Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Ætli þetta verði ekki á svipuðu róli
og í fyrra, kannski á milli 70 og 80
myndir,“ segir Brynja Dögg Frið-
riksdóttir, dagskrárstjóri hátíðar-
innar Reykjavík Shorts & Docs
Festival sem haldin verður í 11.
sinn í Bíó Paradís 9.-16. maí 2013.
Met hefur verið slegið í innsend-
um stutt- og heimildarmyndum í ár
en alls bárust 370 slíkar myndir frá
61 landi. Í fyrra var áherslum há-
tíðarinnar breytt og 75 stutt- og
heimildarmyndir sýndar.
-Hvernig breyttuð þið hátíðinni?
„Við breyttum henni þannig að
við ákváðum að reyna að gera hana
meira alþjóðlega. Fá fleiri erlenda
gesti til landsins, bæði kvikmynda-
gerðarfólk og fólk sem vinnur við
dagskrárstjórn á kvikmyndahátíð-
um. Fram að því að við tókum við
þá var hátíðin minni í sniðum og
ekki hefur verið tekið á móti inn-
sendum myndum,“ segir Brynja
Dögg. Hún segir yfirgnæfandi
meirihluta myndanna sem sendar
voru inn koma erlendis frá.
„Ég kann ekki skýringar á því en
við höfum fengið þó nokkrar ís-
lenskar stuttmyndir en það er ekki
mikið af íslenskum heimildar-
myndum sem við höfum fengið,“
segir hún.
Góð kynning helsta ástæðan
-Hvað skýrir svona mikinn áhuga
á hátíðinni?
„Við fórum á Sheffield-heimildar-
myndahátíðina á Bretlandi og hún
er mjög stór. Þar vorum við með
„Icelandic delegation“-partí þar
sem við vorum að kynna hátíðina
og íslenska kvikmyndagerð. Svo var
okkur boðið á Zubroffka-hátíðina í
Póllandi. Það er rosalega mikill
áhugi í Póllandi á íslenskri menn-
ingu finnst mér. Bæði kvikmynda-
gerð og tónlist. Þar sem hátíðin er
haldin búa álíka margir í bænum
eins og á öllu Íslandi. Það vekur
svo mikla furðu allur þessi hæfileiki
á Íslandi miðað við höfðatölu. Það
var alveg pakkfullt á sýningu á ís-
lenskum stuttmyndum í Póllandi.
Ég fór líka á tvær hátíðir í Noregi
– í Bergen í október og Tromsö í
janúar. Það er mjög margt áhuga-
vert að gerast í norrænni heimild-
armyndagerð. Það er ánægjulegt að
sjá að við erum að fá svolítið af
þeim myndum sendar á hátíðina.“
-Hver verða hlutföllin á milli
stuttmynda og heimildarmynda?
„Það verður nokkuð jafnt hlutfall
á milli stuttmynda og heimildar-
mynda. Stuttmyndirnar eru allar
um eða innan við hálftími að lengd
en við tökum á móti heimild-
armyndum í öllum lengdum. Þetta
geta líka verið stuttar heimildar-
myndir.“
Mest frá Póllandi og Ítalíu
Brynja segir myndirnar koma
hvaðanæva en mest þó úr Evrópu.
-Sýnist þér meira koma frá einu
landi en öðru?
„Við höfum ekki tekið það saman
en það er slatti frá Póllandi og frá
Norðurlöndum. Þetta kvisast ein-
hvern veginn út.
Þetta er mikið til netinu að
þakka og að við höfum verið dugleg
að kynna hátíðina á öðrum erlend-
um kvikmyndahátíðum. Svo held ég
að það skipti líka máli að Ísland er
frekar „inn“ á meðal ákveðins hóps
af ungu fólki. Ég held einnig að fólk
sé almennt áhugasamt um að fá
myndinar sínar sýndar.“
-Hvenær verður ákveðið hvaða
myndir verða sýndar?
„Við förum að kynna fyrstu
myndina í næstu viku og svo ætti
þetta að liggja fyrir um mánaða-
mótin.“
Allar stutt- og heimildarmyndir á
hátíðinni eru textaðar á ensku og
sama á við um íslenskar myndir.
Flestir ættu því að geta notið þess
sem er að gerast í heiminum í
stutt- og heimildarmyndagerð í
dag.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hátíð Heather Millard, stjórnandi Reykjavík Shorts & Docs og Brynja Dögg Friðriksdóttir, dagskrár- og kynningarstjóri hátíðarinnar.
370 myndir frá 61 landi
Munu velja milli 70 og 80 myndir á Reykjavík Shorts & Docs í ár Hlutfall milli heimildarmynda
og stuttmynda verður svipað Gríðarlegur áhugi í Póllandi á íslenskri kvikmyndagerð
www.shortsdocsfest.com/
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn
munu í samstarfi við Kvikmynda-
miðstöð Íslands bjóða upp á ókeypis
sýningar á íslenskum kvikmyndum
víða um land helgina 22.-24. mars, í
tilefni af hækkun framlaga í Kvik-
myndasjóð Íslands. Tilkynning þess
efnis var send fjölmiðlum í gær og
segir í henni að fjölbreytt úrval ís-
lenskra kvikmynda verði í boði og
að í einhverjum tilfellum verði leik-
stjórar eða aðrir aðstandendur við-
staddir sýningar á myndunum og
svari spurningum áhorfenda að
þeim loknum. Alls verði haldnar
sýningar á 20 stöðum og þar af
tveimur í Reykjavík, þ.e. Há-
skólabíói og Bíó Paradís. Sýningar-
staðir hafi verið valdir í samráði við
menningarfulltrúa hvers lands-
hluta og einnig eftir aðstöðu til sýn-
ingahalds. Sýningarstaðir, aðrir en
Reykjavík, eru Akranes, Ólafsvík,
Hvammstangi, Sauðárkrókur,
Blönduós, Ísafjörður, Patreks-
fjörður, Ólafsfjörður, Akureyri,
Laugar, Raufarhöfn, Vopnafjörður,
Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Höfn í
Hornafirði, Kirkjubæjarklaustur,
Hvolsvöllur og Vestmannaeyjar.
Dagskrá kvikmyndahelgarinnar
má nálgast er nær dregur á heima-
síðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:
www.kvikmyndamidstod.is.
Íslensk Þetta reddast er sýnd um þessar mundir í Sambíóunum.
Landsmönnum boðið
í bíó 22.-24. mars
www.gilbert.is
1919
Flugmannaúr