Morgunblaðið - 27.03.2013, Side 14

Morgunblaðið - 27.03.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Heimaey VE 1, nýjasta skip Ísfélags Vest- mannaeyja, er í slipp í Reykjavík. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðar- stjóra Ísfélags Vestmannaeyja, eru ástæður þessa þær að ábyrgð skipsins rennur út fljótlega og venjan er að skoða skip rækilega við þau tímamót. Heimaey kom til landsins í apríl 2012 og var smíðuð í Síle. „Við erum bara að setja hana á þurrt til að vera vissir um að allt sé í góðu ástandi. Þetta er allt eftir bókinni. Það er ekki hægt að kvarta við skipasmíðastöðina undan hlutum eftir að ábyrgðin rennur út,“ segir Eyþór. „Það hafa í rauninni engin sérstök vandamál komið upp sem kalla á þessa skoðun, þetta er aðallega gert til öryggis. Heimaey verður í slippnum eitthvað fram í næstu viku. Hún var tekin upp í fyrradag þannig að þetta eru ekki nema örfáir dagar.“ Eyþór segir að þetta nýjasta skip fiskveiðiflot- ans hafi reynst afar vel. „Hún hefur staðið sig mjög vel þetta ár sem við höfum haft hana.“ Heimaey er ekki fyrsta skipið í Vestmannaeyjum til að bera þetta nafn. Sem dæmi má nefna aðra Heimaey VE 1, sem kom til Vestmannaeyja árið 1972 og var í eigu Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja. Lokaúttekt á nýjasta skipi flotans Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrvalið af sturtuhengjum og öryggismottum er í Brynju g g www.brynja.is - brynja@brynja.is Lykilverslun við Laugaveginn Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mælist nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi sam- kvæmt könnun MMR, sem birt var í gær. MMR kannaði fylgi stjórnmála- flokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 22. til 25. mars 2013. Fram- sóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mældist nú með 29,5%, borið saman við 25,9% í síð- ustu mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi og mælist hann nú með 24,4% borið saman við 27,2% í síðustu mæl- ingu. Eins dalar fylgi Bjartrar fram- tíðar nokkuð og mælist nú 12% borið saman við 15,2% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ým- ist stóð í stað eða breyttist lítillega. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 12,5% og Vinstri grænna 8,5%. Aðrir stjórnmálaflokkar fengju ekki mann á þing. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 28,7%. Lagðar voru allt að þrjár spurning- ar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“ Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“ Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern hinna flokkanna?“ Könnunin var gerð meðal fólks á aldrinum 18-67 ára og svöruðu 893 einstaklingar. Framsókn orðin stærsti flokkurinn  Mælist með 29,5% fylgi í könnun MMR Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.