Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
✝ Gísli Bjarnasonfæddist að Arn-
gerðareyri við Ísa-
fjarðardjúp 7. júní
1927. Hann lést á
heimili sínu 26.
febrúar 2013.
Gísli var sonur
hjónanna Mar-
grétar Gunn-
arsdóttur, f. 17.
desember 1893, d.
19. janúar 1980 og
Bjarna Halldórssonar, f. 13. jan-
úar 1892, d. 13. júní 1971. Mar-
grét og Bjarni eignuðust fjögur
börn, elst þeirra var Valgerður,
f. 1920, síðan Sigurbjörn Svav-
ar, f. 1921, þá Lóa Aðalbjörg, f.
1922 og yngstur þeirra var Gísli.
Gísli var aðeins fárra vikna
allt til þess að hann flutti á Elli-
og hjúkrunarheimilið Hlíð á Ak-
ureyri þar sem hann dvaldi í á
annan áratug, eða allt þar til
hann lést. Á báðum þessum
heimilum líkaði honum og leið
vel. Gísli var á yngri árum mikið
á ferð um Akureyri og alltaf á
harðahlaupum. Sumir höfðu á
orði að hann væri þindarlaus,
því aldrei sást hann blása úr nös.
Hefði sennilega orðið afbragðs
íþróttamaður ef hann hefði ver-
ið heill heilsu. Önnur áhugamál
hans voru frímerkjasöfnun og
taflmennska. Hann átti mikið og
vel um gengið frímerkjasafn
sem hann nostraði við af mikilli
ánægju. Þá var hann mjög klók-
ur skákmaður og vann flestar
skákir sem hann tefldi. Hann
tefldi einnig á nokkrum mótum.
Útför Gísla fer fram frá
Höfðakapellu í dag, 8. mars
2013, og hefst athöfnin kl. 13.30.
gamall þegar hann
flutti ásamt fjöl-
skyldu sinni til Ak-
ureyrar þar sem
fjölskyldan bjó á
ýmsum stöðum en
lengst af á Bjarma-
stíg og Strandgötu.
Þó Gísli gengi
ekki heill til skógar
hélt hann alla tíð til
hjá foreldrum sín-
um, allt þar til móð-
ir hans Margrét fékk í ellinni
vistun á Kristneshæli. Þangað
fór hún reyndar með því skilyrði
að fá að taka Gísla með sér,
enda var hann mjög háður móð-
ur sinni, sem annast hafði hann
frá fæðingu. Eftir lát Margrétar
var Gísli vistmaður á Kristnesi
Þegar ég kynntist eiginkonu
minni Margréti Geirsdóttur árið
1989 óraði mig ekki fyrir því að
ég þekkti neinn annan af henn-
ar fjölskyldu. En þegar hún fór
að fletta albúmum sá ég einn
sem ég þekkti. Það var Gísli
Bjarnason, móðurbróðir henn-
ar. Þegar ég var tíu til ellefu
ára bjó ég um tíma á Akureyri,
nánar tiltekið við Hafnarstræti í
húsi sem kallað var Hótel Goða-
foss. Á þessum árum var ég
mikið úti á götu í allskonar
leikjum með öðrum krökkum.
Þá kynntist ég Gísla. Hann kom
daglega og stundum oft á dag á
harðahlaupum eftir Hafnar-
strætinu. Mér fannst hann svo-
lítið sérstakur. Hann hallaði
alltaf svolítið undir flatt og
sumir krakkanna reyndu að
gera at í honum, eins og sagt
var. Hann var alltaf með bros á
vör og virtist alltaf vera glaður
og í góðu skapi. Þar sem mér
fannst hann forvitnilegur reyndi
ég nokkrum sinnum að stöðva
hann, en allt kom fyrir ekki.
Hann brunaði eftir Hafnar-
strætinu eins og hraðlest sem
ekkert fékk stöðvað. Ég gerði
nokkrar tilraunir um sumarið til
þess að stöðva hann á harða-
hlaupunum um Hafnarstrætið,
án árangurs. Ég var eiginlega
búinn að gefa hann upp á bát-
inn, þegar hann einn daginn
stöðvaði hlaupið og stillti sér
upp við hlið mér og hallaði und-
ir flatt og brosti. Vegna veik-
inda sinna var hann ekki vel
máli farinn en samt náðum við
ótrúlega góðum tengslum og
skildum hvor annan að mestu.
Eftir þetta stoppaði Gísli alltaf
þegar hann átti leið um Hafn-
arstræti og sá mig. En slíkur
var hraðinn á honum, á hlaup-
unum, að fyrir kom að hann leit
hvorki til hægri né vinstri og
hljóp þar af leiðandi beint af
augum og fram hjá mér. Oft var
hann með bakpoka og hljóp
beint í matvöru- eða kjötbúð
KEA, sennilega sendur af
mömmu sinni til að kaupa eitt-
hvað sem vantaði til heimilisins,
hugsaði ég. Þó að Gísli væri
nokkru eldri en ég, setti hann
það ekkert fyrir sig og hélt allt-
af góðu sambandi við mig á leið
sinni um Hafnarstrætið. Við
sáumst síðan ekki í ein þrjátíu
og fimm ár, eða þangað til eig-
inkona mín, Margrét, ákvað í
okkar fyrstu ferð norður að
koma við á Kristneshæli og
heimsækja Gísla. Þótt Gísli ætti
ekki auðvelt með að tjá sig, sá
ég strax að hann mundi eftir
mér og urðu því fagnaðarfundir
með okkur. Eðli málsins vegna,
þar sem við búum í Garðabæ,
vorum við ekki oft á Akureyri,
en alltaf var það okkar fyrsta
verk að heimsækja Gísla þegar
við komum þangað. Urðu þá
alltaf fagnaðarfundir.
Blessuð sé minning Gísla
Bjarnasonar.
Sigurður.
Með góðri samvisku get ég
ekki sagt að ég hafi þekkt
frænda minn Gísla mjög vel,
enda að mestu búsettir í tals-
verðri fjarlægð hvor frá öðrum.
Samt áttum við mjög ánægjuleg
samskipti og ég held að honum
hafi þótt jafn vænt um mig og
mér þótti vænt um hann. Við
áttum margar og skemmtilegar
samverustundir þegar ég kom í
heimsóknir til hans og ömmu
minnar á Akureyri. Núna í
minningunni var ég að skoða
gamlar myndir frá heimsóknum
mínum til Íslands, árin 1951 og
1955 og útilegu uppi í fjöllum
með allri fjölskyldunni. Yndis-
legar stundir sem við áttum öll
saman. Gísli af öllum sínum
krafti hljóp alltaf fram fyrir
myndavélina og þess vegna er
þessi elsku frændi minn á flest-
um ef ekki öllum myndum sem
við eigum frá Íslandsferðum
okkar.
Í mínum seinni heimsóknum
til Íslands árin 1973 og 1977
hafði Gísli mikla ánægju af því
að tefla. Þar sem ég þótti lið-
tækur skákmaður, dró hann
mig alltaf að skákborðinu þegar
hann sá mig. Því miður fyrir
mig, þá tapaði ég alltaf fyrir
honum. Þá var honum skemmt
og hló hann mikið. Oftar en
ekki fannst honum ég, þessi
ástralski frændi hans, vera
stórskrýtinn, enda talaði ég
enga íslensku heldur bara
ensku, sem honum fannst fynd-
ið og gerði góðlátlegt grín að
mér fyrir vikið. Samt náðum við
vel saman og bárum alltaf
gagnkvæma virðingu hvor fyrir
annars tungumálum, sem þrátt
fyrir allt gögnuðust okkar sam-
skiptum vel og náðum við mjög
vel saman.
Mér er einnig minnisstætt
frá Íslandsheimsóknum mínum
hvað hún amma mín Margrét
Gunnarsdóttir, móðir Gísla, var
alltaf þolinmóð gagnvart honum
og hve vel hún hugsaði um hann
og allar hans sérþarfir. Hún var
að mínu mati kjarkmikil kjarn-
orkukona. Í dag þegar ég lít til
baka þá sakna ég þess virkilega
að hafa ekki haft tækifæri til
þess að kynnast minni ástkæru
íslensku fjölskyldu betur.
Guð blessi minningu frænda
míns, Gísla Bjarnasonar.
Alan Gould,
Canberra, Ástralíu.
Gísli Bjarnason
✝ Ásthildur Ket-ilsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 27.
júní 1951. Hún lést
á heimili sínu 28.
febrúar 2013.
Foreldrar Ást-
hildar voru Guðleif
Ólafsdóttir hjúkr-
unarkona, f. 16. júlí
1926, d. 7. febrúar
2008 og Ketill Jens-
son óperusöngvari,
f. 24. september 1925, d. 12. júní
1994. Guðleif giftist síðar Júlíusi
Helgasyni, f. 4.
febrúar 1923, d. 21.
október 2011. Ketill
giftist síðar Selmu
Samúelsdóttur.
Systkini Ásthildar,
samfeðra eru Sig-
ríður Ketilsdóttir,
f. 2. ágúst 1955,
Ragnar Samúel
Ketilsson, f. 20. des-
ember 1957, d. 15.
júlí 1977, Kolbeinn
Jón Ketilsson, f. 8. febrúar 1962
og Ólafur Brjánn Ketilsson, f.
30. júní 1972. Systkini Ásthildar
sammæðra eru Guðmundur Júl-
íusson, f. 24. júní 1960, Ágúst
Júlíusson, f. 24. október 1961 og
Ólafur Júlíusson, f. 19. maí 1964.
Ásthildur giftist 1. júlí 1973
Kristni Kort Björnssyni. For-
eldrar hans eru Verna O. Jóns-
dóttir, f. 5. febrúar 1932, d. 2.
maí 2011 og Björn Kristinsson,
f. 3. janúar 1932. Börn Ásthildar
og Kristins eru: 1) Elísabet, f.
25. ágúst 1973, hún á fjórar dæt-
ur með fyrri manni sínum,
seinni sambýlismaður Torben
Dahl, f. 15. febrúar 1965. 2) Ásta
Sigríður, f. 17. janúar 1976, hún
á einn son, Benedikt Má Krist-
insson, f. 26. febrúar 1995.
Útför Ásthildar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 8. mars
2013, kl. 15.
Við kveðjum í dag kvenrétt-
indakonuna Ásthildi Ketilsdótt-
ur. Ásthildur kom til starfa í
Kvenréttindafélagi Íslands á 8.
áratugnum og sat í varastjórn og
stjórn í tæp 15 ár.
Ásthildur var í eðli sínu mikil
baráttukona og hafði mikla rétt-
lætiskennd. Þessa eiginleika
nýtti hún í starfi sínu fyrir félag-
ið. Hún var hugrökk og hrein-
skilin og sagði oft hluti sem við
hinar hugsuðum en vorum senni-
lega ekki tilbúnar að segja upp-
hátt á þeim tímapunkti. Hún gat
stundum verið mjög hissa á því
hversu langan tíma það tók að
koma baráttumálum félagsins
fyrr áleiðis og ég tala nú ekki um
að koma þeim í höfn.
Allt frá stofnun KRFÍ 1907
hafa baráttumálin verið mörg,
s.s. að beita sér fyrir því að kom-
ið yrði á fót leikvöllum fyrir börn
og síðar leikskóla og dagheimili.
Skattamál og tryggingamál hafa
verið ofarlega á baugi og réttur
kvenna til jafns við karla í stjórn-
málum. Fyrst kosningaréttur og
kjörgengi og síðar aukin þátt-
taka kvenna í sveitarstjórnum,
alþingi og ríkisstjórn.
Á 9. áratugnum brann mjög á
konum í KRFÍ sem annars stað-
ar í þjóðfélaginu að konur fengju
sömu laun og karlar fyrir sam-
bærileg laun. Öll lagaleg skilyrði
voru fyrir hendi, en það vantaði
mikið upp á hugarfarið og því tal-
ið sjálfsagt að borga konum
lægri laun en körlum. Íslenskar
konur sameinuðust því um að
setja á laggirnar þverpólitíska
nefnd sem fékk nafnið Fram-
kvæmdanefnd um launamál
kvenna. Þessi nefnd vann mjög
ötullega að því að vekja athygli á
launamun kvenna og karla á
vinnumarkaðnum. Ásthildur sat í
þessari nefnd fyrir hönd félags-
ins fyrst sem varamaður og síðan
sem aðalmaður. Eitthvað hefur
mjakast í áttina að launajafnrétti
og er það eflaust að þakka því
mikla og góða starfi sem kon-
urnar í Framkvæmdanefndinni
unnu. Því miður er það stað-
reynd að konur hafa enn í dag
lægri laun en karlar á vinnu-
markaðnum.
Í þau ár sem ég starfaði með
Ásthildi í stjórn KRFÍ var hún
alltaf tilbúin að taka að sér verk-
efni fyrir félagið og ætíð var
hægt að treysta því að þau yrðu
unnin vel. Hún tók m.a. að sér að
safna auglýsingum í ársrit fé-
lagsins 19. júní tvö ár í röð.
Við Ásthildur hittumst ekki
mjög oft eftir að ég lét af störfum
formanns. En þegar við hittumst
voru alltaf fagnaðarfundir og tal-
ið barst alltaf að félaginu okkar
og baráttumálum þess.
Ég kveð Ásthildi og þakka
henni samfylgdina, samstarfið og
fyrir einlægnina – hún er ómet-
anleg. Ástvinum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíl þú í friði, kæra Ásthildur.
Esther Guðmundsdóttir,
fyrrverandi formaður
KRFÍ.
Ásthildur
Ketilsdóttir
✝ Einar Val-mundsson
fæddist í Galt-
arholti á Rang-
árvöllum hinn 24.
september árið
1926. Foreldrar
hans, sem þar
bjuggu, voru hjón-
in Vilborg Helga-
dóttir, húsfreyja,
frá Grímsstöðum í
Vestur-Land-
eyjum, og Valmundur Pálsson,
bóndi, frá Langekru í Odda-
hverfi. Einar var sjötti í röð
átta barna þeirra, og er hinn
fimmti sem kveður úr hópi
systkinanna. Þau voru, auk
hans, í aldursröð talin: Ágúst,
þeirra eru Einar, sambýlis-
kona hans er Eva Dögg Guð-
mundsdóttir, Ingimundur,
sem býr með Söndru Löve
Daðadóttur og Margrét, sam-
býlismaður hennar er Daníel
Máni Jónsson, og eiga þau
eina dóttur, Matthildi. Her-
mann Jón. Börn hans og fyrr-
verandi sambýliskonu hans,
Elínborgar Valsdóttur, eru
Valdís, Einar Bjarni og Jó-
hann. María Rósa er gift Guð-
manni Óskari Magnússyni.
Börn þeirra eru Ástrún Svala,
Rúnar Helgi og Óli Guðmar.
Einar bjó lengst af blönd-
uðu búi á Móeiðarhvoli í
Hvolhreppi en flutti á Hvols-
völl 1998. Síðustu tvö æviárin
dvaldi hann á Dvalarheim-
ilinu Kirkjuhvoli þar sem
hann andaðist aðfaranótt
sunnudagsins 17. febrúar
2013.
Útförin fór fram á Odda á
Rangárvöllum 2. mars 2013.
Sigurgeir, Guð-
rún, Sigrún, sem
dó á þriðja aldurs-
ári, Guðmunda
Anna, Helgi og
Páll Ingi. Auk
Guðrúnar lifa
bræðurnir Helgi
og Páll bróður
sinn.
Eftirlifandi eig-
inkona Einars er
Guðrún Jónsdóttir
frá Herríðarhóli. Einar og
Guðrún gengu í hjónaband
hinn 1. apríl 1956. Börn þeirra
eru þrjú, Valmundur, Her-
mann Jón og María Rósa. Val-
mundur er kvæntur Elísabetu
Ingimundardóttur. Börn
Afi okkar, Einar Valmundsson,
lést hinn 17. febrúar síðastliðinn.
Við systkinin munum alltaf muna
eftir öllum bíltúrunum sem við
fórum með honum afa um Sól-
heimahringinn. Það var alltaf
gaman að fara í bíltúr með afa
og ömmu og þótt bíltúrinn væri
mjög stuttur var hann langur
þar sem afi keyrði alltaf voða
hægt, sem var bara betra. Við
fórum örugglega öll systkinin í
fyrsta skipti á hestbak hjá hon-
um afa, þar sem hann var alltaf
með hesta. Við munum bara eft-
ir afa í Litlagerðinu þar sem við
fórum oft í pössun eða fórum í
morgunmat hjá þeim þar sem
við fengum alltaf hafragraut. Afi
spilaði alltaf olsen olsen, þar
sem það var eina spilið sem
hann virtist kunna. Ósjaldan
kenndum við honum t.d. veiði-
mann en hann sagðist aldrei
kunna hann svo við kenndum
honum hann alltaf bara aftur og
aftur. Ég man einu sinni eftir
því að hafa verið að spila olsen
olsen við afa og spurt hann
hvort hann væri tapsár, hann
sagðist nú vera svolítið tapsár
svo eftir það leyfði ég honum
alltaf að vinna og dró og dró
endalaust af spilum svo það var
nokkuð augljóst hvað ég var að
gera. Afi var alltaf góður og in-
dæll maður og munum við sakna
hans mikið. Hann var orðinn
þreyttur maður og er því hvíld-
inni feginn. Hvíldu í friði elsku
afi.
Þín barnabörn,
Ástrún Svala, Rúnar
Helgi og Óli Guðmar.
Einar
Valmundsson
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Innilegar þakkir fyrir alla samúð, vináttu
og hlýhug í okkar garð við fráfall
ANDRA LÍNDALS JÓHANNESSONAR.
Viktoría Dröfn Ólafsdóttir,
Ingigerður Jakobsdóttir, Jóhannes Líndal Brynjólfsson,
Brynjólfur Líndal Jóhannesson, Katherine Rose Jónsson,
Jakob Líndal Jóhannesson, Herdís Steinarsdóttir,
Birna Guðmundsdóttir, Jakob Helgason,
Þórunn Þráinsdóttir
og bræðrabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
SIGURRÓSAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði.
Kristrún Ingibjartsdóttir, Magnús Björgvinsson,
Þóroddur F. G. Jónsson
og ömmubörnin.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar
ÞÓRU BJÖRNSDÓTTUR,
áður til heimilis að Þórsgötu 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir kærleiks-
ríka og góða umönnun.
Aðstandendur.