Morgunblaðið - 27.03.2013, Side 1

Morgunblaðið - 27.03.2013, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  72. tölublað  101. árgangur  FURÐULEGUR, SVITABLAUTUR DRAUMUR SPORÐAKÖST HVALA HEILLA FERÐAMENN SKÓLI REISTUR MEÐ BERUM HÖNDUM HVALASKOÐUN Í SÓKN 6 FÁTÆK BÖRN GLÖDD 10AF LEIKHÚSI 46 Morgunblaðið/Ómar Verslun Íslendingar halda minna eftir af launum sínum en þeir gerðu árið 2000.  Skattar á einstæða foreldra á Ís- landi með tvö börn hækkuðu úr 5,7% árið 2000 í 20,6% árið 2012. Þar af hækkuðu þeir um 8,5 pró- sentustig á árunum 2009 til 2012 er hlutfallið fór úr 12,1% í 20,6%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD, í París, en hér er mið- að við einstæða foreldra sem hafa 67% af meðallaunum hjá sama við- miðunarhópi í einkageiranum. Skattar á þennan hóp voru að meðaltali 18,7% hjá OECD árið 2000 en lækkuðu svo í 15,5% árið 2009. Þeir hækkuðu síðan í 16,8% 2012. Skattarnir eru fundnir út með því að leggja saman skatta og opinber gjöld. Skattar á fleiri hópa hafa hækkað á Íslandi. »4 Skattar á einstæða foreldra hækka mik- ið á rúmum áratug Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég stefni að því að þinginu verði slitið á morgun,“ sagði Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, forseti Al- þingis, á tólfta tímanum í gærkvöldi. Halda átti þingfundi áfram fram á nótt og ljúka þinginu í kvöld, eftir að ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan virtust hafa náð saman um þinglok. Þegar Morgunblaðið fór í prentun sögðu þingmenn að allt stefndi í sam- komulag þar sem kveðið er á um að frumvörp um uppbyggingu á Bakka verði afgreidd og að greidd verði at- kvæði um eina af þrem tillögum í stjórnarskrármálinu. Er þar um að ræða tillögu sem gerir kleift að breyta stjórnarskránni á næsta kjör- tímabili án þess að rjúfa þing. Til þess að stjórnarskrárbreyting nái fram að ganga þarf atkvæði 42 þing- manna og að a.m.k. 40% atkvæða- bærra manna, þó alltaf meirihluta greiddra atkvæða, til að samþykkja breytingar í þjóðaratkvæði. Gildistökunni frestað Þá áttu náttúruverndarlög ekki að taka gildi fyrr en næsta ár. Jafn- framt áttu lög um Landspítalann ekki að taka gildi fyrr en í haust en þau varða útfærslu á framkvæmd við byggingu nýs spítala. Þá átti að setja frumvörp um stjórn fiskveiða, vatna- lög og fleiri til hliðar. Ásta Ragnheiður gagnrýnir Birg- ittu Jónsdóttur, þingmann Hreyfing- arinnar, fyrir að birta upplýsingar af fundi formanna flokkanna í gær- kvöldi á Facebook-síðu sinni. Vörð- uðu þær stjórnarskrármálið. Efni fundarins hafi verið trúnaðarmál. Loks hillir undir þinglok  Stjórnarskrármálið og uppbygging á Bakka hluti af samkomulagi um þinglok  Stefnt að því að ljúka þingfundi í dag  Ýmis stjórnarfrumvörp sett til hliðar Morgunblaðið/Kristinn Á Alþingi Sigurður Ingi Jóhannsson hlýðir á flokksbróður sinn, Ásmund Einar Daðason, úr stól forseta Alþingis. Sigurður Ingi er 4. varaforseti Alþingis. Vinsæl Diana Damrau kemur fram í helstu óperu- og tónleikahúsum. Þýska sópransöngkonan Diana Dam- rau kemur fram á tónleikum í Eld- borgarsal Hörpu 2. júní næstkom- andi, ásamt kunnum hörpuleikara, Xavier de Maistre. Tónleikarnir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Á fyrri hluta þeirra verða flutt ljóð eftir Schubert, Tárrega og Strauss en eftir hlé valdar perlur franskra ljóðatón- bókmennta. Damrau er ein af skærustu stjörn- um óperusviðsins um þessar mundir. Hún hefur jafnframt lagt mikla rækt við ljóðasöng og hefur verið kölluð „drottning kóloratúr-söngs“ í dag. Hún er sögð búa yfir einstakri söng- tækni og mikilli útgeislun á sviði. Fjöldi geisladiska hefur komið út með söng hennar, meðal annars í sam- starfi við de Maistre, en tónleikarnir hér eru liður í tónleikaferð þeirra. Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, segir ánægjulegt að vera að kynna þátttöku Damrau á Listahátíð á sama tíma og fjölmiðlar heimsins ausa söngkonuna lofi fyrir söng hennar sem Víoletta í La traviata á sviði Metropolitan- óperunnar, þar sem hún syngur á móti Placido Domingo. Damrau syngur á Listahátíð  Hin heimskunna sópransöngkona með tónleika í Hörpu Ljósmynd/Michael Tammaro  „Á fimmtudag og föstudag verða suðaust- lægar áttir og skúrir, sérstak- lega sunnan- og vestantil. Á föstudag má svo búast við snjó- komu á Vest- fjörðum. Síðan fer þetta enn frekar batnandi. Hæg austlæg átt á laugardag og stöku él, einkum áfram sunnan- og vestantil en annars bjartviðri. Á sunnudag og mánudag verður svip- að en fer hlýnandi,“ segir Einar Magnús Einarsson veðurfræðingur. Suðaustlægar áttir og fer hlýnandi Skíði Margir ætla á skíði um páskana. „Á venjulegum degi fáum við tíu til tólf þúsund heimsóknir á síðuna en þær hafa farið upp í 60 þúsund í dag,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Mílu, um heimsóknir á heimasíðu þeirra í gær til að sjá Heklu í beinni útsendingu í framhaldi af fréttum um jarðhræringar í eld- fjallinu. „En þetta eru aðallega ís- lenskar heimsóknir svo það er greini- legt að margir fara oft inn að kíkja,“ segir Sigurrós og bætir við: „Þetta er mjög skemmtilegt og við erum með mjög gott sjónarhorn á fjallið í beinni sjónlínu. Ef þetta verður túristagos mun þetta koma vel út.“ Á vef mbl.is í gær voru óvenju- margar flettingar á frétt frá árinu 2000 um að eldgos í Heklu væri haf- ið. Fréttin var næstmest lesna fréttin á vefnum í gær og skýringin líklega sú að henni var deilt mjög víða á Facebook með þeim afleiðingum að margir fóru inn á hana án þess að átta sig á aldri fréttarinnar. »2 60.000 skoðuðu Heklu í vefmyndavél Mílu í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.