í Smára- lind um helgina. Þar verða 30 fyrirtæki fram- haldsskólanema með bása og kynna verkefni sín og selja vörur og þjónustu. Fyrirtækin keppa um titilinn „Besta fyrirtækið“ og sig- urvegarinn hlýtur þátttökurétt í Evrópukeppninni Junior Achieve- ment í London næsta sumar. Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra flytur ávarp og opn- ar vörumessuna formlega kl. 16.00 í dag. Henni lýkur á morgun kl. 18. Vörumessa ungra frumkvöðla opnuð SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Vart þarf að fjölyrða um áhrif hríðar- bylsins sem gekk yfir landið sl. mið- vikudag með tilheyrandi raski á dag- legu lífi fólks. Hríðarbylurinn var óvenjulegur. Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar pistil á bloggsíðu sína eftir að hríðarbylurinn hafði gengið yfir. Þar segir hann að það sé t.d. ekki algengt að hríðarveður standi yfir svo lengi í Reykjavík, eða í meira en þrjá athug- unartíma samfleytt, frá níu til tólf klukkustundir. „Þótt austanbyljir séu ekki svo fá- tíðir í Reykjavík standa þeir yfirleitt ekki nema í þrjá til fimm tíma. All- mikið frost hélst allan tímann sem byl- urinn stóð,“ segir Trausti. Hann notast við sömu skilgreiningu á hríðarveðri og er á vef Veðurstof- unnar á hríðarathugunum í Reykjavík frá 1949. Af þeim 425 athugunum kemur í ljós að 177 (42%) falla á áttir milli norðurs og austsuðausturs eins og umræddur hríðarbylur. Samt sem áður voru býsna fjölbreyttar veðurað- stæður þá uppi, að sjálfsögðu engar nákvæmlega þær sömu og voru á mið- vikudaginn. Þá klykkir Trausti út í lokin á færslu sinni og segir: „Vonandi fer veðrinu að slota en þó segja spár að vindur eigi að þrjóskast við og eru ekkert allt of bjartsýnar með hitann heldur. Úrkoman í þessu óvenjulega veðurkerfi er varla heldur alveg búin.“ Veðurstofan á Facebook Óveðrinu var spáð. Á Facebook- síðu Veðurstofunnar 5. mars stóð: „En það verður ekki fallegt veðrið sunnan- lands í fyrramálið. Veðurstofa varar við norðaustan hvassviðri eða stormi og snjóbyl með skafrenningi og slæmu skyggni sunnanlands seint í nótt og fram eftir morgundeginum. Má því búast við að færð spillist víða. Versta veðrinu er spáð suðvestanlands.“ Að sögn Þorsteins Jónssonar, veð- urfræðings á Veðurstofunni, eru kuldaköst í marsmánuði algeng. „Fólk gleymir því gjarnan, þegar kemur góður kafli í febrúar, að mars er vetrarmánuður,“ segir hann. Hvasst áfram næstu daga Í gær hlýnaði nokkuð og rigning komin í stað snjókomu. Samgöngur voru því greiðfærar um borgina. Hins vegar vöknuðu íbúar á höfuðborg- arsvæðinu í gærmorgun við að ösku- fjúk hafði gert snjóinn skítugan, sem og ökutæki og hús. Samkvæmt Veðurstofu er spáð austanátt í dag, 15-23 m/s, hvassast við suðurströndina. Dálítil snjókoma og slydda með köflum og rigning syðst, en skafrenningur norðaustan- lands. Hiti 0 til 5 stig á Suður- og Vest- urlandi en frost annars 1 til 6 stig. Á morgun verður austan 8-13 m/s, en 15- 18 syðst. Él suðaustanlands, en ann- ars víða bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig við suður- og vesturströndina, en annars vægt frost. Á sunnudaginn og mánudaginn verður fínasta veður, hægur vindur og bjart, frost á bilinu 0-10 gráður. Greint hefur verið frá því að febr- úarmánuður síðastliðinn var með þeim hlýjustu slíkum frá upphafi mælinga á 19. öld. Úrkomusamt var um landið sunnanvert og var mánuðurinn sums staðar sá úrkomusamasti til þessa, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þar af leiðandi tók gróður víða við sér og voru tún á Suðurlandi mörg hver orðin iðjagræn og því lék forvitni á að vita hvort kuldakastið hefði haft áhrif á túnin. „Á Suðurlandi verður lítið um kal í túnum en auðvitað grisjast alltaf eitt- hvað við svona [kulda]. Eftir því sem hlýindakaflarnir verða fleiri á milli frostkafla því meira grisjast, hversu mikið fer alltaf eftir vorinu,“ segir Kristján Bj. Jónsson, jarðræktar- ráðunautur á Suðurlandi. Grösin fara af stað í sprettu þegar hitastigið er í kringum 3,5 gráður. Óvenjuleg veðurkerfi ríkjandi  Ekki algengt að hríðarveður standi yfir svo lengi í Reykjavík  Veðurspáin stóðst  Mars er vetrarmánuður og kuldaköst eru algeng  Ekki miklar líkur á kali í túnum en grös munu þó grisjast Morgunblaðið/RAX Óveður Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengu að finna fyrir vetrinum á miðvikudaginn svo um munaði. Óveðrið 6. mars -6° 15 -6° 21 -9° 26 -5° 15 -5° 5 -6° 15 -5° 11 -7° 19 -3° 10 -9° 11 -11° 17 -10° 19 -4° 12 -8° 15 2° 9 -2° 7 -2° 11 -0° 12-0° 39 -3° 13 -2° 22 Allur trjágróður var við það að springa út í hlýindunum. Brum- ið var langt komið. „Það er spurning hvaða áhrif þetta hef- ur en ég reikna með að þetta lifi mestallt þó að þetta hafi gerst. En birkið lætur ekki plata sig; það stjórnast af því hve lengi er bjart en ekki hita. En á inn- fluttum trjáplöntum, runnum og trjám, voru blöðin við það að springa út,“ segir Kristján Bj. Jónsson, jarðræktarráðunautur á Suðurlandi. Hann man vel eft- ir Hákonarhretinu svokallaða árið 1963. Hann segist vona að viðlíka hret komi ekki aftur því trjágróður drapst víða á Suður- landi. Hákonarhretið er nefnt eftir Hákoni Bjarnasyni, þáver- andi skógræktarstjóra. Birkið lætur ekki blekkjast ÁHRIF HLÝINDANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.