Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 8. MARS 67. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Fólki blöskrar
2. Fæddist í sjúkrabíl í vonskuveðri
3. Kveikt í föstum bíl með flugeldum
4. Synti nakinn við Grímsey
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Bandarísk endurgerð kvikmyndar-
innar Á annan veg, Prince Avalanche,
verður sýnd á kvikmyndahátíðinni
Tribeca í New York sem hefst 17. apríl
og lýkur ellefu dögum síðar. Hátíðin
þykir með þeim merkari sem haldnar
eru á ári hverju í Bandaríkjunum.
Prince Avalanche
sýnd á Tribeca
Kjartan Ólafsson, formaður Tón-
skáldafélags Íslands og
prófessor við Listahá-
skóla Íslands, var
kjörinn í níu manna
yfirstjórn Evrópsku
tónskáldsamtak-
anna ECSA í gær.
Yfir 40 evrópsk
tónskáldafélög
eiga aðild að
ECSA.
Kjartan kosinn í
yfirstjórn ECSA
Yfir 450 hljóðfæraleikarar í nokkr-
um af lúðrasveitum höfuðborgar-
svæðisins halda tónleika fyrstu vik-
urnar í marsmánuði. Um síðustu
helgi hélt Lúðrasveit æskunnar tón-
leika og á morgun leikur Skólahljóm-
sveit Austurbæjar í Langholtskirkju
en hana skipa 120 nemendur. Á
sunnudaginn leikur Skólahljómsveit
Kópavogs í Háskólabíói og Lúðrasveit
verkalýðsins í Ráð-
húsinu sama dag.
13. mars mun
Lúðrasveitin Svan-
ur leika í Kaldalóni í
Hörpu og Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar
í Hafnarborg 15.
mars.
Lúðrasveitir önnum
kafnar í mars
Á laugardag Austan 8-13 m/s, en 15-18 syðst. Él SA-lands, annars
víða bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig við S- og V-ströndina.
Á sunnudag og mánudag Hæg breytileg átt og víða léttskýjað.
Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 15-23 m/s, hvassast við S-ströndina.
Slydda með köflum og rigning syðst, skafrenningur NA-lands.
VEÐUR
Það verður á brattann að
sækja fyrir 1. deildar lið Sel-
foss og Stjörnunnar þegar
þau mæta ÍR og Akureyri í
undanúrslitum Símabikars
karla í Laugardalshöllinni í
kvöld. Líklegast er að úr-
valsdeildarliðin hafi betur
en þau gætu þurft að hafa
mikið fyrir sigrum. Sel-
foss er í undanúrslitum í
fyrsta sinn í tuttugu ár og
er eins og Stjarnan með
ungt og efnilegt lið. »4
Koma Selfoss og
Stjarnan á óvart?
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu mætir aftur einu af bestu
liðum heims þegar það leikur
gegn Svíum í Algarve-bikarnum í
Portúgal í kvöld. Íslenska liðinu
hefur aðeins tekist að vinna það
sænska einu sinni í ellefu viður-
eignum þjóðanna til þessa en Sví-
ar eru bronsverðlaunahafar frá
síðasta heimsmeistaramóti. »3
Erfitt verkefni
gegn Svíum í kvöld
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Víkingaklúbburinn markaði þáttaskil
í skáksögunni þegar klúbburinn varð
Íslandsmeistari skákfélaga um liðna
helgi. Klúbburinn varð til í kringum
svonefnda víkingaskák en 2007 var
ákveðið að taka jafnframt þátt í Ís-
landsmóti skákfélaga og byrjaði fé-
lagið í 4. deild, varð þar sigurvegari
2010 og síðan hefur leiðin legið beint
upp á við.
Fyrir um áratug fór Hrókurinn
beinustu leið úr 4. deild upp í þá
fyrstu og varð Íslandsmeistari. Nú
endurtók Víkingaklúbburinn afrekið.
Þekktir skákmenn og sjóður
Í liði nýkrýndra Íslandsmeistara
eru þekktir erlendir skákmenn, sem
voru með á Reykjavíkurskákmótinu
á dögunum. Meistarinn Pavel Elj-
anov, Bartosz Socko, Grzegorz Gaj-
ewski og Marcin Dzibua auk ís-
lenskra manna á borð við Hannes
Hlífar Stefánsson, Stefán Krist-
jánsson, Björn Þorfinnsson, Magnús
Örn Úlfarsson og Davíð Kjartans-
son.
Gunnar Freyr Rúnarsson, formað-
ur Víkingaklúbbsins, segir að 2002
hafi hópur manna byrjað að tefla vík-
ingaskák heima hjá Magnúsi Ólafs-
syni, höfundi víkingaskákarinnar.
Víkingaskák hafi áður verið tefld í
öðrum hópum, meðal annars á Ísa-
firði. „Magnús Ólafsson féll frá 2007,
hann arfleiddi félagið að eigum sín-
um, meðal annars íbúð sem er leigð
út, og stofnaður var sjóður í kringum
víkingaskákina,“ segir Gunnar
Freyr. „Hefðbundna skákin var hlið-
arverkefni og við vorum að dúlla í
neðstu deild til að byrja með en jafnt
og þétt styrktist hópurinn og þegar
við fórum upp í 1. deild fyrir ári nut-
um við aðstoðar sjóðsins. Hins vegar
er hugmyndin að félagið standið und-
ir sér sjálft án aðkomu sjóðsins.“
Að sögn Gunnars Freys var og er
hugmyndin með þátttöku í hefð-
bundum skákmótum að kynna vík-
ingaskákina, bæði heima og erlendis.
„Tilgangurinn með keppni á Íslands-
mótinu er að gera okkur sýnilega í
heimi skákarinnar, draga menn að
víkingaskákborðinu og vekja athygli
á víkingaskákinni.“
Um 40 skákmenn eru skráðir fé-
lagar í Víkingaklúbbnum (vikinga-
klubburinn.blogspot.com). Síðan í
fyrra hefur félagið verið í samstarfi
við Knattspyrnufélagið Víking í
Reykjavík og þaðan kemur helsti
styrkurinn, en félagið er með æfing-
ar fyrir félagsmenn og börn í Víkinni
og hefur fengið klukkur og töfl hjá
Víkingum.
Gunnar Freyr segir að tilgangur-
inn helgi meðalið. Þrjú víkinga-
skákmót séu haldin árlega og þar af
Íslandsmót í nóvember. „Nú vita allir
íslenskir skákmenn af okkur, margir
hafa prófað að tefla víkingaskák og
vonandi verða stofnaðar víkinga-
skákdeildir í öðrum félögum.“
Íslensk skák að hætti víkinga
Hefðbundin skák hliðarverkefni hjá
nýkrýndum Íslandsmeisturum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Víkingaskák Ólafur Thorsson, Gunnar Freyr Rúnarsson og Tómas Björnsson með taflið á kaffihúsi Máls og menningar í gær.
Taflborð vík-
ingaskákar
saman-
stendur af 85
sexstrend-
ingum sem
skipað er í
níu raðir í
þremur litum.
Í hvoru liði eru níu skákmenn og
níu peð. Nöfnin eru hin sömu og í
hefðbundnu manntafli en níundi
maðurinn heitir víkingur.
Klassísk skák skiptist í byrjun,
miðtafl og endatafl en víkinga-
skák skiptist í liðsskipun, byrjun,
miðtafl og endatafl. Stefnurnar
eru þrjár en tvær í hefðbundinni
skák.
Þrír litir og
þrjár stefnur
VÍKINGASKÁK
Stjarnan vann öruggan sigur á KR í
Vesturbænum og Keflvíkingar
styrktu líka stöðu sína í topp-
baráttunni með því að sigra
Þórsara frá Þorlákshöfn.
Snæfell vann Vesturlands-
slaginn við Skallagrím
og náði Grindavík að
stigum á toppnum og
Njarðvíkingar unnu
fimmta sigurinn í röð
og fóru upp fyrir KR
þegar þeir lögðu
Tindastól í fram-
lengdum leik á
Sauðárkróki. »2-3
Stjarnan og Keflavík
styrktu stöðuna