Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gamansemi þín gengur vel í aðra svo
þú ert vinsæl/l meðal vina og samstarfs-
manna. Þér fer vel að stjórna, gerðu meira af
því.
20. apríl - 20. maí
Naut Gefðu þér tíma til að gera heimili þitt
meira aðlaðandi. Langur og langdreginn há-
degismatur í einrúmi er gott mótvægi við of-
virkni dagsins.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú getur verið hreykin/n af því
hvernig þú hefur haldið á málum og komið
þér fyrir. Hættu að reyna að fá fólk til þess að
vera sammála þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gættu þess að tala tæpitungulaust
svo enginn þurfi að fara í grafgötur um hvað
það er sem þú vilt. Mundu að öllum orðum
fylgir ábyrgð og reyndu að leiða átökin sem
mest hjá þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Kraftmiklar tilfinningar gera vart við sig
í sumum ástarsamböndum í dag. Vertu vand-
lát/ur á val þeirra sem þú gefur tíma þinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Kröfurnar frá umhverfinu virðast yfir-
þyrmandi í dag. Leggðu þig fram um að sjá
málin í víðara samhengi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert að ganga í gegnum mikinn tilfinn-
ingasrússibana nú um stundir sem slær þig
eilítið út af laginu. Mundu að vera gagnorð/
ur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Innsæi þitt getur af sér kær-
komna skipulagningu í vinnu. Að vilja eitt-
hvað sem ekki er í boði er ávísun á leiðindi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert með ýmsar vangaveltur í
sambandi við ákveðna samstarfsmenn þína.
Kannski af því að tilgangur þinn er sá að gera
eins vel og þú getur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hættu að velta þér upp úr mistök-
unum. Ef þú veist ekki hvað gera skal, reyndu
þá að hjálpa öðrum með því að hjálpa sjálf-
um/sjálfri þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Finnist þér að gengið hafi verið á
rétt þinn skaltu sýna festu og rétta þinn hlut.
Fyrr eða síðar kemur þinn tími, vertu bara
þolinmóð/ur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú virðist ekki ráða við aðstæður
lengur, en það er enn tími til að snúa hlut-
unum við. Farðu varlega og mundu að sak-
laust daður getur alltaf þróast upp í eitthvað
alvarlegra.
Erlingur Sigtryggsson heyrði afótíðinni á höfuðborgarsvæð-
inu þar sem tugir bíla lentu í
árekstri:
Mjög er dauflegt mörgum hjá
í myrkum hríðardeginum.
Helst er að menn hittist á
Hafnarfjarðarveginum.
Davíð Hjálmar Haraldsson sá í
fjölmiðlum lýsingar á óveðrinu
syðra:
Í Öræfum er ofsinn slíkur
að upp í móti hrekjast fljót
og við bæinn Freysnes fýkur
fleiri tonna hnullungsgrjót.
Ágúst Marinósson tók þessum
orðum með gát:
Held að sögur Davíð drýgi
um djöfulgang og skrýtin fljót.
Held að það sé haugalygi
að hafi fokið hnullungsgrjót.
Þegar þeir sem voru með
„hungruð börn í bílum“ voru beðn-
ir um að hringja í Neyðarlínuna
varð Davíð Hjálmari að orði:
Sonur minn er sver og býsna langur,
svið hann fékk um klukkan eitt og lax.
Um nónbil hann að nýju virtist svang-
ur,
í neyðarlínuna því hringdi strax.
Og hann bætti við „vegna yfir-
vofandi hungurdauða blessaðra
barnanna“:
Flestir þurfa af föstum vana
fisk og brauð og nautalund,
enda hefðu beðið bana
börnin öll á klukkustund.
En áður hafði gustað um Norð-
lendinga eins og ráða má af vísu
Bjarna Stefáns Konráðssonar:
Nú er ólmur norðanfjandi,
nægan hefur kost.
Norðan tólf á Norðurlandi
og níu gráðu frost.
Höskuldur Jónsson orti hring-
hendu um skjól mannanna:
Hríðin fléttar freragrund,
frostið sléttar tjarnir,
mér þó létta líf um stund,
lopavettlingarnir.
Þó að ýmislegt gangi á, þá er lífið ljúft
hjá Pétri Stefánssyni:
Klárað hef ég kvöldverðinn,
kvalinn ligg í fleti.
Úttroðinn er magi minn
af meyru bolaketi.
Etið hef ég á mig gat
af úrvals nautalundum.
Gráðugur í góðan mat
get ég verið stundum.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af hnullungsgrjóti og
myrkum hríðardegi
Í klípu
„MÉR LÍÐUR BARA ÞOKKALEGA. ÉG VAR
SAMT AÐ VONA AÐ ÉG NÆÐI BETRI
ÁRANGRI EN ÞAÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HEYRÐI ÉG RÉTT? VARSTU AÐ
GAGNRÝNA MIG FYRIR AÐ VERA
BÚINN AÐ BÆTA Á MIG?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem þið
eruð saman.
MIÐAR
ÞAÐ ER EKKI HOLLT FYRIR
KETTI AÐ BORÐA MANNAMAT.
HELDUR EKKI FYRIR ÞIG
AÐ MÓTMÆLA KJÖTÆTU.
HVAÐ
ER AÐ
GERAST?
HELGA ER AÐ RUKKA INN FYRIR
FÓLK SEM VILL HORFA Á HRÓLF.
NÚ? HVAÐ
GERIR
HANN?
BORÐAR.
Skömmu áður en óveður skall á ínorðausturhluta Bandaríkjanna
í liðnum mánuði var sett út-
göngubann í Boston til þess að menn
gætu beitt snjóruðningstækjum sem
best. Um leið og byrjaði að snjóa
voru tækin komin á hraðbrautir og
stofnbrautir og hreinsun stóð yfir
þar til úrkomunni linnti. Brautirnar
voru því auðar þegar almennri um-
ferð var hleypt á þær á ný.
x x x
Víkverja varð hugsað til skipulags-ins vestra þegar hann var á leið
til vinnu í fyrradag í strætisvagni
sem komst hvorki lönd né strönd.
Strætisvagnar komust ekki leiðar
sinnar vegna illa útbúinna smábíla
sem sátu fastir hér og þar og stjórn-
endur snjóruðningstækja gátu illa
sinnt störfum sínum vegna þessa.
x x x
Í Morgunblaðinu í gær kom fram aðþótt samgöngur hafi farið úr
skorðum vegna veðurs hafi börn al-
mennt verið send í skóla. Þar hafi
upplausnarástand skapast þegar
starfsfólk hafi ekki getað mætt vegna
áhrifa veðursins á samgöngur. Í
sumum tilfellum hafi verið óskað eft-
ir því að börnin yrðu sótt en al-
mannavernd sendi frá sér tilkynn-
ingu um að börnin yrðu ekki send
heim. Svo virðist sem algjört stjórn-
leysi hafi ríkt.
x x x
Margir Íslendingar virðast eigaerfitt með að fara að reglum
þegar umferð er annars vegar. Þeir
vilja ráða því hvar, hvernig og hve-
nær þeir aka ökutækjum, hvar og
hvenær þeir tala í farsíma sinn í bíln-
um, hvar og hvenær þeir reykja síg-
arettu sína í ökutækinu, hvar og hve-
nær þeir fá sér næringu í bílnum,
hvar og hvenær þeir snyrta sig í far-
artækinu.
x x x
Það er liðin tíð að jeppakarlar getireynt tækin í snjónum í höfuð-
borginni. Ekki endilega vegna ófærð-
arinnar heldur frekar vegna illa
útbúinna bíla, sem hindra ekki aðeins
nauðsynlegar samgöngur heldur
koma í veg fyrir að hjálpartæki kom-
ist leiðar sinnar. víkverji@mbl.is
Víkverji
En það er hið eilífa líf að þekkja þig,
hinn eina sanna Guð, og þann sem
þú sendir, Jesú Krist.
(Jóhannesarguðspjall 17:3)