Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 35
fjölmörg lög með sænska vísna-
skáldinu, trúbadornum og tónskáld-
inu Cornelis Vreeswijk.
„Ég er nú reyndar alæta á alla
þjóðlagatónlist. Ég hlusta mikið á
bandaríska þjóðlagatónlist og auð-
vitað íslenska. Ég held t.d. að það
geri sér ekki margir grein fyrir því
að í Savanna tríóinu voru fullkomnir
snillingar. Við höfum einmitt verið
að velta því fyrir okkur að fara að
taka nokkra af helstu smellum
þeirra. Þeir eru klassískir.“
Þegar tónlistinni sleppir er Egg-
ert hestamaður. „Ég hef haft áhuga
á hestamennsku frá sex ára aldri.
Pabbi var að vísu mikill hestamaður
en ég fékk áhugann í sveitinni, á
Stóra-Vatnsskarði. Ég er með hesta
við Selvatn á sumrin en hef þá í
vetrargöngu við Stóra-Hof á Rang-
árvöllum. Ég hef ekkert verið að
keppa en ríð mikið út og nýt þess
fyrst og fremst að vera í félagsskap
við þessar góðu skepnur.“
Fjölskylda
Fyrrv. eiginkona Eggerts er Inga
Bravell, f. 17.7. 1956, iðjuþjálfi, bú-
sett í Svíþjóð.
Dóttir Eggerts og Ingu er Anna
Gunnlaug Eggertsdóttir, f. 6.6.
1984, hattagerðarkona og starfar
hún hjá föður sínum en maður
hennar er Harter hattagerðar-
maður.
Stjúpdóttir frá því áður er Nína
Dröfn Eggertsdóttir, f. 1.11. 1987,
nemi og starfsmaður við frístunda-
heimili.
Hálfbræður Eggerts, samfeðra:
Logi Jóhannsson, f. 15.12.1945, d.
9.7. 1978, var skipstjóri, búsettur í
Reykjavík; Ingimar Jóhannsson, f.
3.5. 1947, fiskifræðingur hjá at-
vinnuvegaráðuneytinu, búsettur í
Reykjavík.
Alsystkini Eggerts eru Magnea
Jóhannsdóttir, f. 9.11. 1949, skrif-
stofumaður í Reykjavík; Friðrik, f.
25.10. 1957, athafnamaður í Reykja-
vík og í Cambridge í Englandi; Guð-
rún Jóhannsdóttir, f. 29.1. 1959,
hjúkrunarfræðingur, búsett í
Reykjavík; Jóhanna Jóhannsdóttir,
f. 25.2. 1961, kennari í Reykjavík;
Ingibjörg, f. 18.7. 1966, skólastjóri
Myndlistaskólans í Reykjavík;
Þórný Jóhannsdóttir, f. 3.2. 1970,
mannfræðingur og hjúkrunarfræð-
ingur, búsett í Kaupmannahöfn.
Foreldrar Eggerts: Jóhann Frið-
riksson, f. 21.5. 1914, d. 8.3. 1986,
forstjóri í Kápunni í Reykjavík, og
Anna Gunnlaug Eggertsdóttir, f.
4.7. 1928, húsfreyja í Reykjavík.
Úr frændgarði Eggerts Ólafs Jóhannssonar
Eggert Ólafur
Jóhannsson
Einar Pálsson
pr. á Hálsi í Fnjóskadal og
í Reykholti í Borgarfirði
Eggert Ólafur Briem Einarsson
hérðaslæknir á Þórshöfn og í Borgarnesi
Magnea Jónsdóttir
húsfr. á Þórshöfn og í Borgarnesi
Anna Gunnlaug Eggertsdóttir
húsfr. í Rvík
Jón Magnússon
hafnsögum. í Stykkishólmi
Hansína Lilja Jónsdóttir
úr Eyrarsveit
Dýrleif Kristjánsdóttir
húsfr. á Syðri-Brekkum
Halldór Guðbrandsson
b. á Syðri-Brekkum á Langanesi
Guðrún Halldórsdóttir
húsfr. á Efri-Hólum
Friðrik Sæmundsson
b. á Efri-Hólum og frægur jarðvinnslum.
Þórný Jónsdóttir
bróðurdóttir Magnúsar, afa
Benedikts Sveinssonar alþm.
föður Bjarna Benediktssonar
forsætisráðherra. Þórný var af
Gottskálksætt og ætt Hrólfunga
Sæmundur Jónsson
b. í Narfastaðaseli, bróðursonur Sæmundar, afa Valdimars Ásmundssonar,
föður Héðins Valdimarssonar, forstj. og alm., föður Bríetar leikkonu,móður
Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu.Annar föðurbróðir Sæmundar
var Jóhannes, langafi Salome Þorkelsdóttur, fyrrv. forseta sameinaðs þings.
Margrét Friðriksdóttir
húsfr. á Kópaskeri
Kristján Friðriksson
í Últíma
Barði Friðriksson
lögfr. VSÍ, afi Barða Jóhannssonar tónlistarm.
Björn Þórhallss.
viðskiptafr.
og varaforseti
ASÍ, faðir Karls
fyrrv. bæjarstj.
Árborgar
Guðrún Kristjánsdóttir
myndlistarkona
Jóhann Friðriksson
framkvæmdastj, í Kápunni
Torfi Sæmundsson
b. á Birningsstöðum í
Laxárdal
Þráinn Torfason
b. í Baldursheimi í
Mývatnssveit
Höskuldur
Þráinsson
prófessor
Jóhanna Katrín Kristjana Briem Eggertsdóttir
húsfr. á Hálsi og í Reykholti
Eiríkur Briem
alþm., prófastur og Prestaskólakennari
Eggert Briem
óðalsb. í Viðey
Páll Briem
amtm, og alþm.
Þórhildur Pálsdóttir
Líndal
Sigurður Líndal
lagaprófessor
Páll Líndal
ráðuneytisstj.
Sigurður Briem,
póstmálastjóri
ríkisins
Þórhildur
Líndal
forstöðum.
Rannsóknar-
stofu Ármanns
Snævarr við HÍ
Björn Líndal
lögmaður
Ólafur Briem,
alþm. á
Álfgeirsvöllum í
Skagafirði
Þorsteinn Briem
prófastur, alþm. og ráðherra
Ingibjörg
Briem
Þórður Björnsson
ríkissaksóknari
Kristín Briem Claessen
húsfreyja á Sauðárkóki og í Rvík
María Kristín Claessen
húsfr. í Rvík
Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Páll Ólafsson skáld fæddist 8.3.1827 og ólst upp á Kolfreyju-stað í Fáskrúðsfirði, sonur
Ólafs Indriðasonar, prests og skálds
á Kolfreyjustað, og f.h.k., Þórunnar
Einarsdóttur húsfreyju.
Hálfbróðir Páls, samfeðra, var
Jón, ritstjóri, alþm. og skáld, sem
þýddi Frelsið eftir John Stuart Mill
og gerði allt vitlaust með sínum rót-
tæka og hvassyrta Íslendingabrag
sem réðst gegn dönsku valdi og
áhrifum hér á landi.
Páll stundaði heimanám hjá föður
sínum og var við nám einn vetur hjá
Sigurði Gunnarssyni í Vallanesi.
Hann var umboðsmaður þjóðjarða í
Múlaþingi 1865-96 og gildur bóndi,
lengst af á Hallfreðarstöðum 1856-
62 og aftur 1866-92 en bjó auk þess á
Eyjólfsstöðum í tvö ár og í Nesi.
Hann var alþm. Norðmýlinga 1867,
1873 og 1874-75 er hann sagði af sér
þingmennsku.
Páll var glaðsinna glæsimenni,
annálaður hestamaður og höfðingi
heim að sækja. Hann var húmoristi
og án efa eitt af öndvegisskáldum 19.
aldar enda átti hann einstaklega létt
með að yrkja: „Óðar en ég andann
dreg, oft er vísan búin.“ Kviðlingar
hans eru leiftrandi og leikandi léttir
þar sem rím, stuðlar og höfuðstafir,
leggjast eins og af sjálfu sér á sína
staði í tilgerðarlausu töluðu máli.
Fyrri kona Páls, Þórunn Páls-
dóttir, lagði grunn að fjárhag hans
en hann hafði verið ráðsmaður hjá
henni og var sextán árum yngri en
hún. Er hún lést, 1880, kvæntist Páll
Ragnhildi, dóttur Björns Skúlasonar
sem var áhugamaður um skáldskap
eins og Páll og besti vinur hans.
Ragnhildur var sextán árum yngri
en Páll og voru þau byrjuð að draga
sig saman þó nokkru áður en fyrri
kona Páls lést. Til Ragnhildar orti
Páll eldheit ástarljóð en mörg þeirra
fundust fyrir rúmum þrjátíu árum.
Páli eyddist mjög fé á efri árum
og var síðustu árin hjá Jóni bróður
sínum í Reykjavík. Hann lifði þó að
sjá helstu kvæði sín komin á bók en
Jón hafði séð um útgáfuna.
Páll lést á Þorláksmessu 1905.
Merkir Íslendingar
Páll
Ólafsson
90 ára
Bragi Þorsteinsson
Sigríður Jóhannsdóttir
Svana H. Björnsdóttir
80 ára
Guðný Þorgeirsdóttir
Guðrún I. Kristjánsdóttir
Halldóra Guðmundsdóttir
Hólmfríður Jónsdóttir
Kristján Jóhann Jónsson
Soffía G. Jónsdóttir
Örn Scheving
75 ára
Ása Vilhjálmsdóttir
Birna Þórunn Sveinsdóttir
Ebba Ingibjörg
Magnúsdóttir
Gísli Magnússon
Úlfhildur Jónasdóttir
70 ára
Einar Janus Kristjánsson
60 ára
Anna Lára Lárusdóttir
Bragi Þór Haraldsson
Gíslína Magnúsdóttir
Hildur Jónsdóttir
Hörður Jónsson
Magnea Björg Jónsdóttir
Ólafur Gunnarsson
Sigurður Snorrason
Vilhjálmur Hafberg
Þorsteinn Elísson
Þórdís Stefánsdóttir
50 ára
Auður Helga Kristinsdóttir
Björk Arnardóttir
Brynja Blumenstein
Hafdís Brynja
Þorsteinsdóttir
Hákonía Jóhanna
Guðmundsdóttir
Inga Jóna Hilmisdóttir
Ingveldur Björk
Björnsdóttir
Jóhanna Ingadóttir
Krzysztof Opalka
Nanna Bára Maríasdóttir
Pétur Gunnarsson
Sigurjón Þórðarson
40 ára
Angelika Poplawska
Anna Róslaug
Valdimarsdóttir
Barbara Hafey Þórðardóttir
Birgir Breiðfjörð Agnarsson
Marinó Njálsson
Óskar Hauksson
Ragnheiður Ásta
Rúnarsdóttir
30 ára
Anna Lilja Másdóttir
Ásdís Björk Kristjánsdóttir
Brynjar Freyr Jónasson
Kári Auðun Þorsteinsson
Noppawan
Laorattanapaiboon
Róbert Elís Erlingsson
Sigurður Erlendsson
Sölvi Pétursson
Tryggvi Valur Tryggvason
Til hamingju með daginn
30 ára Sara ólst upp á
Bretlandi og er að ljúka
MA-prófi í alþjóða-
viðskiptum.
Maki: Þór Jón Klem-
ensson, f. 1978, sjáv-
arútvegsfræðngur og
framkvæmdastjóri.
Börn: Breki Páll, f. 2009,
og Stefanía, f. 2011.
Foreldrar: Páll Sveins-
son, f. 1950, fram-
kvæmdastjóri, og Sig-
urlaug Bjarnadóttir, f.
1954, leikskólaráðgjafi.
Sara
Pálsdóttir
40 ára Ásdís ólst upp á
Akureyri, hefur unnið víða
en starfar nú við leikskól-
ann Álfastein.
Maki: Ingvar Stefánsson,
f. 1967, vélvirki.
Börn: Elvar Ingvarsson, f.
2000; Alma Ingvarsdóttir,
f. 2002, og Stefán Karl
Ingvarsson, f. 2007.
Foreldrar: Skarphéðinn
Magnússon, f. 1946, flug-
virki á Akureyri, og Sigríð-
ur Jónsdóttir, f. 1957,
hjúkrunarfræðingur.
Ásdís Skarphéð-
insdóttir
30 ára Guðmundur
stundaði nám við Iðnskól-
ann og starfar við Ís-
lensku auglýsingastofuna.
Maki: Anna Tómasdóttir,
f. 1983, hjúkrunarfræð-
ingur.
Dóttir: Þórkatla Björg, f.
2012.
Foreldrar: Auður Halls-
dóttir, f. 1961, skrif-
stofumaður, og Pétur
Björn Guðmundsson, f.
1961, fyrrv. bóndi í Ás-
brekku í Vatnsdal.
Guðmundur
Pétursson
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Úrval - gæði - þjónusta
Allt fyrir
gluggana
á einum
stað
Mælum,
sérsmíðum
og setjum upp
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón