Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 „Skapandi greinar og tómstunda- námskeið þar sem fjölskyldan öll sameinast í skemmtilegum áhuga- málum er það sem skapar okkur sér- stöðuna,“ segir Ágústa Guðmunds- dóttir. Hún og Ásta Sölvadóttir standa saman að rekstri fræðslu- setursins Klifsins í Garðabæ. Stöllurnar Ágústa og Ásta hleyptu starfsemi Klifsins af stokk- unum fyrir nokkrum miss- erum og hefur hún eflst. Nærri lætur að á liðnu hausti hafi nálægt 350 manns á öll- um aldri sótt námskeið setursins. Verða þátttakendur á vormisseri væntanlega fleiri, enda verður fjöl- breytni í starfinu sífellt meiri. Fjör og buslugangur Zumba-dans í sundi hefur notið vinsælda hjá Klifinu í vetur. Krist- björg Ágústsdóttir kennir á þessum námskeiðum. Þau eru ætluð konum og eru þrisvar í viku, það er síðdegis á þriðju- og fimmtudögum og svo á laugardagsmorgnum. Nýtt zumba-- námskeið hefst strax eftir páska og verður í sundlaug Sjálandsskóla. „Þátttakendurnir geta valið hvort þeir koma einu sinni í viku, tvisvar eða þrisvar. Margar kvennanna vilja hins vegar koma sem oftast, enda er þarna mikið fjör og buslugangur,“ segir Ágústa. Styrkja undirstöðu í ensku Hjá Klifinu eru á dagskrá fjöl- mörg námskeið fyrir börn og ung- linga í greinum sem eru utan náms- lína hins hefðbundna skólakerfis. Af námskeiðum sem eru framundan eftir páska eru t.d. sjálfstyrking- arnámskeið fyrir 7 til 9 ára stráka og námskeið í ensku fyrir sama ald- urshóp. „Krakkar á þessum aldri eru margir raunar komnir með ein- hverja undirstöðu í ensku, en geta þarna styrkt hana,“ segir Ágústa sem bætir við að hjá Klifinu séu námskeið í skapandi greinum áherslumál. Oft taki krakkar nám- skeið í stuttmyndagerð. Bæti síðan við sig tölvuleikagerð og t.d. jap- anskri poppmenningu. Í vor eru einnig fyrirhuguð skap- andi skrif fyrir 13 ára og eldri, kyn- slóðanámskeiðin tálgað í tré og kassabílasmíði, þar sem foreldrar, ömmur, afar og börn koma saman og njóta samvista í skapandi um- hverfi. Gengið um Gálgahraun Meðal fullorðinna séu námskeið í olíumálun vinsæl. Eitt slíkt verður eftir páska og þá stendur til að ganga um Gálgahraun sunnan við Garðabæ, en þar eru ýmis mótíf sem Jóhannes Kjarval málaði eftir. „Myndlistin höfðar til margra. Námskeið á því sviði hefur til dæmis laðað að fólk alla leið frá Vest- mannaeyjum,“ segir Ágústa um starfsemi Klifsins sem hefur aðsetur í Flataskóla í Garðabæ. Klifskonur eru með fleiri járn í eldinum. Að undanförnu hafa þær starfað með grunnskólakennurum í Garðabæ við innleiðingu nýrrar að- alnámskrár. Þar eru grunnþættir menntunar í brennidepli, það er læsi, sjálfbærni, lýðræði og mann- réttindi, sköpun, jafnrétti, heilbrigði og velferð. „Með þeirri nálgun tekst að spanna þessi svið mjög breitt með þátttöku allra. Og til þess er leik- urinn líka gerður,“ segir Ágústa. sbs@mbl.is Klifið hefur sérstöðu Námskeið Myndlistarnámskeið um japanska poppmenningu.  Fjölbreytt flóra námskeiða í Garða- bæ  Þátttakendur á öllum aldri Ágústa Guðmundsdóttir Miðvikudags- PIZZA-TILBOÐ Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Þú hringir Við bökum Þú sækir 12“ PIZZA, 3 áleggstegundir og 1l Coke 1.290 kr. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Strútur, Nílarkrókódíll, nashyrn- ingur og nokkrar tegundir af antil- ópum hafa nú bæst við sýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri. Sjö upp- stoppuð dýr og afsteypa af því átt- unda komu nýlega til Stokkseyrar frá Suður-Afríku. Páll Reynisson, veiðimaður og stofnandi Veiðisafns- ins, veiddi dýrin í árslok 2009. Nashyrningurinn enn á lífi Eitt dýranna sem um ræðir geng- ur enn um skóga Afríku, eftir því sem best er vitað, þótt búið sé að svipta það höfuðprýðinni. Það er mjög stór hvítur nashyrningur sem Páll skaut með sérsmíðuðum riffli fyrir deyfiörvar. Nashyrninginn veiddi hann á náttúruverndarsvæði í Limpopo-héraði í Suður-Afríku. Það er í einkaeigu og kennt við Koh-i- Nohr-demantinn sögufræga. Veiðin var liður í svonefndri björgunarveiði og fór fram undir eft- irliti dýralæknis. Eftir að nashyrn- ingurinn var sofnaður var hann hornaskelltur til að forða honum frá því að verða veiðiþjófum að bráð. Engar taugar eru í hornunum þar sem þau eru söguð. Tekin var af- steypa af hornunum og er nú komin afsteypa af glæsilegum nashyrningi með horn á Veiðisafnið. Veiðiþjófar fella nashyrninga vegna hornanna. Þau selja þeir til Asíu þar sem duft úr nashyrnings- hornum er selt háu verði. Horna- lausir nashyrningar eru því ekki eft- irsóttir af veiðiþjófum. Strútur sem Páll veiddi í sömu veiðiferð var stoppaður upp í heilu lagi. Um er að ræða karlfugl sem er tveggja metra hár. Eins var nærri þriggja metra langur Nílarkrókódíll stoppaður upp í heilu lagi. Dýrin veiddi Páll með einhleyptri skamm- byssu. Antilópurnar eru af tegundunum leirbukkur, skrúðantilópa, reyr- bukkur, runnahafur og Livingston- elgantilópa. Safaríferðir, hvort heldur til dýra- skoðunar eða dýraveiða, eru mik- ilvægur atvinnuvegur í Suður- Afríku. Páll sagði að slík ferða- mennska komi næst á eftir gull- og gimsteinavinnslu í tekjuöflun lands- ins. Dýrin eru að sjálfsögðu öll veidd á löglegan hátt og fylgja þeim vott- orð um það. Töluvert langan tíma tók að fá dýrin úr uppstoppun enda fylgir mikil pappírsvinna flutningi þeirra hingað. Í Veiðisafninu á Stokkseyri eru nú um 250 náttúrutengdir munir og hundruð muna sem tengjast veiðum. Safnið verður opið alla daga um páskana. Strútur nýkominn til Stokkseyrar  Átta afrískar dýrategundir bætast við sýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri  Þar á meðal er af- steypa af nashyrningi sem enn lifir góðu lífi í Suður-Afríku  Nílarkrókódíll og fimm antilópur Ljósmyndir/Veiðisafnið Strútur á Stokkseyri Strúturinn er um tveggja metra hár karlfugl. Fugl- arnir eru ófleygir en mjög fótfráir og geta hlaupið á allt að 70 km hraða. Nashyrningurinn Svefnlyfið virkaði fljótt og dýrið missti hornin. Könnun, sem MMR gerði fyrir Ferðamálastofu á ferðahögum Ís- lendinga, leiðir í ljós að níu af hverj- um tíu svarendum ferðuðust innan- lands árið 2012. Þeir sem ferðuðust innanlands fóru að jafnaði 6,8 ferðir þar sem dvalið var a.m.k. eina nótt. Ferða- málastofa segir, að þetta sé svipað hlutfall og fyrri kannanir hafi sýnt. 66,8% fóru í dagsferðir innanlands á síðastliðnu ári og fóru að jafnaði átta ferðir. Er þetta nokkuð lægra hlut- fall en árið 2011 en þá sögðust 74,8% hafa farið í dagsferðir. Þá sögðust 63,3% svarenda hafa ferðast til út- landa í fyrra og fóru þeir að jafnaði tvær ferðir. Árið 2009 fóru 44,3% ut- an. Flestir gista innanlands hjá vinum eða ættingjum eða 45,9%. Þar á eftir kom gisting í tjaldi, fellihýsi eða hús- bíl (41,3%) en samkvæmt könnunum Ferðamálastofu hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem nýta þessa tegund gistingar. Langflestir þátttakendur í könn- uninni áforma ferðalög á þessu ári. Langflestir Íslendingar ferðast innanlands Morgunblaðið/Kristján Tjaldsvæði Flestir gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl.  Utanlandsferðir færast aftur í vöxt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.