Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það er brjálað að gera núna, þetta eru mikil viðbrigði frá fyrri mán- uðum sem voru mun rólegri. Veðrið hefur verið einstakt síðustu daga og mikið líf er í sjónum. Áðan sáust til dæmis höfrungar og háhyrn- ingar en ekki hnúfubakar eins og oft áður,“ segir Rannveig Grét- arsdóttir, framkvæmdastjóri hvala- skoðunarfyrirtækisins Eldingar. Tvöfalt fleiri farþegar fóru í hvalaskoðun með Eldingu í mars- mánuði en í sama mánuði í fyrra. Hvalaskoðun er að sækja í sig veðr- ið og eftirspurnin eykst jafnt og þétt milli ára. Í fyrra fóru um 64 þúsund manns í hvalaskoðun með Eldingu, sem sér fram á að farþegafjöldinn eigi eftir að aukast upp í 70 þúsund á þessu ári, miðað við ganginn sem verið hefur í byrjun árs. Enda eykst fjöldi erlendra ferðamanna í borginni ár frá ári. Óvenjumargir hnúfubakar „Það er mismunandi eftir árstíma hvaða dýr við sjáum. Höfrungar eru hér allt árið. Hnúfubakar koma og fara, þeir elta hingað fæðu eins og síld og loðnu. Engar hrefnur sjást yfir vetrarmánuðina en við er- um farin að sjá þær aftur,“ segir Rannveig. Hrefnurnar láta sjá sig aftur hér í byrjun mars. Á sumrin sjást þær gjarnan ásamt höfrungunum. Oftast sjást eins og einn eða tveir hnúfubakar í hverri ferð, en undanfarið hafa verið fjórir til fimm á svamli. Rannveig segir það ekki hafa gerst í fjölda mörg ár að jafn margir hafi sést. Sumarið ákjósanlegast Á góðum degi í hvalaskoðun fari um 200 manns. Sumarmánuðirnir júlí og ágúst eru vinsælastir en fleiri ferðir eru þá farnar á hverj- um degi. Yfir sumartímann eru far- þegarnir frá 450 til 600 manns á hverjum degi. Jólamánuðurinn og janúar eru erfiðastir í hvalaskoðun, vegna veð- urs og birtuskilyrða. Rannveig seg- ir að í 95% ferðanna yfir sumartím- ann sjáist einhverjir hvalir. Hlutfallið sé ekki eins hátt yfir vetrarmánuðina, þá sjáist hvalir í 82% ferðanna en fari stighækkandi eftir því sem líður nær sumri. Um 97% farþeganna séu erlendir ferða- menn. Aðspurð hvort þau anni eftir- spurn, segir Rannveig svo vera en þau hafi fest kaup á nýjum báti í fyrra, „ætli við látum það ekki duga í bili en við erum alltaf að breyta og bæta bátana okkar og gera þá betri fyrir farþegana,“ segir Rann- veig. Hún segir ekki loku fyrir það skotið að keyptur verði annar bát- ur, en þau séu með alla anga úti því fyrirtækið bjóði einnig upp á sjó- stangveiði, auk þess að vera með samning við Reykjavíkurborg um siglingar út í Viðey. Sjóstangveiðin er einnig vinsæl meðal ferðamanna. Ferðir til Viðeyjar í sókn „Góð stígandi er í ferðunum út í Viðey en eftirspurnin þangað dróst örlítið saman eftir hrun,“ segir Rannveig og bætir við að það sé líkt og allt sé að lifna við hjá ís- lenskum fyrirtækjum. Þau sækja í auknum mæli í svokallaðar hóp- eflisferðir til Viðeyjar með starfs- fólk sitt. Sporðaköst sjávar- spendýranna heilla  Tvöfalt fleiri í hvalaskoðun í mars í ár en í fyrra  Gott veður og mikið líf í sjónum  97% eru erlendir ferðamenn Ljósmynd/Megan Whittaker Hvalaskoðun Hvalaskoðunarbáturinn Hafsúlan með 140 farþega. Ljósmynd/Megan Whittaker Hnúfubakur Stökkvandi hnúfubakur rétt fyrir utan Vatnsleysuströnd. Hvalaskoðun » 97% farþeganna eru erlend- ir ferðamenn. » 64.000 fóru með Eldingu árið 2012. » Búast við að farþegafjöldinn verði 70.000 í ár. » Í 95% ferðanna, yfir sumar- tímann, sjást hvalir. » Háhyrningar við strendur landsins allt árið. Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Skannaðu kóðann til að sækja Appið. Millifærðumeð hraðfærslum íAppinu Veldu hraðgreiðslur á upphafsskjámynd og smelltu á þekktan viðtakanda einn ..ENNEM M / S ÍA / N M 5 11 4 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.