Morgunblaðið - 27.03.2013, Page 48

Morgunblaðið - 27.03.2013, Page 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Alþjóðleikhúsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni hef- ur ítalska nóbelsverðlaunaskáldið Dario Fo samið ávarp. Dario Fo, sem er á níræðisaldri, er ádeiluhöf- undur, leikskáld, leikstjóri, leikari og tónskáld. Höfundarverk hans byggist á hinni fornu ítölsku com- media dell’arte aðferð, leikhúsaðferð sem var vinsæl meðal lægri stétta. Verk Dario Fo þykja gagnrýnin á skipulagða glæpastarfsemi, pólitíska spillingu, kaþólsku kirkjuna og stríðið í Mið-Austurlöndum. „Fyrr á tíð brugðust yfirvöld við sviðsetningum commedia dell’arte- leikara með því að flæma þá úr landi. Yfirstandandi kreppa veldur því að leikarar og leikhópar eiga í erfið- leikum með að finna leikrými og að ná til áhorfenda með sýningum sín- um. Þar sem gagnrýnið leiklistarfólk býr við þær aðstæður að hafa hvorki leiksvið né áhorfendur stafar yfir- völdum engin hætta af þeim lengur. Á tímum endurreisnarinnar á Ítalíu urðu valdhafar hins vegar að leggja mikið á sig til þess að hafa taumhald á gamanleikurum, enda nutu hinir síðarnefndu almennrar hylli. […] Það er því óskandi að reynt verði með skipulögðum hætti að hrekja okkur á brott, ekki síst unga fólkið sem vill mennta sig í leiklistinni; að leiklistarfólki verði tvístrað öðru sinni, enda myndi slík áþján án efa verða til þess að endurnýja list- formið,“ segir m.a. í þýðingu Bjarna Jónssonar. Barnasýningum farið fækkandi Að venju fékk Leiklistarsam- bandið íslenskan sviðslistamann til að semja íslenskt ávarp dagsins og í ár er höfundur þess Messíana Tóm- asdóttir. Hún er höfundur að leik- myndum og búningum í yfir sjötíu leiksýningum fyrir leikhús, óperur og sjónvarp bæði hér og erlendis. Hún helgar ávarp sitt börnum vegna þess að nú er ár barnaleikhúss. „Það hefur verið lögð mikil áhersla á færni í uppeldi barna og er það vel, en á móti þurfum við að styrkja andlega þáttinn í uppeldi þeirra og þar gegna listir lykilhlut- verki, ásamt trúnni á fegurð, kær- leika og réttlæti,“ segir m.a. í ávarp- inu. „Nú vill svo sérkennilega til, á ári barnaleikhússins, að mjög fáar barnaleiksýningar eru frumfluttar. Fyrir aðeins fáeinum árum sýndu margir leikhópar barnaleiksýningar sínar ýmist í opinberu rými eða í skólum og leikskólum og gegndu þannig mikilvægu uppeldis- hlutverki. […] En hinn kaldranalegi veruleiki í dag er sá að stöðugt minni styrkir renna til barnaleikhússins, þannig að opinberir styrkir til barnaleikhúsa eru í engu samræmi við hlutfall barna meðal þjóðarinnar. Þess vegna hafa margir leikhópar sem áður gerðu leiksýningar fyrir börn gefist upp og fáir nýir verða til. Annars staðar á Norðurlöndum eru styrkir nær því að vera í samræmi við hlutfall barna meðal þjóðanna og þar er starf barnaleikhúsa öflugt. Leikhúsið er mannbætandi þegar það er best, þegar það eflir með áhorfendum, á hvaða aldri sem þeir eru, trúna á hugtök eins og fegurð, kærleika og réttlæti. En vegur barnaleikhússins verður að vaxa svo um muni ef okkur á að takast að kynna það besta í list hvers tíma fyr- ir öllum aldurshópum leikhúsgesta og veita þannig djúpum og sterkum tilfinningum þeirra næringu.“ Dario Fo Messiana Tómasdóttir Leikhópa skortir leikrými og tengsl Hörku spennumynd 16 Páskamyndin 2013 Stórkostleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku og ensku tali GLEÐILEGA PÁSKA OPIÐ ALLA PÁSKANA Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 L L L L L 12 I GIVE IT A YEAR Sýnd kl. 6 - 8 - 10 SNITCH Sýnd kl. 10:15 THE CROODS 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4 - 6 THE CROODS ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4 THE CROODS 3D ENSKT TAL ÓTEXTUÐ Sýnd kl. 6 - 8 BROKEN CITY Sýnd kl. 8 IDENTITY THIEF Sýnd kl. 10 FLÓTTIN FRÁ JÖRÐU Sýnd kl. 2 - 4 Þegar góða veislu gjöra skal... SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS STÓRSKEMMTILEG ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 3-D OG 2-D. I GIVE IT AYEAR KL. 8 - 10.15 12 I GIVE IT AYEAR LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 12 SAFE HAVEN KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.45 L THE CROODS 3D ENSKT TAL, ÁN TEXTA KL. 5.45 - 8 L BROKEN CITY KL. 10.10 16 IDENTITY THIEF KL. 8 12 21 AND OVER KL. 10.30 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L BROKEN CITY KL. 5.50 16 SAFE HAVEN KL. 5.50 - 8 12 SNITCH KL. 8 - 10.10 16 IDENTITY THIEF KL. 10.10 12 QUARTET KL. 8 - 10.15 12 THE CROODS 2D / 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L SAFE HAVEN KL. 8 - 10.30 12 SNITCH KL. 8 - 10.30 16 ANNAKARENINA KL. 5.15 12 JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.