Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Efasemdamenn telja að virðistgóður maður gallalaus, geti
ekki allt verið sem sýnist. Sé
hann hófsmaður á vín, reyki ekki
og með fjármál sín til fyrir-
myndar, skipti aldrei skapi og sé
snotrasta snyrti-
menni skuli menn
hafa vara á sér.
Leyndur galli hljóti
að vera til staðar.
Og ef allt annaðsé með mikl-
um og augljósum ágætum sé gall-
inn örugglega stór í sniðum.
Mannlegir plúsar eigi jafnan mín-
usa sem spegli þá. Þetta er lög-
málið um summu lastanna, sem
sögð er vera núll.
En þá að öðru. Nú er Summasendiherra ESB á Íslandi
loks að taka hatt sinn og staf.
Það er raunar einn fáránleik-inn til að þetta samstarf
„sjálfstæðra þjóða“ skuli hafa for-
seta, utanríkisráðherra, þjóðfána
sem treður sér inn í þinghús þjóð-
anna, þjóðsöng og sendiráð við
hlið sendiráða aðildarþjóðanna.
Hvaða nauðsyn rak til þessa alls,
ef ekki stóð til að leiða ríkin sí-
fellt lengra í átt til ríkisheildar á
kostnað sjálfstæðis þeirra sjálfra?
Svo sem kunnugt er þykirSumma sendiherra hafa þver-
brotið reglur um að erlendar
sendiskrifstofur skuli alls ekki
blanda sér í deilumál gistiríkis,
né vera með áróðursstarfsemi.
Það hefur hann gert með óboð-
legum hætti og með því sýnt
gistiríkinu fyrirlitningu.
Sendimaðurinn telur til sighafa þá afsökun að íslensk yf-
irvöld hafa ekki gætt íslenskra
þjóðarhagsmuna og fundið að.
Það er rétt, en sú afsökun dugir
ekki.
Timo Summa
Summa lastanna
STAKSTEINAR
Byggðastofnun tapaði um 153 millj-
ónum kr. á síðasta ári. Er það heldur
minna tap en árið á undan þegar
stofnunin tapaði 236 milljónum. Tap-
ið er hins vegar aðeins brot af því
sem var 2010 þegar hallinn varð
2.628 milljónir kr.
Stjórn Byggðastofnunar staðfesti
ársreikning fyrir árið 2012 í byrjun
mánaðarins.
Eigið fé stofnunarinnar í lok síð-
asta árs var rúmlega 2,1 milljarður
króna. Samkvæmt því er eiginfjár-
hlutfall 12,5% sem er talsvert yfir því
8% lágmarki sem gert er ráð fyrir í
lögum um fjármálafyrirtæki. Alþingi
samþykkti að leggja Byggðastofnun
til 2 milljarða króna á síðasta ári, til
viðbótar milljarði sem greiddur var á
árinu 2011. Þar af voru 1.750 millj-
ónir greiddar á árinu og eftirstöðv-
arnar í byrjun janúar 2013.
Tekið er fram í skýringum við árs-
reikning að fyrir Hæstarétti og Hér-
aðsdómi Norðurlands eru rekin tvö
mál þar sem tekist er á um lögmæti
erlendra lána sem Byggðastofnun
hefur veitt. Niðurstaða þessara mála
getur haft mikil áhrif á fjárhags-
stöðu stofnunarinnar. Ítrekað er það
álit að skuldabréfin séu í raun lán í
erlendri mynt en ekki ólögmæt
gengislán. Því séu ekki færð nein
sérstök varúðarframlög á afskrift-
areikning vegna umræddra lána.
helgi@mbl.is
Tapaði
153 millj-
ónum
Morgunblaðið/RAX
Forstjóri Aðalsteinn Þorsteinsson
stýrir rekstri Byggðastofnunar.
Byggðastofnun
fékk 2 milljarða
Veður víða um heim 7.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 rigning
Bolungarvík 0 alskýjað
Akureyri -1 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 2 alskýjað
Vestmannaeyjar 3 rigning
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 3 alskýjað
Ósló 0 heiðskírt
Kaupmannahöfn 2 heiðskírt
Stokkhólmur 1 heiðskírt
Helsinki -2 heiðskírt
Lúxemborg 12 skúrir
Brussel 12 skýjað
Dublin 7 skúrir
Glasgow 7 þoka
London 7 skúrir
París 12 skýjað
Amsterdam 11 heiðskírt
Hamborg 6 heiðskírt
Berlín 8 heiðskírt
Vín 17 skýjað
Moskva -2 heiðskírt
Algarve 17 skýjað
Madríd 15 skúrir
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 12 alskýjað
Winnipeg -7 alskýjað
Montreal -1 snjókoma
New York 2 alskýjað
Chicago 0 skýjað
Orlando 11 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:10 19:08
ÍSAFJÖRÐUR 8:18 19:10
SIGLUFJÖRÐUR 8:01 18:53
DJÚPIVOGUR 7:40 18:37
Samsung · NX 1000
20.3 milljón pixlar · 20-50 mm linsa fylgir · APS-CMOS Sensor · 8 rammar
á sek. · Direct Wi-Fi · I-Function linsa · Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30
sek. · ISO 100-12800 · Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge
skráarsnið · Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði
Hristivörn (DIS og OIS innbyggt)
Verð: 119.900 kr
Lágmúla 8 · Reykjavík · Sími 530 2800Síðumúla 9 · Reykjavík · Sími 530 2900
samsungsetrid.is
ORMSSON
KEFLAVÍK
SÍMI 421 1535
ORMSSON
AKRANESI
SÍMI 530 2870
ORMSSON
ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI
SÍMI 456 4751
ORMSSON
AKUREYRI
SÍMI 461 5000
ORMSSON
HÚSAVÍK
SÍMI 464 1515
ORMSSON
VÍK-EGILSSTÖÐUM
SÍMI 471 2038
ORMSSON
PAN-NESKAUPSTAÐ
SÍMI 477 1900
ORMSSON
ÁRVIRKINN-SELFOSSI
SÍMI 480 1160
Frábærar myndavélar frá
14 milljón pixlar · WiFi (þráðlaus) stafræn myndavél,
auðvelt að senda myndir beint á Social Network síður
eins og Facebook og YouTube.
Hægt að vera með sjálfvirkt niðurhal af vélinni á tölvu.
DLNA Allshare. HD myndskeið 720p
EISA VERÐLAUN 2011-2012
NÚ Á TILBOÐI: 24.900 KR. TILBOÐSVERÐ: 17.900 KR.
Samsung · SH 100
14.2 milljón pixlar · 5X aðdráttur · CCD Myndflaga
Skjár: TFT LCD 2.7” · Hristivörn: DIS · ISO: Auto,
80-3200 · Vídeó: Upptaka 1280x720 (30 fps)
Verð: 22.900 kr
Samsung · PL 21