Morgunblaðið - 27.03.2013, Page 43
rækti það til 1998, lengst af á Skóla-
braut 12-14, en frá 1983 á Kirkju-
braut 54-56 er hann festi kaup á
verslunarhúsnæðinu þar.
Árið 1998 keypti Hörður, sonur
hans, bakaríið og starfrækti það um
nokkurt skeið en seldi það síðan
vandalausum.
Í bæjarstjórninni í 12 ár
Hörður var einn af stofnendum
Íþróttafélagsins Drangeyjar á Sauð-
árkróki sem þar var starfrækt um
skeið en 1948 sameinaðist félagið
ungmennafélaginu Tindastóli.
Hann æfði og keppti í frjálsum
íþróttum, og tók þátt í fjölda íþrótta-
móta. Hann sat síðar í knatt-
spyrnuráði Akraness og var
formaður þess 1988-89.
Hörður gekk ungur í stúku, var
æðsti templar stúkunnar Gleymmér-
ei á Sauðárkróki, starfaði í stúkunni
Akurblómið á Akranesi og sat í stjórn
Stórstúku Íslands um langt árabil.
Hörður söng í kirkjukór Sauðár-
króks frá 1954, hjá Eyþóri Stef-
ánssyni, tónskáldi og kórstjóra, og
síðan í kirkjukór Akraness. Hann
stofnaði, ásamt þremur öðrum,
Skagakvartettinn, 1967, sem söng í
25 ár og sendi frá plötu sem Svavar
Gests gaf út. Hörður hefur auk þess
starfað í Oddfellowreglunni frá 1960.
Hörður var bæjarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi 1974-
86, sat í skólanefnd Fjölbrautaskóla
Vesturlands um skeið, í stjórn Dval-
arheimilisins Höfða og var stjórnar-
formaður Skipasmíðastöðvarinnar
Þorgeir og Ellert á Akranesi 1994-
2008. Hann var sæmdur fálkaorðunni
fyrir atvinnu- og félagsstörf árið
2003.
Fjölskylda
Eiginkona Harðar er Inga Þórey
Sigurðardóttir, f. 12.7. 1933, hús-
freyja. Hún er dóttir Sigurðar Sand-
hólm Magnússonar, verkstjóra á
Hellissandi, og Guðrúnar Jónas-
dóttur húsfreyju.
Börn Harðar og Ingu Þóreyjar eru
Guðrún Bryndís, f. 23.12. 1956, sendi-
herrafrú í Japan, gift Stefáni Lárusi
Stefánssyni sendiherra og eru synir
þeirra Hörður og Stefán; Sigurður
Páll, f. 16.7. 1961, verkfræðingur hjá
Hafnarfjarðarbæ en kona hans er Ás-
laug Árnadóttir, starfsmaður við
íþróttamiðstöðina á Akranesi og eru
börn þeirra Inga Tinna, Magnús
Björn og Pétur Aron; Hörður, f. 31.7.
1966, starfsmaður hjá Íslandsbanka,
búsettur í Reykjavík en kona hans er
Sigríður Bjarnadóttir skrif-
stofumaður og eru dætur þeirra Una
Dís og Eva Rós en börn Harðar frá
fyrra hjónabandi eru Auður Elísa,
Hörður Þór og Maron; Sigríður
Anna, f. 5.7. 1974, húsfreyja í Kópa-
vogi en maður hennar er Jón Ottós-
son, starfsmaður hjá Stakkavík í
Grindavík.
Systkini Harðar: Haukur Frí-
mann, f. 20.1. 1931, d. 13.6. 2011,
mjólkurfræðingur á Sauðárkróki;
Óskar Sveinbjörn, f. 3.3. 1932, d. 24.5.
2000, bifvélavirki í Keflavík; Kolbeinn
Skagfjörð, f. 11.8. 1934, d. 2.6. 2007,
verslunarmaður í Keflavík; Ásta
Eygló, f. 2.2. 1938, myndlistarkona í
Keflavík, og Bragi, f. 4.4. 1939, d. 6.10.
1986, verkamaður í Keflavík.
Foreldrar Harðar voru Páll Svein-
björnsson, f. 8.3. 1909, d. 3.6. 1970,
bifreiðastjóri á Sauðárkróki, og Sig-
rún Ásbjörg Fannland, f. 29.5. 1908,
d. 14.3. 2000, skáldkona.
Úr frændgarði Harðar Pálssonar
Hörður
Pálsson
Guðrún Þorláksdóttir
húsfr. á Hofsgerði
Kristján Jónsson
b. í Hofsgerði á
Höfðaströnd
Hálfdán Kristjánsson
form. á Sauðárkróki
Anna Guðrún Sveinsdóttir
húsfr. á Sauðárkróki
Sigrún Ásbjörg Fannland
skáldkona
Guðrún Gísladóttir
húsfreyja
Sveinn Gottskálksson
drukknaði ungur
Sigríður Guðmundsdóttir
húsfr. á Kjalarlandi
Ósk Sigurðardóttir
húsfr. á Kjalarlandi
Sveinbjörn Guðmundsson
b. á Kjalarlandi
Páll Sveinbjörnsson
bifreiðastjóri á Sauðárkróki
Engilráð Sveinsdóttir
húsfr. í Kambakoti
Guðmundur Guðmundsson
b. í Kambakoti á Skagaströnd
Sigurbjörg
Hálfdánardóttir
verkakona í Rvík
Guðrún Margrét
Árnadóttir
húsfr. í Rvík
Sólveig G.
Pétursdóttir
fyrrv.
ráðherra
Hannes
Pétursson
yfirlæknir á
geðdeild LSH
Björn Sigurðsson
kaupmaður í Flatey
Sigurður Finnbogason eldri
b. á Sæunnarstöðum
Guðrún Guðmundsdóttir
ljósmóðir
Brúðhjón Hörður og Inga Þórey.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Valtýr Pétursson, myndlistar-maður og myndlistar-gagnrýnandi, fæddist í
Grenivík 27.3. 1919. Hann var sonur
Péturs Einarssonar, kennara í
Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu,
og k.h., Þórgunnar Árnadóttur hús-
freyju.
Valtýr var kvæntur Herdísi Vig-
fúsdóttur kennara.
Valtýr lærði verslunarfræði og
stundaði listnám jöfnum höndum.
Hann var í Verslunarskóla Íslands í
tvo vetur og stundaði nám í teikningu
hjá Birni Björnssyni, teiknikennara í
Reykjavík, jafnlangan tíma. Þá
stundaði hann verslunarnám í Bryan
College á Rhode Island í Bandaríkj-
unum 1944-45, og listnám við Aca-
demia dei Belle Arte í Flórens á Ítal-
íu 1948, stundaði framhaldsnám i
París 1949-50, nám í mósaíkgerð hjá
G. Severini í París 1956-57 og fór í
námsferðir víða um Evrópu.
Valtýr var í hópi þekktustu mynd-
listarmanna hér á landi um og eftir
miðja síðustu öld. Hann var braut-
ryðjandi í abstraktlist hér á landi,
einn af stofnendum September-
sýningarhópsins sem starfaði á ár-
unum 1947-52. Hann var síðan einn
af aðalhvatamönnum stofnunar Sep-
tem-hópsins árið 1972 og sýndi með
honum á hverju hausti fram til
dauðadags.
Valtýr var fyrstur til að sýna hér
svo nefnd strangflatarmálverk þar
sem óhlutbundin form eru einlita,
áferðarlaus og skýrt afmörkuð á
myndfletinum. Þá vann hann stein-
fellumyndir með íslenskum grjót-
flísum. Hann hélt fjölda einkasýn-
inga hér á landi og erlendis.
Valtýr var virkur í samtökum
myndlistarmanna, var gjaldkeri og
síðar formaður Félags íslenskra
myndlistarmanna og sat í stjórn
Norræna listabandalagsins.
En auk þess að vera virtur mynd-
listarmaður var hann ekki síður
áhrifamikill myndlistargagnrýnandi.
Hann skrifaði myndlistargagnrýni í
Morgunblaðið um langt árabil frá
1952 og markaði þannig djúp spor í
listasögu þjóðarinnar.
Valtýr lést 15.5. 1988.
Merkir Íslendingar
Valtýr
Pétursson
95 ára
Elísabet Stefánsdóttir
85 ára
Alda Guðmundsdóttir
Björn J. Haraldsson
Guðmundur H. Snæhólm
Ragnhildur Bergþórsdóttir
Unnur Þormar
Þorbjörn Kjærbo
80 ára
Birna Jónsdóttir
Halldór Halldórsson
Ólafía Sigríður Helgadóttir
Sigurbjörg Andrésdóttir
70 ára
Benedikt R.
Jóhannsson
Björn Halldórsson
Halldór Halldórsson
Kristinn Helgason
Kristjana
Aðalsteinsdóttir
Kristjana Einarsdóttir
Sigríður Jóhannsdóttir
Thomas Stoddart
Thomasson
Þorgeir Ólafsson
Þórður Vilhjálmsson
60 ára
Bergur Elíasson
Jóhann Rúnar Hilmarsson
Kjartan Ólafsson
Pálmi Valur Sigurðsson
50 ára
Ásdís Hrönn
Hilmarsdóttir
Jón Helgi Ingvarsson
Kolbrún Þóra
Sverrisdóttir
Kristján Stefánsson
Orri Snorrason
Sigurður Þ. Þórólfsson
Unnar Sæmundsson
40 ára
Anna Magnea Egilsdóttir
Ása Linda Egilsdóttir
Einar Karel Sigurðsson
Einar Steindór Valbergsson
Else Nielsen
Eyvindur Sveinn Sólnes
Gunnar Reynir
Þorsteinsson
Ragnar Arelíus
Sveinsson
Russell David Jackson
Rúnar Hallgrímsson
Sigurþór Örn
Guðmundsson
30 ára
Alfa Dröfn
Jóhannsdóttir
Eva Guðrún
Gunnarsdóttir
Marcin Dabrowski
Maren Rut Karlsdóttir
Michal Wojciechowski
Piotr Naruszewicz
Til hamingju með daginn
30 ára Gunnar lauk bók-
lega hluta atvinnuflug-
mannsprófs og vinnur nú
við parketviðhald og lagn-
ingu.
Maki: Charlene Rocha
Lelis, f. 1984, starfsmaður
við umönnun.
Sonur: Jón Tristan, f.
2005. Sjúpdóttir: Sigríður
Kristbjörg, f. 2008.
Foreldrar: Guðjón Birkis
Helgason, f. 1962, og Að-
alheiður Esther Gunn-
arsdóttir, f. 1965.
Gunnar Róbert
Guðjónsson
40 ára Hulda ólst upp í
Reykjavík, lauk prófum
sem sjúkraliði og er
sjúkraliði á geðdeild LSH.
Maki: Þráinn Vikar Þrá-
insson, f. 1967, bílstjóri.
Börn: Þórey, f. 1998; Árni,
f. 2000; Eygló Rut, 2001,
og Eyþór Vikar, f. 2007.
Foreldrar: Eygló Sig-
urvinsdóttir, f. 1953,
starfsm. hjá Barnavernd,
og Eyþór Elíasson (stjúp-
faðir), f. 1948, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri.
Hulda Maggý
Kristófersdóttir
40 ára Rut lauk BA-prófi í
ensku og ferðamálafræði
og kennaraprófi frá HÍ og
er kennari við VÍ.
Maki: Úlfar Markús Ell-
enarson, f. 1970, kerf-
isstjóri hjá Applicon.
Dætur: Elísabet Freyja, f.
2001; Birgitta Ósk, f.
2003, og Kristjana Ellen,
f. 2005.
Foreldrar: Þórunn El-
ísabet Sveinsdóttir, f.
1952, og Tómas Jónsson,
f. 1950.
Rut
Tómasdóttir
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón