Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 21
hafa verið í vetur, sérstaklega hafi snjókoman snemma í haust lagst illa á girðingar. Telur hann víst að meira sé slitið í farvegum og giljum og víð- ar og girðingar því ekki fjárheldar í sumar nema með lagfæringum. Þórir Hrafnsson, upplýsinga- fulltrúi atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins, segir að ekki séu sérstakar fjárveitingar á fjárlögum til sauðfjárveikivarna en þær eru hluti af verkefnum Matvælastofn- unar. Hún telji sig ekki hafa fjár- magn til að leggja í þær í ár. Segir Þórir að ráðuneytið átti sig á þröngri stöðu Matvælastofnunar og sé það forgangsmál í vinnu við undirbúning fjárlaga fyrir árið 2014 að bæta úr því. Rafn segir of seint að bregðast við í haust eða á næsta ári því girðing- arnar þurfi að vera í lagi í byrjun júní þegar bændur fari að flytja fé á af- rétt. Hann segir að á fundi fjall- skiladeildar Miðfirðinga í fyrrakvöld hafi orðið mikil umræða um þetta mál og lögð drög að ályktun til at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- isins þar sem varað er við afleiðing- unum. Nefndi Rafn að bóndi sem ætti land að varnarlínu hefði sagt að hann muni hiklaust sækja sitt fé ef það færi yfir línuna. „Ef menn fara að gera þetta eru allar sauð- fjárveikivarnir brostnar,“ segir Rafn. Hann segist ekki vita hvernig stjórnvöld hugsi málið en veltir því fyrir sér hvort ætlunin sé að velta kostnaðinum yfir á sveitarfélögin. Alltaf er eitthvað um línubrjóta, fé sem fer á milli varnarhólfa. Þannig koma kindur frá Miðfirðingum fram í réttum Borgfirðinga og fé Borgfirð- inga í Miðfjarðarréttum, svo dæmi séu tekin. Samkvæmt lögum ber að senda fé sem fer yfir varnarlínur beint í sláturhús og ríkið hefur greitt einhverjar bætur fyrir tjón bænda. „Það er komin upp alveg ný staða ef ríkið hættir að halda við varnarlínum og hættir að greiða fyrir línubrjóta. Ég veit ekki hvort ætlast sé til að við förum að flytja féð á milli aftur. Að við Miðfirðingar förum í réttir Borg- firðinga, eins og gert var fyrir mitt minni, og reka féð til baka yfir heið- ina.“ Til mikils að vinna Segir Rafn til mikils að vinna til að viðhalda varnarlínunum og halda sauðfjársjúkdómum áfram í skefjum. Minnir hann á að bændur hafi verið að missa stóran hluta af bústofni sín- um vegna sjúkdóma, áður en gripið var til varna á fjórða tug síðustu ald- ar, og búskapur hafi víða verið við að leggjast af. Nú sé Miðfjarðarhólfið laust við garnaveiki og þar sé ekki riða nú. Fjárbændur varnarlausir og hræddir  Ríkið ber ábyrgð á sauðfjárveikivörnum en ekkert fé fæst í málaflokkinn í ár  Formaður fjalla- skiladeildar Miðfirðinga telur að girðingar séu ekki fjárheldar eftir veturinn og óttast afleiðingarnar FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Vefðu þig hlýju Ábreiða úr hinni einstöku íslensku ull gerir hverja stund hlýja og notalega... Sjá sölustaði á istex.is Landinu var skipt upp í sótt- varnarsvæði á fjórða tug síð- ustu aldar. Þau voru afmörkuð með girðingum til viðbótar náttúrulegum hindrunum eins og ám og vötnum. Varnarhólf- unum hefur síðan verið fækkað og eru nú 23. Almennt er bann- að að flytja fé á milli svæða. Upphaflegur tilgangur þess- ara ráðstafana var að varna út- breiðslu sauðfjársjúkdómanna garnaveiki og mæðiveiki sem borist höfðu með innflutningi á karakúlfé. Með ýmsum aðgerð- um tókst að útrýma mæðiveiki en garnaveiki er enn í landinu. Henni er haldið í skefjum með bólusetningu og hefur tekist að útrýma henni í nokkrum hér- uðum. Varnarlínurnar gegna einnig mikilvægu hlut- verki í aðgerðum til að uppræta riðuveiku og geta haft þýðingu við að stemma stigu við útbreiðslu nýrra sjúk- dóma. Skipt upp í 23 varnarhólf VARNIR GEGN SJÚKDÓMUM Réttir Hætt er við að margir línu- brjótar komi fram. Varnarhólf vegna sauðfjársjúkdóma Heimild: mast.is Brotalínur eru aukavarnarlínur Litirnir tákna svæðaskiptingu litamerkinga á sauðfé BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Menn vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar starf sem menn hafa keppst við að vinna í áratugi og hefur orðið til góðs er allt í einu gert að engu. Kannski ríkisvaldið telji ódýr- ara að byrja frá grunni, þegar búið er að rífa niður það sem fyrir er,“ segir Rafn Benediktsson, bóndi á Staðarbakka og formaður fjall- skildadeildar Miðfirðinga, þegar hann er spurður út í stöðu sauð- fjárveikivarna í ljósi niðurskurðar fjárveitinga. Atvinnuvegaráðherra skiptir land- inu í varnarhólf, samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og greiðist stofnkostnaður og viðhald girðinga úr ríkissjóði. Matvælastofnun fer með sauð- fjárveikivarnir, fyrir hönd ráðuneyt- isins. Fjárveitingar til að halda við varnarlínum hafa dregist saman á síðustu árum og voru 12 milljónir veittar í þær á síðasta ári. Talið er að 30 milljónir þurfi til að halda girðing- unum við. Nú bregður svo við að eng- um fjármunum er varið til verkefn- isins í ár. Of seint að bregðast við í haust Rafn segir að alltaf þurfi að fara yfir og laga girðingar á vorin til að þær séu fjárheldar. Telur hann lík- legt að ástandið sé verra núna en oft áður, vegna þess hvernig snjóalög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.