Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Þú blómstrar meðALTA nýja vatnshelda heyrnartækinu... Alta eru ný heyrnartæki í hæsta gæðaflokki frá Oticon. Hljóðvinnslan í Alta er sú þróaðasta fram til þessa og skilar þér meiri skýrleika og framúrskarandi hljómgæðum. Alta heyrnartækin eru vatnsheld! G l æ s i b æ | Á l f h e i m um 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | www . h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Maður er alveg á tánum yfir þess- um brunum. Þegar maður býst við fjölda fólks hingað í sumarhús yfir páskana er óviðunandi að menn séu að brenna sinu alls staðar. Það er hreinlega ekki líft í húsunum út af reyk. Það sér ekki út úr húsi fyrir reykjarmekki,“ segir Bjarni Krist- inn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Borgarbyggðar. „Þetta er allt gert með leyfi yf- irvalda. Sýslumaður í viðkomandi umdæmi getur gefið út leyfi til sinu- brennslu. Það eina sem sá sem sækir um að brenna þarf að framvísa er uppáskrift frá búnaðarsamtökum um að honum sé heimilt að brenna á þessu landi og það sé ekki neinn gróður á svæðinu sem muni bera skaða af. Síðan á viðkomandi að hafa búnað og mannskap til að hafa hemil á eldinum. Viðkomandi á að láta slökkvilið vita með sex klukkustunda fyrirvara, en það er mjög oft mis- brestur á því,“ segir Bjarni. Bindur niður slökkviliðið Bjarni segir að bruninn sem varð í fyrradag hafi verið tilkynntur af ábyrgum borgara, en ekki þeim sem ábyrgð bar á honum. Ef ekki hefði verið fyrir þá tilkynningu segir Bjarni enga leið að sjá fyrir hverjar afleiðingar brunans hefðu getað orð- ið. „Landeigendur eru í flestum til- vikum ekki tryggðir fyrir svona lög- uðu og því trauðla hægt að sækjast eftir einhverjum bótum frá þeim. Svona útkall eins og í fyrradag kost- ar slökkviliðið, og á endanum skatt- greiðendur, fleiri milljónir. Ég hreinlega skil ekki af hverju svona lagað er ennþá leyft. Það á bara að banna þetta í eitt skipti fyrir öll. Þessir brunar binda niður allt til- tækt slökkvilið úti um móa og mela, þannig að ef eitthvað gerist í þéttbýli er mjög erfitt fyrir okkur að bregð- ast við.“ Bjarni nefnir til samanburðar þrettándabrennur björgunarsveit- anna. „Menn þurfa fimm leyfi til að halda brennu á malarsvæði í kíló- metra fjarlægð frá allri byggð og þurfa þar að auki að vátryggja brennuna. Svo getur einhver bóndi fengið leyfi frá sýslumanni og kveikt í úti í náttúrunni. Það er ekki hægt að una við þetta ástand öllu lengur. Ég hef margsagt að það þurfi að breyta lögunum varðandi þetta, en enginn virðist hlusta,“ segir Bjarni. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið leggjast gegn öll- um bruna á sinu. „Það er svo mikið undir og þarf svo lítið til að þetta fari úr bönd- unum að það er ekki forsvaranlegt að standa í þessu hérna. Í öllum til- vikum sem sina brennur í okkar um- dæmi er um íkveikju að ræða.“ Jón Viðar segir helsta undirbún- inginn gegn sinubruna felast í for- vörnum. „Við æfum okkur auðvitað í að fást við sinubruna og höfum tiltækan réttan búnað, en mesti undirbúning- urinn felst í að fá fólk í lið með okkur að kveikja ekki í sinu, en það hefur reynst okkur erfitt. Fólk þarf að átta sig á að hér á höfuðborgarsvæðinu er allt undir. Uppbygging á grænum svæðum hefur staðið í marga ára- tugi. Þetta eru svæði sem við viljum njóta og því ótrúlegt að einhver skuli brenna þau,“ segir Jón. Sinubrunar valda mikilli hættu  Slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð vill algjört bann við sinubruna  Forvarnir besta lausnin að mati slökkviliðsstjórans á höfuðborgarsvæðinu  Sinubrunaútkall kostar skattgreiðendur milljónir Morgunblaðið/Rax Sviðin jörð Sinueldar valda mikilli eyðileggingu nái þeir að breiðast út. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er alveg ljóst að ef Evrópusambandið og Bandaríkin gera þennan mikla fríverslunar- samning sín á milli, sem greinilega er mikill áhugi á af beggja hálfu, þá mun það hafa nei- kvæð áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja á Ís- landi, sem standa þá utan hans, og eru að keppa við fyrirtæki í aðildarlöndum samningsins. Þau munu þá ná töluverðu forskoti á okk- ar fyrirtæki. Það sama gild- ir auðvitað um fyrirtæki í hinum EFTA-ríkjunum,“ sagði Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra um stöðu fríverslunarmálsins. Rætt var við ráðherrann símleiðis en hann var þá í opinberri heimsókn í Noregi. Össur vék að þessu hagsmunamáli í heimsókn sinni. Óhjákvæmilegt að málið bæri á góma „Þannig að það var óhjákvæmilegt að þetta væri rætt í þaula á fundum mínum í síðustu viku í Noregi með bæði Espen Barth Eide, utanríkisráðherra, og ekki síður Trond Giske, sem fer með fríverslunarmálin.“ Spurður hvort EFTA-löndin hyggist beita sér sameiginlega til að komast inn í viðræð- urnar, og verja þannig hagsmuni fyrirtækja í sínum löndum, kveðst Össur hafa átt frum- kvæði að því að taka málið upp á vettvangi EFTA með formlegu bréfi til kollega sinna, utanríkisráðherra ríkjanna, eftir fund Johns Kerrys, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Róm fyrr í mars, þar sem málin voru rædd. „Markmið samningsins eru vitaskuld tolla- lækkanir, sem gætu að jafnaði orðið 3-5%, en það sem menn eru ekki síður að slægjast eftir er að samræma staðla og reglur milli ESB- landanna og Bandaríkjanna, sem í sumum til- vikum eru metin ígildi 15-20% tolla sem nánast er illkleifur múr.“ Fyrsti kosturinn að eiga samflot Össur bendir á EES-samninginn í þessu samhengi. „Fyrsti kosturinn fyrir EFTA-lönd- in virðist í fljótu bragði vera að eiga samflot um þetta og neyta þeirrar stöðu og tengsla sem við eigum gagnvart Evrópusambandinu gegnum EES-samninginn. Fríverslunarsamningur af þessu tagi við ESB varðar hann vitaskuld, og fullkomlega eðlilegt að við eigum aðkomu að viðræðunum gegnum hann. Hinu má þó ekki gleyma að um miðjan síðasta áratug reyndu EFTA-ríkin að gera svona samning, og þá kom í ljós að þau höfðu mismunandi hagsmuni gagnvart fríverslun við Bandaríkin, og úr þeim samningi varð ekki af ýmsum ástæðum.“ Össur heldur áfram og segir að sú leið að kanna tvíhliða samning milli Íslands og Banda- ríkjanna, samhliða viðræðunum milli ESB og Bandaríkjanna, sé vissulega fyrir hendi ef ekki yrði af samfloti með EFTA-ríkjunum. „Þetta munum við ræða á vorfundi EFTA innan skamms,“ segir Össur sem rifjar þó upp að þegar tilraun EFTA-ríkjanna á síðasta áratug rann út í sandinn hafi áhugi Bandaríkjanna á tvíhliða samningum við einstök ríki reynst tak- markaður. „Í þeirri stöðu er einn kostur, sem við erum að skoða núna, og hann felst í því að fara fram á að Ísland, sem hefur stöðu umsókn- arríkis gagnvart Evrópusambandinu, fengi í krafti hennar sterkari aðkomu að viðræðunum. Mér finnst það fullkomlega eðlileg krafa af okkar hálfu, ef þarf, og það gæti hugsanlega auðveldað Bandaríkjunum og ESB að opna leið til að víkka samninginn til fleiri Evrópuríkja en þeirra einna sem eru í sambandinu.“ Skiptir íslensk fyrirtæki miklu máli  Utanríkisráðherra segir brýnt að eiga aðild að fríverslunarsamningi milli ESB og Bandaríkjanna  Ræddi málið við norska ráðamenn  Samningurinn geti leitt til þess að tollar lækki umtalsvert AFP Ferlíki Flutningaskipið Marco Polo við höfn í frönsku hafnarborginni Le Havre. Skipið er sagt stærsta flutningaskip í heimi. Það er 369 metra langt og getur tekið ígildi 16.020 20 feta gáma. Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.