Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Þetta gekk alveg ljómandi vel, þótt aðstæður væru ekki þær allra bestu þarna í bílnum,“ segir Guðrún Sig- ríður Geirsdóttir frá Húsavík, sem í fyrrinótt ól sveinbarn í sjúkrabifreið „einhvers staðar í Fnjóskadal,“ eins og faðirinn, Guðbergur Rafn Ægis- son, orðar það. Sennilega miðja vegu á milli Vaglaskógar og ystu Fnjóskár- brúarinnar, skammt austan við kirkjustaðinn Laufás. Ljóst var seint í fyrrakvöld að komið var að fæðingu og talið ráðlegt að Guðrún færi á Sjúkrahúsið á Akur- eyri. Góð ráð voru dýr því kolófært var um Víkurskarð; allt á kafi í snjó auk þess sem tveir stórir bílar voru fastir í skarðinu svo ekki hefði verið hægt að moka þá leið. Snjóruðnings- menn á Stóru-Tjörnum voru því fengnir til að moka gömlu leiðina um Dalsmynni í Fnjóskadal. „Það var bú- ið að stinga í gegn þegar við komum en reyndar farið að fenna aftur og við urðum að stoppa hvað eftir annað í Dalsmynninu vegna þess að skyggni var svo lélegt að varla sást á milli stika,“ sagði Guðbergur. Þau þökkuðu fyrir að björgunar- sveitin á Húsavík var með í för, því vel búinn bíll hennar ók á undan sjúkrabílnum og vísaði veginn. Sá litli, sem var tæpar 16 merkur og 53 cm, kom í heiminn klukkan hálftvö. „Þetta var bara stutt stopp, í nokkrar mínútur á meðan hann fædd- ist,“ segir móðirin. Hún hafði engar áhyggjur því ljósmóðir og læknir voru með í för auk sjúkraflutninga- manna, „en það hefði samt verið gott að hafa [Vaðlaheiðargöngin],“ segir Guðbergur. „Stundum er sagt að þau stytti leiðina um 13 mínútur en lík- lega hefði munað einum og hálfum klukkutíma í þetta skipti. Við vorum tvo og hálfan tíma á leiðinni og lang- verst var í Dalsmynninu.“ „Bara stutt stopp“  Sprækur Húsvíkingur fæddist í sjúkrabíl „einhvers staðar í Fnjóskadal“ í fyrrinótt  Varla sást á milli stika á veginum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hamingja Guðrún Sigríður Geirsdóttir og Guðbergur Rafn Ægisson með drenginn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fjöldi mála sem skotið er til úrskurð- arnefndar vátryggingamála hefur nær tvöfaldast frá árinu 2007. Í um 25% tilvika er niðurstaða nefndarinn- ar tjónþola í hag. Nefndin tók afstöðu í 563 málum árið 2012 en málin voru 243 árið 2007. Meginverkefni nefndarinnar er að fjalla um ágreining neytanda og vá- tryggingafélaga með starfsleyfi hér á landi. Rúnar Guðmundsson hjá Fjár- málaeftirlitinu er formaður nefndar- innar. Hann segir að aukninguna megi rekja til nokkurra þátta, eftir að tilvist úrskurðarnefndar var lögfest samkvæmt vátryggingasamningalög- um árið 2006. „Í kjölfarið jókst þekk- ing á tilvist nefndarinnar hjá lög- mönnum og neytendum. Lögmenn eru duglegir að leita til nefndarinnar fyrir hönd umbjóðenda sinna,“ segir Rúnar. Eins segir hann verklag tjóna- nefndar vátryggingafélaga hafa breyst. Áður hafi hún fjallað um öll ágreiningsmál. Breyting varð á í sam- þykkt um að hún myndi eingöngu fjalla um ökutækjatjón. „Áberandi er hve ábyrgðartjónum vegna vinnu- slysa hefur fjölgað. Þar eru oft ágreiningsmál um orsakatengsl þar sem tjónþoli þarf að sýna samhengi á milli atburðar sem leiddi til tjóns og afleiðingar slyssins. Í ákvæðum í lög- um um vátryggingasamninga hefur tjónþoli árs frest til að sækja bóta- kröfu til vátryggingafélags frá því að hann fékk vitneskju um þau atvik sem hún er reist á. Eins hefur þú árs frest til að fara með mál til úrskurðar- nefndar ef bótakröfu er hafnað. Oft er ágreiningur um það hvort þessir tímafrestir séu liðnir,“ segir Rúnar. Í vátrygginganefndinni eru þrír löglærðir fulltrúar. Einn var tilnefnd- ur af efnahags- og viðskiptaráðuneyti, einn frá Neytendasamtökunum og einn frá Samtökum fjármálafyrir- tækja. Niðurstöður nefndarinnar eru ekki bindandi. Vátryggingafélög höfnuðu að hlíta niðurstöðu í 27 úrskurðum ár- ið 2010 og 26 úrskurðum árið 2011. Þeim málum er hægt að skjóta fyrir almenna dómstóla. Málafjöldi nær tvöfaldast á fimm árum  Um 25% mála snúið tjónþolum í hag Morgunblaðið/Júlíus Slys Mikil fjölgun hefur verið í bótamálum vegna vinnuslysa. Vátryggingamál » Málum, sem skotið er til úr- skurðarnefndar vátrygginga- mála, hefur fjölgað nær tvöfalt frá árinu 2007. » Áberandi hve mikið vinnu- slysum hefur fjölgað að sögn formanns nefndarinnar. » Um 25% úrskurða falla tjón- þolum í hag. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Hugsunin á bak við þau gjöld, eins og á bak við flest önnur, er að reyna að tryggja raunverulega stæði fyrir þá sem þurfa,“ segir Páll Hjalti Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, aðspurður hver sé hugsunin á bak við bílastæðagjöld á bílastæðum sjúkra- húsa. „Þessi gjöld hjá spítölunum eru náttúrlega hugsuð sérstaklega fyrir starfsfólkið, til að ýta undir að starfs- fólk noti sér aðra ferðamáta og leggi síður stæðin fyrir framan spítalana undir sig,“ bætir Páll við. Miðað við upplýsingar af vefsíðu Bílastæðasjóðs falla bílastæði bæði Landspítalans (LSH) við Hringbraut og Landspítalans í Fossvogi undir gjaldsvæði fjögur en samkvæmt gjaldskrá sjóðsins kostar því 120 krónur fyrir ökumann að leggja í bílastæði við annaðhvort sjúkrahús- anna tveggja. Aðspurður hvort ekki sé slæmt ef veikt fólk sem kemur ein- samalt á sjúkrahús á einkabifreið þarf að hafa áhyggjur af því að hlaupa út á bílastæði til að fylla á stöðumælinn segir Páll Hjalti allan gang vera á því hvernig fólk kaupi í mælinn. „Það eru alls konar leiðir að opn- ast, til dæmis í gegnum snjallsíma þar sem þú borgar fyrir það sem þú notar,“ segir Páll Hjalti og bætir við: „Það þarf náttúrlega að koma til móts við þær þarfir, sérstaklega í kringum spítala, að fólk geti öruggt lagt bílnum sínum án þess að lenda á vandræðum og það er nú alltaf verið að auka tæknilegar útfærslur á því.“ Gjöldin hugsuð fyrir starfsfólk spítalanna Morgunblaðið/Ómar Bílastæðagjöld við spítala Það kostar 120 krónur að leggja bifreið í eina klukkustund við Landspítalann, hvort sem er í Fossvogi eða við Hringbraut.  Kostar 120 kr. að leggja við LSH Bílastæðagjöld » Samkvæmt gjaldskrá Bílastæðasjóðs kostar 120 krónur að leggja í eina klukku- stund við Landspítalann. » Páll Hjalti segir að verið sé að skoða það með spítöl- unum hvernig best sé að standa að þessu. Foreldrarnir hafa ekki ákveðið nafn á drenginn, en strax í fyrrinótt komu upp nokkrar hugmyndir þegar slegið var á létta strengi í sjúkrabílnum. „Einhver stakk upp á nafninu Garðar, eftir björgunarsveit- inni á Húsavík,“ segir Guð- bergur. Nafn Björgvins sjúkra- flutningamanns í bílnum var líka nefnt. „Svo gæti Ford ver- ið flott ættarnafn,“ sagði fað- irinn brosandi og vísaði til bílsins þar sem drengurinn fæddist. Björgvin eða Garðar Ford? HUGMYNDIR AÐ NAFNI Morgunblaðið gefur þann 14. mars út glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16, föstudaginn 8. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík .– . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.