Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Verkfræðistofan Efla hefur sótt um styrk til Viðlagatryggingar Íslands til að útfæra mögulegar lausnir á sjóflóðavörnum í Kvosinni í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Sævarsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu, segir flóðahættu á svæðinu hafa verið í skoðun í mörg ár, enda liggi það lágt og hafi a.m.k. einu sinni farið undir sjó, í Básendaflóðinu 1799. Hann segir hægara sagt en gert að ætla sér að skera miðborgina sundur með varnargörðum en að hugsanlega megi nýta eldri bygg- ingar, og þær sem enn liggja á teikniborðinu, til þess að varna ágangi sjávar ef til flóðs kæmi. „Þetta svæði nær, má segja, frá Seðlabankanum og að Slippnum; þar er þetta op í landslaginu þar sem Kvosin er opin fyrir hafi. Í dag eru þarna Tollhúsið og fleiri bygg- ingar, sem hugsanlega mætti nýta sem varnir,“ segir Reynir en ýmsar lausnir komi til greina. Flóðbylgja eða djúp lægð „Þetta gæti að hluta til verið veggur þar sem skipin leggjast að en svo er líka til í dæminu að bregð- ast við þegar spáir svona löguðu og setja þá upp lokanir á milli húsa eða veggja. Það er gert víða um heim þar sem stórar ár flæða reglulega, t.d. í Mið-Evrópu,“ segir hann. Reynir segir rannsóknir benda til þess að viðburðir á borð við Bás- endaflóð eigi sér stað á yfir 200 ára fresti en ekki liggur fyrir hvað olli flóðinu. Menn hafi þó getið sér til um að um flóðbylgju hafi verið að ræða eða fágæta djúpa lægð. „Verkefnið snýr ekki að því hvort slíkt flóð verði aftur, eða hvernig og hversu oft, heldur um það hvernig í ósköpunum menn myndu verja sig fyrir slíku flóði ef til þess kæmi,“ segir hann. Enn fremur sé engin ástæða til að ætla að fólki myndi stafa hætta af slíku flóði, enda allar líkur á að fyr- irvarinn yrði góður og unnt að rýma svæðið á tiltölulega skömmum tíma. Eignatjón gæti hins vegar orðið umtalsvert. Ekki yfirvofandi hætta „Þetta snýst eiginlega frekar um að verja verðmæti en að mannslíf séu í hættu. Það vill svo til að þarna eru margar gersemarnar okkar staðsettar, t.d. Alþingishúsið, og hún nær í raun alveg inn að Nor- ræna húsinu, þessi litla landhæð,“ segir Reynir. Hann ítrekar að engin teikn séu á lofti um sjóflóð í Kvosinni og segir hækkun sjávarborðs litlu skipta í því sambandi. Hins vegar hafi menn bent á að hlýnun jarðar hafi leitt til meiri öfga í veðurfari en erfitt sé að spá fyrir um hvort sú þróun auki lík- urnar á flóðum við Íslandsstrendur. Skoða sjóflóðavarnir í Kvosinni  Verkfræðistofan Efla hefur sótt um styrk til að útfæra sjóflóðavarnir í Kvosinni  Hugsanlega hægt að nota eldri og nýjar byggingar til að varna flóði  Mannslíf vart í hættu en eignatjón gæti orðið mikið Morgunblaðið/RAX Flóð Reynir segir vel við hæfi að ráðast í verkefnið núna, þar sem unnið sé að skipulagi fyrir það svæði sem varn- irnar yrðu á. Á þessari mynd frá 2007 sést vel það svæði sem verkefnið tekur til. Í Morgunblaðinu 3. október 1971 var rifjaður upp sá atburður þegar fárviðri gekk af suðvestri yfir Suðvesturland aðfaranótt 9. janúar 1799. „Varð af þessu stórkostlegt tjón alla leið frá Þjórsárósum og vestur á Snæfellsnes,“ segir m.a. í Morgunblaðinu. „Þá fuku kirkjurnar á Hvalsnesi og á Nesi við Seltjörn, en kirkjurnar í Kirkjuvogi og Kálfatjörn stór- skemmdust. Á Eyrarbakka braut flóðið vörugeymsluhús og flutu viðir og vörur úr því upp að Flóagafli og upp um alla Breiðamýri. Verzlunarhús fauk í Ólafsvík og verzlunarhúsin á Búðum við Hraunhöfn brotnuðu. Flóðið gekk yfir lægðina milli Reykjavíkur og Seltjarnarness og var Valhúsahæð að sjá sem eyja úti í hafi. Mest varð þó tjónið á Básendum, tók alveg af þann stað og hefir hann ekki byggzt síðan. Þess vegna er flóð þetta jafnan nefnt Bás- endaflóðið.“ Ein kona lést í flóðinu, Rann- veig Þorgilsdóttir, 79 ára. Mesta sjávarflóð á Íslandi BÁSENDAFLÓÐIÐ Vantar unglinginn á heimilinu smá bíópening? Við einföldum millifærslur í snjallsímanum margfalt. Með nýja Íslandsbanka Appinu má nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum. Þjónusta í gegnumAppið: Hraðfærslur á þekkta viðtakendur Staða reikninga með einum smelli Myntbreyta og gengi gjaldmiðla Upplýsingar um útibú og hraðbanka Aðgengi að Netbanka o.fl. sem opnar á fleiri möguleika Kynntu þér nýja Appið betur á www.islandsbanki.is/farsiminn Veldu eða skráðu inn upphæð Millifærsla framkvæmd! Þjónustan er í boði fyrir fjárráða einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka. tveir þrír!og. 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.