Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Elsku mamma mín er látin, hjarta mitt er fyllt djúpri sorg. Einstök kona er farin langt fyrir aldur fram. Minningarnar streyma fram og ég á erfitt með að koma orðum að því sem hún var mér. Æska mín var yndisleg og það er ómetanlegt að fá að alast upp við það frelsi að þrosk- ast án gagnrýni og njóta leið- beininga í kærleika. Hún vann mikið en á meðan naut ég góðs atlætis hjá afa og ömmu því við bjuggum öll saman, amma, afi, mamma og Sverrir bróðir henn- ar. „Kjarnafjölskyldan í Öldut- úni,“ eins og afi sagði oft. Ég man þegar hún kom heim úr vinnunni. Ég varð svo glöð og fann svo mikla hlýju í hjartanu þegar ég hljóp á móti henni. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir mig og var líka ótrúlega þolinmóð þegar ég var hringjandi í hana í vinnuna yfir stóru sem smáu. Nú þegar ég les yfir vinnufer- ilinn hennar og velgengni þá finnst mér alveg magnað hvað henni tókst að sinna mér og líka vinnunni svona framúrskarandi vel. Mamma var hreinskiptin, með mjög sterka réttlætiskennd og ef henni fannst brotið á mér eða rétti mínum reis hún upp eins og ljónynja. Þegar órói og viðkvæmni unglingsáranna tók við var hún alltaf til staðar fyrir mig með sinni umvefjandi ást. Hún hug- hreysti og hvatti mig til að standa með sjálfri mér. Ef öll ráð þrutu dró hún fram Manna- kornin og hvatti mig til að lesa í Biblíunni og leita Guðs og sagði oft: Guðs myllur mala hægt en þær mala og mala. Síðar í lífinu mínu þurfti ég að eiga við erfiðleika og veikindi, var hún mér mikil stoð og styrk- ur á þeim tíma og ég er þess fullviss að það var fyrir bænir hennar sem ég eignaðist kraft og von á ný. 1998 fæddist frum- burður okkar Ragnars, Mikael Jafet, Salómon 2002 og Enok 2004. Drengirnir urðu strax augasteinarnir hennar og það var dásamlegt að sjá gleðina og stoltið í augunum þegar hún var með þá. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér og ekkert var of gott fyrir litlu prinsana í hennar huga. Hún naut þess að kaupa falleg föt handa þeim og gefa óvænta glaðninga. Um svipað leyti og Mikael fæddist varð hún þeirrar blessunar að- njótandi að kynnast eiginmanni sínum, Sigtryggi Jónssyni. Það var yndislegt að sjá hvað hún var hamingjusöm og ástfangin og að fylgjast með þeirra inni- legu ást öll ár síðan. Drengirnir eignuðust alveg einstakan afa Guðlaug Helga Konráðsdóttir ✝ Guðlaug HelgaKonráðsdóttir fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1952. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 23. febrúar 2013. Útför Guðlaugar Helgu fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 7. mars 2013. sem umvafði þá með sömu um- hyggju og ást og mamma gerði. Allt- af voru þeir spennt- ir og fullir af til- hlökkun að fara til afa og ömmu í dek- ur og ást ásamt ferðum í sumar- bústaðinn og á fleiri skemmtilega staði. Það var alltaf rekið upp fagnaðaróp þegar ég sagði þeim að við værum að fara til ömmu Gullu og afa Sigtryggs. Missir þeirra er mikill. Sterka trúfasta mamma mín. Ég dáðist að æðruleysi hennar í gegnum veikindin og alltaf hélt hún fast í trúna á Guð. Elsku mamma, ég er þó þakklát að fá tækifæri í veikindum þínum til að endurgjalda þér að hluta um- hyggju þína gagnvart mér. Dag- arnir eru svo tómlegir án þín. Þú hringdir í mig daglega og ég trúi því varla að þú eigir ekki eftir að hringja aftur. Ég kveð þig með djúpum söknuði og hjarta mitt mun allt- af vera fullt af þakklæti fyrir þig. Marta Ruth Guðlaugsdóttir. Eitt mesta gæfuspor sem ég hef stigið í mínu lífi var sú ákvörðun að hefja störf hjá Iðn- aðarbankanum í maí 1989, nánar tiltekið í erlendum viðskiptum. Þar eignaðist ég stóran hóp af vinkonum og eina þeirra kveð ég í dag. Guðlaug Helga, eða Gulla eins og hún var alltaf kölluð, var skemmtileg kona, glaðlynd og ávallt smart. Á margan hátt varð hún fyrirmynd okkar yngri kvenna í hópnum, hún var yf- irmaður og einstæð móðir! Hún var okkur, sem stóðum í sömu sporum, hvatning. Sýndi okkur að það er allt hægt með dugnaði og eljusemi. Gulla var, að öðrum ólöstuð- um, einn helsti sérfræðingur okkar í erlendri greiðslumiðlun og var alltaf gott að leita ráða hjá henni. Var ég svo heppin að starfa með henni í Lands- og Notendanefnd SWIFT í 7 ár þar sem reynsla hennar var ómet- anleg. Eins var gott að finna stuðning hennar í gegnum árin, þó við störfuðum hvor hjá sínum bankanum. Ég hafði alltaf á til- finningunni að henni fyndist að hún ætti pínu í mér þar sem ég hafði byrjað í þessu erlenda stússi, rétt rúmlega tvítug, að hluta til undir handleiðslu henn- ar. Í gegnum störf okkar gafst okkur tækifæri til að ferðast er- lendis saman. Á ég margar góð- ar minningar um Gullu frá þeim ferðum og varðveiti ég þær í hjarta mínu. Minnisstæðust er ferð til Vínarborgar haustið 2008 þar sem Íslendingarnir hópuðust saman eina kvöld- stund. Var mikið hlegið og ég er þess fullviss að við hugsum nú til þessa kvölds með þakklæti. Svo margt sem breyttist í okkar lífi og vinnuumhverfi nokkrum vikum síðar. Gulla var vel metin hjá er- lendum samstarfsaðilum. Síð- ustu daga hafa erlendir banka- menn haft samband við mig þar sem þeir minnast Gullu með hlý- hug og senda fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Elsku Marta mín, Sigtryggur, fjölskylda og aðrir er eiga um sárt að binda. Hugur minn er hjá ykkur og ég bið þess að allt hið góða í þessum heimi umvefji ykkur og gefi ykkur styrk. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Gulla mín, það var ómetanlegt að fá að koma og kveðja þig. Þá gafst mér tæki- færi til að segja þér hversu kær þú ert mér og hversu þakklát ég er fyrir það að þú skyldir vera vinkona mín. Næstu jól mun ég baka Donnukökur eins og alltaf – uppskriftina frá mömmu þinni – og minnast þín með hlýju. Blessuð sé minning Gullu Konráðs. Delia Howser. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Elsku Marta og fjölskylda, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Anna Lísa og Hjördís. Genginn er kær vinnufélagi minn, Gulla Konráðs. Við áttum yfir 30 ára farsæla samleið í Ís- landsbanka. Það var þó ekki fyrr en árið 2003 að samstarf okkar varð náið, þá í nýstofnaðri deild, Viðskiptaveri, ég sem for- stöðumaður og Gulla deildar- stjóri Erlendrar greiðslumiðlun- ar. Ég hafði fylgst með Gullu úr fjarlægð frá því hún hóf störf í Alþjóðadeild Iðnaðarbankans og vissi ég að hún hafði yfirgrips- mikla þekkingu og reynslu á sínu sviði sem svo sannaðist í ár- angursríku samstarfi okkar. Það var ekki aðeins yfir- burðaþekking hennar sem gerði hana að eftirsóknarverðum sam- starfsmanni, mannkostir hennar voru miklir. Í vinnunni var hún fús til að leiðbeina og deila þekkingu sinni, hún var vinnu- söm, gekk til allra verka og gafst aldrei upp þó vindurinn væri í fangið og síðar hríðarbyl- ur. Það sást glöggt þegar við- skiptabankarnir þrír féllu í októ- ber 2008 hve þrautseig hún var. Þá hafði hún áræði til að taka erfiðar ákvarðanir. Í bankahruninu mátti engu muna að erlend greiðslumiðlun Íslands lokaðist. Þá stóð Gulla í brúnni ásamt helstu sérfræðing- um bankakerfisins og saman reru þau lífróður dag eftir dag eftir dag. Ekkert mátti út af bera svo landið lokaðist ekki frá umheiminum. Sjálft Ísland var komið í öndunarvél. Þeir eru enn of fáir sem vita hverju starfsfólk Seðlabanka Íslands ásamt helstu sérfræðingum bankanna áorkaði á þessum við- sjárverðu og áður óþekktu tím- um. Ég er fullviss að þessa þrekvirkis verður getið á spjöld- um sögunnar þegar fram líða stundir. Gulla var fróð og bráð- skemmtileg og ég naut þess að hafa farið með henni í tvær af eftirminnilegri ferðum sem ég hef farið. Báðar voru ferðirnar farnar undirbúningslaust. Fyrri ferðin var til Tallinn, en þangað fórum við tvær frá Helsinki á svifnökkva. Hin ferðin var til Rómar og þá frá Lúxemborg þar sem við höfðum þrjár verið að vinna. Gulla ákvað í báðum ferðum áfangastaðina. Hún þekkti sögu staðanna og sagði hana þannig að allt varð ljóslif- andi og spennandi. Gulla var mikil málamann- eskja og spreytti sig á ítölskunni þessa einu helgi sem við vorum í Róm. Kannski hefur krafturinn hjálpað, sem fylgdi því að vera á Péturstorgi í sjálfu Vatíkaninu ásamt þúsundum annarra í bæn fyrir Jóhannesi Páli páfa öðrum, en þetta kvöld lést hann saddur lífdaga í hárri elli. Mér var Gulla einstaklega hlý og kærleiksrík og þess hafa hennar nánustu án efa notið í ríkum mæli. Með blik í augum sagði hún frá Mörtu sinni og ömmustrákunum sem hún var svo stolt af og fölskvalaus var gleði hennar yfir því hve Marta spilaði vel úr þeim spilum sem hún fékk á hendi. Gulla var líka gæfusöm þegar leiðir hennar og Sigtryggs lágu saman. Þau hafa án efa gert hvort annað betra. „Maðurinn einn er ei nema hálf- ur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur,“ kvað þjóðskáldið Einar Benediktsson. Að leiðarlokum drúpi ég höfði, þakka samfylgdina. Guð- laug Helga Konráðsdóttir er kært kvödd og Guði falin. Þeim Sigtryggi, Mörtu og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og óska þeim Guðs blessunar. Selma Filippusdóttir. Í dag kveðjum við kæra sam- starfskonu og góðan félaga. Gulla var til margra ára deild- arstjóri okkar í erlendri greiðslumiðlun. Hún fór sem klettur, stolt fyrir góðum hópi, með áratuga reynslu og var fag- manneskja á sínu sviði. Henni fylgdi gott orðspor og traust, hvort sem var hérlendis eða er- lendis í bankaheiminum. Í bankahruninu kom sér vel að njóta starfskrafta og reynslu Gullu af erlendum viðskiptum. Sorg og söknuður læðist að hjartanu. Sorg vegna þessa sem orðið er og enginn mannlegur máttur fær ráðið við. Söknuður vegna félaga sem horfinn er á braut og á ekki afturkvæmt þótt við höfum haldið í vonina uns yf- ir lauk. Það var gott að geta heimsótt Gullu á afmælisdaginn, spjallað og komið til hennar góðum kveðjum. Stórt skarð er höggvið í okk- ar litla hóp og mikil eftirsjá að góðum félaga. Um leið og við kveðjum Gullu, kæra samstarfskonu, og þökkum henni samfylgdina biðj- um við góðan Guð að styrkja elskulegan eiginmann, dóttur, ömmustrákana, ættingja og ást- vini. Guð geymi þig, elsku Gulla okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kveðjur, Þórarinn Örn, Ragna, Sigríður Vera, Kjartan, Aðalbjörg, Anna Hilda, Arna Björk, Bára. Guðlaug Helga Konráðsdóttir bankastarfsmaður er fallin frá langt fyrir aldur fram. Hún hafði unnið hjá Íslandsbanka og forverum hans í tæp 35 ár, lengst af í erlendri greiðslumiðl- un. Ég kynntist Gullu þegar ég hóf störf sem forstöðumaður Útibúaþjónustu haustið 2006. Gulla var þá deildarstjóri er- lendrar greiðslumiðlunar sem heyrði undir Útibúaþjónustuna. Gulla var duglegur og sam- viskusamur starfsmaður. Hún var í góðum tengslum við er- lenda banka og byggði upp mikla þekkingu á erlendri greiðslumiðlun hjá Íslands- banka. Hún var góður stjórn- andi og hópurinn hennar treysti henni vel. Haustið 2008, þegar banka- kerfið á Íslandi hrundi á einni nóttu, skipti máli fyrir Íslands- banka að hafa í sínum röðum starfsmann eins og Gullu. Starfsmann sem brást hárrétt við mjög erfiðum aðstæðum og tryggði hagsmuni bankans og viðskiptavina hans. Við Gulla fórum nokkrum sinnum saman utan á ráðstefnur til að treysta og tryggja góð sambönd við erlenda banka. Ég tók eftir því í þessum ferðum að forsvarsmenn erlendu bankanna þekktu Gullu vel og var hlýtt til hennar. Hún hélt vel utan um þau atriði sem skerpa þurfti á og vann vel í að tryggja hnökra- laus samskipti. Gulla greindist með krabba- mein í apríl á síðasta ári. Mér er minnisstætt þegar hún tilkynnti mér að meinið hefði fundist. Hún sagði það staðbundið og var staðráðin í að koma til baka í vinnuna síðar á sama ári. Hún kom til okkar nokkrum sinnum í heimsókn og alltaf jafn ákveðin í því að hún myndi sigrast á þessu. Í lok síðasta árs var ljóst hvert stefndi. Gulla kæmi ekki til baka. Fyrir hönd Íslandsbanka þakka ég fyrir öll þau störf sem hún vann af trúmennsku í þágu bankans og viðskiptavina hans. Við samstarfsmenn hennar munum minnast Gullu með þakklæti og söknuði. Sigtryggi og öðrum aðstand- endum sendum við hlýjar sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði. F.h. starfsmanna Útibúaþjón- ustu Íslandsbanka, Ástrún Björk Ágústsdóttir. Ég vil minnast kærrar vin- konu og samstarfskonu minnar með nokkrum orðum. Í gegnum samstarf okkar í notendanefnd IBAS-kerfisins kynntumst við Gulla vel í gegnum árin. Það var aldrei lognmolla í kringum Gullu og hún var hrókur alls fagnaðar þegar við hittumst á notenda- nefndarfundum. Undanfarin ár höfum við verið saman í stjórn notendanefndar og átt góðar sameiginlegar stundir á okkar ferðalögum. Þegar ég hef þurft að leita álits starfsins vegna hef- ur Gulla verið boðin og búin að leiðbeina mér eins og henni einni er lagið. Þín verður sárt saknað, Gulla mín. Ég sendi ástvinum Gullu inni- legar samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur á sorgar- stundu. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Hrönn Eir Grétarsdóttir. Mér barst til eyrna sorgar- frétt um andlát Gullu. Þó svo að ég vissi að hún væri búin að vera veik, gerði ég ráð fyrir að hitta hana fljótlega aftur, vitandi hversu sterk kona hún var. Í gegnum árin hef ég þekkt Gullu sem afar fagmannlegan samstarfsfélaga, en það sem skiptir meira máli sem einstak- ling sem bar mikla umhyggju fyrir fólkinu í kringum sig, við- skiptavinum, samstarfsfélögum og ástvinum sínum. Alltaf með góða skapið og umhyggju að leiðarljósi gafst hún aldrei upp við að leita að bestu lausnum á vandamálum. Ég mun minnast Gullu sem sterkrar konu með ríka réttlætiskennd. Viðbrögð mín og samstarfs- félaga minna við þessum sorg- arfréttum eru þau sömu. Allir minnast Gullu sem yndislegrar konu og við erum öll sammála um að hún dó allt of ung. Síðustu orð mín til hennar voru: „Við söknum þín og von- umst til að hitta þig aftur sem fyrst.“ Við munum halda áfram að sakna hennar en ég er sann- færður um að hún mun alltaf verða með okkur í anda. Hugur okkar er hjá ástvinum Gullu og við biðjum um að þau hafi styrk til að takast á við þennan mikla missi. Fyrir hönd vina Gullu í ABN Amro, Rotterdam, Frans Westdorp. Jörðin hætti að snúast um tíma þegar við fréttum af and- láti Gullu. Jafnvel þótt við viss- um að hún væri að berjast við krabbamein vonuðum við fram til síðasta dags að hún myndi sigra í baráttunni, en stundum þarf jafnvel sterkasta fólk að lúta í lægra haldi fyrir ofjarli sínum. Við kynntumst Gullu fyrst ár- ið 1992. Í upphafi var hún „að- eins“ einn af viðskiptavinum okkar, en síðar vorum við það heppin að geta kynnst henni betur. Hún starfaði hjá fyrir- tækinu okkar á árunum 1995 til 1997 og átti mikinn þátt í þróun kerfa okkar. Hún flutti aftur til Íslands árið 1997 þar sem fjöl- skylda hennar þarfnaðist henn- ar, en hún hélt áfram nánu sam- starfi við CBA sem helsti tengiliður okkar hjá Íslands- banka. Hún tók virkan þátt í notendanefnd IBAS, bæði sem almennur meðlimur og sem stjórnarmeðlimur, og hélt áfram að leggja sitt af mörkum í þróun kerfa okkar. Við munum minnast Gullu sem manneskju með mikla þekkingu og sérfræðikunnáttu, sem lagði ávallt sitt af mörkum til að hafa áhrif á fólkið í kring- um sig og lagði 110% áherslu á velferð fjölskyldu sinnar og vina. Gullu verður sárt saknað en við munum ávallt minnast hennar með bros á vör. Hugur okkar er hjá ástvinum Gullu og við vonumst til að þeir hafi styrkinn til að takast á við fráfall hennar sem var tekin allt of fljótt frá okkur. Fyrir hönd vina Gullu í CBA, Helle. Blóm eru okkar fag Útfaraskreytingar Samúðarblóm REYKJAVÍKURBLÓM BORGARTÚNI 23 S: 561-1300 www.reykjavikurblom.is ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar systur minnar og frænku, SÓLEYJAR BRYNJÓLFSDÓTTUR frá Hrísey, Hraunbæ 102h, Reykjavík. Hallfríður Brynjólfsdóttir, Sigurveig Alfreðsdóttir, Gunnar H. Hall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.