Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS Skúli Hansen skulih@mbl.is Ríkisútgjöld þöndust jafnt og þétt út frá árinu 1998 og til ársins 2008, sé miðað við verðlag hvers og eins árs. Þetta kemur fram í svari Katrínar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahags- ráðherra, við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins. Séu ríkisútgjöld yfir sama tímabil skoðuð út frá núver- andi verðlagi sést að þau hækkuðu í heildina litið umtalsvert þó að þau hafi einstaka sinnum lækkað á milli ára. Hinsvegar er hækkun ríkisút- gjalda stöðug ef miðað er við núver- andi verðlag og óreglulegum liðum og vaxtagjöldum sleppt. Velferðarmálin hækkuðu líka Árið 1998 voru útgjöld ríkisins, að frátöldum óreglulegum liðum og vaxtagjöldum, 356,7 milljarðar á verðlagi ársins 2013. Árið 2005 höfðu þau hækkað upp í 449,9 milljarða, 487,1 milljarða árið 2007 en árið 2008 námu þau 511,2 milljörðum króna. Þá hækkuðu útgjöld ríkisins vegna velferðarkerfisins umtalsvert á þessu tímabili. Þannig hækkuðu rík- isútgjöld vegna heilbrigðismála, miðað við sömu forsendur og hér að ofan, úr 102,1 milljarði árið 1998 upp í 146,4 milljarða árið 2008. Þá hækk- uðu á sama tímabili útgjöld vegna fræðslumála úr 37,7 milljörðum upp í 56,8 milljarða og útgjöld vegna al- mannatrygginga og velferðarmála úr 78,4 milljörðum upp í 106,8 millj- arða. Ef ríkisútgjöld á umræddu tíma- bili eru skoðuð sem hlutfall af vergri landsframleiðslu sést einnig nokkur hækkun. Þannig voru heildarútgjöld ríkissjóðs 31,7% af vergri landsfram- leiðslu árið 1998 en 45,8% árið 2008. Sé óreglulegum liðum hinsvegar sleppt voru þau 26,9% árið 1998 en 28,8% áratugi seinna. Í svari ráðherrans kemur fram að ef litið er til tímabilsins 1998 til 2011 þá séu almannatrygginga- og vel- ferðarmál, heilbrigðismál og fræðslumál útgjaldamestu flokkarn- ir í rekstri ríkissjóðs þegar óreglu- legir liðir og vaxtagjöld eru frátalin. Hlutfallsleg aukning framlaga til þessara málaflokka á fyrrgreindu tímabili nemur 25-54%. Þá kemur jafnframt fram í svari ráðherrans að framlög til almannatrygginga og vel- ferðarmála hafi hækkað mest í krón- um talið frá árinu 1998, eða um rúma 42 milljarða króna (54%) á föstu verðlagi. Séu atvinnuleysisbætur meðtaldar nemur hækkunin hins- vegar 62 milljörðum (73%). Framlög til heilbrigðismála hækkuðu um 26 milljarða (25%) á tímabilinu 1998 til 2011. Þá nam hækkunin á framlög- um til fræðslumála á sama tímabili 13,3 milljörðum króna (35%). Meira en hann ímyndaði sér „Ég hafði auðvitað gert mér grein fyrir því að það var stefna þáverandi stjórnvalda að hyggja sérstaklega að þessum málaflokkum en hinsvegar má segja að þetta hafi staðfest það sem ég hafði talið en þó þannig að þessi vöxtur er meiri en hafði ímynd- að mér,“ segir Einar aðspurður hvort tölurnar sem birtast í svarinu hafi komið honum á óvart. Þá bendir hann á að menn hafi haldið því fram að skattalækkanir, sem þarna áttu sér stað, hafi orðið þess valdandi að ríkisvaldið hafi ekki getað sinnt ýms- um málaflokkum en þessar tölur sýni hið gagnstæða. „Það sem gerðist var auðvitað það að umsvifin í þjóðarbúinu jukust og þau umsvif voru notuð til þess ein- mitt að beina fjármagni inn í vel- ferðarhluta fjárlaganna,“ segir Einar í samtali við blaðamann og bætir við: „Að minnsta kosti sýn- ist mér að fullyrðingar um að á þessum árum hafi ríkt einhver skefjalaus frjálshyggja, eða ný- frjálshyggja, komi alls ekki heim og saman við þess- ar staðreyndir.“ Útgjöld ríkisins þöndust út  Aukning ríkisútgjalda á góðærisárunum var umtalsverð samkvæmt svari fjármálaráðherra  Á tímabilinu 1998 til 2011 var mest aukning í útgjöldum vegna almannatrygginga og velferðarmála Skipting ríkisútgjalda í A-hluta ríkissjóðs eftir málaflokkum 1998–2011 Á verðlagi ársins 2013 Á verðlagi 2013 án óreglulegra liða og vaxtagjalda 1998 2011 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Fræðslumál Heilbrigðismál Almannatryggingar og velferðarmál Samtals 37,7 84,6 102,1 463,2 1998 2011 51,0 150,0 128,0 628,9 37,7 78,4 102,1 356,7 51,0 120,5 128,0 463,5 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 18 1 „Það sem þetta svar leiðir greinilega í ljós er að það hefur orðið mjög mikill vöxtur ríkis- útgjalda á þessu árabili frá árinu 1998 og fram til 2008, sem stangast náttúrlega al- gjörlega á við mikið af þeim áróðri sem haldið hefur verið fram á síðustu árum um að þetta hafi verið valdatímabil sem einkenndist af frjálshyggju, niðurskurði og skilningsleysi gagnvart ýmsum velferð- armálum,“ segir Einar K. Guð- finnsson spurður út í svar fjár- málaráðherra. Einar bendir jafnframt á að það komi glöggt fram í skýrsl- unni að vöxtur útgjalda til heil- brigðis- og velferðarmála sé mjög mikill og meiri en nemur meðaltali útgjaldaaukningar ríkisins. „Ég held að þessar töl- ur afsanni allt þetta tal og und- irstriki það að þau stjórn- völd sem þá voru við völd gættu þess að auka hlut- fallslega hvað mest út- gjöld til velferðar-, heil- brigðis- og menntamála,“ segir Einar í samtali við blaða- mann. „Stangast á við áróður“ ENGIN FRJÁLSHYGGJA Einar K. Guðfinnsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einhleypir Íslendingar greiddu að meðaltali um 34,5% af launum sínum í skatt og launatengd gjöld á árinu 2012 eða um 5,7% meira en árið 2000 þegar hlutfallið var 28,8%. Hlutfallið hefur hækkað um 4 prósentustig síð- an 2009 þegar það var 30,5%. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Efnahags- og framfarastofn- uninni í París, OECD, en hún gefur árlega út skýrslu um skattbyrði í aðildarríkjum samtakanna. Skilar þessi skattbyrði Íslandi í 22 sæti af 34 hjá OECD en ríkið með lægstu skattana er í efsta sætinu. Í þessum tölum er miðað við meðalskattbyrði einhleypra og meðallaun í einkageiranum. Var hlutfallið 35,6% hjá þessu hópi að meðaltali hjá OECD 2012, 35,1% 2009 og 36,7% árið 2000. Við þessa greiningu er horft til hlutdeildar skatta og launatengdra gjalda af heildarlaunakostnaði launagreiðand- ans vegna viðkomandi starfsmanns og fundinn úr svonefndur skatt- fleygur. Er hann því mismunur heildarlaunakostnaðar annars vegar og skatta og launatengdra gjalda hins vegar. Hækkaði úr 13,1% í 22,7% Sérfræðingar OECD skoða einnig skattbyrði hjóna og sambýlisfólks þar sem annar aðilinn er útivinnandi. Leiðir rannsókn þeirra í ljós að skattbyrði á þennan hóp á Íslandi jókst úr 13,1% árið 2000 í 22,7% árið 2012 eða um 9,6%. Hækkaði hlutfallið þar af um 7,7 prósentustig árin 2009 til 2012, er það fór úr 15% í 22,7%. Þessu var öfugt farið hjá sama hópi í viðmiðunarríkjum OECD á árunum frá 2000 til 2009 en þá lækkaði skatta- hlutfallið úr 27,7% niður í 26,1%. Er þá tekið tillit til þess að hlutfallið hækkaði um 1,2 prósentustig milli ára 2009 og 2012. Horft er til meðallauna í einkageiranum hjá þessum hópi. Skattar á einstæða foreldra á Ís- landi með tvö börn hækkuðu einnig á tímabilinu, fóru úr 5,7% árið 2000 í 20,6% árið 2012. Þar af hækkuðu þeir um 8,5 prósentustig tímabilið 2009 til 2012 er hlutfallið fór úr 12,1% í 20,6%. Er hér miðað við einstæða foreldra sem hafa 67% af meðallaunum í einkageiranum hjá sama hópi. Skatt- ar á þennan hóp voru að meðaltali 18,7% hjá OECD árið 2000 en lækk- uðu svo í 15,5% árið 2009. Þeir hækk- uðu síðan í 16,8% 2012. Loks má nefna að tölur stofnunar- innar benda til að skattar á Íslandi á hjón og sambýlisfólk með tvö börn þar sem báðir eru útivinnandi hækk- uðu úr 25,4% árið 2000 í 26,9% árið 2009 og í 32,5% árið 2012. Er hér mið- að við hjón og sambýlisfólk sem hafa annars vegar 100% og hins vegar 67% af meðaltekjum þessa viðmiðunar- hóps. Til samanburðar var hlutfallið hjá þessum hóp í OECD 32,1% árið 2000, 29,9% árið 2009 og 30,8% 2012. Skattbyrði hefur aukist mun meira á Íslandi  Samanburður á sköttum á Íslandi og í OECD-ríkjunum Morgunblaðið/hag Á kaffihúsinu Íslendingar halda minna eftir af launum sínum en áður. Karl á þrítugsaldri var í gær í Hér- aðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í farbann til 23. apríl að kröfu lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á and- láti stúlkubarns í austurborg Reykja- víkur um næstsíðustu helgi, en mað- urinn er faðir stúlkunnar, sem var fimm mánaða gömul. Nánari bráðabirgðaniðurstöður réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar renna stoðum undir að andlát barns- ins megi rekja til svokallaðs „Shaken baby syndrome“, þ.e. að barnið hafi verið hrist það harkalega að það hafi orsakað blæðingar inn á heila þess, samkvæmt tilkynningu frá lögregl- unni á höfuðborg- arsvæðinu. Í tilkynning- unni segir að far- bann sé til að tryggja nærveru sakbornings á landinu á meðan málið er til með- ferðar í réttar- vörslukerfinu. Rannsóknarhags- munir voru ekki lengur taldir fyrir hendi og því var ekki lögð fram krafa um gæsluvarðhald á þeim forsendum, né var gæsluvarðhald talið nauðsyn- legt með tilliti til almannahagsmuna. Faðirinn var úrskurð- aður í farbann Héraðsdómur Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.