Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Úthlutað var nú í mars í sjötta sinn úr Auroru velgerðarsjóði. Að þessu sinni er um fyrri úthlutun sjóðsins að ræða en úthlutað verður aftur seinna á árinu og þá einungis til þróunarverkefna. Úthlutað er að þessu sinni 48,3 milljónum króna til fimm verkefna. ABC hjálparstarf í Kenýa fær 1,8 milljónir króna, Vinafélag Vinjar fær 1 milljón á ári í þrjú ár og Töfraflautan eftir Mozart fyrir börn 500 þúsund. Þá fær Kraumur tónlistarsjóður 20 milljónir og Hönnunarsjóður Auroru 25 millj- ónir. Aurora velgerðarsjóður var stofnaður árið 2007 af þeim hjónum Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Ólafi Ólafssyni sem lögðu sjóðnum til einn milljarð króna. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun með fjögurra manna stjórn sem starfar sjálfstætt. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja verkefni í þróunarlöndum og menningartengd verkefni hér á Íslandi. Úthlutað úr Auroru velgerðarsjóði Hjallakirkja í Kópavogi var vígð á páskadag, 11. apríl 1993, og á því 20. ára vígsluafmæli í ár. Afmælinu verður fagnað með hátíðarmessu í kirkjunni á páskadag kl. 14 og á eft- ir býður sóknarnefnd í afmæliskaffi í safnaðarsal kirkjunnar. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikar. Hjallasókn var mynduð með skipt- ingu Digranessóknar árið 1987. Haf- ist var handa við byggingu kirkj- unnar árið 1991 en hún er teiknuð af Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt. Sigurbjörn Einarsson biskup, sem var sóknarbarn í Hjallasókn, tók fyrstu skóflustunguna þann 19. maí 1991 og kirkjan var síðan vígð tæp- um tveimur árum síðar. Vígsluafmæli Tveir áratugir eru liðnir frá vígslu Hjallakirkju í Kópavogi. 20 ár frá vígslu Hjallakirkju STUTT Á fræðslukvöldi Íslenska vita- félagsins í næstu viku munu Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur og Trausti Jónsson veðurfræðingur fræða gesti um veðurspár. Eiríkur mun fjalla um alþýðlegar veðurspár á 21. öld en hann hefur m.a. rannsakað hæfni fólks í að gá til veðurs. Fræðslukvöldið verður í sjó- minjasafninu Víkinni á Granda- garði í Reykjavík, miðvikudags- kvöldið 3. apríl kl. 20. Fræðsla um veð- urspár fyrr og nú ASÍ segir að vörukarfa, sem miðað er við í verðkönnunum sambandsins, hafi hækkað mikið frá því í apríl 2008 þar til nú í byrjun mars. Fram kemur á vef ASÍ að verð vörukörfunnar hafi hækkað meira í lágvöruverðsverslunum en öðrum verslunum. Mest hafi hún hækkað í Bónus og Samkaupum-Strax eða um 64% en minnst hjá Nóatúni um 26%. Karfan hefur hækkað um 54% hjá Nettó og Tíu-ellefu, um 53% hjá Krónunni og 46% hjá Samkaupum- Úrvali. Minnst hefur vörukarfan hækkað hjá Nóatúni, um 26% og um 33% hjá Hagkaupum. ASÍ segir að til samanburðar megi benda á að verð á mat- og drykkjarvörum í vísi- tölu neysluverðs hafi hækkað um 46% frá því í apríl 2008 þar til nú. Hagar, sem reka Bónus og Hag- kaup, sendu frá sér tilkynningu í gær og sögðu að þessi niðurstaða ASÍ væri staðfesting á óvönduðum og ómarktækum vinnubrögðum. Bónus hefði á árinu 2008 boðið ódýr- asta valkostinn á dagvörumarkaði og gerði enn. Því væri ljóst að að- ferðir ASÍ við mælingu og upplýs- ingagjöf stæðust enga skoðun. Vörukarfa ASÍ – verðbreytingar apríl 2008 - mars 2013 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Nóatún Hagkaup Samkaup- Úrval Krónan Tíu-ellefu Nettó Samkaup- Strax Bónus 146 126 133 146 153 154 154 164 164 Apríl 2008 Janúar 2009 Febrúar 2010 Febrúar 2011 Mars 2012 Mars 2013 Hagstofan Heimild: ASÍ Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í lág- vöruverðsbúðum  Hagar gagnrýna vinnubrögðin og segja þau óvönduð og ómarktæk Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is 4ra rétta tilboðsseði ll og A la Carte í Per lunni Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is Verð aðeins 6.850 kr. Næg bílastæði Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri Opið yfir páska Skírdag - opið Föstudaginn langa - opið Páskadag - lokað Annar í Páskum - opið Landssamband veiðifélaga beinir því til Landsvirkjunar að koma nú þegar til móts við landeigendur við Lagarfljót vegna þess tjóns sem þegar sé orðið vegna aukins aur- burðar. Þá er því jafnframt beint til Landsvirkjunar að vinna með heimamönnum að uppbyggingu fiskistofna á vatnasvæðinu. Landsvirkjun bæti tjón við Lagarfljót Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.