Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 53
Þórir við eina myndina á sýningunni, sem hann tók á barnaheimili í Kirgistan þar sem aðstæður voru hræðilegar. Fjórðungur barnanna lét lífið á hverju ári og heimilið var ekki hitað upp á veturna. Morgunblaðið/Ómar Ljósmynd/Þórir Guðmundsson Asíulýðvelda gömlu Sovétríkjanna árið 1996. Rúmur helmingur myndanna sem ég sýni er þaðan, frá Kasakstan, Túrkmenistan, Kirg- istan, Tadsjikistan og Úsbekistan. Við bjuggum þarna fjölskyldan í tvö ár, þar sem ég vann á svæðisskriftofu Rauða krossins. Þetta var á umbyltingartímunum eftir fall Sovétríkjanna og þessi lönd urðu fyrir efnahagshruni sem var ekkert í líkingu við það sem við upplifðum; þetta var raun- verulegt hrun þar sem meðalaldur íbúanna lækkaði um átta ár á fáeinum árum, því allri félagsþjónustu var kippt úr sambandi. Starf mitt var að kynnast þessum hræðilegu að- stæðum og segja frá þeim. Ljósmyndunin varð mikilvægur hluti af þeirri miðlun. Við uppgötvuðum staði sem voru hræði- legri en orð fá lýst. Dramatískasta myndin er frá barnaheimili í Kirgistan þar sem fjórðungur barnanna lét lífið á hverju ári; fólkið kunni ekki að sjá um börnin og heim- ilið var ekki einu sinni hitað upp á veturna.“ Aðrar myndir á sýningunni eru frá Asíu, þar sem Þórir starfaði í tæp tvö ár, meðal annars af flóðum í Kína og frá Norður- Kóreu. „Ég var sendur þangað sem hamfarir voru í gangi, flóð, jarðskjálftar eða fellibyljir. Loks er um fjórðungur myndanna frá Afr- íku en þar hef ég helst verið undanfarin ár, eftir að ég flutti heim til Íslands því verkefni okkar eru mest í Afríku,“ segir hann. Erla Svava Sigurðar- dóttir, hjúkrunar- fræðingur og sendifulltrúi Rauða kross- ins, hjúkrar nýfæddu barni á Haítí. 10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Á sunnudag klukkan 14 verður Rakel Péturs- dóttir safnafræðingur með leiðsögn um athyglisverðar sýningar sem nú standa yfir í Lista- safni Íslands. Fjallar hún um verk danskra listamanna á 19. öld og er- lenda áhrifavalda á íslenska myndlist. 2 Nemendur í níunda og tí- unda bekk Ölduselsskóla sýna þessa dagana í skól- anum nýtt, fyndið og líflegt leikverk, „Einu sinni var sem er“. Leikstjóri og höfundur er Baldvin Al- bertsson og semur Halli Reynis stóran hluta tónlistarinnar. Sýnt er laugardag og sunnudag kl. 14 og 17. 4 Aukasýningar á leikritinu Hjartaspöðum verða í Gaflaraleikhúsinu í Hafnar- firði á sunnudag klukkan 18 og 20. Taka margir því eflaust fagn- andi, því sýningin, sem er leikin með heilgrímum og án orða, hefur fengið afar góðar viðtökur. 5 Lúðrasveit verkalýðsins heldur upp á það með tón- leikum í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag klukkan 14, að sextíu ár eru frá stofnun sveitarinnar. Efnisskráin er helguð dansi og að- gangur ókeypis. Óhætt er að mæla með tónleikunum fyrir alla áhuga- menn um dansmenntir og vel æfðan hornablástur. 3 Bíó Paradís við Hverfisgötu og klúbburinn Svartir sunnudagar standa fyrir Hitchcock-hátíð um helgina. Á laugardagskvöld er kvikmyndin Vertigo sýnd og Psycho á sunnudagskvöldið. Sýning- arnar hefjast klukkan 20. MÆLT MEÐ 1 Tvær sýningar verða opnaðar í sölum Lista- safns Árnesinga í Hveragerði í dag, laugar- dag, klukkan 15. Á sýningunni Til sjávar og sveita má sjá verk eftir Gunnlaug Scheving (1904-1972) en hin nefnist Slangur(-y) og á henni eru ljósmyndir sem sýna graffití-verk sem listakonan Sara Riel vann víða um land árið 2006 og hafa verkin aldrei verið sýnd saman áður. Í ár er því haldið á lofti að fimmtíu ár eru liðin síðan vegleg málverkagjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar, Lofts og Bjarna Markúsar Jóhannessona, lagði grunn- inn að Listasafni Árnesinga. Bjarnveig lagði áherslu á fræðslu- og upplifunargildi sýninga og er það haft í huga við uppsetningu þess- ara tveggja nýju sýninga. Til sjávar og sveita er fyrsta sýningin af þremur í samstarfsverkefni safnsins, Lista- safns Íslands og Listasafns Hornafjarðar, þar sem kynnt eru ákveðin tímabil og stefn- ur í íslenskri myndlist. Þar eru verk Gunn- laugs tekin fyrir en verk eftir hann voru í stofngjöfinni fyrir hálfri öld. Í verkum Gunn- laugs var landslagið ekki lengur í miðju, eins og hjá forverum hans, heldur urðu maðurinn og vinnan hin nýju viðmið. Nokkur flennistór verk eru á sýningunni, auk annarra minni, og koma öll frá Listasafni Íslands. Á sýningu Söru Riel kveður við annan tón en verk sem hún vinnur víða utan dyra í borgum hafa vakið athygli. Hér getur að líta graffití sem Sara vann á yfirgefin hús úti um land og gerði tilraunir með leturtýpur og liti. Einnig leitaðist hún við að ná fram þeirri til- finningu sem inntak orðanna fól í sér; verkið „Lousy“ vísar þannig bæði til lélegs ástands hússins sem það er málað á og þeirrar til- finningar sem niðurníðslan vekur. efi@mbl.is MYNDVERK EFTIR ÓLÍKA EN ATHYGLISVERÐA LISTAMENN SÝND Í HVERAGERÐI Verkamenn og graffití TALA MÁ UM STEFNUMÓT TVEGGJA TÍMA Í SÝNINGUM SEM OPNA Í LISTASAFNI ÁRNESINGA, MEÐ VERKUM GUNNLAUGS SCHEVING OG SÖRU RIEL. Eitt verkanna á sýningunni sem sýnir graffití Söru Riel, Happy Go Lucky. Gunnlaugur Scheving: Hákarlinn tekinn inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.