Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Katrín Mixa
katrinmi@hi.is
Tugþúsundir Venesúelabúa komu
saman á aðaltorgi höfuðborgarinnar
Caracas þegar líkkista Hugo Chá-
vez, hins nýlátna
forseta landsins,
var færð í litla
kapellu í herskóla
Caracas, þar sem
Chávez hlaut her-
þjálfun og skoð-
anir hans og inn-
blástur er sagður
hafa mótast. Í
kapellunni gafst
almenningi kost-
ur á að votta hon-
um virðingu sína þar sem hann lá í
opinni kistu. Útför hans verður gerð
í dag.
Margir stuðningsmenn Chávez
hafa fyllst örvæntingu við fráfall
hans og heyrðust meðal annars
áköll í mannfjöldanum um að fá að
deyja í hans stað og að enginn geti
fyllt hans skarð. Aðrir stuðnings-
menn Chávez hafa barið samherjum
sínum baráttuanda í brjóst um að
sameinast í þeim suðuramerísku og
sósíalísku sjálfstæðisgildum sem
Chávez stóð fyrir.
„Við viljum sjá forsetann, við vilj-
um vera til staðar á hinstu stund
hans. Það er undir okkur komið að
halda byltingunni áfram og gera það
sem Chávez sagði okkur: að styðja
Maduro,“ hefur Reuters eftir Trini-
dad Núñez sem stödd var á torginu.
Samkvæmt stjórnarskrá Vene-
súela, sem Chávez færði sjálfur í
lög, ber að kjósa nýjan forseta innan
30 daga frá andláti forverans.
Þykir ólíkur Chávez
Nokkrum mánuðum fyrir andlát
sitt hvatti Chávez þjóð sína til að
kjósa varaforseta sinn, Nicolás
Maduro, í ákafaþrunginni ræðu.
Maduro var nánasti samstarfs-
maður Chávez, stoð hans og stytta,
en hann tók við stjórnartaumum
landsins í október 2012 eftir að al-
varleiki krabbameinsins sem hrjáði
Chávez varð ljós.
Hinn fimmtugi Maduro þykir um
margt ólíkur hinum gustmikla Chá-
vez að skapgerð og upplagi. Hann
sé hæglyndur og ekki eins fastur
fyrir né viljasterkur og um margt
óagaðri í háttum. Þess er vænst að
hann fái mótframboð, frá hreyf-
ingum andstæðinga Chávez sem
hafa styrkt stöðu sína að und-
anförnu.
AFP
Sorg Stuðningskona Chávez grætur sáran við kistu forsetans í gær.
Ætla að halda
byltingunni áfram
Arftaki Chávez þykir hæglyndari
Nicolás Maduro
varaforseti.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi for-
sætisráðherra Ítalíu, var í gær
dæmdur í eins árs fangelsi vegna
ólöglegra símahlerana. Líklegt er
talið að hann muni áfrýja dómnum
en í millitíðinni er Berlusconi
frjáls ferða sinna.
Hann er sakaður um að sjá til
þess að upptökum lögreglu af sím-
tölum pólitísks andstæðings hans
væri lekið og þær birtar í dagblaði
sem bróðir hans rekur. Berlusconi
var sakfelldur fyrir að misnota
trúnaðarupplýsingar ásamt bróður
sínum Paolo.
Fleiri dómsmál vofa yfir for-
sætisráðherranum fyrrverandi en
hann hefur meðal annars áfrýjað
sakfellingu í skattsvikamáli og síð-
ar í þessum mánuði er von á dómi
í máli þar sem hann er ákærður
fyrir að hafa greitt fyrir kynlíf
með vændiskonu sem var undir
lögaldri.
Berlusconi hefur staðið af sér
fjölda ákæra í gegnum tíðina,
meðal annars fyrir bókhaldssvik,
meinsæri, mútur og spillingu svo
eitthvað sé nefnt. Sjálfur heldur
hann því fram að hann sé fórnar-
lamb pólitískra ofsókna saksókn-
ara. Hann hefur hafnað öllum
ásökunum og hefur hingað til ver-
ið sýknaður af öllum ákærum eða
brot hans hafa verið fyrnd.
Dæmdur Mikið mæðir á Berlusconi
fyrir dómstólum þessa dagana.
Berlusconi áfrýjar
fangelsisdómi sínum
Sakfelldur vegna
símahlerunarleka
NORÐURKRILL
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Hressari á morgnana!
„Í heilsueflingu minni sem hófst í ágúst 2011 hef ég notað Norðurkrill
omega 3 gjafa og ég fann mjög fljótt mikinn mun á mér.
Ég hafði lengi átt við skammdegisþunglyndi að stríða, var kraftlaus,
síþreyttur og fann til í liðamótum. Eftir að ég byrjaði að taka inn
Norðurkrill er miklu auðveldara að vakna á morgnana, liðverkir eru
horfnir, lundin er léttari og ég finn gríðarlegan mun á heilsunni.
Þetta var eins og punkturinn yfir i-ið og ég ætla klárlega að halda
áfram að nota Norðurkrill í minni heilsueflingu.
Ég verð 40 ára á árinu og hef sjaldan verið í jafngóðu andlegu
og líkamlegu formi.“
Björn Ólason
Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð,
uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum.
Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is
20%
afsláttu
r
1 – 15 ma
rs
OMEGA 3 getur gengt lykilhlutverki þegar kemur að því að efla stoðkerfið, huga-
og heilastarfsemi, hjarta og æðakerfi.
NORÐURKRILL ein öflugasta uppspretta af OMEGA 3 úr hafinu unnið úr krilli (ljósátulýsi)
NORÐURKRILL er fáanlegt í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna
Þú færð TOTAL RESULT vörurnar frá Matrix með 20% afslætti
á öllum sölustöðum Matrix í mars.
Eingöngu selt á hársnyrtistofum
Amplify – fyrir fínnt, þunnt og viðkvæmt hár, gefur lyftingu.
Sleek Look – fyrir úfið og óstýrlátt hár, hemur hárið.
Moisture – fyrir allar hárgerðir sem skortir raka, gefur djúpa næringu.
Color Care – fyrir litað hár, lengir endingu litarins.
Curl life – fyrir liðað eða krullað hár, hemur krullur.
Repair – fyrir illa farið eða skemmt hár, byggir upp.