Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 11
Vinnusemi Kjartan var lengi að losa tréð án þess að notast við vinnuvélar. læddust þá út og heim til sín. Kenndi börnum að lesa Jónína kunni lítið í spænsku þegar hún lagði af stað í ferðina en hafði reyndar lært smávegis í menntaskóla. „Það bara kom, svo er maður allt í einu kominn í ein- hverjar aðstæður og þá verður maður bara að nýta það sem maður kann,“ segir Jónína, en þau kenndu stærðfræði, lestur, ensku, nátt- úrufræði, samfélagsfræði og spænsku. „Að kenna barni að lesa á tungumáli sem maður varla skil- ur sjálfur, er alveg magnað,“ segir hún. Skemmtilegast fannst henni að finna gleðina hjá börnunum sem voru svo ánægð að fá að læra. „Þau komu alltaf öll hlaupandi á móti okkur á morgnana, þau voru svo glöð að við kæmum.“ Tóku málin í sínar hendur Húsakynni skólans sem Jónína og Kjartan kenndu í voru vægast sagt bágborin. Skólastofan var 15- 20 fermetrar en þar voru að jafnaði 45 krakkar á aldrinum þriggja til þrettán ára. „Þakið náði ekki yfir allt rýmið og það var brunnur á gólfinu sem ekki var búið að byggja yfir,“ segir Jónína og bætir við: „það vildi enginn sitja þar sem sólin skein og þar sem það vantaði hluta þaks, var allt fullt af sandi og viðbjóði“. Þegar Jónína Sif og Kjartan voru orðin leið á hrörlegum húsa- kynnum barnaskólans ákváðu þau að gera eitthvað í málinu. „Það var eitt kvöldið að við sögðum sem svo: Eigum við bara ekki að byggja nýj- an skóla?“ Þau hófu söfnun heima á Íslandi og söfnuðu sex hundruð þúsund krónum sem dugðu fyrir verkinu. Vopnuð skóflu og járnkarli Þau hófust handa nokkrum dögum síðar og fundu lóð sem gæti hentað og hafði ekki skaddast í flóðunum. „Það var ekki fræðilegur möguleiki að fá neinn verkamann inn í hverfið með vinnuvélarnar sínar,“ segir Jónína, „af ótta við að þeim yrði stolið.“ Það var því ekk- ert annað í boði en að nota hand- aflið. „Það var mjög fyndið að leggja af stað kannski klukkan fimm um morguninn með skóflu og járnkarl í hendi, labbandi í gegnum borgina. Fólkið horfði á okkur eins og við værum sturluð, túristarnir,“ segir Jónína og hlær. „Það voru að- allega við þrjú, ég, Kjartan og Osc- ar sem stóðum í þessu og við þurft- um að rífa upp tré, en jarðvegurinn þarna er rosalega harður,“ segir hún. Þau þurftu að jafna jarðveg- inn áður en hægt var að hefjast handa við að byggja. Þau hömuðust dag eftir dag í heilan mánuð í steikjandi hita. Vinnan var erfið og ekki mjög hreinleg, en þau létu ekki deigan síga. Vilja fara aftur út Jónína og Kjartan sneru heim til Íslands sex mánuðum seinna, áður en að húsið reis. Aðrir sjálf- boðaliðar tóku við og kláruðu verk- ið sem þau hófu. Skólahúsið reis á innan við einu ári og enn er þar starfræktur barnaskóli, en einnig er þar rekin heilbrigðisþjónusta um helgar og fullorðinsfræðsla á kvöldin. Jónína segir að þau fari einhvern tímann aftur út. „Það er bókað mál,“ svarar Jónína. „Það er ekki annað hægt, við náum ekki að ljúka þessu verkefni fyrr en við er- um búin að fara aftur.“ Átök Jónína tekur á því, en vinnan var erfið í hitanum. Gleði Börnin kættust þegar þau sáu Jónínu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. ÍSAGA ehf. • www.gas.is Breiðhöfða 11 • 110 Reykjavík • Sími 5773000 www.GAS.is VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í GASI Umboðsmenn ÍSAGA ehf: Selfoss: Vélaverkstæði Þóris, s. 482 3548. Vestmannaeyjar: Bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, s. 481 3226. Sauðárkrókur: Byggingarvörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, s. 455 4626. Ísafjörður: Þröstur Marsellíusson hf, s. 456 3349. Akureyri: Sandblástur og málmhúðun hf, s. 460 1515. Reyðarfjörður: Verslun BYKO, s. 470 4200.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.