Morgunblaðið - 27.03.2013, Side 28

Morgunblaðið - 27.03.2013, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Mjúka fermingargjöfin Friður rúmföt Stærð 140x200 50x70 Nú 9.990 kr áður 13.490 kr Fermingartilboð Varaformaður Sjálf- stæðisflokksins steig fyrir skemmstu fram í silfurslegnum ESB- þætti og gaf undir fót- inn með að svíkja stefnu sem samþykkt var á landsfundi flokksins í ESB- málum. Tilefnið er fremur málefnaleg og góð samþykkt sjálf- stæðismanna um að loka beri áróðursskrifstofu þeirri sem ESB rekur á Íslandi. Nei, á varaformanninum er að heyra að þarna hafi grasmaðkarnir farið yfir strikið. Gildir þá einu þó að starfsemi Evrópustofu ESB gangi þvert á alþjóðasamninga um að er- lendir sendimenn megi ekki reka pólitískan áróður. Um nýafstaðna helgi bætti formaður flokksins um betur og er greinilega hættur við að slíta ESB-viðræðunum. Þetta er sagan endalausa af sam- spili loforða og stjórnmálaflokka. Ósiðlegir IPA-styrkir Þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn- um þingið samþykkt um að ESB mætti ausa hér fé á báða bága með IPA-styrkjum var stjórnarandstöð- unni í lófa lagið að stöðva málið enda þingmeirihlutinn veikur. En ekkert slíkt átti sér stað og sem fyrr sann- aðist að peningar smjúga betur en vatn. Síðan hafa sveitarstjórnarmenn, forstöðumenn stofnana og hundruð annarra Íslendinga staðið frammi fyrir gylliboðum um styrki til hvers sem vera skal í óafturkræfum styrkjum. Þeir sem vinna að nýmæl- um og atvinnuuppbyggingu áttu áð- ur vonir um nokkur hundruð þús- undir króna úr mögrum héraðssjóðum en sjá nú von í millj- ónastyrki og skilyrðin eru oftar en ekki léttvæg. Með IPA-styrkjunum annarsvegar og rekstri hinnar evrópsku áróð- ursskrifstofu var loku fyrir það skotið að nokkuð gæti lengur verið lýðræðislegt við aðlögunarferli Íslands að ESB. En er ekki gott að hingað komi óaft- urkræfir ESB-styrkir, kann einhver að spyrja. Er ekki sama hvaðan gott kemur? Fyrir nokkrum misserum var umræða um fjárfest- ingastefnur lífeyrissjóða og opin- berra aðila og þar var meðal annars vitnað til frænda okkar Norðmanna sem hafa lagt siðferðilega mæli- kvarða á fjárfestingar. Í þessum efn- um megum við margt læra og vita- skuld gildir sama um styrki. Við hljótum að leggja siðferðilega mæli- kvarða á þá eins og annað sem við gerum. Í Suður-Evrópu gengur meirihluti ungs fólks atvinnulaus og vonlítill um sína framtíð, skortur á brýnustu nauðþurftum hrjáir milljónir og framleiðsluatvinnuvegirnir hafa ver- ið lagðir af til að rýma fyrir markaðsvörum frá herraþjóðum ESB. Fá þessar þjóðir sambærilega styrki og þá sem er verið að bjóða okkur? Nei, það fást ekki IPA-styrkir til þessara landa því þeir eru aðeins veittir þjóðum sem eru ókomnar inn í ESB. Rétt eins og nammið utan á sætabrauðshúsi Hans og Grétu. En þessar þjóðir greiða í IPA-sjóðina sem okkur er veitt úr. Það er vitaskuld fyrir neðan allar hellur af Íslendingum að þiggja þessa óafturkræfu styrki frá bláfá- tækum kreppuþjóðum. Og meðan þeim er veitt inn í landið er verið að bera fé á dóminn og enginn sem ann lýðræði getur samþykkt kosningar um mál sem brenglað er með ómældum fjáraustri frá erlendu heimsveldi. Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins Undirritaður hóf þessa grein með því að víkja að óheillaskrefum Bjarna og Hönnu Birnu sem kepp- ast nú við að snúa út úr nýlegum samþykktum eigin landsfundar. Slíkar trakteringar hafa sjálfstæð- ismenn áður séð, síðast í Icesave- afstöðu formanns síns. Hinir ESB-sinnuðu fjölmiðlar landsins hafa hamrað á því að und- anförnu að Sjálfstæðisflokkur upp- skeri nú fylgishrun fyrir harðar samþykktir í ESB-málum. Slíkt eru miklar staðleysur enda ljóst af skoð- anakönnunum sem framkvæmdar eru af Gallup og öðrum marktækum aðilum að mikill meirihluti vill stöðva aðlögunarferlið að ESB og stendur vörð um fullveldið. Að því leyti náði landsfundur Sjálfstæð- isflokksins að endurspegla afstöðu meirihluta þjóðarinnar. Fylgishrun Sjálfstæðisflokks er í fyrsta lagi vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um stöðu formanns flokksins en í öðru lagi vegna þeirrar óvissu sem margir eru í um afstöðu bæði formannsins og þingflokks- formanns til ESB-mála. Og nú í þriðja lagi kemur svo óheppileg eftirgjöf varaformanns sama flokks í samtali við umræðustjóra ríkisins, Egil Helgason. Kjósendur verða að hugsa sig tvisvar um áður en þeir setja atkvæði ESB andstöðu á Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnmálaflokkar, fullveldi og loforð Eftir Bjarna Harðarson »… enginn sem ann lýðræði getur sam- þykkt kosningar um mál sem brenglað er með ómældum fjáraustri frá erlendu heimsveldi. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali og skipar fyrsta sæti á lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Færst hefur í vöxt á síðustu árum að Pass- íusálmar Hallgríms Péturssonar séu lesnir í kirkjum landsins á föstunni, oftast á föstu- daginn langa. Það er jákvæð þróun. Margir koma að lestri þeirra, m.a. alþingismenn og ýmislegt þjóðþekkt fólk, sem er góðra gjalda vert og ber vott um hin sterku ítök sem sálmarnir eiga í vitund þjóð- arinnar enn þann dag í dag. En Pass- íusálmarnir eru engin skyldulesning. Hver sem les þá með athygli, kemst vart hjá því að hugleiða eitthvað boð- skap þeirra. Þeir hafa boðskap að flytja, snerta við samvisku okkar og siðgæði og láta engan ósnortinn. Þjáning og dauði Krists og hjálpræð- isverk hans er þar í forgrunni, en þeir gefa líka mörg holl ráð og leiðbein- ingar í siðferðilegum efnum á vegi hins daglega lífs. Hallgrímur hafði margt og mikið að segja við sína kynslóð á 17. öldinni, hann á nákvæmlega sama erindi við okkar kynslóð á 21. öld, því manneðlið hefur lítið breyst þrátt fyrir allt. Passíusálmarnir, eins og öll sígild listaverk, t.d. tónlist Beethovens og Bachs, eiga erindi við fólk á hverri tíð. Hallgrímur fjallar talsvert um hinar illu tilhneigingar manneskjunnar. Hann yrkir um auðinn og ágirndina, sem sé „undirrót allra lasta“, talar um ágjarna fjárplógsmenn, sem safna auði með okri, hafna andlegri blessun og setja sál sína að veði. (Ps. 16:8). Könnumst við nokkuð við þetta á Íslandi? Hann talar um drambsemi og hroka, sem leiðir til falls, um sam- visku og valdstjórnarmenn, hvetur valdsmenn til að fara gætilega með vald sitt, því valdið hafi þeir af Guði þegið. „Guð er sá völdin gefur,/gæti þess æðri stétt“ (Ps. 26:7). Hann bið- ur fyrir valdstjórnarmönnum. Kemur þetta okkur ekki allt dálítið kunn- uglega fyrir sjónir nú á okkar tíð? Var það ekki ágirndin og taumlaus græðgin, sem kom okkur í koll og var hin eiginlega undirrót hrunsins haustið 2008? Undirrót allra last- anna, sem þá voru búnir að grafa um sig í þjóðlífinu áratugum saman og eru nú smám saman að koma upp á yfirborðið. Er græðgin á undanhaldi núna eftir hrunið, sýnist það vera? Flettum bara Mbl. og skoðum heil- opnuauglýsingar frá nýju bönkunum, bifreiðaumboðunum, stóriðjufyr- irtækjunum og versl- uninni. Þar er enginn kreppubragur þessa dagana. Sömu gömlu „lausnarorðin“ og áður: meiri hagvöxtur, fleiri virkjanir, stóriðja, meiri mengun. Allt frekar kunnuglegt, fátt nýtt. Ekki reyndist það allt þjóðinni til heilla, svo mikið er víst. Ætlum við að ana út í sama fenið á nýjan leik? Höfum við ekkert lært, viljum við í raun og veru eitthvað nýtt, eða bara fá árið 2007 aftur? Margir kvarta um þessar mundir og vissulega ekki að ástæðulausu, því margir hafa misst mikið í hruninu, en þó hafa þeir líklega hæst, sem síst hafa ástæðu til, þeir sem makað hafa krókinn og sópað til sín gróða á um- liðnum árum. Er ekki sanngjarnt að þeir skili einhverju aftur til sam- félagsins. Því svo eru hinir, sem ekki hafa tök á að kvarta, þögli hópurinn, sem virðist fara vaxandi og á vart til hnífs og skeiðar og verður að leita að staðaldri á náðir hjálparstofnana með mat og brýnustu lífsnauðsynjar. Þessi hópur gleymdist nefnilega í „góðærinu“. Þá réði græðgin ríkjum. Þjóðin stendur á krossgötum í dag. Hún er ráðvillt og ringluð og óviss um, hvert halda skal. Hvað er til ráða? Væri ekki ráð að leita í smiðju til Hallgríms og Passíusálmanna, spyrja um gömlu göturnar, sem eru hamingjuleiðin, og fara þær. Leita þar ráða um heilbrigt líf, nægjusemi, heiðarleika, auðmýkt og ábyrgð gagnvart sköpunarverki Guðs. Líf í trú, von og þolgæði. Þörfnumst við annars frekar nú um stundir? „Hver sem sér lynda lætur, það lénar Drottinn mætur, sá hefur alls nægta nóg.“ Fastan er tími íhugunar og upp- gjörs. Gott er að fylgja krossferli Krists á föstunni með sr. Hallgrími. Það er hamingjuleið einstaklingum og þjóð. Passíusálmarnir og hrunið Eftir Ólaf Þ. Hallgrímsson Ólafur Þ. Hallgrímsson »Ætlum við að ana út í sama fenið á nýjan leik? Höfum við ekkert lært, viljum við í raun og veru eitthvað nýtt, eða bara fá árið 2007 aftur? Höf. er fyrrv. sóknarprestur á Mælifelli. Í Morgunblaðinu föstudaginn 23. mars síðastliðinn birtist grein undir fyr- irsögninni Framsóknarmenn eru fyndnir á kostnað þjóðarinnar. Höf- undur var Vil- hjálmur Bjarnason, framkvæmdarstjóri Samtaka fjárfesta og frambjóðandi á lista Sjálfstæð- isflokksins í Suð- vesturkjördæmi. Sem flokks- bundnum sjálf- stæðismanni og kjósanda í Kraganum þótti mér miður að sjá þann málflutn- ing sem lesendum og kjósendum var boðið upp á úr röðum frambjóðenda flokksins. Fullyrðingar á borð við: „Í hvert skipti sem framsóknarmenn tala um efnahagsmál, hvort heldur fjármál heimilanna eða þjóðarhag, er vá fyrir dyrum.“ Staðhæfingar á þessa lund dæma sig algjörlega sjálfar og eru engum til framdráttar; síst okkur sjálfstæðismönnum. Fleiri setningar var þar að finna á borð við: „Þarna fara misvitrir ráðamenn með annarra manna fé og nota það til að ná póli- tískum markmiðum án þess að huga að afleiðingum.“ Dapurlegast var þó að sjá það úr- ræðaleysi og fyrirfram uppgjöf gagn- vart skuldavanda heimilanna sem kom fram í greininni. Af lestrinum er ljóst að framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta telur að ekkert sé hægt að gera nema dvelja í fortíðinni og kenna Framsóknarflokknum um allt sem úrskeiðis fór. Mikilvægt er að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins horfi jafnframt fram á veginn og bjóði upp á mark- vissari og trúverðugri málflutning. Á einum stað sló greinarhöfundur á létta strengi, sagði frá ungum manni sem spurður var að því hver væri besti tveggja orða brandari sem hann þekkti. Svarið var: „Við fram- sóknarmenn“. Væri ég spurður um besta eins orðs brandara sem ég þekki myndi svarið liggja beint við: „Túlipani“. EINAR ÖRN GUNNARSSON, áskrifandi að Morgunblaðinu og kjósandi í Kraganum. Dapurlegur málflutningur Frá Einari Erni Gunnarssyni Einar Örn Gunnarsson Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.