Morgunblaðið - 27.03.2013, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
✝ Jón Már Jóns-son fæddist á
Akureyri 24. febr-
úar 1949. Hann
andaðist á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 19. mars
2013.
Foreldrar Jóns
Más voru Sigur-
laug Jónsdóttir,
húsmóðir, f. 26.
október 1918, d. 3.
janúar 2002 og
Jón Steingrímsson, skipstjóri,
f. 27. júlí 1914, d. 29. janúar
2004.
Sigurlaug giftist Páli Indr-
iðasyni, vélstjóra, f. 26. júlí
1923, d. 31. mars 2012, í des-
ember 1954 og gekk Páll Jóni
Má í föðurstað. Bræður Jóns
Más sammæðra eru Páll Indr-
iði Pálsson, f. 4. febrúar 1956,
og Helgi Már Pálsson, f. 3.
apríl 1958. Systkini Jóns Más
Jón Már kvæntist eiginkonu
sinni, Guðnýju Steinunni Guð-
jónsdóttur, f. 5. júní 1950, frá
Neskaupstað, 3. apríl 1971.
Þau bjuggu lengst af í Lúx-
emborg og Bandaríkjunum
þar sem Jón Már starfaði hjá
flugfélaginu Cargolux í 28 ár.
Jón Már og Guðný eignuðust
tvíburadæturnar Sigurlaugu
Maríu og Guðrúnu Sigríði, f.
15. mars 1975. Sigurlaug
María er gift Guðmundi Páli
Magnússyni, f. 1975, og eiga
þau þrjú börn: Jón Magnús, f.
2005, Óðinn Már, f. 2008, og
Ingibjörg Guðný, f. 2010.
Árið 2001 fluttu Jón Már og
Guðný búferlum til Íslands og
fór Jón Már að vinna hjá
fragtflugfélaginu Bláflugli.
Jón Már og Guðný slitu sam-
vistum 2009. Síðustu tvö árin
var Jón Már sjálfstætt starf-
andi verktaki og tók m.a. að
sér verkefni fyrir bandarískt
flugvélafyrirtæki í Kína.
Útför Jóns Más fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 27. mars
2013, og hefst athöfnin kl. 14.
samfeðra eru: Ár-
sæll Jónsson, f. 14.
nóvember 1939,
Arngunnur Jóns-
dóttir, f. 13. júlí
1942, d. 1994,
Svava Kristín
Jónsdóttir, f. 5.
júlí 1944, Anna
Guðrún Jónsdóttir,
f. 20. desember
1945, d. 1978 og
Þórgunnur Jóns-
dóttir, f. 22. des-
ember 1948.
Fyrstu ár ævi sinnar bjó
Jón Már með móður sinni á
Akureyri í hennar foreldra-
húsum en 8 ára gamall flutti
hann með móður sinni og
stjúpföður til Akraness. Hann
gekk í barna- og gagnfræða-
skóla Akraness, útskrifaðist
sem vélvirki frá Iðnskólanum
á Akranesi og lauk síðar flug-
virkjanámi í Bandaríkjunum.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Með kæru þakklæti fyrir allar
okkar stundir saman.
Guðný Steinunn
Guðjónsdóttir.
Elsku pabbi minn, það er svo
ofsalega sárt að vita til þess að
þú, fyrirmyndin mín, sért farinn
frá mér. Ég ætla að trúa því að
þér líði vel þar sem þú ert núna,
hjá ömmu og afa.
Ég var búin að lofa þér því að
vera alltaf sterk og dugleg og
muna eftir öllum yndislegu
stundunum sem við áttum sam-
an, hvort sem það var á Íslandi,
Lúxemborg, Flórída eða Kali-
forníu.
Þétta faðmlaginu sem þú gafst
mér daginn áður en þú kvaddir
mun ég aldrei nokkurn tímann
gleyma.
Þrjóska og stolt voru ætíð þín brynja
uns tilvera þín á jörðu byrjaði að
hrynja.
Ófétin hófu á líkamann að herja
líkama og sál þína voru að kvelja
þar til ekkert var eftir nema að kveðja.
Ó, elsku pabbi hve sárt það er
að þurfa að horfa á eftir þér.
Ég er svo stolt, þú stóðst sem hetja.
Í þessari lífsbaráttu þurfti varla að
hvetja.
Sama hversu lífið lék okkur grátt,
í öllum sársaukanum gast ávallt hlegið
dátt.
Nú ertu farinn úr þessum heimi
eða ert hér einhvers staðar á sveimi.
Kannski lítill þröstur á grein sem
fylgist með í leyni.
En hvar sem þú ert, ég þér aldrei
gleymi.
Ó, hversu oft ég mun hugsa til þín.
Ég verð alltaf litla pabbastelpan þín.
(ÓM)
Guð og englarnir mínir verða
alltaf með þér. Ég mun aldrei
gleyma þér, elsku besti pabbi
minn.
Ég elska þig af öllu mínu
hjarta.
Þín táta,
Guðrún Sigríður
(Gunna Sigga).
Við kveðjum í dag tengdaföð-
ur minn, hann Jón Má Jónsson.
Ég kynntist honum fyrst í Þórs-
merkurferð árið 1999. Þá hafði
ég stuttu áður kynnst yndislegri
dóttur hans og núverandi eigin-
konu minni, henni Sillu Maju.
Jón kom mér fyrir sjónir sem
kraftmikill og ákveðinn maður
sem hafði gaman af lífinu og
lystisemdum þess. Hann tók mér
strax opnum örmum og fann ég
fyrir ást hans til mín æ síðan.
Jón var mjög víðförull maður og
hafði ekki búið á Íslandi frá því
um tvítugt. Hann var því óvenju-
legur tengdafaðir, nánast eins og
útlendingur sem kunni íslensku.
Það hefði verið gaman að heim-
sækja þau Guðnýju til San
Fransisco meðan þau bjuggu þar
en því miður varð ekki úr því hjá
mér. Þau hjónin fluttu til Íslands
aftur árið 2001 og við Silla kom-
um heim úr námi tveimur árum
seinna. Þá fyrst hittumst við
reglulega og kynntumst betur.
Heimboðin á Austurströndinni
voru alltaf notaleg og góður mat-
ur ævinlega á boðstólum. Hann
vildi svo auðvitað fá mig í golfið
og við náðum einum hring saman
á Nesvellinum áður en barneign-
ir og húsbyggingar tóku allan
minn frítíma og meira til. En ég
mun byrja aftur í golfinu, sann-
aðu til, Jón Már. Ég er bara ekki
orðinn alveg nógu gamall ennþá.
Jóni leið vel á golfvellinum en
best leið honum þó í Pálsbæ,
sumarbústað fjölskyldunnar
undir Hafnarfjalli. Þangað fór
hann oft með föður sínum seinni
árin og dunduðu þeir sér við end-
urbætur og breytingar. Og ég
fékk stundum að hjálpa til enda
smiðssonur þó hæfileikar mínir
lægju að mestu á öðrum sviðum.
Þaðan voru seinna farnar marg-
ar ferðir til Borgarness í sund
með barnabörnin og komið við í
Geirabakaríi á heimleiðinni.
Það var mikið áfall fyrir okkur
öll þegar Jón greindist með
ólæknandi krabbamein fyrir
rúmu ári. Við hefðum öll viljað
lengri tíma með honum en það
varð ekki svo.
Ég elska þig, tengdapabbi
minn. Hvíl í friði.
Guðmundur Páll
Magnússon.
Að eiga og að missa. Orð sem
ekki fer mikið fyrir. Þau hafa
hinsvegar mikil áhrif á líf okkar.
Ég átti þig sem bróður og það
var mjög gott. Ég missti þig og
það er sárt. Eftir sitja minning-
arnar. Allar stundirnar sem við
áttum saman, hvort sem þegar
við vorum tveir einir eða með
fjölskyldum okkar. Missirinn er
sár en eftir standa góðar minn-
ingar. Minningar frá Vesturgöt-
unni, Norðfirði, Lúxemborg og
síðan heima á Íslandi sitja eftir.
Minningarnar eigum við ævi-
langt og deilum þeim með fjöl-
skyldumeðlimum og vinum og
kannski það mikilvægasta, að
hafa minningarnar um þig þegar
missirinn kemur upp i hugann.
Þú, stóri bróðir minn sem ég
leit svo mikið upp til alveg frá
unga aldri og alla tíð. Minningar
frá Vesturgötunni þegar þú varst
farinn að ferðast ungur og
stunda sjóinn, standa mér sér-
staklega í minni. Mikil tilhlökkun
ríkti hjá tveimur ungum bræðr-
um þegar von var á þér heim úr
siglingu með Freyfaxa. Þá
komstu færandi hendi með leik-
föng, sem við, litlir guttar, höfð-
um aðeins látið okkur dreyma
um. Góðsemi þín og væntum-
þykja alla þína tíð verður mér að
eilífu minnisstæð.
Ung að árum fóruð þið Guðný
til Ameríku á vit ævintýra og ári
síðar til Lúxemborgar á vit nýrra
ævintýra. Ævintýra, sem síðan
færði ykkur gjöfult líf og tvær
yndislegar dætur. Þú byrjaðir að
mig minnir í dekkjadeildinni hjá
Cargolux. En þú hefur alltaf vit-
að hvað þú vildir, verið áræðinn,
fylginn þér og viljað ná lengra.
Og það gerðirðu svo sannarlega
hjá Cargolux. Endaðir sem fram-
kvæmdastjóri viðhalds hjá
Cargolux í Ameríku. Að heim-
sækja þig til Lúx voru stórar
stundir í lífi mínu og sérstaklega
eftirminnilegar. Flugið heillaði
okkur báða. Að fara með þér út á
völl hjá Cargolux eða á flugsýn-
ingu gefur svo góðar minningar,
sem geymast að eilífu.
Umhyggja þín og væntum-
þykja í garð foreldra okkar var
einstök, hvort heldur var í Lúx
eða á Flórída. Bíltúr um Evrópu
eða skemmtisigling frá Flórída
gladdi foreldra okkar óendan-
lega. Og þannig var það alltaf hjá
ykkur. Fjölskyldan og vinir voru
alltaf velkomin til ykkar og gest-
risnin með eindæmum.
Elsku bróðir, ég gæti haldið
endalaust áfram með minningar
um þig. Hvað þú varst bara
hreinlega góður einstaklingur.
En læt staðar numið og geymi
minningarnar og rifja þær upp
þegar söknuðurinn bankar uppá.
Elsku Silla, Gunna og Guðný,
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Þinn bróðir,
Páll.
Ljúft er að minnast elskulegs
bróður okkar, sem lést á dög-
unum langt um aldur fram. Við
bræður kynntumst ekki fyrr en
sumarið 2005, þá báðir staddir í
heitum potti við Sundlaug Borg-
arness. Það varð strax fagnaðar-
fundur og litlu síðar bættist syst-
ir okkar í hópinn. Og það varð
mikil gleði. Ekki síst fyrir það að
hann líktist föður okkar svo
mjög. Vafalaust hefur hann erft
marga góða eiginleika frá móður
sinni, en hún var annáluð fyrir
snyrtimennsku, skipulag og ráð-
deild. Í Jóni bróður þekktum við
aftur skapgerð föður okkar;
skopskynið, ljúfu lundina og
einnig ævintýramennskuna, sem
leiddi þá báða út um hinn víða
heim. Faðir okkar valdi sjó-
mennskuna og sigldi m.a. á þrí-
mastra seglskipum yfir úthöfin
en Jón Már valdi sér flugvirkj-
anám og starfaði m.a. í Kaliforn-
íu, Arabíu og síðast í Kína, er
varð þar að hverfa frá fyrr en
varði.
Á golfvellinum komu jákvæð
persónueinkenni Jóns Más skýrt
fram enda okkur mun fremri í
þeirri list. Þægileg nærvera al-
úðar og kurteisi. Við bræðurnir
mættum saman við útför Þor-
valdar Steingrímssonar, föður-
bróður okkar. Kyndugt að sjá
hversu miklu svipmóti Jón Már
deildi með ættingjum sínum sem
þar voru viðstaddir. Jón Már var
vel þroskaður einstaklingur og
eftirsóttur fagmaður á alþjóða-
vísu. Hann átti góða fjölskyldu,
sem er dýrmætt fyrir okkur að
hafa eignast. Þeim er öllum mik-
ill missir og sorg í hjarta. Við
systkinin erum afar þakklát fyrir
að hafa náð að kynnast okkar
ágæta bróður, þótt seint væri.
Við munum ætíð minnast hans
með stolti og gleði. Takk fyrir
samveruna, kæri bróðir, þú varst
okkur ein af góðu gjöfum lífsins.
Ársæll, Svava Kristín
og fjölskyldur.
Nú þegar Jón Már, svili minn
til margra ára, er fallinn frá
hvarflar hugurinn til baka. Jón
Már, eða Nonni eins og hann var
oft kallaður í fjölskyldunni, var
lengi giftur mágkonu minni,
Guðnýju. Við hjónin höfðum allt-
af mikil samskipti við þau, sér-
staklega eftir að þau fluttu til
landsins en Jón Már og Guðný
bjuggu lengi erlendis og þangað
heimsóttum við þau tvisvar, fyrst
til Miami árið 1988 og síðar til
San Francisco árið 2000. Eftir öll
þessi ár og okkar miklu sam-
skipti hefur maður bara góðar
minningar enda var Nonni ein-
staklega þægilegur í öllum sam-
skiptum og mikill húmoristi.
Það var alltaf gaman að ræða
málin við Jón Má, kannski af því
að við höfðum áhuga fyrir svip-
uðum hlutum, en ekki er ólíklegt
að fleiri hafi haft sömu tilfinn-
ingu þar sem hann átti auðvelt
með að ná til fólks, sama hvaðan
það kom eða á hvaða aldri það
var. Börn hændust að honum og
gaf hann sér oft góðan tíma til að
spjalla við þau. Þannig myndað-
ist snemma traustur vinskapur á
milli Jóns Más og Guðrúnar
Stellu, dóttur okkar, sem minnk-
aði ekkert þó Jón Már og Guðný
skildu. Jón Már var alltaf mjög
hreinskilinn, sagði nákvæmlega
það sem honum fannst, með sín-
um orðum. Hann var því alltaf
trúr sjálfum sér. Þó svo hann tal-
aði alltaf hreint út gerði hann
það með þeim hætti að aldrei
varð ég var við að neinum sárn-
aði við hann.
Lestur var áhugamál hjá hon-
um og las hann mikið, bæði
heima hjá sér og á ferðalögum á
vegum vinnunnar en vegna
hennar var hann mikið á ferð og
flugi í bókstaflegri merkingu.
Jón Már var einn af fáum sem ég
ræddi stundum við um amerísk-
an fótbolta en báðir höfðum við
áhuga á mörgu af því sem banda-
rískt er. Hann stundaði íþróttir á
meðan heilsan leyfði, fór í sund
og stundaði golf.
Jón Már var mikill fagmaður í
öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Hvergi fékk maður til dæmis
betri hamborgara en hann gerði.
Bjó þá til úr hakki og grillaði eft-
ir kúnstarinnar reglum. Það var
alveg öruggt að ef Jón Már grill-
aði þá yrði boðið upp á safaríka
hamborgara en um leið jafn
öruggt að þeir yrðu fulleldaðir.
Var ekki með hugann við eitt-
hvað annað þegar hann tók sér
verkefni fyrir hendur. Þegar ver-
ið var að grilla eitthvað sem ekki
hafði verið grillað nýlega þá fór
hann í handbók til að fletta upp
hver eldunartíminn ætti að vera.
Síðan var kjötið eldað nákvæm-
lega eftir þeim leiðbeiningum. Þá
var mér oft hugsað til þess að
Jón Már væri nákvæmlega eins
og maður vildi að flugvirki ætti
að vera. Hann var fagmaður,
vissi nákvæmlega hvað hann var
að gera, var með hugann við
verkefnið og fylgdi bókinni í öllu.
Það var alltaf fallegt á heimili
Jóns Más og Guðnýjar. Bæði
vildu þau hafa fallegt í kringum
sig og komu þau alltaf upp nota-
legu heimili fyrir sig og dætur
sínar þó þau væru erlendis á stað
þar sem óvíst var hvað þau yrðu
lengi.
Við Hólmfríður og Guðrún
Stella vottum Sigurlaugu Maríu,
Guðrúnu Sigríði, fjölskyldum
þeirra og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning um góðan og ein-
lægan vin.
Jón Ásgeir Tryggvason.
Æskufélagi minn og vinur Jón
Már (Jónsi) er fallinn frá, langt
um aldur fram.
Sumarið 1957 fluttist fjöl-
skylda að norðan í húsið beint á
móti fjölskyldu minni. Við bjugg-
um að Vesturgötu 143 og þau að
Vesturgötu 142 á Akranesi. Ég
man þann dag er ég sá Jónsa
fyrst – hann stóð úti á miðri götu
klæddur fötum sem ég hafði
aldrei séð fyrr – peysu, pokabux-
um, sokkum upp að hné utan yfir
buxurnar og pottlok á höfði.
Fljótlega söfnuðust krakkar úr
nágrenninu að og fóru að horfa á
þennan strák í svona furðulegum
klæðnaði og byrjuðu að gera gys
að honum. Ég tók mér stöðu við
hlið þessa nýja nágranna til að
verja hann, spjallaði við hann og
komst að því að við vorum fæddir
á sama ári þó tæpt ár væri á milli
okkar, hann átta ára og ég sjö.
Frá þeim tíma urðum við ævar-
andi vinir. Við vorum saman í
bekk í barnaskóla og gagnfræða-
skóla og lukum sveinsprófi á
sama tíma. Jónsi var ekki mikið
fyrir fótbolta eins og var
„skylda“ á Akranesi en hann var
mjög góður sundmaður og slapp
með það hjá okkur hinum. Upp
úr unglingsárunum fórum við að
spila reglulega bridge með vin-
um okkar þeim Óla Grétari og
Friðjóni. Hlé varð á spila-
mennskunni meðan Jónsi dvald-
ist erlendis en við tókum upp
þráðinn eftir að hann kom heim.
Við hittumst af og til hver heima
hjá öðrum og sem fyrr var Jónsi
hrókur alls fagnaðar og var mik-
ið hlegið og spilað.
Jónsi var einstaklega glaðvær
maður og aldrei hef ég séð hann
skipta skapi. Við brölluðum ým-
islegt sem krakkar og unglingar
en hann var uppátektarsamur og
prakkari. Alltaf var hann sak-
leysið uppljómað þegar bornar
voru á hann sakir, allir trúðu
honum, sakirnar lentu á ein-
hverjum öðrum og Jónsi hló sín-
um dillandi hlátri.
Ég mun sakna vinar míns.
Dætrum Jónsa og ástvinum öll-
um sendi ég dýpstu samúðar-
kveðjur.
Hlöðver Örn Ólason.
Okkar kæri vinur, Jón Már, er
kominn hinumegin við sjóndeild-
arhringinn.
Við kynntumst Jóni Má og
Guðnýju í Lúxemborg fyrir tæp-
um 40 árum og með okkur bund-
ust órjúfanleg bönd. Þegar við
hittumst fyrst var ég nýbúin að
eignast frumburðinn okkar,
Daða Jóhannes. Guðný var ófrísk
að tvíburunum, Gunnu Siggu og
Sillu Maju, og ungu hjónin komu
til að fylgjast með þegar ég bað-
aði nýfædda barnið og þá varð
ekki aftur snúið. Við gengum
hvert öðru í fjölskyldu stað. Við
söknuðum fjölskyldunnar á Ís-
landi og fundum að við áttum það
sameiginlegt sem og svo margt
annað. Börnin okkar voru eins og
systkin og kalla hvort annað „sys
og bro“ enn þann dag í dag.
Pabbarnir voru stundum frekar
strangir í uppeldinu, fannst okk-
ur Guðnýju en auðvitað höfðu
börnin bara gott af aganum.
Ég varð undrandi þegar ég fór
að rifja upp, hversu margt við
höfum gert saman á þó ekki
lengri ævi, fyrir utan allar góðu
stundirnar sem við áttum saman
í Lúxemborg og á Íslandi. Tjald-
ferðalag til Feneyja með börnin
okkar. Sigling um Karíbahafið.
Við áttum góðar stundir á Miami
og einnig í San Francisco. Við
leigðum hús saman á vestur-
strönd Frakklands og strákarnir
gripu aðeins í golfkylfurnar. Síð-
asta ferðin okkar saman var til
Toskana. Dásamleg ferð með
ítalskan vin okkar Tony í farar-
broddi. Allt voru þetta mjög sér-
stakar ferðir sem aldrei gleym-
ast. Jón Már átti alltaf stóran
þátt í að gera ferðirnar skemmti-
legar með skipulagi, ákveðni en
þó léttleika. Eitt sinn sagði hann
t.d. í upphafi ferðar: „Ef einhver
ætlar að fara í fýlu eða vera leið-
inlegur, verður honum umsvifa-
laust hent í sjóinn.“ Svo hló hann
sínum smitandi hlátri. Það var
alltaf stutt í hláturinn hjá Nonna.
Gylfi og Jón Már voru nánir
vinir og aldrei bar þar skugga á.
Það var gaman þegar hann kom
og gisti hjá okkur er hann átti
leið um Lúxemborg sem var
nokkuð oft, vegna vinnu Jóns
Más. Það var eins og að fá kæran
bróður sinn í heimsókn og hann
lét okkur finna það sama. Þeir
voru með spennandi áætlanir um
framtíðina og það voru margar
vonir og væntingar á milli þeirra
vina. Þeir hlökkuðu til að spila
meira golf og eiga góðar stundir
saman á efri árum. En lífið er
hverfult og breytingum háð.
Jón Már var duglegur að
heimsækja okkur í sumarbústað-
inn okkar á Íslandi, sl. sumar.
Jón Már Jónsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar