Morgunblaðið - 27.03.2013, Page 15

Morgunblaðið - 27.03.2013, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 www.sagamedica.is Ég nota SagaPro Kristján Óskarsson, verkefnastjóri Vandamál: Bólgur í blöðruhálskirtli „Ég hef lengi notað SagaPro við bólgum í blöðruhálskirtli. Þegar ég finn fyrir einkennum tek ég góðan kúr af SagaPro í nokkrar vikur og þrýstingstilfinningin hverfur.“ Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Engin breyting verður á Reykjavík- urkjördæmum norður og suður í komandi kosningum að sögn Þór- halls Vilhjálmssonar, ritara lands- kjörstjórnar. „Mörk kjördæmanna verða þau sömu og síðast þegar kosið var,“ segir Þórhallur. „Við skiptinguna er byggt á íbúaskrá Þjóðskrár Íslands frá því á föstudaginn. Hún sýnir að breyting- ar á íbúafjölda í kjördæmunum tveimur kalli ekki á að götur verði færðar milli kjördæma. Samkvæmt lögum má muna tveimur til þremur prósentum á íbúafjölda áður en til breytinga kemur, og við erum vel innan þeirra marka. Helstu breyt- ingarnar eru þær að eitt þingsæti flyst frá Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvesturkjördæmi.“ Skipting Reykjavíkurkjördæma verður eftirfarandi: Frá vestri til austurs skiptir Hringbraut, Mikla- braut, Ártúnsbrekka og Vestur- landsvegur kjördæmunum þar til komið er að punkti á móts við Sól- torg í Grafarholti. Grafarholtshverfi skiptist áfram milli suður- og norð- urkjördæmis um Kristnibraut og Gvendargeisla og Ingunnarskóli verður kjörstaður fyrir bæði kjör- dæmi í Grafarholti. Kjalarnes til- heyrir Reykjavík norður. Engin breyting í Reykjavík  Skipting kjördæma í Reykjavík verður óbreytt frá síðustu kosningum  Eitt sæti frá Norðvesturkjördæmi í Kragann Skipting Reykjavíkurborgar í kjördæmi í komandi Alþingiskosningum Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Grunnkort/Loftmyndir ehf. Íslandsmótið í skák fer fram 31. maí – 8. júní nk. Mótið verður með óvenjulegu sniði núna enda á mótið 100 ára afmæli í ár. Mótið nú verð- ur galopið, bæði innlendum og er- lendum keppendum í fyrsta skipti í 100 ára sögu þess. Allir tefla í sama flokki. Mótið verður jafnframt Ís- landsmót kvenna. Mótið fór fyrst fram árið 1913 og hét þá Skákþing Íslendinga allt til ársins 1952 en hefur heitið Skák- þing Íslands síðan þótt það sé kall- að Íslandsmótið í skák í daglegu tali. Taflfélag Reykjavíkur hélt mótið allt fram til ársins 1926 en frá og með 1927 tók Skáksamband Íslands við mótinu og hefur haldið það síð- an. Húsakynni mótsins verða einnig óvenjuleg. Teflt verður á 20. hæð- inni í Turninum í Borgatúni. Tefld- ar verða 10 umferðir. Núverandi Íslandsmeistari í skák er Þröstur Þórhallsson. sisi@mbl.is Íslandsmót- ið opið út- lendingum  Skákþing Íslands á 100 ára afmæli Morgunblaðið/Ómar Meistarinn Þröstur Þórhallsson er núverandi Íslandsmeistari. Verslun ÁTVR í Grundarfirði var opnuð á nýjum stað í gær. Hin nýja verslun er í sama hús- næði og verslun Samkaupa er í dag, að Grundargötu 36, en þar var áður útibú Landsbanka Íslands. Hús- næðið hefur hlotið gagngerar end- urbætur og hafa iðnaðarmenn víðs- vegar að af Snæfellsnesi komið þar að verki. Við flutninginn verður sú breyting að auk þess sem rýmið eykst geta viðskiptavinir nú náð í veigarnar sjálfir í stað þess að fá þær afhentar yfir borðið. Vöruval verður svipað og verið hefur en afgreiðslutíminn verður lengdur um eina klukkustund yfir sumartímann. Nýr verslunarstjóri hefur verið ráðinn, Kári Gunnarsson, en auk þess mun Dagný Ágústsdóttir starfa við vínbúðina. Veigar ekki lengur afhent- ar yfir borðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.