Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Það er til marks um hversu langan tíma aðildarferlið að ESB hefur tek- ið að nýr sendiherra sambandsins á Íslandi tekur við störfum í vor. Evrópustofa staðfesti í samtali við Morgunblaðið á fimmtudaginn var að finnski diplómatinn Timo Summa hefði hætt störfum sem sendiherra ESB á Íslandi og farið á eftirlaun. Leitað var til sendinefndar ESB á Íslandi af þessu tilefni og fékkst þá staðfest að þýski diplómatinn Matthias Brink- mann, sendiherra ESB í Kanada, yrði eftirmaður Summa. Þegar blaðamað- ur spurði Henrik Bendixen, yfir- mann Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB á Íslandi, hvort brotthvarf Summa tengdist á einhvern hátt ályktun lands- fundar Sjálfstæðis- flokksins um að loka bæri Evr- ópustofu sagði Bendixen engin tengsl þar á milli. En sjálfstæðis- menn gagnrýndu einnig framgöngu Summa í ályktun- inni: „Landsfund- urinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambands- ins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starf- semi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðr- um.“ Bendixen minnti jafnframt á að Summa yrði 65 ára 1. apríl næst- komandi og að við þau tímamót hygðist finnski diplómatinn setjast í helgan stein. Brotthvarf hans hefði verið löngu ákveðið. Breytir ekki afstöðunni Spurður út í LAF-ferðirnar sem fjallað er um hér til hliðar sagði Ben- dixen þær eðlilegan hluta af kynn- ingarstarfsemi ESB í umsóknarríki. Þær gætu einar og sér ekki haft mótandi áhrif á afstöðu boðsgesta til ESB. Hann kvaðst ekki hafa upplýs- ingar um kostnað við boðsferðirnar. Næsta ferð verður 20. til 22. mars og hefst dagskráin á sögulegri yfir- ferð yfir samruna Evrópu. Lýkur dagskránni þann daginn klukkan 17.15. Daginn eftir er m.a. tekið hús á svæðisskrifstofu ESB í einu hér- aðanna. Deginum lýkur með mót- töku í sendiráði Íslands í Brussel. Við höfuðstöðvar ESB í Brussel. AFP Hrókeringar á Íslandi Timo Summa Matthias Brinkmann Henrik Bendixen Evrópusambandið hefur þegarboðið tveimur 30 til 40manna hópum íslenskra sveitarstjórnarmanna í kynnisferð til Brussel og eru tvær ferðir til viðbótar fyrirhugaðar fyrir apríl- lok. Tilefnið er umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Um er að ræða það sem dipló- matar nefna LAF-ferðir en þær eru hluti af námsferðaáætlun ESB fyrir sveitarstjórnarstigið. Vikið er að ferðunum á vef fram- kvæmdastjórnar ESB en þar segir að sveitar- og héraðsstjórnir gegni lykilhlutverki við að uppfylla svo- nefnd Kaupmannahafnar-skilyrði og tryggja innleiðingu á heildar- löggjöf Evrópusambandsins. Með Kaupmannahafnar-skilyrð- unum er átt við þau skilyrði sem umsóknarríki þarf að uppfylla til að fá aðild að sambandinu. Þau eru í megindráttum þríþætt. Í fyrsta lagi pólitísk skilyrði um stöðugt stjórnarfar og stofnanir sem tryggi lýðræði, réttarríki og mannréttindi. Í öðru lagi efnahagsleg skilyrði um virkt markaðshagkerfi, sem hefur burði til að takast á við þá sam- keppni sem fylgir þátttöku á innri markaði ESB. Loks eru það laga- leg skilyrði þess efnis að ríkið geti og vilji samþykkja og innleiða regluverk ESB og grundvallar- markmið sambandsins í stjórn- málum og efnahagsmálum. Er hér stuðst við skil- greiningu sendi- nefndar ESB á Ís- landi. Fram kemur á vef framkvæmda- stjórnar ESB að markmið heim- sóknanna sé meðal annars að auka getu sveitar- og héraðsstjórna til að undirbúa aðild að ESB með því að „auka skilning þeirra og þekk- ingu á samruna Evrópu“. Ánægja með ferðirnar Að sögn Önnu Guðrúnar Björns- dóttur, sviðstjóra þróunar- og al- þjóðasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, varða fyrstu þrjár ferðirnar byggðastefnu sambands- ins en sú fjórða félagsmála- stefnuna, með áherslu á málefni fatlaðra. Ekki sé ljóst hvort fleiri ferðir verði farnar í ár. „Ég held að fólk hafi verið mjög ánægt með þessar ferðir. Þetta er þekkingaruppbygging sem getur nýst óháð aðildarumsókninni. Við getum lært margt af evrópskum byggðamálum. Við höfum verið að vinna að þessum málum með það fyrir augum að byggja upp þekk- ingu meðal sveitarstjórnarmanna sem getur vonandi nýst, hvað sem verður um þessa aðildarumsókn. Það er hin öfluga byggðastefna ESB þar sem sveitarfélög og héruð leika lykilhlutverk. Algengt er að millistjórnsýslu- stigin, þ.e. héruðin, sem við höfum að vísu ekki hér, sjái um áætlunar- gerð fyrir sín svæði og sveitar- félögin taki þátt í uppbyggingar- verkefnum sem þjóna markmiðum áætlana, oft í samstarfi við einka- aðila og frjáls félagasamtök. Þann- ig að það er auðvitað ESB sem setur stóru línurnar en síðan er það hvert land og síðan hvert hér- að sem mótar sínar áherslur. Hér- uðin hafa ákveðið forræði í sínum málum. Við höfum álitið jákvætt fyrir ís- lenska sveitarstjórnarstigið að okk- ar landshlutar geti fengið ákveðið forræði á sínum uppbyggingar- málum innan hins stóra ramma sem er þá mótaður á landsvísu. Þetta er að miklu leyti svipuð að- ferðafræði og er notuð í Íslandi 2020,“ segir Anna Guðrún og held- ur áfram. Öll svæðin undir hjá ESB „Stóri munurinn á byggðastefnu ESB og okkar byggðastefnu er að okkar stefna hefur verið dreif- býlisbyggðastefna sem höfuð- borgarsvæðið hefur verið utan við. En það eru auðvitað öll svæði und- ir í evrópsku byggðastefnunni. Þar er einmitt lögð áhersla á mikilvægi borgarsamfélaga sem uppbygging- arsvæða. Það er talið að aðal- vaxtarmöguleikarnir séu fólgnir í borgunum,“ segir Anna Guðrún. Í frönsku Ölpunum. Auk Íslands stendur m.a. Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Makedóníu, Svartfjallalandi, Serbíu og Tyrklandi til boða að senda fulltrúa. AFP ESB opnar dyrnar fyrir sveitarfélögunum EVRÓPUSAMBANDIÐ UNDIRBÝR ÍSLENSKT SVEITARSTJÓRNARFÓLK FYRIR AÐILD ÍSLANDS AÐ SAMBANDINU. ÁHERSLAN ER Á HEILDSTÆÐA NÁLGUN ÞAR SEM HÉRUÐ HAFA MEIRA AÐ SEGJA UM FJÁRVEITINGAR RÍKISVALDSINS. Námsferðir ESB fyrir sveitarstjórnarstigið Íslenskt sveitarstjórnarfólk heimsækir Brussel Kostnaður Fjöldi miðað við 1.500 Markmið ferðar Farartími í ferð evrur á mann* Kynning byggðastefnu ESB 2012 30-40 45.000-60.000 Kynning byggðastefnu ESB 2012 30-40 45.000-60.000 Kynning byggðastefnu ESB mars 2013 30-40 45.000-60.000 Kynning félagsmála í ESB apríl 2013 30-40 45.000-60.000 Næsta ferð – óákveðið ? ? ? Samtals í evrum 180.000-240.000 Samtals í krónum** 29.313.000-39.084.000 *Kostnaður ESB og nákvæmur fjöldi þátttakenda fékkst ekki gefinn upp.Varlega áætlaður kostnaður á mann við flug, uppihald, skipulagningu og almenna dagskrá. **Hér er gengi evru áætlað 162,85 kr. Anna Guðrún Björnsdóttir * „Héruðin hafa ákveðið forræði í sínum málum og það er … aðmiklu leyti svipuð aðferðafræði og er notuð í Íslandi 2020.“ Anna Guðrún Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Þjóðmál BALDUR ARNARSON baldura@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.