Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
hún missti fyrri mann sinn í sjó-
slysi frá tveimur litlum börnum.
Síðar kynntist hún svo Varða
sínum og lífið fékk frekari til-
gang. Þau eignast saman tvö
börn og ættleiddu tvö lítil börn
til viðbótar.
Lóa var dugnaðarkona og
mikil félagsvera. Hún naut þess
að skipuleggja veislur og sam-
komur. Engin veisla var of stór,
uppskriftir voru bara margfald-
aðar og bætt við diskum. Það
lék allt í höndunum á henni
jafnt bakstur sem kokkerí,
prjónaskapur og föndur enda er
yndislegt að koma á heimili
þeirra hjóna.
Við Lóa höfðum talað um að
við vildum koma á systkinahitt-
ingi fyrir norðan. Svo í janúar
hringir hún, þá sem formaður
kvenfélagsins, og býður okkur
að koma á þorrablót á Ólafs-
firði. Þar ákváðum við að þetta
yrði fastur liður. Svo kom að því
að við hjónin plönuðum hitting
sem átti að vera 16. mars. Ég
vissi það að hún Lóa mín hlakk-
aði mikið til því hún fékk ekki
að vita hvað um væri að vera.
Og svo bara fór hún. Hún
bara fór frá okkur öllum. En
þær eru óteljandi minningarnar
sem við eigum og þær verða
ekki teknar frá okkur.
Ég vil samt biðja góðan Guð
um að líta til Varða og fjöl-
skyldu. Líka að passa öll ömmu-
börnin sem ég veit að gefa
Varða mikinn styrk og gleði á
komandi tímum. Guð blessi okk-
ur öll.
Ég kveð þig nú, elsku Lóa
mín, og þakka þér fyrir allt.
Þín mágkona,
Sigríður S. Jónsdóttir
(Síssa).
Lóa tekur á móti okkur, kall-
ar hæ. Við göngum upp í eldhús
til að heilsa. Bakið á Lóu það
fyrsta sem við sjáum, ævinlega.
Alltaf að. Bros og faðmlag, við
alltaf velkomin enda nóg til
hvort sem það var bakkelsi,
matur eða hjartahlýja. Meðan
hún spurði frétta, sagði fréttir,
snaraði hún á borð óteljandi
tegundum, hellti uppá, tók mat
úr frosti og sinnti öllum með
orðum eða gerðum. Þannig var
Lóa, alltaf tilbúin til verka, allt-
af tilbúin að aðstoða, sinna því
sem þurfti að sinna. Lóa gat
allt, sá um allt. Þannig var Lóa.
Lóa átti líka Varða. Hann var
hennar og hún var hans. Hjón
eins og hjón eiga að vera. Þau
tvö voru eitt.
Ég var svo ólýsanlega heppin
að kynnast Lóu og Varða, verða
hluti af fjölskyldunni. Synir
mínir kölluðu hana ömmu og
Varða afa og það var sjálfsagt
mál. Allir viðburðir lýstir upp af
nærveru og aðstoð Lóu og
Varða. Við hin svo rík, endalaus
hjálpsemi og kærleiksrík nær-
vera sem verður seint ef nokk-
urn tíma endurgoldin, en Varði,
við viljum svo gjarnan reyna.
Missir allra er svo mikill.
Kæra vinkona og mágkona,
takk fyrir allt. Kæru Varði, Ás-
laug, Mundi, Halldóra, Steini,
Dísa og Björgvin, við erum til
staðar fyrir ykkur. Minning
dásamlegrar konu, eiginkonu,
móður, ömmu, dóttur, systur,
mágkonu og vinkonu lifir, út
fyrir endimörk alheimsins.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.)
Ykkar
Hólmfríður.
Það er með miklum söknuði
og trega sem ég kveð kæra vin-
konu, Stefaníu Jónsóttur eða
Lóu eins og hún var alltaf köll-
uð.
Leiðir okkar lágu fyrst sam-
an þegar sonur minn Orri
kynnti mig fyrir kærustu sinni,
henni Áslaugu Báru fyrir um 20
árum. Saman eignuðust þau
tvær yndislegar dætur sem
báru nöfnin okkar Lóu, þær
Oddnýju Svövu og Stefaníu Sól-
eyju. Já við vorum lánsamar
ömmurnar að eignast þessa
yndislegu gullmola sem voru
jafnframt okkar fyrstu barna-
börn.
Ég gerði mér fljótt grein fyr-
ir því að fjölskylda Áslaugar
væri einstaklega samheldin og
traust. Á þessum tíma bjuggu
þau Lóa og Varði með börn-
unum sínum í Sandgerði. Á
heimili þeirra var öllum vel tek-
ið og var ég þar ekki undan-
skilin. Mér leið fljótt þannig að
ég væri hluti af fjölskyldunni og
gat sannarlega verið stolt af
því. Þrátt fyrir sambandsslit
barnanna okkar fyrir um 12 ár-
um, slitnaði aldrei vinátta okk-
ar.
Ósjaldan laðaði Lóa fram
dýrindis veislur og alltaf var
glatt á hjalla þar sem fjölskyld-
an var saman komin. Ég held að
fáum hafi dulist að Lóa gegndi
stóru hlutverki í fjölskyldu
sinni. Hún var driffjöðrin í svo
mörgu, hjálpleg, traust og góð.
Lóa og Varði fluttu til Ólafs-
fjarðar um líkt leyti og þau Ás-
laug og Orri slitu samvistum.
Úr varð að Áslaug flutti þangað
einnig ásamt stelpunum sínum
og bjuggu þær þar í nokkur ár.
Þá kom best í ljós hve sterkum
böndum þær mæðgur voru
bundnar. Mér eru einstaklega
minnisstæð jól sem ég átti með
fjölskyldunni á Ólafsfirði. Þarna
fann ég mig eins og áður hjart-
anlega velkomna, líkt og ég
væri ein af fjölskyldunni.
Það duldist engum, hve stolt
hún Lóa mín var þegar Áslaug
dóttir hennar útskrifaðist sem
félagsfræðingur sl. vor frá Há-
skóla Íslands. Hún var óspör á
að hvetja Áslaugu áfram og
samgleðjast henni þegar hverju
takmarki var náð. Elsku Áslaug
mín hefur ekki aðeins misst
mömmu sína, heldur einnig
góða vinkonu.
Ég kann þeim Lóu og Varða
bestu þakkir fyrir vináttu og
traust öll þessi ár. Mig langar
líka að þakka þeim fyrir hve vel
þau reyndust Oddnýju Svövu og
Stefaníu Sóleyju. Hjá ömmu og
afa dvöldu þær við mikið ástríki
í lengri sem skemmri tíma,
missir þeirra er mikill sem og
Áslaugar.
Elsku Áslaug, Varði og fjöl-
skyldan öll. Megi Guð blessa
ykkur og styrkja á þessum erf-
iðu tímum og minning um góða
konu lifa.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín. “
(Kahlil Gibran)
Oddný Runólfsdóttir.
Lóa frænka er dáin, þvílíkt
reiðarslag. Aldrei hefði hvarflað
að okkur þegar við kvöddum
hana eftir síðasta frænkumót að
við værum að knúsa hana í síð-
asta sinn.
Lóa var alveg einstök, hafði
svo mikla útgeislun og gaf svo
mikið af sér, hrókur alls fagn-
aðar. Það fór ekkert á milli
mála þegar hún var mætt á
svæðið. Alltaf kom hún á móti
okkur með útbreiddan arminn
og gaf bestu knúsin með orð-
unum: „Hæ frænka.“ Við vorum
svo heppnar að vera frænkur
hennar og vera með í frænku-
hópnum sem hittist eina helgi á
ári. Alltaf hafði hún frá ein-
hverju skemmtilegu að segja og
það var ekki leiðinlegt að vera í
pottinum, hlusta á sögur og
veltast um af hlátri. Ekki var nú
verra ef hún sá um að elda ofan
í okkur því hún var snilldar-
kokkur og Bernaisesósan henn-
ar sú besta sem við höfum
smakkað. Svo var hún líka
myndarleg í höndunum, alltaf
með eitthvað á prjónunum fyrir
börnin eða barnabörnin sem
hún var svo stolt af, eða hann
Varða sinn sem hún var alltaf
svo skotin í.
Stórt skarð er nú í frænku-
hópnum sem verður ekki fyllt.
Við sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar.
Kristín og Ásdís
Hannesdætur.
Elsku kæra vinkona. Nú ertu
farin allt allt of fljótt og enginn
tími til að kveðja þig, elskuleg,
og er það sárara en nokkur orð
fá lýst. Stórt skarð er höggvið í
okkar góða vinahóp sem aldrei
verður fyllt. Ekki hafði okkur
órað fyrir því síðast þegar við
hittumst að við ættum eftir að
sitja hér saman vinkonurnar og
skrifa minningargrein um þig,
en það veit Guð að enginn ræð-
ur víst sínum næturstað.
Sem betur fer eigum við stór-
an fjársjóð af gömlum og góðum
minningum sem við getum yljað
okkur við, hlegið og grátið og er
það dýrmætt.
„Vináttan verður ekki mæld í gulli,
því það er aldrei nógu hreint. Vin-
áttan verður aðeins mæld í minn-
ingum, hlátri, ást og friði.
(Stuart og Linda Macfarlane)
Við viljum þakka þér, elsku
Lóa, fyrir góða og trygga vin-
áttu, ást og umhyggju alla tíð,
elsku vinkona.
Í grenndinni veit ég um vin, sem
ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans
er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
„Ég hringi á morgun“, ég hugsaði þá,
svo hug minn fái hann skilið,
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst mill’ okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég
gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd’ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum
send
er sannur og einlægur vinur.
(Þýð. Sig. Jónsson)
Við sendum Varða þínum og
allri fjölskyldunni okkar dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum góð-
an Guð að styrkja þau á þessum
erfiðu tímum.
Minning um yndislega, góða
og skemmtilega vinkonu mun
lifa.
Ólöf Auður Böðvarsdóttir,
Sigríður Þórarinsdóttir,
Jóhanna S. Gylfadóttir,
Ása Bryngeirsdóttir,
Sigþóra Gunnarsdóttir.
Elsku Lóa. Það er erfitt að
hugsa til þess að þú skulir vera
fallin frá, svo falleg og góð kona
í blóma lífsins. Þú varst mér
góð vinkona og þakka ég þér
fyrir allar þær frábæru sam-
verustundir sem við áttum sam-
an, hvort sem það var við kaffi-
borðið, í útilegu eða í
saumaklúbbnum. Í hjarta mínu
geymi ég góðar minningar um
þig, fallega brosið þitt og þann
tíma sem ég fékk að njóta með
þér. Ég mun aldrei gleyma þér.
Elsku Varði og fjölskylda, miss-
ir ykkar er mikill. Megi Guð
gefa ykkur styrk í sorginni.
Hún gefur skjól og frið þessi kona
og hún á mitt þakklæti og ást það
allir sjá,
því hún er þar þegar allt virðist svart,
og hún huggar þegar skuggar fara á
stjá.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Þín vinkona,
Hugrún Guðjónsdóttir.
Í dag kveðjum við góða konu
og samstarfsmann.
Ég kynntist Stefaníu Jóns-
dóttur eða Lóu eins og hún var
alltaf kölluð haustið 2007 þegar
ég fluttist norður til Ólafsfjarð-
ar. Vegna starfs míns kom ég
stundum við á leikskólanum
Leikhólum þar sem hún var
matráður. Starfsfólkið talaði
um hve mikill dugnaðarforkur
hún væri og það átti ég eftir að
sjá. Hún vann verk sín létt, var
útsjónarsöm í innkaupum og
matreiddi gómsæta rétti svo
talað var um. Ég heyrði að hún
eldaði besta mat í heimi. Hún
var alltaf brosandi og jákvæð og
gaf sig á tal við mig, þrátt fyrir
annir í eldhúsinu.
Síðasta minning mín um Lóu
var á þorrablóti kvenfélags
Æskunnar í lok janúar síðastlið-
ins. Lóa var í kvenfélaginu og
ein af þeim sem sáu um und-
irbúning þorrablótsins. Hún
vissi að ég kæmi ein á skemmt-
unina svo hún hafði samband
við aðrar konur í kvenfélaginu
og saman buðu þær mér að sitja
hjá sér. Henni var umhugað um
mig um kvöldið og það vakti at-
hygli mína hvað af henni stafaði
hlýja og umhyggja. Ég mun
ætíð minnast Lóu og þessarar
kvöldstundar með þakklæti.
Hugur minn er hjá fjölskyldu
Lóu, samstarfsfólki og vinum.
Guð styrki ykkur í sorginni.
Boðberar kærleikans
eru jarðneskir englar
sem leiddir eru í veg fyrir fólk
til að veita umhyggju,
miðla ást,
fylla nútíðina innihaldi
og tilgangi,
veita framtíðarsýn
vegna tilveru sinnar
og kærleiksríkrar nærveru.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Karítas Skarphéðinsdóttir
Neff, fræðslu- og menning-
arfulltrúi Fjallabyggðar.
Niðurlag minningargreinar
Í minningargrein um Oddnýju Sigurrós Sigurðardóttur í
blaðinu 7. mars var niðurlag greinar eftir Ester ekki í sam-
ræmi við innsendan texta. Höfundur er beðinn velvirðingar
á þessum mistökum.
Réttur er textinn eftirfarandi:
Ég þakka þér árin 40 sem við áttum samleið og aldrei bar
skugga á, Guð veri með elsku Jóa og fjölskyldunni allri,
blessuð sé minning þín.
LEIÐRÉTT
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR JÓHANNESSON,
fv. framkvæmdastjóri
Vöruhappdrættis SÍBS,
Langagerði 94,
Reykjavík.
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
2. mars.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. mars
kl. 13.00.
Sjöfn Ólafsdóttir, Gunnar Ingi Jónsson,
Unnur Ólafsdóttir, Pálmi Matthíasson,
Kjartan JóhannesÓlafsson, Bára Björgvinsdóttir,
Þór Ólafsson, Linda Þorgilsdóttir
og afabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, mamma, tengda-
mamma, amma og langamma,
HERVÖR KARLSDÓTTIR,
Nýhöfn 3,
Garðabæ,
lést á líknardeildinni í Kópavogi fimmtu-
daginn 28. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar fyrir góða
umönnun og hlýhug.
Geir Oddsson,
Kristjana Geirsdóttir, Tómas Freyr Marteinsson,
Gunnar Þór Geirsson, Helena Vignisdóttir,
Arna Guðrún Geirsdóttir, Ævar Björn Þorsteinsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ERLA ÁSGRÍMSDÓTTIR,
Öldustíg 2,
Sauðárkróki,
sem lést sunnudaginn 24. febrúar á
Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, verður
jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 9. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Erlu er
bent á Utanfararsjóð sjúkra.
Sölvi Stefán Arnarson, Brynja Beck,
Elísabet Ósk Arnardóttir, Ágúst Marinósson,
Arnfríður Arnardóttir, Guðmundur Rúnar Stefánsson,
Ingólfur Arnarson, Kristín Jónsdóttir,
Anna Björk Arnardóttir, Jón Geirmundsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur bróðir minn,
BALDUR ÁSGEIR GUÐJOHNSEN,
lést í Kaliforníu, Bandaríkjunum,
miðvikudaginn 6. mars.
Þóra Ása Guðjohnsen.
✝
Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi,
TRYGGVI ÓLAFSSON,
Skeiðflöt í Mýrdal,
lést á Hjallatúni, dvalarheimili aldraðra í Vík,
þriðjudaginn 5. mars.
Útför hans verður auglýst síðar.
Eyþór Ólafsson, Sæunn Sigurlaugsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BJÖRN ÁRMANN ANTONSSON,
Hólavegi 24,
Sauðárkróki,
frá Ytri-Á,
Ólafsfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
laugardaginn 2. mars.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 11. mars
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Jónsdóttir.