Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Embætti lögreglustjórans á Suð-
urnesjum mælir gegn því að heimild
til að ákæra hælisleitendur fyrir að
framvísa fölsuðum skilríkjum verði
felld úr útlendingalögum, líkt og
gert er ráð fyrir í frumvarpi til nýrra
útlendingalaga sem nú liggur fyrir
Alþingi.
Bent er á að við mat á því hvort
ákært skuli fyrir það hafi ávallt verið
haft til hliðsjónar hvort viðkomandi
uppfylli skilgreiningu á flóttamanni
sem fram kemur í flóttamannasamn-
ingi Sameinuðu þjóðanna. Í tveimur
nýlegum hæstaréttardómum reyndi
einmitt á þetta ákvæði en þá komst
dómurinn að þeirri niðurstöðu að
hælisleitendurnir, ungir menn,
hefðu ekki leitt að því viðhlítandi rök
eða lagt fram gögn um að lífi þeirra
eða frelsi væri ógnað þannig að þeir
teldust flóttamenn. Báðir sögðust
þeir vera frá Alsír. Annar kvaðst
vera tæplega 18 ára gamall en hinn
16 ára en niðurstöður rannsókna
voru þær að þeir væru að öllum lík-
indum eldri. Annar mannanna var
síðar handtekinn um borð í flugvél
Icelandair en hinn komst sem
laumufarþegi með skipi til Eng-
lands.
Mat þarf að fara fram
Í umsögn sinni um frumvarpið
segir embættið að það sé óhjá-
kvæmilegt að það fari fram mat á því
hvort hælisleitendur uppfylli skil-
yrði sem kveðið sé á um í flótta-
mannasamningnum. „Þá skal því
jafnframt haldið til haga að margir
af þeim sem sækja um alþjóðlega
vernd hér á landi hafa það ekki að
markmiði að sækja um slíka vernd
fyrr en við afskipti yfirvalda og í
nokkur skipti hafa þeir dvalið í
nokkra daga í landinu en verið
stöðvaðir á leið úr landi og óska þá
eftir alþjóðlegri vernd.
Refsingin fyrir að framvísa föls-
uðum eða stolnum skilríkjum á
landamærum er yfirleitt mán-
aðarlangt fangelsi og þurfa þeir að
sitja af sér helminginn.
Í frumvarpi innanríkisráðherra til
útlendingalaga er gert ráð fyrir að
komið verði á fót flóttamanna-
miðstöð.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
gerir athugasemd við að ekki virðist
vera gert ráð fyrir að í móttöku-
miðstöðinni verði gert ráð fyrir að
gerð verði greining á, líkt og gert sé
í sambærilegum stöðvum á Norð-
urlöndum. Þá sé kostnaður vanáætl-
aður.
Geti áfram ákært vegna falspappíra
Sumir eru á leið úr landi þegar þeir sækja um hæli
Dæmdir því þeir uppfylltu ekki skilyrði í samningi SÞ
„Við erum í fjárhagslegri endur-
skipulagningu og höfum sagt upp
einu stöðugildi,“ segir Emil Thor-
oddsen, framkvæmdastjóri Gigt-
arfélags Íslands. Hann segir að
rekstrarörðugleika félagsins megi
rekja til samdráttar í fjárframlög-
um frá hinu opinbera og til þess að
minna fáist úr söfnunum á vegum
þess. Velta félagsins er að sögn Em-
ils á annað hundrað milljónir
króna. Hjá félaginu eru tíu stöðu-
gildi og mun þeim fækka um eitt.
„Reksturinn hefur verið að þyngj-
ast. Við gripum til ákveðinna að-
haldsaðgerða strax eftir hrun og
höfum ekki fjárfest í viðhaldi á hús-
næði og öðru slíku til að verja
stöðugildin og þjónustuna,“ segir
Emil. Starfsemi Gigtarfélagsins er
tvískipt. Annars vegar snýr hún að
ráðgjöf og fræðslu og hins vegar að
endurhæfingu í formi sjúkra- og
iðjuþjálfunar. „Samdrátturinn hef-
ur orðið mestur í sjúkra- og iðju-
þjálfuninni. Það þarf alltaf að end-
urnýja tæki en sem betur fer er
ekki þörf á neinu stórátaki í þeim
efnum,“ segir Emil.
Gigtlækningastöð hefur verið
þáttur í starfseminni frá því 1984. Á
henni eru göngudeildir sjúkra- og
iðjuþjálfunar og aðstaða fyrir gigt-
arsérfræðinga. Í félaginu eru 5.200
félagar. Meðferðir í iðju- og sjúkra-
þjálfun eru u.þ.b. 19.000 á ári. Auk
fræðslustarfs býður félagið upp á
símaráðgjöf á gigtarlínu félagsins
tvisvar í viku í tvo tíma í senn.
vidar@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá Gigtargöngu Vakin var athygli
á gigt í samfélaginu árið 2009.
Samdráttur
hjá Gigtar-
félaginu
Minna safnast og
framlög eru lægri
Afar hvasst hefur verið í Vestmannaeyjum und-
anfarna daga eins og sjá má. Hefur það m.a.
valdið því að Herjólfur hefur ekki getað siglt frá
þriðjudegi og flug legið niðri. Þá féll allt skóla-
hald niður í gær og fyrradag, óljóst er með dag-
inn í dag. Farið er að bera á vöruskorti í versl-
unum í Eyjum. Mjólk og aðrar mjólkurvörur eru
svo til á þrotum og sífellt gengur á aðrar dag-
legar vörur, svo sem ávexti og kjötvörur. Spár
og mælingar benda þó til að stormur víki fyrir
úrkomu næstu daga og fært verði fyrir Herjólf í
dag, að minnsta kosti seinni ferð. Þá má þess og
vænta að blaðberar í Eyjum eigi auðveldara með
að sinna störfum sínum en verið hefur síðustu
dagana. katrinmi@hi.is
Morgunblaðið/Júlíus Ingason
Stormur sólarhringum saman í Vestmannaeyjum
Herjólfur hefur ekki getað siglt og farið að bera á vöruskorti í verslunum
Kosið verður um vantrauststil-
lögu Þórs Saari, þingmanns
Hreyfingarinnar, á mánudag.
Þór lagði tillöguna fram á mið-
vikudag og fór fram á að hún
yrði tekin á dagskrá þingsins í
gær, fimmtudag. Gert er ráð
fyrir því að tillagan verði tekin
á dagskrá í upphafi fundar á
mánudag, kl. 10.30.
Í bréfi Ástu Ragnheiðar Jó-
hannesdóttur þingforseta til þingmanna segir að
eftir samtöl hennar við forystumenn flokkanna
hafi komið í ljós að ekki væri vilji til að veita af-
brigði frá þingsköpum og taka tillöguna á dagskrá
strax. Í bréfinu segir að rökin fyrir því að taka til-
löguna ekki fyrir fyrr en á mánudag séu þau að
margir þingmenn séu bundnir af ýmsum ástæðum
næstu daga, með áðurnefndu fyrirkomulagi geti
þeir gert ráðstafanir til að vera viðstaddir at-
kvæðagreiðsluna á mánudag.
Í samtali við mbl.is í gær sagði Þór Saari að
með ákvörðun sinni væri þingforseti og þing-
meirihlutinn að misbeita valdi sínu. Vaninn væri
að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og
mögulegt væri. „Þau eru bara að kaupa sér tíma
og það er eitthvað af fólkinu þeirra á ferðalögum,
þá misbeita þau valdi sínu svona til þess að geta
tryggt að það verði komið heim í tíma svo það
þurfi ekki að kalla inn varamenn,“ sagði Þór.
Vantrauststillaga á ríkisstjórn-
ina tekin fyrir á mánudaginn
Ekki vilji hjá flokkunum til að taka tillöguna fyrir strax, segir þingforseti
Vantrauststillaga
» Þór Saari lagði fram vantrauststillögu á
ríkisstjórnina 20. febrúar síðastliðinn en dró
hana til baka vegna formgalla.
» Fulltrúar stjórnarflokkanna kölluðu eftir
flýtimeðferð, Oddný Harðardóttir sagði hefð
vera fyrir því að taka slíka tillögu fyrir strax.
» Af bréfi þingforseta til þingmanna má ráða
að staðan sé önnur núna og stjórnarflokk-
arnir vilji bíða fram yfir helgi.
Þór Saari
Þrátt fyrir að hælisleitendum hafi
fjölgað í byrjun þessa árs sækja
hlutfallslega mun færri um hæli hér
á landi en á hinum Norðurlönd-
unum, eins og sést á meðfylgjandi
töflu. Langmesti straumurinn er til
Svíþjóðar en fjöldinn getur reyndar
sveiflast töluvert milli ára.
Umsóknir um hæli á Norðurlöndunum
Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Ísland
2010 4.965 32.149 10.064 4.018 51
2011 3.781 29.648 9.053 3.085 73
2012 (jan.-jún.) 2.648 16.334 4.263 1.274 21
Heimild: Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
Fjöldi hælisumsókna á Íslandi árið 2011 ef hlutfall miðað við
mannfjölda væri það sama og í:
Svíþjóð
Noregi
Danmörku
Finnlandi
Fjöldi hælisumsókna á
Íslandi árið 2011 í raun
1.003
586
217
182
73
Tiltölulega fáir sækja hér um hæli